Vísir - 04.03.1965, Page 15

Vísir - 04.03.1965, Page 15
V í S IR . Fimmtudagur 4, marz 1965. 75 CECIL ST. LAURENT: SONUR KARÓ- LÍNU Hann skekur hönd Juans af miklum innileik. Og svo er hann leiddur upp stigann og inn í dálít inn sal uppi. Honum eru boðnar svo margar tegundir af líkjör, að hann veit ekki hverja hann á að velja. Honum er boðið til sætis hægindastól og það er lagður skrautlegur svæfill undir herðar hans og annar Undir fætur hans. Allir spyrja í þaula, húsráðend ur, líka þjónustufólkið. Allir taka því rólega og skyn samlega, er hann segir, að það hafi orðið að taka hægri hand legginn af Gueneau, faðir henn ar hugsar greinilega mest um það hvort hann hafi þjáðst mik- ið, og segir, að hann muni gleyma þjáningunum, jafnvel gleyma því, að hann hafi ^ekki nema einn handlegg, — þegar hann sé kominn til þeirra í Font bonne. — En s\o er hann með mikið ör á enni eftir sverðshögg, bætir Juan við, svo að enginn verði undrandi að sjá það, þegar Gue neau kemur, því að Juan er allt í einu orðinn jafnsannfræður um það og aðrir að Gueneau muni koma til Fontbonne. — Ég verð að játa, segir Ju- an að ég hefi ekki efnt heit sem ég vann honum. Hann fékk mér dálitla gjöf handa yður, ungfrú Adeline. Það var þegar hann hélt, að hann myndi ekki lifa þetta af, en hann þraukaði, og þegar hann sá frarr á, að hann mundi halda lífinu sem fatlaður maður ævilangt, bað hann mig að henda gjöfinni og gleyma nafni yðar. Hann veit ekki, að ég fór hingað. Hann sagðist ætla að selja eign sína hér í grennd- ini og aldrei koma hingað fram ar. Hér er gjöfin. Hann réttir fram ræfil af kín verskum kvenkjól og segir, að þetta hafi verið hinn fegursti kjóll, en svo fór sem fór, og kjóllinn hafði verið nær gegnvot ur af blóði vinar hans, og erfitt að ná stykki úr honum, sem ekki var blettað blóði, en Adeline ber þetta að vörum sér eins og menn bera rós að vitum sér til þess að njóta ilms hennar. En faðir hennar er alveg að springa af niðurbældri gremju: — Selja eignina — koma hing að aldrei aftur — slíta öll tengsl við Adeline — maðurinn hlýtur að vera orðinn bandvitlaus! — Pabbi, skilurðu ekki neitt í neinu? — Hann má ekki til þess hugsa að vera ykkur til byrði. <- Tit byrði, segir pabbinn, ég hefi alltaf sagt, að hann væri bjálfi. Ég verð víst að skreppa til Parísar til þess að sækja hann, ef hann kemur ekki af sjálfsdáðum. Meðan feðginin skiptast á nokkrum orðum kemur þerna inn með kampavín. Það er bragðað á. kampavín- inu, og pabbinn — herra Gélin - tekur til máls, eldrauður í framan: — Þetta er farið að verða skop legt — nú ætlar hann að nota sér það til þess að fresta brullaupinu, að hann er einarma. Áður var það fjárskortur, Hann hafði fengið þá flugu í kollinn, að Adeline væri of auðug fyrir hann, og þá gekk hann í herinn til þess að afla sér fjár og frama. Það mætti nú segja mér, að hann hefði ekki auðgazt í herferðinni til Rússlands. - Ég skulda Gueneau nokk- urt fé, segir Juan í léttum tón. Nú er ég til neyddur að fara til Þýzkalands og það getur orðið langt þangað til vio hittumst aft ur. Leyfið þið, að ég skilji hér eftir dálítið málverk sem er nokkurs virði. Ég vildi mega skilja það eftir sem greiðslu á láninu. Hér er nafnspjald eins af kammerherrunum við hirðina. Hann vill kaupa málverkið. Ég vona, að upphæðin, sem kamm erherrann vill greiða, nægi til þess að jafna þetta, en ef eitt- hvað vantar vona ég, að vinur minn fyrirgefi mér. Juan stóð til boða gisting þama en hann kvaðst verða að hafa hraðan á. Og skömmu síð- ar kveður hann hina fögru mær og föður hennar og tekur sér sæti í vagninum, en vagnstjórinn hafði setið í sæti sínu og beðið hans. Þeir aka næstum nótt og dag og Juan sefur annað veifið í sæti sínu. Þegar þeir koma til Amiens neitar ökumaðurinn að halda á- fram, nema þeir dveljist nætur- langt í gistihúsi til þess að hvíl ast og sofa. Á sjöunda degi koma þeir til Hamborgar De Salanches hers- höfðingi er ekki kominn þangað með leifar herfylkis síns og Dav 36 out er ekki kominn, svo að Juan tilkynnir komu sína Thiébault \ hershöfðingja. Hann óskar Juan til