Vísir - 08.10.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 08.10.1964, Blaðsíða 16
!»*#■ '<P<ví s <■ w X , Fimmtudagur 8. október <í 964. Leifur a 6.10 frá - Leifur Eiríksson, Rolls Royce V skrúfuvél Loftleiða setti aftur hraðamet á flugleiðinni New i York — Keflavik, en hún lenti £ á Keflavikurvelli kl. 7,35 í morg un og hafði þá aðeins verið 6 •s tíma og 10 minútur á leiðinni. ‘t, Flugstjóri á flugvélinni var * Ólafur Ólsen, en siglingafræðing ? ur var Magnús Ágústsson, i Engin síSd nótt Á myndinni eru stjórnarmenn Handritastofnunarinnar, talið frá vinstri: Hreinn Benediktsson, prófessor, Halldór Halldórsson, prófessor, Einar Ól. Sveinsson, forstöðumaður Handritastofnunarinnar, Stefán Pétursson, þjóðskjalavörður og Finnbogi Guðmundsson landsbóka- vörður. Á myndina vantar tvo stjórnarmenn Ármann Snævarr, háskólarektor og Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð. (Ljósm. Vísis B.G.) Engin síldveiði var í nótt fyrir .austan, en síldveiðin s.l. sólarhring var 7020 mál og tunnur hjá 12 rkipum. Bræla er á miðunum, en menn vonast til að veður fari batn andi þegar líður á daginn. JT • a Einar 01. Sveinsson ræðir við biaðomenn „Það má segja að í hópi and- stæðinga vorra gangi maður undir manns hönd í áróðrinum gegn því, að handritamálið fái Fyrstu hljómieikar góð Iok. En ekki má . þó gleyma því, að við eigum sem áður örugga og duglega liðs- menn Heitstrengingar þeirra og ósleitileg vinna er mikilsverð“. Þetta sagði Einar Ól. Sveinsson prófessor fundi í gærdag með blaðamönnum, sem Hand- ritastofnun tslands hélt. Sagði prófessorinn að sumt af því sem skrifað hefði verið í dönsk blöð svo og áróðurs- bæklingurinn „Staðreyndir um íslenzku handritin" væru stað- leysur einar, og væri Dönum ekki stætt á málflutningi sem þeim. Yrði að mótmæla þessu harðlega og koma þeim mót- mælum til Danmerkur. Kvað próf. Einar Ólafur starfi Handritastofnunarinnar hafa verið beint inn á þá braut að hefja vísindaútgáfu og ljós- prentun handrita. Þannig kæmu líklega út í haust Viktors saga og Blávus búin til prentunar af Jónasi Kristjánssyn þá kæmi líklega Sýnisbók elztu íslenzkra handrita frá upphafi, aöt fram til 1270 — 80, en um hana sér próf. Hreinn Benediktsson. Þá ætt'i annað rit að koma um lfkt leyti, en það er ljósprentun eiginhandarrita Jónasar Hall- grímssonar af kvæðum hans. Þá kemur vísindaútgáfa af Svarfdælu og j’æreyingasögu, ennfremur upphaf af rímnasafni sem á að taka við af Rímna- safni Finns Jónssonar. Byrjað er að Vinna að vísindaútgáfu af Árna biskups sögu. Ýmislegt fleira er framundan í útgáfu- starfi Handritastofnunarinnar en til útgáfustarfseminnar er veitt á fjárlögum ein millj. króna á ári auk launa starfs- manna. Gat próf. Einar Ólafur þess, að ákveðið væri að Handrita- Framh. á bls. C. starfsemimi Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitar innar hefst i kvöld með tónleikum í Háskölabíöi kl. 21. Stjórnandi verður bandaríski hljómsveitar- stjórinn Igor Buketoff, einleikari með hljómsveitinni er danski pf- anóleikarinn Victor Schioler. Á efn isskránni verður: Forleikur að „Fjalla-Eyvindi,“ eftir Karl Ó. Run- ólfsson, Sinfónía nr. 3 i F-dúr op. 90 eftir Brahms, sinfónisk tilbrigði Francks og Rapsódia um stef eft ir Paganini og Rachmaninoff. Starfsemi sinfóniuhljómsveitar- mar eykst alltaf. í vetur verða a. m.k. 16 tónleikar auk þess átta til niu skólatónleikar og tveir tónleik- ar fyrir börn á aldrinum 5-10 ára. Miklar vonir eru bundnar við þessa æskulýðstónleika, en verið er að ala upp hlustendur framtíðarinnar. