Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 1
V VISIR 54. árg. - Mánudagur 28. september 1964 - 222. tbl. peningakassa í fanginu „Það hlýtur að rvera augljóst hvað ég ætlast fyrir," sagði þjóf ur einn, sem Keflavíkurlögregl- an stóð að verki í fyrrinótt í Kaupfélagi Suðurnesja, þegar hann var inntur eftir erindi. Maður einn, sem átti leið um Reykjanesveginn og fór fram hjá útibúi Kaupfélags Suður- nesja um nóttina, varð var við mannaferðir £ verzluninni ög Framh á bls. 6. Fullsannað að OswaU var einn morðingiim SKÝRSLA WARREN-RANNSÓKNARNEFNDARINNAR BIRT í GÆR í gærkvöldi var birt í Washington skýrsla hinnar sérstöku nefndar, sem rannsakað hef ur morðið á Kennedy, War- ren-nefndin, eins og hún er kölluð eftir f ormanni hennar, Earl Warren hæstarétt- ardómara. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að Lee Har- vey Oswald hafi verið morðinginn og aS hann hafi verið einn að verki, ekki hafi verið um að ræða neitt samsæri, hvorki innlent né erlent og hann hafi ekki verið leigumorðingi neins. i Hún telur einnig að næturklúbbseigandinn Jack Ruby hafi verið einn um morð Oswalds og hafi þeir ekki þekkzt. Skýrsla Warren-nefndarinnar er geysilangt plagg, hún er upp á 888 blaðsíður. Störf hennar tóku 10 mánuði og hafa verið unnin af mikilli nákvæmni. Nefndin hefur átt samtöl við 25 þúsund manns í sam- bandi við rannsóknina og tekið við 4 þúsund sérstök- um skýrslum. Þessar eru helztu niðurstóður hennar: 1) Skotin, sem urðu Kennedy forseta að bana og særðu John B. Connally fylkisstjóra í Texas, komu frá suðaustur hornglugga á sjöttu hæð Texas böka- geymslunnar. 2) Sönnunargögnin benda til þess, að þremur skot- um hafi verið hleypt af. Eitt þessara þriggja skota hæfði ekki. Það er ekki hægt að ganga úr skugga um, hvaða skot í roðinni það var sem ekki hæfði. 3) Það eru „mjög sannfærandi sönnunargögn" frá sérfræðingum, sem benda til þess, að sama byssu- kúlan hafi hæft forsetann í hálsinn og sært Connally fylkisstjóra. Það var fyrri byssukúlan af tveim, sem hæfðu forsetann. 4) Skotunum, sem bönuðu Kennedy forseta og særðu Connally fylkisstjóra, skaut Lee Harvey Os- wald. 5) Oswald myrti J. D. Tippit lögreglumann í Dallas um 45 mínútum eftir morðið á forsetanum. 6) 80 mínútum eftir morðið á forsetanum og 35 mínútum eftir morðið á Tippit lögreglumanni sýndi Oswald lögreglumönnum mótspyrnu, þegar átti að handaka hann í kvikmyndahúsi í Dallas og gerði þá tilraun til að skjóta annan Dallas-lögreglumann. 7) Lögreglan beitti Oswald engum líkamlegum þvingunum, þó valdbeiting væri nauðsynleg til að framkvæma handtöku hans. Hann varð hins vegar að þola „ágang" vegna þess „ótakmarkaða aðgangs", sem blaðamönnum var veittur að svæði því, þar sem hann var leiddur um ganga milli fangaklefa og annarra staða í lögreglubyggingunni. Þær mftrgu yfirlysingar, sem lögreglan gaf, stundum rangar, eftir handtöku hans hefðu orðið alvarlegir þröskuldir í vegi fyrir sannsýnu réttarhaldi yfir honum. 8) Jack Ruby drap Lee Harvey Oswald. Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi notið neinnar aðstoðar löggæzlumanna f þeim tilgangi. Það voru mistök hjá Dallas-lögreglunni að reyna að flytja Os- wald til héraðsfangelsisins fyrir opnum tjöldum. 