Vísir - 15.12.1964, Page 6
6 vffiw?» . is. ri«*émber 1964
Bíll fór 2-3 veitur og rann síðan á
þakinu niður 30 m. brekku
„Bíllinn snerist á veginum og
fór út af. Eftir það fór hann 2—3
veltur og héit síðan áfram á þak
inu niður 30 m. háa brekku og
hafnaði að síðustu niðri í fjöru.
Tveir menn voru í bílnum og
sluppu þeir svo að segja ómeidd-
B ir, en billinn er gerónýtur“. —
Eitthvað á þessa leið hljóðaði
lýsing fréttaritara Vísis í Bol-
ungarvik, eftir að hann hafði
kynnt sér a!Ia málavöxtu.
Það var aðfaranótt mánudags,
sem tveir ungir menn voru á
leið til Bolungarvíkur frá ísa-
firði. Þegar þeir voru komnir
móts við Seljadal á Óshliðar-
veginum vildi óhappið til. „Við
getum ekki gert okkur grein
fyrir hvemig þetta atvikaðist,
nema hvað bfllinn snerist allt í
einu á veginum og stefndi síðan
beint út af, „sögðu þeir.
Mun bfllínn hafa farið 2 f''
3 veltur og runn'ið á bakinu
niður um 30 metra bratta hlíð
og að síðustu staðnæmzt í fjör-
unni. Mikill snjór var í hlíðinni
sem er mjög stórgrýtt og er það
talið hafa bjargað mönnum fró
því að slasast.
Er niður kom komust þeir úf
úr bílflakinu og gengu síðan
heim að Hnífsdal, í bílnum voru
Sigurður Þórðarson, eigandi bls-
ins og Snæbjörn Gíslason, báðir
ungir menn sem vinna um þess
t mundir á ísafirði.
Sfrenndskip —
/ Framhald af bls. 1
ar hafa ekki við miðskips, þar sem
lestarnar eru, og þar sem skipið
situr fast. Veðrið hefur verið ó-
stöðugt á Raufarhöfn og gert erfitt
fyrir. í gær var reynt að toga í
skipið, en það bar engan árangur.
7 af 13 manna áhöfn Susanna
Reith, sem er þýzkt skip, eru Spán
verjar, og hafa þeir neitað að
vera um borð í því. Þeir era nú
um borð í varðskipinu Þór, en
verða líklega fluttir í land. Ekki er
talin hætta á, að skipið liðist
í sundur fyrirvaralaust og eru
nokkrir menn um borð í því. Sus-
anna Reith er rúmlega þúsund
brúttólesta flutningaskip, sem átti
. að taka síldarmjöl á Raufarhöfn.
IPROTTIK _
rramh af ols ib
eð 11:7 og í 1. flokki vann FH
með 7:4.
í kvöld heldur mótið áfram og
þá aðalleikurinn mill'i FH og
am, íslandsmeistaranna og
rður nú leikið 2x30 mín., full-
leiktíma, en £ gær var leiktím-
n aðe'ins hálfur eins og í Reykja
turmóti. — I —
Ok
i sjomn _
Framhald af bls. 1
þá óvirkir og skipti það engum
togum að bfllinn rann fram af
brysgjusndanum og steyptist út
í sjó. Bíllinn kom niður á þakið
og fóru bæði aftur- og fram-
rúðan úr i heilu lagi og einnig
opnaði bílstjórinn hurðina sín
meginn um leið og bíllinn
steyP^t/ra11 3feuo .o»H j
Falhð fram af bryggjttnnj var
um 5 m. en hllífalup/ yár að
svo að segja má að dýpi hafi
verið um tveir metrar. Piltur-
inn, sem ók bifreiðinni komst
strax út og einnig stúlkan, sem
sat við hliðina á honum í fram
sætinu. Hins vegar sást ekkert
til stúlkunnar, sem sat í aftur-
sætinu. Pilturinn kafaði tvisv-
ar sinnum niður að bílnum, en
átti í nokkrum erfiðleikum
vegna þess hve mikið klæddur
hann var Vora nú pilturinn og
stúlkan að örmagnast og rak
nokkuð undan straumnum, sem
var nokkur við bryggjuna. Allt
í einu sáu þau hvar stúlkan
skaut upp kollinum og tókst
hinum tveim að komast að b£ln
um og aðstoða hana. Stúlkan
var alveg örmagna og varð að
skilja hana eftir á bílnum, en
hinum tveim sem bjargazt
höfðu úr bílnum tókst að synda
að stiga, sem var við enda
bryggjunnar. Komst pilturinn
upp á bryggjuna, en stúlkan
gafst upp í stiganum og hékk
hún á bryggjuendanum, efst í
stiganum. Gat bflstjórinn kall
að og heyrðu skipverjar á Di-
mon til hans og komu þeir ungl
ingunum til aðstoðar.
Læknir var þegar fenginn til
þess að skoða stúlkumar og
piltinn og er lfðan þeirra eftir
atvikum góð. Um kvöldið var
kranabíll fenginn til þess að ná
bílnum upp. — En óhætt er að
segja að þarna hafi litlu mun
að að stórslys yrði.
| Austfjarðasíld söltuð
Reykjavík
af kappi í
í morgun unnu um 50 söltun-
arstúlkur af kappi við að salta
Austfjarðasíld í Fiskverkunar-
stöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
þegar Ijósmyndari Vísis kom þar
við Það var togarinn Pétur Hall
dórson, sem flutti 3600 tunnur
af sfld í ís og salti frá Norðfirði
til Reykjavíkur, en það er um 30
stunda ferð.
