Vísir - 04.03.1965, Page 5

Vísir - 04.03.1965, Page 5
5 þingsjá Vísis V'tSIR . Fimmtudagur 4. marz 1965. bings já Vísis þingsjá Vísis UMRÆDUR UM SKÓLAMÁL Fundur var í sameinuðu þingi f gær. Mörg mál voru á dagskrá, fyrir spumir og þáltill, og má þar með- al annars nefna fyrirspum um skólamál, sem Magnús Jónsson beindi til menntamálráðherra, þá þáltill. um ökuskóla, kvikmynda- sýningar í sveitum, afréttarmál- efni, sildarflutningar og síldarlönd un o. fl. í gær tók Kristján Thorlacius F.inars Ágústssonar á Al- þin^i. ' mn Skólamál Magnús Jónsson beindi fyrirspurn til menntamála- ráðherra um skólamál. Er hún á þá leið að spurt er hvaða ráðstafanir hef- ur ríkisstjómin gert til þess að tryggja það, að í öllum skólahéruðum landsins geti börn lokið skyldunámi sam- kvæmt fræðslulögum og hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjómin gera til þess að bæta aðstððu unglinga £ strjálbýlinu til þess að ljúka miðskólanámi í heimahér- aði? Sagði fyrirspyrjandi, að þegar rætt væri um ráðstafanir til að tryggja jafnvægi í byggð lands- ins, þá væri oftast talað um efna hagslegt jafnvægi. En það væri engu síður nauðsynlegt, að sem mest jafnvægi væri í hinni fé- lagslegu aðstöðu og þá fyrst og fremst jöfn aðstaða til menntun- ar. Þá ræddi hann nokkuð á v£ð og dreif um menntunarmálin £ dreifbýlinu, en sagði að lokum, að hann vildi, að menntamálaráð- herra gæfi yfirlýsingu um stefnu rikisstjórnarinnar í þessum mál- um. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gfslason, hóf mál sitt á því, að segja að með lögum frá 1946 hefði verið gert ráð fyrir, að skólaskylda yrði frá 7—15 ára. En veitt hefði verið leyfi til þess, að hún næði ekki nema til 14 ára, þar sem aðstæður voru erfiðar og það hefði verið mjög vfða f dreif- býlinu eða í 138 skólahverfum. Alls staðar, sem svo væri málum háttað, væri það eftir ákvörðun viðkomandi sveitastjórna, en það hefði aldrei staðið á menntamála ráðuneytinu að taka á sig aukin útgjöld, ef farið hefur verið fram á lengingu skólaskyldunnar um eitt ár. Helzta skilyrði fyrir lengingu skólaskyldunnar úti um landið er, að sameinast í stærri skólahverfi °g byggingu heimavistarskóla, eins og mjög vfða hefur verið gert á undanförnum árum, eða nánar til tekið hafa 72 hreppar í 14 sýslum sameinazt um skóla á 16 stöðum. Og það hlyti að koma að þvf, að á þessum stöð- um yrði skólaskyldan lengd til 15 ára aldurs, þótt ekki væri bú- ið að því ennþá. Þá skýrði ráðherrann frá því, að samkv. nýlegum rannsóknum, sem gerðar hefðu verið á Norður landi, þá hefði aðeins þurft að neita 13 nemendum um skólavist f framhaldsskólum, og náði þó sú rannsókn yfir mestallt Norður- land. í Rangárvallasýslu hefði ekki þurft að neita neinum. Þess vegna væri ekki annað séð en ummæli um erfiðleika unglinga úti um landsbyggðina til mennt- unar væru nokkuð orðum aukin. Þá- væri að segja frá því að ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir þvf að skipa nefnd, sem semdi áætlun, sem miðaði að þvf að gera samræmt átak til að lengja skólaskyldu til 15 ára aldurs um allt land. Og mun ríkisvaldið gera sitt til að það geti orðið sem skjótast. Um seinni lið fyrirspurnarinn- ar væri það að segja, að nauðsyn legt væri að bæta aðstöðu ungl- inga til að ljúka miðskólanámi í heimahéraði. Á því væru þó ýms ir örðugleikar og mætti benda á, að meðaltal unglinga á miðskóla- aldri £138 skólahverfum væri að- eins 5. I lok ræðu sinnar lét ráðherr- ann þess getið, að um skeið hefði Efnahagsstofnunin unnið að fram tíðaráætlun um skólabyggingar og væri henni nú að ljúka og von til þess að hægt væri að vinna eftir henni samkv. fjárlög- um þessa árs. Og þá þyrfti að leggja áherzlu á að stytta bygg- ingu skólahúsa. Ennfremur þyrfti að gera reikningsskil milli sveit- arfélaga og rfkis auðveldari hvað snerti útgjöld til skólamála og mundi nefnd verða skipuð í það mál. Fyrirspyrjandi, Magnús Jóns- son, þakkaði ráðherra góð svör. Ingvar Gíslason tók næstur til máls og hélt því fram, að gelg- vænlegt ástand væri í skólamál- um dreifbýlisins. Ökuskóli Eggert Þorsteinsson mælti fyr- ir þáltill., sem Pétur Pétursson flutti á sfnum tfma, en hann á ekki sæti á Alþingi nú. Er hún á þá leið, að skora á rfk- isstjórnina, að undirbúa löggjöf um ökuskóla. Skal stórauka bóklegt og verk- legt nám þeirra, sem undir pnóf ganga og fá ökuskfrteini. Sagði frsm., að hin tiðu um- ferðaróhöpp, samfara stóraukinni umferð, hlyti að krefjast aukinn- ar kunnáttu ökumanna. Þess vegna væri þessi tillaga fram komin. í stuttu máli Þórarinn