Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. marz 1965, n Bikarglíma Ungmennafélags- Víkverja var háö í Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, sunnudag- inn 21. marz. Glímustjóri var Kjartan Guðjónsson, sem kennt hefur glímu f vetur á vegum fé- lagslns. Keppt var um fagran bikar, sem Sláturfélag Suðurlands gaf til keppninnar og er það far- andbikar. Þátttakendur voru sjö og urðu úrslit þessi: 1. Gunnar R. Ingvarsson 5y2 v. 2. Hannes Þorkelsson 5 — 3. Sveinn Leósson 4 — 4. Sigurður Jónsson 3 y2 — 5. Hjálmur Sigurðsson 2 — 6. Helgi Ámason 1 — 7. Gunnar Tómasson 0 — í Ménm, sem urðu í kappglím- unni, sýndu ungir drengir glímu og þótti að því góð skemmtun. Hafa allmargir ungir drengir æft af miklum áhuga hjá Kjartani í vetur. Að lokum afhenti formaður félagsins, Halldór Þorsteinsson, J sigurvegaranum keppnisbikarinn J og öðrum keppendum verðlauna * og þátttökupeninga, sem Skúli [ Þorleifsson gaf í tilefni þessarar J fyrstu glímukeppni félagsins. t Viitnur KR ÍR í körfuknottleik í kvöld? Bæði liðin eru taplaus Einn stærsti leikur íslandsmóts- ins í körfuknattleik veröur leikinn í kvöld. Það eru KR og ÍR, sem mætast, en bæði liðin eru taplaus í mótinu til þessa. Vegna ,,meistara legrar“ niðurröðunar er ÍR búið að leika tvo leiki á meðan KR hef- ur leikið fimm. Verður fróðlegt að sjá hvort KR tekst nú að brjóta nið ur vamarmúra IR og vinna leik- inn, en sá sigur myndi líklega verða til þess að KR ynni íslands- mótið. Að vísu hefur oft verið spáð að KR myndi nú sigra, en það hefur ekki viljað rætast, enda við ramm an re'ip að draga þar sem Þorsteinn Hallgrímsson & Co. eru saman- komnir. Leikirnir I kvöld eru þessir: I 2. fl. ÍR-b og KFR, i 2. deild Snæ fellingar frá Stykkishólmi á mót'i nábúum sínum, Skallagrfmsmönn- um úr Borgarnesi. Síðasti leikur- inn er á milli ÍR og KR í 1. de'ild. Hefur verið ákveðið að körfuknatt le'ikurinn hefjist í framtfðinni kl. 20 í stað 20.15 vegna þess hve lengi leikkvöldið stendur. Hins vegar virð'ist sem niðurröð- unin hafi hér náð „fullkomnun" — toppleikur mótsins settur á laug- ardagskvöld. Það, minnir óneitan lega á kaupmann, sem ætlar að halda útsölu á aðfangadagskvöld. KKÍ verður að vanda betur t'il nið- urröðunar á mótinu næst. Eins og nú er hefur mótið hreinlega verið eyðilagt. / Saumastúlkur Stúlkur vanar kápusaumi óskast nú þegar. HREIÐAR JÓNSSON klæðskeri Laugavegi 18, 3. hæð. Sími 16928. Bílaverkstæði til sölu Bílaverkstæði í fullum gangi til sölu. Verk- stæðið er vel útbúið tækjum og verkfærum og er á góðum stað í bænum. — Þeir, sem hafa áhuga á þessu, sendi tilboð til augl. Vísis, merkt „Verkstæði“, fyrir þriðjudag. í fermingarveizluna Smurt brauð, smttiir og brauðtertur. Pantið tímanlega. Fjölbreytt álegg. Pantanir teknar í sima 24631. BRAUÐHÚSIÐ, Laugavegi 126. SfDDEGISKAFFI SJÁLFSTÆÐISFÉLA GANNA SJÁLFST^RISFÓLK! Sækið síðdegiskaffið á laugardögum VÖRÐUR — HVÖT — ÓÐINN — HEIMDALLUR. Fyrsta mót Víkverjanna VERÐUR í DAG MILLI KL. 3—5 í HINUM NÝJU OG GLÆSILEGU SALARKYNNUM HEIMDALLAR í VALHÖLL VIÐ SUÐURGÖTU.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.