Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 3
«T-y 3 SlDASTA FCRDIN FYRIR HORN Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu var fréttamaður Vfs is um borð í Esjunni, þegar hún sigldi norður fyrir Hom í byrj- un vikunnar. Skipið lentj i mikl um is og var það fyrir heppni eina sem það komst í gegnum fs inn, bæði það að veður var bjart og logn og svo hitt að mjó renna hefði myndazt í ísinn við Hælavíkurbjarg. Þetta var ef svo má að orði kveða síðasta sigiing fyrir Hom, síðan hefur ekkert skip farið þessa leið^ en mjög undir veðri komið, hvort nokkur hættir á að gera aðra til raun. Myndsjáin birtir í dag nokkrar myndir sem frétta- maðurinn Jón B. Pétursson tók á siglingunni. Skipstjórinn á Esju Tryggvi Blöndal virðir ísástandið fyrir sér í kfki. Einn farþeganna á Esju, Kristján Sigurðsson sölumaður stendur við borðstokkinn og horfir á ísinn. Hér er ísinn mjög þéttur, þó að sjóálar virðist á milli liggja jakarnir hér þétt upp á hver öðrum og skrúfast jafnvel lítið eitt hver upp á annan. Hér er siglt gegnum rennuna við Hælavíkurbjarg. Vinstra megin er stýrimaðurinn Garðar ÞorSteinsson. Þarna varð að sigla með ýtrustu gætni, skipið rétt mjakaðist áfram. Hér er Esjan að komast út úr rennunni. Enn er talsvert af jökum fyrir stafni, en á bak við opinn sjór. BðfvSSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.