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar í vetur verður Igor Buketoff, stjórn ar hann 10 af hinum 16 tónleikum, auk hans stjórna þeir Gustav Kön- ig, Róbert A. Ottósson, Proinnsfas O’Duinn og Páll S. Pálsson. Óvenjumargir íslenzkir einleik- arar leika með sinfóníuhljómsveit- inni í vetur, eru þeir fjórir talsins, Björn Ólafsson, Rögnvaldur Sigur- Framh. á bls. 6. Eitt af þeim verkefnum, sem rafeindaheilar nútimans leysa, er ýmis vinna hjá tryggingafé- Iögunum og um allan heim eru heilarnir nú mjög notaðir af tryggingafélögunum. I morgun hittum við að máli sérfræðing IBM í París i rafeindaheilum og notkun þeirra hjá tryggingafé- Iögum. Hann heitir O. Cilius- Nielsen og er Dani, en búsettur í París, og f dag heldur hann fyrirlestur um notkun heilanna í Hótel Sögu. „Starfsemin er orðin afar sér- hæfð“, sagði Nielsea i stuttu rabbi í morgun. „Einn hefur notkun heilanna á þessu sviði að sérgrein, annar á hinu. Það er alveg furðulegt hvað heilarn- ir geta gert í þjónustu trygg- ingafélaganna og hve mikið þeir Gunnar J Friðriksson Ákveðið hefur verið, að Norð- urlöndin taki sameiginlega þátt í heimssýningunni i Montreal 1967. Munu þau reisa sameig- inlegan sýningarskála. Mun ís land því fá tækifæri til þess að taka þátt í sýningunni, en ís- land hefur ekki tekið þátt i heimssýningu síðan 1939 i New York. Ríkisstjórnin hefur falið Gunnari J. Friðrikssyni, for- manni Félags ísl. iðnrekenda að undirbúa málið ásamt fulltrúum frá' hinum Norðurlöndunum. Vísir náði sem snöggvast tali af Gunnari f morgun. Kvað hann það mjög mikilvægt að íslandi skyldi veitást tækifæri til að taka þátt í heimssýning- unni í Montreal og kynna þar framleiðsluvörur sínar. En Gunnar sagði, að þátttaka ís- lands í sýningunni hefði ekki komið til greina, ef ekki hefði verið um sameiginlega þátttöku Norðurlandanna að ræða, þar eð kostnaður við þátttöku væri svo gífurlega mikill. Gunnar sagði, að sýningar- skáli Norðurlandanna á heims- sýningunni yrði mjög stór og veglegur, en undirbúning allan kvað hann enn á frumstigi. Gunnar kvaðst vera á/ förum til Noregs til þátttöku í fundi samtaka iðnrekenda á Norður- löndum og yrði þá haldinn fyrsti fundurinn um þátttöku Norðurlanda í heimssýningunni. í rauninni vita um viðskiptavin- inn og segir frá öllu sem hann veit á aðeins örfáum sekúnd- um.“ Hér kvaðst O. Cilius-Nielsen ræða við tryggingafélögin um leigu á rafeindaheila eða jafnvel sölu, en tvö tryggingafélög hér hafa notfært sér slíka heila, Samvinnutryggingar og Sjóvá- tryggingafélagið. Og sem fyrr segir heldur Nielsen fyrirlestur um notkun heilanna og það gagn sem sem tryggingamenn hafa af honum. Skal þess getið að fyrirlesturinn er í Súlnasalnum og hefst kl. 5 og eru allir þeir, sem áhuga hafa velkonmir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.