Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 7
VlSIR . Laugardagur 27. marz 1965. 7 AÐEINS l()°o LÓÐA í BÆNUM FRÁGENGNAR — segir Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri Með hækkandi sól fara margir að lfta út um gluggann hjá sér og hugsa um garðyrkjustörf komandi sumars, annað hvort í gömhim garði eða í flagi, sem nú þetta vor á eftir að breyt- ast í garð til yndisauka fyrir eigendur og vegfarendur. Okkur þótti þvf rétt að líta við hjá Hafliða Jónssyni, garðyrkju- stjóra og hafa við hann stútt spjall. — Hvernig er ræktunarástand ið f borginni núna? — Það hefur ekki verið kann að neitt sérstaklega einmitt nú, en 1962 gerði ég á þvf lauslega könnun hvemig ástand þessara mála væri í Reykjavík. Ég skipti lóðum niður í þrjá hópa eftir ásigkomulagi þeirra. í fyrsta hópnum, sem í voru lóðir í góðri eða sæmilegri rækt, voru um 40% lóða. í öðrum hópnum, sem í voru lóðir, sem einhvemtíman hefa verið ræktaðar en ræktun ekki haldið við, vom um 30% lóða. Og í seinasta hópnum, þar sem aldrei hafði verið reynt neitt að rækta jafnvel þótt hús in væm oft orðin tugi ára göm- ul, vom 30% lóða. Eins og séð verður af þessum tölum er ástandið langt frá því að vera gott. — Eru þessar tölur eingöngu miðaðar við íbúðarhús? — Nei, þær em miðaðar við allar lóðir, jafnt við fbúðarhús og fyrirtækjahús. Lóðir fyrir- tækja er kafli út af fyrir sig. Þau eru teljandi á fingmm ann- arar handar þau fyrirtæki, sem hafa lagað sæmilega til umhverf is sig. — Hvað er hægt að gera til þess að fá fólk til þess að laga til umhverfis sig? — Fyrst og fremst ættu þessi byggingafélög að sjá sóma sinn f því að ganga frá lóðum áður en þau selja íbúðirnar. Lóð er hluti byggingar mannvirkja og hús ætti ekki að teljast fullgert fyrr en þær eru komnar í lag. Þa ðer ekki búið að byggja fyrr en búið er að ganga frá lóð. Að réttu lagi ættu bankarnir ekki að lána út á íbúð fyrr en búið er að ganga frá lóðinni. — Það er ekki hægt að skikka fólk til þess að ganga frá lóð- inni hjá sér? — Nei, það er mjög erfitt. Það er auðvitað hægt að gera lágmarkskröfúr til hreinlætis. Aftur á móti mætti taka ákvæði þess efnis inn f byggingasam- þykktina og fengist þá ekki lán út á íbúðir fyrr en búið væri að ganga frá lóðum. Þetta er elzta tréð f bænum, í gamla kirkjugarðinum Það er reyndar undarlegt að það skuli þurfa að benda fólki á að laga til umhverfis sig. Þetta ætti að vera syo sjálfsagt. Nýj- ar íbúðir verða varla til sömu ánægju ef umhverfi hússins er eitt moldarflag. Teppi skemmast og vinna við þrifningu á fbúð- inni verður margfalt meiri. —Hvað viltu segja um þá garða, sem nú eru sæmilega ræktaðir? — Það er ekkert nema gott um þá að segja. Þó finnst mér menn leggja of mikið upp úr því að gera þá fallega fyrir augað, en ekki að fólk eigi að vera í þeim. Það er mesti misskilning- ur að gera eigi garð fyrir þá, sem eiga leið framhjá, heldur eigi að gera þá fyrir íbúa húss- ins. Garðar eiga ekki að vera eins og stássstofur voru fyrir 30 árum eða svo, eða þannig að þeir séu einungis ætlaðir gest um. Einnig finnst mér ágætt að börnum séu ætlað pláss í görðunum. Ef þeim er ætlað einhvert rými, er það yfirleitt að húsabaki eða í.þeim hlúta garðsins, sem snýr 'gegn norðri. á börn og börn læra aldrei að umgangast gróður fyrr en þeim hefur verið ætlaður aðgangur að görðum. Með því myndu þau ekki einungis læra að umgang- ast gróður heldur myndu þau einnig læra umgengnisvenjur yf- irleitt. Talið berst að trjárækt í borg inni. Það er undarleg tilhneig- ing hjá fólki að rækta í görðum sínum skóga, segir Hafliði. Það er frekar verksvið skógarfræð- inga að hugsa um það, en garð yrkjumanna. Tré eru ágæt £ görð um, en það er engin ástæða til þess að hafa í garðinum heilan nytjaskóg. — Hvaða ráð vildirðu gefa fólki, sem nú ætlar að fara til þess að rækta garðana sína? — Fyrst og fremst að skipu leggja garðana vel áður en ráð- izt er í að byrja á þeim. Það er þó að mörgu leyti erfitt að eiga við það, þar sem skortur á garðyrkjumönnum er mjög til- finnanlegur. Það er mikið um fúskara í faginu, sem sést m. a. á því, að mistök verða oft mjög tilfinnanleg. Við fáum ekki nokkra menn til þess að læra garðyrkju eins og stendur og