Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 27.03.1965, Blaðsíða 15
V í SIR . Laugardagur 27. marz 1965. 75 M| CECIL ST. LAURENT: SONUR C V KARÓ- LÍNU - Ég kann vel við mig. í landamærahéruðunum, sagði Collins. Hér erum við í rauninni hvorki í Frakklandi eða á Spáni — og þó í báðum löndunum. Þetta seru ber fyrir sjónir er ekkert sérkennandi spánskt eða franskt. Þau gengu eftir stíg í áttina frá rjóðrinu. - Listaverk skapast lika á eins konar landamæraslóðum, hélt Collins áfram. Allt samein- ast með dularfullum hætti: Yrk- isefnið, innblásturinn, skapferl- ið. Finnst yður ekki einhver ó- raunveruleikans blær yfir öllu hér, þorpinu, gistikránni, fólk- inu? Og að við séum horfin af þeim brautum, sem við vana- lega göngum? Þér gætuð svarað og sagt, að það væri ósköp eðli- legt, að við værum hér nú og saman, því að við erum bæði á leiðinni til Sar Sebastian og til þess þurfum við að komast yfir landamærin. En ég hygg, að þér — eins og ég — hafi orð- ið fyrir hughrifum, er við stönd- um, ef svo mætti segja, með annan fótinn á spánskri grund og hinn á franskri. Og nóttin er of björt — og samtímis ríkir hvorki styrjöld eða friður — þér brosið, þér haldið áfram að brosa, og þó var vasaklúturinn yðar áðan gegnvotur af hárum. Við erum bæði börn, sem höf- um villzt, en fundizt aftur. Karólínu fannst allt, sem Coll- ins sagði, eins og hvert annað mas, og líklega yrði hann undr- andi, ef hann vissi, að það fór inn um annað eyra hennar en út um hitt. Rödd hans hljómaði í eyrum hennar, en hún hlustaði ekki eftir orðunum, en hún naut þess að ganga við hlið hans, og henni var nokkur fróun í að hann leiddi hana, og allt var samræmislegt og indælt, en það var fjarri henni að fára að dreyma um landamæraslóðir, sem eitthvert ævintýraland, komast í það hugarástand, að allt væri eins og fyrir utan tíma og rúm. O'g henni fannst kvöld- skinið ekkert töfrandi venju fremur en hún fann ágætan angan af lavender-vatninu, sem Collins notaði. Það var sömu tegundar og það, sem hann hafði notað í London 1794, og það vakti minningar í huga hennar frá þeim tíma, er hún var í Lon- don. Hún minntist einkum kvölds- ins, er þau hittust í hinzta sinn, áður en hún fór til Quiberon.r Hún sá allt fyrir hugskotssjón- um sínum sem þá gerðist. Hann hafði bjargað henni frá illum örlögum - bjargað lífshamingju hennar, er hún stóð uppi slypp og snauð og hjálparvana. „Hann elskaði mig“, hugsaði hún, „og ég fór frá honum, þótt ég vissi, að hann mundi sakna mín og verða óhamingjusamur. Hann bað mig aldrei neins. Ég var reiðubúin að veita honum alla blíðu mína. Líklega var það af þakklátssemi — að hálfu leyti, en einnig vegna þess að ég var mér þess meðvitandi, að hann dáðist að mér. Hann tók mig í faðm sér — og ég fann, að ég var reiðubúin, en þá hratt hann mér frá sér. En hann ályktaði skakkt, er hann hélt, að það væri vegna meðaumkunar, að ég var reiðubúin að gefa honum allt. En hvað um það. Hann reyndist mér hinn fullkomni, sanni vinur, tillitssamur og góð- ur. Hann tók að sér litla dreng- inn minn, er ég fór. Hann bjarg- aði Gaston og Juan“. Tunglið var komið upp. Karólína komst að þeirri nið- urstöðu, að hún væri hræsnari. „Hann bjargaði okkur öllum“, hugsaði hún, „en ég ætti að játa fyrir sjálfri mér, að hann féll mér vel í geð. Hann girntist mig og ég hann_ Þess vegna var ég reiðubúin. Þakklæti borið uppi af tilhneigingu til afsökun- ar er einskis virði. Æ, við ættum að snúa við. Og svo er bezt, að ég húki í herbergi mínu og læsi að mér“. - Hef ég sagt _.ahvað, sem yður mislíkaði? spurði Collins, þegar hún allt í einu og óvænt sneri sér við, og stefndi í átt- ina til gistikrárinnar. - Nei, því það? Mér finnst vera orðið svalt og mig er far- ið að syfja Það hefur þó ekki vakað fyrir yður, Collins, að við héldum áfram að ganga í alla nótt? — Ég hélt, að ... Hann lauk ekki við setning- una. Kárólína gat sér til, áð hann hefði ætlað að játa hve hann girntist hana. Henni fannst liggja mikið við, að komást sem fyrst heim. Á morgun mundi hún hitta manninn sinn í San Se.bastian. Hann mátti ekki láta neinn verða til þess að spilla öllu fyrir henni, því að vissu- lega þráði hún hann. Það leið eins og andvarp frá brjósti henn ar, er hún hugsaði til þess hve alsæl þau myndu verða fyrstu samverustundirnar. Hún mundi alveg gleyma fangelsisvistinni. 