Vísir


Vísir - 17.10.1964, Qupperneq 9

Vísir - 17.10.1964, Qupperneq 9
V1 SIR . Laugardagur 17. október 1964. ' '..- .. Harold W ilson hinn nýi leiðtogi Bretlands Varö þingmaöur og ráðherra 29 ára, veröur nú forsætisráðherra 48 ára Árið 1960 barðist Wilson við Gaitskell við kjör leiðtoga Verkamannaflokksins. Wilson beið mikinn ósigur og þar með virtist sú von hans brostin, að hann yrði nokkru sinni leiðtogi brezkra jafnaðarmanna og for- sætisráðherra Breta. I gær, að- eins 4 árum síðar varð það ljóst að Wilson hafði tekizt að leiða Verkamannaflokkinn fram til sigurs í almennum þingkosning- um og það verkefni bíður hans nú að mynda nýja ríkisstjóm og taka við embætti forsætis- ráðherra Breta af sir Alec Douglas Home. Sv,o skjótar geta breytingarnar verið í stjórnmál- unum. Það hefur oft verið sagt, að sá sem taki upp baráttu við flokksforingjann og bíði ósigur eigi sér ekki uppreisnar von. En Harold Wilson hefur af- sannað þessa kenningu. Á hin- um langa stjórnmála ferli sínurr hefur hann oftast verið í anr’ stöðu við forustu flokksins. Hann stóð við hlið Bevans, er vinstri armur flokksins barðist við Attlee og hann studdi enn þann vin si ,n og átrúnaðargoð, er að því kom að velja eftir- mann Attlees. Wilson studdi Bevan ötullega en beið ósigur fyrir Gaitskell. Síðar, er Bevan var fallinn frá, hóf hann sjálfur að sækjast eftir leiðtogasætinu í flokknum en beið ósigur fyr- ir Gaitskell. Það virtist þá ó- líklegt, að hann mund'i nokkru sinni verða valinn leiðtogi flokksins. Wilson hafði verið yzt til vinstri í flokknum og átti harða andstæðinga f hægri armi flokksins. En afstaða Wilson breyttist smátt og smátt. Hann tók upp hógværari' stefnu og þegar Gaitskell féll skyndilega frá 1963 var Wilson einn þeirra, er komu til greina sem eftir- maður. Hann barðist við George Brown um leiðtogasætið og vann sigur. Vinstri foringjanum hafði þá tekizt það, sem ólfk- legt virtist, að honum mundi nokkru sinni takast. Honum hafði tekizt að fá það mikið fylgi úr báðum örmum flokks- ins, að nægt hafði til sigurs. LITRÍKUR FERILL. Stjórnmálaferill Harolds Wil- sons er einhver sá sérstæðasti og Iitríkasti í brezkri stjórn- mál: ögur á þessari öld. Senni- lega hefur enginn brezkur stjórnmálamaður hlotið eins skjótan framan í stjórnmálum á síðari tfmum eins og hann. Wilson var kjörinn á þirig að- eins 29 ára gamall og varð ráð- herra þegar sama árið og hann settist í neðri málstofuna. James Harold Wilson fæddist í Huddersfield í Yorkshire 11. marz 1916. Hann er þv, 48 ára gamali. Faðir hans, Herberl Wilson, var starfsmaður efna- rannsóknarstofu og sæmilegum efnum búinn. Herbert fylgdi í Wílson við komu sína til Liver- pool 1963, er hann hafði verið kjörinn Ieiðtogi Verkamanna- flokksins. fyrstu frjálslynda flokknum og barðist fyrir Winston Churchill 1906 er hann var í framboði fyrir frjálslynda. En síðar gekk Herbert í Verkmannaflokkinn og fylgdi honum æ síðan. Har- old fékk snemma áhuga á stjórnmálum og hefur skýrt frá því, að hann hafi þegar verið orðinn jafnaðarmaður 7 ára gamall! 1924 tók Herbert Wilson son sinn með sér til London f fyrsta sinn en Harold var þá 8V2 árs gamall. Herbert fór með son sinn í heimsókn í þinghús- ið svo og að Downing Street 10, þar sem bústaður forsætis- ráðherra Breta er og Ramsey Mac Donald bjó þá, Herbert tók mynd af syni sínum á tröppum hússins og geymdi þá mynd vel. Daginn sem Harold Wil- son var valinn leiðtogi Verkamannaflokksins afhetni Herbert myndina brezku blöð- unum og hún birtist. 1945, er Harold Wilson var kjörinn á þing og tók hann föður sinn með sér í heimsókn í þinghús- ið. Faðir hans sagði: „Við höf- um verið hér áður, Harold“. „Já“, svaraði Wilson. „Þú tókst mig hingað síðast til þess að sýna mér þinghúsið. Nú hefur þetta snúizt við og - ég sýni þér húsið í dag“. HAGFRÆÐINGUR OG STJÓRNMÁLAMAÐUR. Wilson : tundaði í fyrstu nám í Huddersfield en síðan lá leið hans til Oxford, þar sem hann lagði stund á hagfræði og lauk námi í þeirri grein. Á stríðs- árunum vann Wilson um skeið í brezka stjór-arráðinu og sagði hann sfðan, að sú reynsla, er hann hlaut þar hefði kom- ið sér að góðu haldi sem ráð- herra síðar. Þegar almennar þingkosningar nálguðust í stríðs lok sagði Wilson af sér starfi sfnu í ráðuneytinu og hóf starf fyrir Verkamannaflokkinn að undirbúningi þingkosninganna. Hann var