Vísir


Vísir - 06.08.1964, Qupperneq 9

Vísir - 06.08.1964, Qupperneq 9
9 VlSIR . Fimmtudagur 6. ágúst 1964. J^andnám lífsins í Surtsey er beillandi náttúrufræðilegt við- fangsefni. Þar gefst einstætt tækifæri til þess að kanna hvemig gróðurinn og dýralíf hefir borizt til nýrra landa, er þau risu úr sæ. Gefa þessar rannsóknir vísbendingu um það, hvemig jurtir og dýr hafa borizt til lslánds í upphafi vega og auka þannig skilning á náttúmsögu okkar eigin lands. Dr. Sturla Friðriksson hefir rannsakað aðflutning iífvera til Surtseyjar og ritar grein um efnið í síðasta hefti Náttúmfræð- ingsins. Birtist greinin hér, með leyfi höfundar. lengdin frá Surtsey að megin- landinu er yfir 30 km. Gróður Vestmannaeyja er að mörgu leyti sérstæður og frá- brugðinn gróðri meginlandsins og jafnframt er gróður ein- stakra eyja misjafn. Vegna hinna mismunandi vaxtarstaða ætti að vera unnt að ákveða hver sé hin skemmsta vega- lengd, sem einstakar tegundir hafa þurft að flytjast um, til þess að berast til Surtseyjar. Enda þótt mestar Ifkur séu fyrir þvf, að lffverur berist til eyjarinnar frá öðrum svæðum hér á landi, getur þó verið um beinan flutning fiá Evrópu að ræða. Vegna þessa möguleika þótti meðal annars æskilegt að hefja athuganir á eynni strax á þessu vori. Surtsey er nú syðsti hluti landsins, og mætti ætla, að þar hefðu vorfuglar fyrst viðkomu eftir flugið yfir úthafið. Kann að vera, að einhver aðflutning- ur sé með þessum fuglum. Er ef til vill einmitt á Surtsey unnt að sýna fram á þátt fugla f aðflutningi tegunda milli landa, með því að rannsaka farr ■tTin nýja eyja, Surtsey, er nú orðin yfir 1 ferkm. að flat- armáli og er þar landslag með ýmsu svipmóti, fjöllum, hrauni, söndum og fjörukambi. Fyrir- sjáanlegt þótti, að líf myndi hefja innrás sína á eyna og stofna þar til varanlegs land- náms. Skapaðist því einstök að- staða, til þess að kynnast því, hvemig landnámi þessa lffs væri háttað. L^ndnám lffs á Surtsey má að nokkru leyti bera saman við iandnám lífs á Krakatoa í Áust- ur-Indíum. Gosið 1883 gjör- eyddi þar öllu Iffi, dýrum og jurtum. Náttúrufræðingur, sem rannsakaði eyna 9 mánuðum seinna, fann þar aðeins eina könguló, sem hafði sennilega borizt þangað á vefjarþræði. Fjaijægðin til Iands, sem var ósnortið af eyðingu eldgossins, var um 40 km, en í 20 km fjarlægð var önnur eyja, og þar hafði öskufall einnig eytt öllu lífl.' Þremur árum eftir að gosið hófst, skoðaði höllenzkur Lóuþræll 2 fuglar Tjaldur 7 fuglar Rita margir fuglar Snjótittlingur 1 fugl Miðsvæðis á sandinum voru tvær dauðar ritur, og skammt þar frá var eina skordýrið, sem fan -t á eynni. Það var ein fluga á flögri, sem var hand- sömuð f háf og tekin til grein- ingar. Ákvarðaði Geir Gfgja, skordýrafræðingur síðar, að um rykmý (Culex sp.) væri að ræða. Búizt var við, að einhverjar æðri,. plöntur kynnu að hafa borizt til seyjarinnar af sjó. I Bakteriuveiðar á Surtsey. ur. Nokkru frá var lifandi stöngulendi af burnirót (Sedum rosea). Það hefði mátt