Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 3
V1SIR . Mánudagur 28. september 1964, 3 Myndsjá Vísis birtir í dag nokkrar ljósmyndir frá þeim ó- sköpum sem gerðust úti f Kaup mannahöfn, þegar tveir risastór ir gasgeymar í hverfinu Valby nokkuð fyrir vestan Ráðhústorg sprungu í ioft upp. I’annig litu húsaþökin út í margra kílómetra fjarlægð. Þakskffumar þeyttust af og eftir stóðu sperrumar auðar. Hamfarírnar / Kaunmannahöfn Myndimar sýna glöggt þær ó- hemju skemmdir sem urðu af þessari sprengingu. Nærliggj- andi hús eyðilögðust, rúður sprungu í þúsundatali og þak- steinar hreinsuðust jafnvel af húsunum. Út um allar götur lá brak og sært fólk hljóp með blóðferil á eftir sér um strætin. En myndimar geta ekki Iýst því skelfingaræði sem greip um sig í borginni. Sá orðrómur komst á kreik, að kjarnorkuá- rás hefði verið gerð á borgina. Er nú ömurlegt um að litast í þessu borgarhverfi og hundruð- ir manna em heimilislausir eftir það. Bæjarstjórn Kaupmanna- hafnar mun grípa til sérstakra ráðstafana til að útvega fólkinu húsrými. Sprenging þessi er með hinum mestu hamförum, sem orðið hafa á Norðurlöndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.