staðráðinn í því að komast á þing þó hann væri þá aðeins 28 ára gamall. Hann var valinn frambjóðandi Verka- mannaflokksins í Ormskirk í Lancashire og hóf mikið starf til undirbúnings kosningu. Fyrir kosningarnar skrifaði hann m. a. fyrstu bók sína, „New Deal for Coal“, en sú bók fjallaði um þjóðnýtingu kolanámanna, sem varð eitt stærsta mál Vjrkamannaflokks- ins í kosningunum 1945. Kosn- ingarnar fóru fram 5. júlí 1945 og úrslitin urðu Wilson í vil í kjördæmi hans Ormskirk. Hann var kosinn á þing með 30.126 atkv. en frambjóðandi íhalds- manna hlaut 23.104 atkv. Þar með var Wilson orðinn þing- maður aðeins 29 ára gamall. En frekari frami beið hans. Attlee myndaði stjórn og Wilson lenti í stjórninni strax þegar áður en hann hafði séð þingið að störfum eða haldið þar sfna jómfrúrræðu. Hann var gerður að verka- málaráðherra og hafði m. a. með íbúðarhúsabyggingar að gera en mikið verkefni var framundan á því sviði eftir stríðið. Hann gegndi þessu ráð- herraembætti til ársins 1947 en þá fékk hann nýtt ráðherra- embætti og hafði með utan- rfkisverzlunina að gera. Hann vann sem slíkur undir stjórn sir Staffords Cripps, sem þá var viðskiptamálaráðherra. En Wil- son vann ekk'i lengi sem undir- maður í viðskiptamálaráðuneyt- inu. Síðar á þvf sama ári sagði Hugh Daltcn af sér sem fjár- málaráðherra og sir Ctafford Cripps varð að taka við þvf embætti. Og þar með hafði Wil- Wilson (t. v.) og Bevan. Wilson er þarna rúmlega þrítugur og ný- orðinn viðskiptamálaráðherra. son enn opnast ný leið til frama. Hann varð viðskiptamálaráð- herra aðeins 3l árs gamall. Árin sem Wilson var viðskipta- málaráðherra voru honum mjög erfið. Bretland átti við erfið- leika að etja f efnahags- og viðskiptamálum. Vörur voru. skammtaðar vegna gjaldeyris- skorts og ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar margar óvinsæl- ar. Á þessum árum voru þeir Bevan og Wilson mjög sam- rýmdir og helztu foringjar vinstri arms flokksins. 1950 fóru fram almennar þingkosn- ingar í Bretlandi. Verkamanna- flokkurinn hélt meirihluta sín- um en hlaut aðeins mjög naum- an meirihluta og ljóst var, að kjósa yrði á ný mjög snemma. Wilson hélt velli, var í fram- boði f Huyton en hlaut aðeins tæp þúsund atkvæði fram yfir fhaldsmanninn, er var f kjöri á móti honum. Eftir kosningarnar gerði Attlee nokkrar breyt’ingar á stjórn sinni. Sú er vakti mesta athygli var tilnefning hans á Hugh Gaitskell sem efnahags- málaráðherra og aðstoðarfjár- málaráðherra. Wilson var áfram viðskiptamálaráðherra. En Wil- Wilson ræðir hér við Krúsjeff í Sovétríkjnnum. son var ekki lengi í stjórninni eftir þetta. Skömmu síðar kom upp mikil deila milli Bevans og Attlees um framlögin til félags- mála og hermála. Taldi Bevan og fylgismenn hans of litlu var- ið til félagsmála en of miklu til hermála og sagði af sér ráð- herraembætti í mótmælaskyni. Wilson fylgdi fordæmi hans og sagði einriig af sér. Leiddu af- sagnir þessar til mikilla deilna í flokknum og lá á tímabili við klofriingi. BARÁTTA VINSTRI ARMSINS 1951 fóru kosningar fram á ný og nú missti Verkamanna- flokkurinn meirihlutann og I- haldsflokkurinn tók við. Bevan og Wilson fóru vel út úr kosn ingunum, juku meirihluta sinn 1 kjördæmum sínum og töldu það sýna, að þeir hefðu haft rétt fyrir sér. Verkamannaflokkur- inn var nú kominn í stjórnarand stöðu og Bevan og fylgismenn hans, þar sem Wilson var fremst ur í flokki, hófu ákafa baráttu fyrir því að ná völdum í flokkn- um. En þær tilraunir mistókust. Er Attlee sagði af sér ’55 reynd- ist Gaitskell hafa mestu fylgi að fagna sem eftirmaður hans og Bevan reyndist ekki hálfdrætt ingur á við hann. Kjör hins nýja leiðtoga flokksins fór fram 14. desember 1955. Gaitskell hlaut 157 atkv. Bevan 70 og Morrison 40. Voru úrslitin mikið áfall fyrir vinstri arm flokksins. Er Gaitskell var orðinn leið- togi Verkamannaflokksins hóf hann ákafar tilraunir í þá átt að sameina flokkinn. Náði hann mjög góðum árangri og það svo, að bæði Bevan og Wilson tóku sæti í „skuggaráðuneytinu". Wilson fór nú að sækja mjög á í flokknum og var iðulega at- kvæða hærri en Bevan. 1960 lézt Bevan. Var Wilson mikil eftir- sjá í honum þar eð hann hafði ávallt verið einn hans bezti vin- ur og lærifaðir á margan hátt. Wilson var nú fjármálaráð- herraefni Verkamannaflokksins Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.