54 En henni var Ijóst, að eftir 2-3 daga mundi hann ekki geta stillt sig um að koma fram við hana eins og hann ávallt hafði gért. Grímuklæddar ásakanir hans kallaði hún jafnan í huga sér „títuprjónsstungur“, en svo náði afbrýðisemin sterkari tökum á honum á stundum, spurði og spurði, til þess að komast að raun um hvort eitthvað, sem hann gerði sér í hugarlund, væri satt, eða hann bar fram þungar ásakanir og var þá ofsalega reið ur. Gaston var vissulega hug- myndaríkur, þegar hann var að geta sér til, að einn eða ann- ar hefði notið ástar hennar. Hún yrði ekki neitt hissa á því, þótt hann héldi því fram í einhverju afbrýðisemiskastinu, að hún hefði tælt fangavörðinn til þess að geta sloppið út. Vissulega hafði hún ekki ávallt verið manni sínum trú, en hann var ekki hætis hóti betri sjálfur ... - Hlustið nú á mig, Karólína, sagði Collins, ég er að sligast undir þessu. Ég hef legið and- vaka nótt eftir nótt og hugsað um hve heimskur ég var, er ég hrátt yður frá mér seinasta kvöldið í London. Nú er ég réiðubúinn að gerast ölmusuþegi - • ég mundi ekki aðeins þiggja hana, ef hún stæði til boða, ég mundi.... ég-'-yf oft sagt \4Ntr hve laikið ég 4 ý®ur að þakka, hugsaníniar um yður, törrandi fegurð yðar hafa aukið sköpunarmátt minn á sviði list- arinnar, en nú er það ekki nóg lengur, Karólína, ég bið yður ... Þau voru næstum komin að gistikránni. Or skógarrjóðrinu barst enn ómur af söng og gítar- spili. Collins huldi sem snöggvast andlitið í höndum sér og hvísl- aði: — Ég fer ekki fram á, að þér gleymið manninum, sem þér elskið, æ, þetta er svo erfitt. Ég óttast, að þér lítið svo á, að ég sé að fara fram á laun fyrir það, sem ég hef gert fyrir ykkur, en ég vildi heldur, að ég héfði aldrei gert yður neinn greiða en að þér hélduð það. Lítið á mig sem vin, sem hefur ekki rétt til néins, en samt biður yður... Hann þagnaði. Hún hafði enn engu svarað. Hann var þögull, er gestgjaf- inn opnaði fyrir þeim. í forstof- unni rétti þernan þeim ljósa- stjaka, hvoru þeirra um sig. Þau gengu upp stigann, en er upp var komið lagði föla birtu inn á ganginn, sem þar var. Her- bergi þeirra voru samhliða. Coll- ins nam staðar fyrir utan her- bergisdyr sínar, þreifaði eftir snerlinum. Enn barst að eyrum þeirra veikur gítarhljómur úr fjarska, því að gluggi á gangin- um var opinn. Collins snerist á hæli allt í einu, er hann hafði opnað dym- ar, og hneigði sig dálítið fyrir Karólínu, og steig inn í herberg- ið, en er hann ætlaði að loka dyrunum, lagði Karólína hönd sína á handarbak hans. - Collins, þér sem ávallt er- uð kurteisin sjálf, nú gangið þér inn á undan mér, í stað þess að láta mig fara inn á undan yður. Karlmenn hafa kannski einhver forréttindi í þessum efnum hér á landamærunum. Nú var Collins á svipinn eins og hann langaði mest af öllu til þess að leggja á flótta frá henni. Hún virti hann fyrir sér og í hinni daufu birtu, sem þama var, sá hún, að augu hans voru hálflukt, og hann '/ar á svipinn eins og hann væri að reyna að komast til botns í einhverju, sem hann gat ekki skilið, en vildi skilja. Allt í einu lagði hann stjak- ann á boróið og lokaði dyrun- um, þegar Karólína var komin inn. Hann vafði hana örmum .. .TWO CHIEFS A.RE ARGUINS, OVER. OUK. RW7IO, ASOUT SWAPPIUS TUPELO WOMEN FOR m UVESTOCK.. THAT'S ALLTHAfS 'MPFEme'mul youfí anser is ;—' premature! r r IPR0MISE7IV m<í SUKE SUCH atribalswap pleasep TUPELO WOMEN! NOW-POAS I- Og I STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 3. hæð (lyfta) Simi 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðslustofa Ólafar Björnsdóttur HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31, simi 14787 Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sfmi 14656 Nuddstofa á sama stað.________ ' Dömuhárgreiðsla við allra hæfi I TJARNARSTOFAN iTjamargötu 11, Vonarstrætis- l megin simi 14662. I Hárgreiðslustofan i Ásgarði 22, simi 35310. HÁRGREIÐSLU STOFAN ÁSTHILDUR KÆRNESTED GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENUS Grundarstig 2A Sími 21777 Hárgreiðslustofan Sólvallagötu 2 Sími 18615 Fyrirgefðu Naomi að ég skyldi Ég bið þig afsökunar Tarzan á æpa svona að þér. Ég vil ekki reið'i minni. Ég ætti ekki að að þú talir við Tupelokonurnar. blanda mér í það sem þú gerir, Við erum f vandasamri aðstöðu. Tarzan, Dunn höfuðsmaður ósk- ar eftir að tala við þig í gegn- um talstöðina. Tula og Mumu eru sammála. fupeloinerin ætla að skipta á konum fyrir Kikinaut- pen'ing og svín. Endumýjum gömlu sængurn- ar, eigum dún- og fiöurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðum - PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún- og t'iður- hreinsun, Vatnsstíg T Sími 18740 (örfá skreí trá Laugavegi)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.