ætla. að mos- ar og skófir yrðu meðal fyrstu landnemanna, en þeirra gætti þó ekki. Til þess að reyna að komast að því, hvaða gró eða lægri verur væru einkum á sveimi yfir eynni, voru settar upp petrískálar og var þeim komið fyrir á stöngum í 50 cm hæð frá jörðu, annars vegar á eið- inu við lónið og hinst vegar á norðanverðum sandinum. Voru skálarnar 4 á hvorum stað, ein mgð mygluæti, ein méð venju- legu bakteríuæti, ein með borizt eftir öðrum leiðum að ísöld lokinni. Að ýmsu leyti getur rann- sókn á landnámi lífs á Surtsey varpað nýju ljósi yfir þetta vafamál. Surtsey er smámynd af ördauða landi í norðanverðu Atlantshafi, eins konar nátt- úrugerð rannsóknarstöð. Þar ætti að vera unnt að fylgjast með flutningi lífverá eftir ýms- um leiðum um og yfir Atlants- ála. Fundur framangreindra lff- vera sýnir það, hve fljótt fugl- ar, plöntur og flugur hafa getað borizt til eyðistaðar án þess að um flutning eftir landi sé að Um aðflutning lífvera til grasafræðmgur eyna og fann þar margar strandjurtir riiður við flæðarmál, en innar á eynni uxu grös og burknar. Tíu árum seinna var eyjan alþakin gróðri, lauftrjám, pálmum, sykurreyr, orkfdeum o.fl. Óvíða annars staðar hefur verið unnt að fylgi ast með landnámi Iffs á ör- dauða eylendi. Nýsköpun Surtseyjar ei því svo einstakt náttúrufyrirbrigði, að hér er um alþjóðlegt áhuga- mál að ræða. Þótti því nauð- synlegt, að kanna landnám lffs- ins á eynni frá upphafi, en líf getur ýmist flutzt með eigin afli eða borizt af öðrum ástæð- um til eyjarinnar. Þannig mun maðurinn sennilega óhjákvæmi- lega verða valdur að einhverj- um aðflutningi, þótt æskilegt væri, að þau áhrif væru tak- mörkuð af ýtrasta megni. Fuglar komast til eyjarinnar af eigin rammleik og einnig hugsanlega sum fljúgandi skor- dýr. Aðflutningur lífvera, sem ekki geta flutzt með eigin afli, getur verið með fuglum, með loftstraumum eða af sjó. Eðlilegt er að álíta að flutn- ingur þess lífs komi ti! eyjar- innar fyrst og fremst frá fs- landi, og þá cinna helzt frá Vestmannaeyjum. Er Geirfugla- sker næst Surtsey i um 5.5 km fjarlægð. Þar er hins vegar mjög titið um æðri jurtir. Heimaey er aftur á móti gróð- ursæl og e; i rúmlega 20 km fjarlægð frá Surtsey Vega- fugla eða úrgang þeirra áður en þeir hafa komizt í snertingu -við hérlendar lffverur. Þegar frá líður munu fuglar efalaust einn- ig bera lífverur frá íslandi til eyjarinnar. Sviflétt skordýr, gró og fræ geta borizt til eyjarinnar með loftstraumum, og er jafnvel unnt að geta sér til um, hvaðan þessar lífverur hafa borizt, með þvf að fylgjast með veðurkort- um og kanna ríkjandi vindátt. Alls konar reki berst að ströndum eyjarinnar og fylgja honum smærri dýr og iurtir eða Eftir Dr. jurtahlutar, sem efalaust geta hafið landnám á eynni. Skal nú skýrt frá fyrstu at- hugunum, sem gerðar voru á landlífverum á Surtsey. FYRSTL ATHUGANIR. Hinn 1. desember 1963 sáust mávar sitja á eynni rnilli gos- hrinanna, en það var 16 dögum eftir að hún reis úr Sjó. Hinn 16. apríl