hamingju með ofurstatignina, og minnir hann á, að árið 1808 sendu Spán- verjar hann til þess að gabba hann. Fyrir þetta var Juan dæmd ur til lífláts, en síðar náðaður. — Já, það er yður að þakka, hershöfðingi, að ég er nú í franska hernum. Thiébault spyr margs um her ferðina til Rússlands og getur ekki trúað því, að af hálfrar milljónar her hafi aðeins um 60 þúsund menn komizt yfir Bere- sina. Svo berst talið að öðru, og hershöfðinginn segir: - Ég held ekki, að Þjóðverj- ar hafi miklar mætur á okkur, en það er rólegt hérna. Fáið yður smágöngu um bæinn. Ég þarf að hafa fataskipti. Komið svo og neytið hádegisverðar með mér. Hið fyrsta, sem Juan tekur sér fyrir hendur, er hann kemur út, er að fara í skrifstofu þá, sem hann á að fá fé sitt í. Það er ekk ert athugavert við skjöl hans og skilríki. Lítill og hrokalegur bókari horfir af fyrirlitningu á einkennisbúning Juans, sem var velktur eftir ferðalagið. Hann segir að gjaldkerinn sé ekki kom inn á fætur og neitar að vekja hann. Juan gengur um borgina og kemur aftur klukkan tíu. — Nú er hann að borða, segir bókarinn Fer nú að síga í Juan, sem segir í bræði: — Farið þegar í stað og vekið yfirmann yðar eða ég mun gera það sjálfur — með minni aðferð. Dyrnar opnast og fölleitur, ljóshærður maður kemur inn og spyr hvað sé um að vera. Juan leggur fyrir hann skjöl sín og biður um peninga. — Skiljið skjölin eftir hér, ég skal líta á þau strax og ég fæ tíma til. — Þér hafið nógan tíma til þess að sinna þessu, herra minn, segir Juan. Ég er ekki kominn hingað alla leið frá Moskvu til þess að þrefa við yður — Mér er sama hvaðan þér komið, en verið kurteis. Gerið yður Ijóst, að sem útborgunar- stjóra Vesturhersins ber yður að sýna mér virðingu. — Ég ber ekki virðingu fyrir manni, sem lætur það sitja í fyrir rúmi að eta, sofa og hvíla sig, f stað þess að gera skylðu sína. Sannast að segja væri mér efst í huga að grípa til vopna. — Ósvífni yðar á sér engin takmörk Ég lýk máltíð minni og svo sem ég skýrslu og kæri yð- ur. Juan hlær og þrífur til manns- ins. Gjaldkerinn horfir á hann æf ur af reiði, og þegar Juan ýtir ; honum upp að vegg æpir maður | inn á hjálp. — Hlaupið niður, segir hann j við bókarann, og biðjið varð-; mennina að koma upp og hand- taka þennan svokallaða liðsfor-, ingja. | I hinum enda stofunnar heyr- ist allt í einu mælt hásri röddu, ; og var það aldraður hermaður : sem mælti: - Ég hefi fylgzt með öllu. Tvívegis hafið þér sagt mér að | fara, án þess ég fengi peninga j mína. Ef þér vogið yður að kæra j ofurstann skal ég sjá um, að j yður verði vikið frá Ég er yfir-; maður Montmorillon-hersveitar- innar. T A R Z A H 717 you NOT HEAK ME, 'OSMM' tt'OTTA? 70 YOU WOT CLWÍATO 70SSESS 6KEAT 70WEKS, GIVEW YOU 5Y THE G07S- - “ OVEK OTHER W.EN? STAW7 UF, ÍA'OTTA... % jv/mouT youz sum m,------------ AAY TKIBE HAS N0 USE FOK AN 'OS/AMAM' WITH ONLY POWEKS A GUN GIVES HIM! I HAVE NOTVY FATHEK'S WIS70W-BUT X K.W0W A COtVARP WHEN I SEE ONE ! " \r ...AN7YOUACTE7 QUICKLY, MUfAU, AS YOUK FATHEK W0UL7; TO SAVE TAKZAN FR0MAC0WAK7’S BULLET! Heyrirðu ekki í mér, Motta töfralæknir? Segistu ekki hafa mikið vald, sem guðirnir hafi gef ið þér fram yfir aðra menn? Stattu upp Motta, án byssunnar. Það heyrist gelt í vélbyssu og Motta hendist í loft upp með háu veini. Ættflokkur minn hefur ekki not fyrir galdramann, sem hefur þann eina kraft, sem byssa gefur honum. Ég er ekki eins vitur og faðir minn en ég þekki hugleysingja, þegar ég sé hann. Og þú tókst skjóta ákvörðun Mumu alveg eins og faðir þinn hefði gert til þess að bjarga Tarz an frá kúlu hugleysingjans. KÓPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VISIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef-um kvartanir er að ræða. .ECIPLAW Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. .•.V.V.V SÆNGUR RF.ZT-BEZT koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver, Seljum æðardúns- og •æsadúnssængur — og kodd- af ýmsum stærðum. DÚN- OG FÍDURHREINSUN Vatnsstío 3 Sími 18740 ■_» u ■ . EE3SS5SJK'

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.