9) Nefndin fann ekkert sem benti til þess, að Lee Harvey Oswald eða Jack Ruby hefðu verið þátttak- endur í neinu samsæri, hvorki innlendu né erlendu, um að myrða Kennedy forseta. Ennfremur fann nefnd in ekkert sem benti til þess, að Oswald hefði verið ráðinn, eða hvattur af neinni erlendri rikisstjórn. 10) í allri rannsókninni fann nefndin ekkert sem benti til samsæris, skemmdarstarfs eða óhollustu við Bandaríkjastjórn hjá neinum embættismanni rikis, fylk is eða borgar. 11) Oswald var einn um verkið. Um hvatir hans til þess er ekkert hægt að- ákveða með vissu, en nefndin bendir á viss atriði, svo sem andúð hans á öllu valdi, löngun hans til að verða skráður á síður mannkynssögunnar, ofbeldishneigð hans og yfirlýstur uppreisnarandi hans gegn Bandaríkjunum. 12) Að lokum lýsir nefndin því yfir, að nauðsyn- legt sé að endurbæta aðferðir þær sem notaðar eru tH að vernda líf Bandaríkjaforseta. I Oskapleg gassprenging í Kaupmannahöfn Menn héldu að kjarnorkuárás hefði verið gerð á borgina Á laugardagsmorgun kviknaði f tveimur gömlum gasgeymum í borgarhverfinu Valby f Kaupmannahöfn. 1 þeim voru samtals 140 þúsund rúmmetrar af gasi og orsakaSi þetta svo ofsalega spreng- ingu, að hverflð umhverfis liggur svo að segja f rustum, likast því setn grinundarleg loftárás hefSi veriS gerð á það. Þegar sprengjngin varð, gusu eldsúlur upp-af báðum gasgeym- unum, gasiS dreifðist um nærliggjandi héruð og kviknaði í því hér og þar yfir nærliggjandi húsum, svo að þekjur brunnu. EINS OG FELLIBYLUR. að segja f rústir, en heita má að Sprengihvellurinn varð svo allar rúður f 5 kílómetra fjar- mikill að hann heyrðist um alla ;' •'" Stór Kaupmannahöfn og viðar um Sjáland. Fylgdi honum því- likur sprengjuþrýstingur, að ofsaleg stormhviða myndaðist likt og í fellibyl og olli feyki- . legu sprengjutjóni, þrjár nær- Iiggjandi húsaraðir lögðust svo lægð hafi sprungið. Þaksteini, sperrum og bjálkum rigndi nið- ur yfir gangstéttirnar. Bílar sem voru á staðnum eða 6ku eftir nærliggjandi götum tókust upp og köstuðust á húsveggi. Öll nærliggjandi hverfi lágu I iðu- lausu braki, múrsteinum og gler brotum. Þegar menn heyrðu sprengi- hvellinn út um alla Stór Kaup- mannahöfn og sumir sáu bloss- ann og gorkúlumynduð reykský in sem mynduðust á eftir yfir sprengistaðnum, þá greip ofsa- hræðsla um sig f allri Kaup- mannahöfn. Þeim grun sló mjög sterklega niður og hann breidd- ist út um borgina, að ný heims styrjöld væri hafin og kjarn- orkusprengjum hefði verið varpað á Kaupmannahöfn. í hverfinu þar sem skemmd- irnar urðu mestar kom til hins mesta uppnáms og fólk fylltist ofsahræðslu. Um 300 manns höfðu ver'ið í húsröðum þeim er næst eru gasverkinu. Fáir þeirra höfðu sloppið með öllu óskadd- aðir, einkum voru margir illa leikriir af glerbrotunum, sem þeyttust þúsundum saman inn i Framh. á bls. 6. VÍSIR birtir Warren- skýrsluna VÍSIR mun birta i heild aðal- kafla Warrenskýrslunnar. Fyrsti hlutinn birtist f dag á bls. 7. Segir frá sjálfum atburðinum, morðinu á Kennedy forseta. — Annar hluti birtist á morgun og segir frá flótta Oswalds og handtðku hans. B^IWHKlirtMMMMW^NWt^A^^W^in Myndin var tekin i gær í rustum gasstöðvarinnar. Nálæg hús liggja einnig i rústum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.