sást hópur af skógarþröstum á vestanverðri eynni. Fimmtudaginn 14. maí voru gerðar athuganir á þvf, hvaða landlífverur hefðu borizt til eyjarinnar. Af fuglunr sáust; því augnamiði var gengið á fjörur og rekinn kannaður. Mestur var rekinn norðanvert á eynni á sandinum vestan frá lóninu að hra: ijaðrinum, en lítill reki fannst austan við lón- ið. 1 rekanum voru mest sprek, kefli, fjalir og hlut'ir af veiðar- færum, flöskur og dósir, en auk þess nokkrar slitrur úr blöðru- þangi og grænþörungum. Vik- urhrannir höfðu borizt upp í fjöruborðið á stöku stað og með þessum vikri hafði einnig rekið dreif af strábútum, sem voru mest megnis brot af mel- stöngum (Elymus arenarius) og hrossanál (Juncus balticus). I þessari dreif fundust 7 fræ af þremur plöntutegundum: Melur (Elymus arenarius) 5 fræ. Hvönn (Angelica archangel- ica, sennilega var. litoralis) 1 fræ. Fjörukál (Cakile edentula) 1 fræ. Á einum stað í flæðarmálinu hafði skolað upp einni lifandi iurt með rót og grænum blöð- um, sem reyndist vera baldujrs- brá (Matricaria maritima). Ekki hafði þessi plant- þó fest ræt- blóðagar og ein með fjórum glycerínbornum þekjuglerjum. til þess að höndla væntanleg gró. Skálarnar stóðu opnar i 5—7 klukkutíma. í þær settist engin mygla og á sandinum settist engin baktería á venju- legt æti, en 11 kólonfur af 4 tegundum á blóðagar. Á eiðinu voru skálarnar undir stöðugu niðurstreymi og öskufalli og á þe'im voru 10 kóloníur af sömu bakteríutegund á venjulegu bakteríuæti og 26 kóloníur fjögurra bakteríutegunda á blóðagar. Enda þótt rannsókn á tilkomu lifs á Surtsey hafi fyrst og fremst almennt gildi og veiti fróðleik um hvernig og í hvaða röð lífverur berast til eyðieyj- ar og hefja þar landnám, get- ur rannsókn á tilkomu Iffs á Surtsey haft sérstakt gildi fyr- ir þekkingu okkar á aðflutningi jurta og dýra til Islands. Nokkuð er umdeilt meðal náttúrufræðinga, hvort þurr- lendisjurtir og dýr hafi að mestu leyti borizt til íslands eftir landbrú, sem tengdi eyj- una við meginlandið fyrir sið- asta fsaldarskeið, eða hvort gróður og dýralíf hafi aðallega Sturlu Frlðrlksson ræða. Plöntuhlutar þeir, sem fundust, voru að vísu allir af strandjurtum, en ekki er ó- sennilegt, að lægri sem æðri plöntur muni einnig geta borizt þangað. Þær jurtir og jurtahlutar, sem nú þegar hafa fundizt á Surtseý vaxa í Vestmannaeyjum og hafa þvf borizt á sjó um 5 til 20 km langan veg. Fjarlægð þessi er að vfsu svo lftil borið saman við vegalengd milli ís- lands og meginlandsins, að ekki verður unnt að draga af þvf ne'inar stórvægilegar ályktanir um möguleika á flutningi plantna milli fjarlægra staða. Hins vegar er þetta óræktur vottur þess, að strandjurtir geta borizt lifandi í sjó, bæði sem fræ og heilar plöntur um skemmri veg. Berizt hins vegar jurtir til Surtseyjar, sem ekki finnast í Vestmánnaeyjum, fer málið ” h^rfa öðruvfsi við. Er því fróðlegt að fylgjast áfram með Iandnámi lffsins á Surtsey. ☆ y

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.