Marteinn Jónsson framkvæmda
stjóri Bæjarútgerðarinnar sagði
blaðinu, að síldin úr Pétri færi
til helminga í salt og frystingu,
en töluvert gengi úr henni bæði
vegna hnjasks og smæðar I gær
unnu yfir 100 manns hjá Fisk-
verkunarstöðinni við að vinna
aflann, þar af yfir 40 söltunar- \
stúlkur, og var lokið við að t
vinna helminginn þá um kvöldið. /
Er reiknað með, að vinnslunni \
ljúki í kvöld. Marteinn sagði, að \
gæði síldarinnar hefðu verið eft- l
ir vonum. /
Ekki er gert ráð fyrir meiri \
síldarflutningum með togurum \
að austan að sinni. Ráðg. hafði f
verið, að Haukur tæki síld á /
Norðfirði á heimleið úr söluferð, \
en vegna gæftaleysis eystra, var \
hann sendur tómur suður f morg l
un, eftir tveggja daga bið á /
Norðfirði. )
STÚLKA — ÓSKAST
Starfsstúlka óskast nú þegar. Smárakaffi, Laugavegi 178. Sími 34780.
ATVINNA — ÓSKAST
Ungan reglusaman mann vantar vinnu, margt kemur tii greina,
hefur bílpróf. Uppl. £ síma 34658 í dag og næstu daga.
RÖSK afgreiðslustúlka — óskast
Rösk afgreiðslustúlka óskast hálfan daginn. Uppl. í Hverfiskjötbúð-
inni. Sími 12744.
Tsipiiizt hefur
peninguveski
Tapazt hefur brúnt karl-
íannsveski nálægt Miðbænum
Sími 13470 og 10935.
9
MÓTMÆLA HÆKKUN
FASTIIGNASKATTA
Blaðinu hefur borizt eftirfarandi
tilkynning frá Húseigendafélagi
Reykjavíkur:
Stjóm Húseigendafélags Reykja-
víkur leyfir sér hér með að mót-
mæla hugmyndinni um nýja fast-
eignaskatta og færir fyrir því eftir
farandi rök:
Allt frá byrjun síðari heimsstyrj
aldar hefur viðleitni löggjafarvalds
ins beinzt í þá átt að þrengja kost
húseigenda, ýmist með húsaleigu-
lögum eða sérstökum eignaskött-
um.
Má þar fyrst nefna húsaleigulög
in, sem enn eru að nokkru leyti
í gildi, þ.e. lög nr. 30 frá 1952, og
ennfremur lög nr. 22 frá 1950 og
nr. 44 frá 1957, þar sem sérstakir
eignarskatfSr þámu allt að 25%
í hvort sbtfKf. te
Aigengara mun vera á íslandi en
í nokkru öðru landi, sem til er vit
að, að íbúðir séu í sjálfseign íbú-
anna.
Meginþorri allra íbúða í kaup-
stöðum jafnt sem sveitum er í
sjálfsábúð eigenda.
Þessi þróun er tiltölulega nýtt
fyrirbæri og ber flestum saman
um að hún stefni í rétta átt, Hin
síðari ár hefur mikill fjöldi heim.
ilisfeðra komið sér upp eigin hús-
næði með frábærum dugnaði, og
er framtak þeirra lofsvert.
Hins vegar er einnig nauðsynlegt
að ávallt sé til nægjanlegt leigu-
húsnæði fyrir þá, sem ekki hafa
bolmagn til þess að koma sér upp
eigin húsnæði. Undanfarin ár hefur!
eigi verið árennilegt fyrir menn að
leggja í byggingu slíkra húsa, en
öruggt má telja að alveg taki fyrir ,
slíka viðleitni með tilkomu nýrra 1
fasteignaskatta, og væri slíkt mið-
ur, því nóg er húsnæðiseklan samt I
Tillitslaus hækkun fasteigna-
skatta á íbúðir myndi þv£ eigi að-
eins fæla menn frá byggingu leigu-
húsa, heldur einnig valda þvi að
fjöldi heimila missti eigin fbúðir.
Sérstaklega kæmi þetta illa við
barnmargar fjölskyldur, þv£ að þær
búa eðlilega i stærra húsnæði, og
skattabyrðin Iegðist þvi þyngra á
þær.
Stjórn Húseigendafélags Reykja-
víkur varar stranglega við þvi, að
né sé gripið til opinberra úrræða
sem torveldi mönnum að eignast
þak yfir höfuðið, og bendir á nauð
syn þess, að leitað verði annarra
ráðstafana til lausnar á efnahags-
vandamálum.
Stjórn Húseigendafélags
Reykjavíkur.
Þjóðverjor
Framh aí bls. 1
samt sé að hún beri mikinn
árangur.
Þá er nú stöðugur skortur á
fiski á markaðinum í Þýzka-
landi og fer það í vöxt að seld-
ur sé hraðfrystur fiskur i stað-
inn fyrir ferskan fisk. Fisk-
kaupmennirnir vilja gera allt
sem mögulegt er til þess að
auka aðsteymið á markaðinum
og segir blaðið Die Welt m. a.
frá því að það sem helzt hafi
friðað kaupmennina að undan-
förnu hafi verið siglingar ís-
lenzkra togara með aflann til
Þýzkalands. Þeir hafi heldur
ekki mikinn afla meðferðis, en
það sé um að gera þegar þann-
ig stendur á að fá sem flest
skip til að s'igla á Þýzkalands-
markað
ATVINNA
Stórt innflutningsfyrirtæki vantar mann sem
getur annazt erlendar bréfaskriftir, verðút-
reikninga og tollskýrslur. Umsóknir sendist
í pósthólf 544, Reykjavík.
JÓLATRÉSALAN
Óðinsgötu 21
er í fullum gangi. — Tek frá og sendi heim.
FINNUR ÁRNASON, garðyrkjum., sími 20078.