Þórarinsson mælti fyrir tillögu um hlutverk Seðla- bankans að tryggja atvinnuveg- unum fjármagn. Karl Kristjánsson mælti fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt fleirum um afréttarmálefni. Sigurvin Einarsson mælti fyrir tillögu um kvikmyndasýningar í sveitum. Bjöm Jónsson mælti fyrir til- lögu um sfldarflutninga og sfld- arlöndun. Aukíi byggðajafnvægi og jöfn aðstaða til uáms — Búnaðarþing gerir dlyktanir í mdlefnum dreifbýlisins Búnaðarþing hefur nú setið á rökstólum í um það bil viku og hefur það afgreitt nokkrar álykt anir um byggðajafnvægi, um endurskoðun skólalöggjafar, um bændafarir, um leiðbeiningar- þjónustu og um verksvið bygg- ingaráðunautar félagsins. Þessar ályktanir vom afgreiddar á þing- inu i gær. Allmiklar umræður urðu einnig um önnur mál eink- um þó um innflutning holda- nauta, og sýndist sitt hverjum í því máli. Ályktunin um byggðajafnvægi hljóðar svo: Búnaðarþing skor- ar á Alþingi að gera ákveðnar og raunhæfar ráðstafanir til þess að efla byggð og treysta búsetu fólks um land allt. Þing- ið vill vekja athygli á fordæmi Norðmanna f þessu efni, og tel- ur æskilegt að sérstakri stofn- un verði hér falið það verkefni að beina fjármagn; til fram- kvæmda í þá landshluta, þar sem byggð vex ekki eðlilega, og að ákveða staðsetningu þjónustu stofnana ríkisins, skóla og ann- arra rfkisstofnana og atvinnu- fyrirtækja, svo að þau stuðli að eðlilegri og jafnr; fólksfjölgun um land allt. Stofnuninni verði séð fyrir föstum tekjum, sem haldi gildi sínu, þó verðfall verði á peningagildj í landinu. í stjóm stofnunarinnar verði fulltrúar kosnir af landsfjórðungunum, einn af hverjum, ásamt fulltrú- um ríkisvaldsins. Ályktunin um skólalöggjöf hljóðar svo: Búnaðarþing skorar á Alþingi það, sem nú situr, að kjósa nefnd til að endurskoða alla skólamálalöggjöf landsins. Telur þingið nauðsynlegt, að Al- þingi, strax að lokinni endur- skoðun, setji ný lög um þessi efni, byggð á þeirri reynslu, sem fengizt hefur hérlendis og einn- ig reynslu annarra þjóða eftir þvf sem við á. Sérstaka áherzlu leggur búnaðarþing á, að lög- gjöfin tryggi öllum, hvar sem KuMigóður fyrir gróðurinn — þegar hann er svona snemma á ferðinni, segir garðyrkjustjóri Þessa dagana er norðanátt um allt land, en undanfarið hafði verið milt og gott veður og gróður farinn að sjást í görð- um svo okkur lék forvitni á að vita hvort kuldi þessi myndi ekki hafa skaðleg áhrif á gróð- urinn. í þvf tilefnl hringdi Vfsir í Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar. — Þess'i kuldi slær á gróður inn, það hefði verið verra að fá hann þegar lengra lfður á vorið, út af fyrir sig er gott að fá svona kuldakast. Það voru ekki nema e'instaka runn- ar og laukar sem voru farnir að láta bæra á sér, að vfsu voru krókusar byrjaðir að blómstra en það er ekki fátftt sérstak- lega þegar þeir eru í góðu skjóli undir húsvegg á mót’i suðri. GLERBROTIN MEINLAUS Varðandi fregn um glerbrot í Hljómskálagarðinum, sem birt ist f blaðinu fyrir' skömmu kvað garðyrkjustjóri énga’ ástæðu til ótta, í fyrstu höfðu þeir haft beyg af þessum glerbrotum, en reynslan væri sú, að glerbrotin ganga undir eins niður f gras- svörðinn og auk þess væri gler ið svo núið að það skæri ekki einu hættuna kvað hann geta stafað af ljósaperuglerbrotum. þeir búa á landinu, sem allra jafnasta aðstöðu til náms, ekki einungis að þvf er varðar kennslu, heldur einnig fjárhags- lega aðstöðu. ★ Tanzania hefír afþakkað alla vestur-þýzka aðstoð, vegna þess að Bonnstjómin svipti hana hem aðarlegri aðstoð, vegna þess að austur-þýzk ræðismannsskrif- stofa hefir verið opnuð í Dar-es- Salaam. Klukkan í Kefiavík Á mánudag birtist hér f blaðinu fregn um Keflavfkurkirkju. Þess skal getið að það voru þeir sem stóðu að útgáfu Keflavikurtfðinda Ingvar Guðmundsson, Kristján Guð laugsson og Höskuldur Goði Karls son sem vöktu aftur upp söfnunin? fyrir fé til kaupa á stunda- klukku og fengu tvo áhugamenn f lið með sér, þá Gustaf Andersen og Hjálmar Pétursson. Vélbátur — íbúð úti á landi Góð 3ja herbergja íbúð með baði og tilheyr- andi, og tæplega 20 lesta vélbátur í prýðilegu ástandi með dragnót og línuveiðafærum, staðsett í einni beztu verstöð á Vestfjörðum fæst í skiptum fyrir góða 3—4 herb. íbúð í Reykjavík. Tilvalið fyrir góðan sjómann. Miklir tekjumöguleikar. Skiptin þyrftu að fara fram í vor um 14. maí. Uppl. í síma 24850 næstu daga. Matráðskona Matráðskona óskast að Vistheimilinu Arnar- holti strax. Uppl. ' síma 22400, kl. 9—17. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.