Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 9
V í S I R . Laugardagur 27. marz 1965. 9 varð upphaf ÁSTARÆVSNTÝRIS Ég veit annars ekki hvort henni hafði af tilviljun verið boðið í veizlu, sem Kennedy yrði í eða hvort hún yrði hans dama i veizlunni. En eftir nokkurn tíma vissu allir á skrifstofunni, að Kennedy hringdi oftsinnis til hennar og bað um stefnumót með henni. Þetta var spennandi og þegar Kennedy hringdi héldu allir niðri í sér andanum og andvörpuðu síðan léttara, þegar hún svaraði í símann: — Jæja, við segjum þá á laugar- daginn. Svo fór Kennedy til Englands til þess að vera viðstaddur krýningu Elisabetar drottning- ar. Þegar hann kom aftur úr þeirri för beið hann ekki boð- anna, fór út með Jacqueline og þvínæst opinberuðu þau trú- lofun sína. Ég gleymi því aldrei þegar hún kom svo til að segja upp starfi sinu og kveðja okk- ur. Við vorum þar allir í kring- um hana og létum , ljósi, hvað okkur ' ætti leiðinlegt að missa hana. Hún hrópaði: „Verið þið glaðir og kátir strákar. Ég kom hér með svolítið til að hressa ykkur með, stóra flösku fulla af fínasta viskí til að skála við ykkur“, og um leið lyfti hún upp stórum pakka. „Við skulum samt ekki drekka það strax, því að ég veit, að Kennedy væri ekkert hrifinn af því að fara að drekka viskf fyrr en klukkan hálf sex að kvöldi. Svo við héld um áfram að vinna og komum svo allir saman klukkan hálf sex. Þá tók hún upp flöskuna og sagði: — Þá skulum við drekka. Við sóttum glös, en þegar hún fór að hella kom í Ijós að flaskan var full af mjólk. Þetta þótti heldur kaldranalegt gaman, en við kvöddum hana og skáluðum í mjólk, og hörm- uðum brottför hennar. — Jjegar orðrómurinn byrjaði að berast út um að Jac- queline væri farin að vera með John Kennedy, segir Waldrop ritstjóri, bað ég hana um að koma inn á skrifstofu til mín og tala við mig. — Ég sagði henni, að ég hefði heyrt þessar sögur og spurði hana hvort nokkuð væri hæft í þeim. Ég ráðlagði henni að fara varlega, benti henni á að Kennedy væri að minnsta kosti ellefu árum eldri en hún. Auk þess ætti h.'.n að athuga að segja mætti að allar ógiftar konur í Washington hefðu augastað á Kennedy. Ég spurði hana, hvort hún væri blind að sjá þetta ekki. Svo sagði ég að henni væri ráðleg- ast að hætta sér ekki of langt á þessari braut, því að þetta væri vonlaust. Hún myndi að- eins hafa hneisu af því. Ég gleymi aldrei svipnum á Jac- queline, þegar hún horfði á mig og svaraði þessum umvöndun- um. Ég hugsa að henni hafi fundizt ég fáránlegur og bjána- legur, þegar ég var að gefa henni þessi föðurlegu ráð og hún svara — En hvers vegna eruð þér að blanda yður í einka mál mín? Hvað koma þau yður við? | Ég svaraði að ég vildi segja henni þetta vegna þess að ég væri að vissu leyti ábyrgur fyi ir því sem hún gerði og sann- leikurinn var sá, að ég hafði gripið til þessa ráðs vegna þess. Þessi mynd var tekin af þeim Kennedy og Jacqueline nýtrúlofuðum i júní 1953. Myndin var tekin við sumarhús Kennedy-fjölskyldunnar í Hyannis Port, en þar voru þau saman yfir helgi og þar fékk Jacqueline tækifæri til að kynnast hinni stóru Kennedy fjölskyldu. að ég vissi að Kennedy var mik ið kvennagull og ég ímyndaði mér, að Jacqueline væri blind eins og allar hinar. Eftirá sá ég að hessi föðurlega afskiptasemi mfn var fáránleg. En ég gat heldur- ekki vitað, að þau höfðu þegar bundizt heitorði. JJinn 21. júní 1953 birti Times Herald tilkynningu um trú- lofun þeirra Jacqueline Bouvier og John Kennedys öldungadeild arþingmanns. Eins og venjulega var rætt nokkuð um kynni 'ieirra og trúlofun og sagt að ástir þeirra hefðu verið eins og rómantískt ævintýri. En í raun- inni höfðu kynni þeirra ekki hafizt með neinum rómantísk- um hætti og eins og oft gerist, hafði þriðji maður, sameiginleg ur vinur þeirra, átt sinn þátt í að koma þeim saman. Hann heit ir Charles Bartlett og er blaða- maður að atvinnu. Það var hann s:m fékk fyrstur þá hug- inynd, að úr þeim gætu orðið góð hjón. \ B artlett hafði kynnzt John Kennedy upn úr srriðslokum þegar fjölskyldur þeirra dvöld- ust að vetrarlagi í tveimur ná- lægum garðhúsum á Florida. Þar kynntust þeir persónulega og bráðlega lágu leiðir beggja til Washington. Bartlett flutt- ist þangað sem blaðamaður, Kennedy sem stjórnmálamaður. í Washington bundust þeir sterk ari vináttuböndum. Kennedy var fyrst þingmaður í fulltrúa- deildinni og síðan öldungadeild arþingmaður. Bartlett varð að- alfréttaritari blaðsins Chattano- oga Times I höfuðborginni. En það sýnir nokkuð vináttubönd- in milli þessara tveggja manna, að John Kennedy var síðar skírn arvottur sonar Bartletts og Bart- lett skírnarvottur John-John, sonar þeirra Jacqueline og John Kennedy. í næsu grein verður sagt frá þvi, hvemig Charles Bartlett átti sinn þátt í því að Kennedy og Jacqueline urðu hjón.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.