má það teljast undarlegt að mörgu leyti. — Veldur það ekki erfiðleik- um, að aðeins er hægt að vinna við garðyrkjustörf hluta úr ár- inu? — Þetta er mesti misskilning ur. Það er hægt að vinna við garðyrkju allt árið. Á veturna má t. d. vinna við moldarflutn- ing, grjóthleðslu og annað því um líkt, þannig að það ætti að vera góður markaður fyrir garð yrkjumenn. Þeir gætu unnið á þann hátt, að þeir semdu um ákveðið verk, sem þeir gætu síðan- unnið á þeim tímum sem hentar þeim með tilliti til veð- urfars. Gróður hérna á það erfitt upp dráttar, að við frekar en aðrar þjóðir ættum að leggja á það- áherzlu að hafa menntaða garð yrkjumenn til þess að ganga frá görðum. Ég átti leið á Starfsfræðsludaginn fyrir nokkrum dögum. Þar virt- ist vera töluverður áhugi á garð yrkjumálum, í það minnsta spurðu um 60 unglingar um garð yrkjunám. Ástandið hjá Garð- yrkjuskóla ríkisins er aftur á móti þannig, að hann getur ekki tekið við neinum nemendum eins og stendur, vegna þess að verið er að endurbyggja skól- ann. Gengur það verk skelfilega seint. — Hvernig er samvinna arki- tekta og garðyrkjumanna? — Hún er sama og engin og er það afleitt. Það kemur oft fyrir, að leitað er til mín með vandamál, sem stafa af þessum skorti á samvinnu. Vandamálin eru þá t. d. þess eðlis, að gluggi á jarðhæð lendir hálfur niður, í . jörðina þegar á-að fara að ganga Hafliði Jónsson. frá lóð eða meter vantar upp á að stigi nái niður í garðinn. Að lokum: — Eru ekki miklar framkvæmdir í garðyrkjumál- um hjá Reykjavíkurborg fyrir- hugaðar næstkomandi sumar? — Það má kannski segja það. Úthlutað hefur verið 7,7 millj. kr. í framkvæmdir £ sumar, en var úthlutað um 4 millj. s. 1. sumar, þannig að hér er um nokkra aukningu að ræða. Höf uðverkefnið i sumar verða fram kvæmdir á Miklatúni. í þær verð ur varið um 2 millj. kr. MINNING: HENNY W0LFF Nýlátin er í Hamborg sópran- söngkonan prófessor Henny Wolff. Eins ,og eflaust margir muna, var Henny Wolff hér á ferð fyrir 7 árum og hélt hér kon- serta á vegum Tónlistarfélagsins ásamt hinu þekkta tónskáldi og undirleikara, prófessor Hermann Reutter. Prófessor Henny Wolff var um langt skeið ein af fremstu Ijóða- söngkonum Þýzkalands. Einnig var hún álitin frábær söngkenn- ari og voru nokkrir Islendingar, sem nutu kennslu hennar, og þar á meðal undirritaður. í tilefni af andlátsfregn þess- arar merku listakonu, þykir mér hlýða að birta eftirfarandi ummæli sem um hana voru skrifuð í hinu þýzka músiktimariti: Neue Zeit- schrift fúr Musik. Einar Sturluson. t Andlátsfregnin hljómar næst- um ótrúlega: Sópransöngkonan Henny Wolff, sem áratugum sam- an hefur skipað sess sinn i tón- listarlífi Þýzkalands sem óratóríu og ljóðasöngvari, kletturinn úr hafinu, gnæfandi i list sinni, ein- stök í lífi sínu, geislandi fyndin, stundum meinleg, harðskeytt, sannkölluð Kölnarstúlka. Skap- lyndi Rínarbúans og hljómlistin voru bæði vöggugjáfir’ hennar. Faðirinn var gagnrýnandi, móðir- in söngkona. Hún var hundvis í tónhæfni sinni. Einu sinni lét hún sjálf svo um mælt, að til slíkrar hæfni þyrfti aðeins gott minni og „fullkomna heyrn“. Auðvitað vissi hún sjálf, að það er ekki nándar nærri nóg. Hin undur- fagra, sviflétta rödd hennar, þjálf uð með fullkominni tækni, var í furðulegu ósamræmi við mikil- fenglegan líkamsvöxt. En hún var langt yfir slíkt hafin. Hún sagði þann brandara um sjálfa sig, að hún væri einstæður skemmtikraft ur, út af fyrir sig. Stundu áður hafði hún hrifið áheyrendur sína í Requiem eftir Brahms eða Missa solemnis eða á ljóðakvöldi. Lengst af starfaði hún í Berlín. Eftir seinna stríðið hélt hún til Hamborgar og gerðist prófessor við tónlistarháskólann. Þar kynntist hún fjölda tónlistar- manna samtíðar sinnar, m. a. Philipp Jarnach og umfram allt Hermann Reutter, sem varð und- irleikari hennar, og lagði hún mikla rækt við Ijóðalög hans. I safnriti Joseph Múller-Marein, sem út kom fyrir nokkru, „Das musikalisce Selbstportrat", eru frábærustu ritgerðirnar eftir Laur itz Melchior og Henny Wolff. Víst er það sjaldgæft í Þýzkalandi, að hægt sé að sameina svo vel frá bæran og einlægan Iistamann og jafn mikla sindrandi fyndni. H. W.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.