Vísir - 03.04.1965, Side 1

Vísir - 03.04.1965, Side 1
VISIR 55. árg. — Laugardagur 3. apríl 1965. — 79. tbl. Þyrill seldur tíl síldur- flutninga til Vesttfurðu Ríkissjóður hefur nú selt olíu skipið Þyril. Kaupendur eru Ein ar Guðfinnsson i Bolungarvík að % hlutum og fyrirtækið Fiski mjöl h.f. á ísafirði að þriðjungi Kaupverðið er 5 milljón krónur. Ætlunin er að afhenda skipið um miðjan aprílmánuð. Það er ætlun hinna nýju eigenda að nota Þyril til síldarflutninga, eft ir að tilraunir með það gáfu góða raun s.l. sumar og haust. Einar Guðfinnsson I Bolungar vík tók Þyril á leigu í fyrrasum ar til að gera tilraunir með síld arflutninga af miðunum við Norðurland til Bolungarvíkur. í þessu skyni var komið fyrir í skipinu dælu sem gerði það kleift að dæla síldinni úr fiski- skipum úti á miðunum í geyma Framh. á bls. 6 Bifreiðaeftirlitið heldur fast við aurhlífarnar Aðalskoðun bifreiða í Reykjavík hefst á mónudag ■í' Á mánudaginn hefst aðalskoð- un blfreiða í Reykjavík og um svipað leyti í fiestum kaupstöð- um landsins. Tæplega 14 þús. ökutæki í Reykjavík munu ganga undir aðalskoðun, sem standa mun næstu 7 mánuðina. ,»Nú mun í fyrsta skiptið fram- fylgt sumum ákvæðum hinnar nýju reglugerðar um gerð og búnað ökutækja, sem gefin var Framh. á bls. 6 GRÆNLENZK STEMMNING Um daginn þegar Seyðisfjörð ur var fullur af is var fátt sem mönnum datt síður í hug en sigl ingar um fjörðinn. Það er 6- mögulegt hugsuðu þeir og settu upp alla sína báta til sönnun- ar og til þess að forða þeim frá skemmdum. Þó voru nokkrir sem sögðu: Ekkert er ómögu- legt. Á Grænlandi er hafís og Grænlendingar gera sér kajaka Þess vegna hljóta kajakar að vera hentugasta faratækið á firðinum núna. Þeir sem hugsa svona eru auðvitað yngsta kyn- slóðin, eða þeir sem hafa mesta aðlögunarhæfileika. Nú stendur kajakgerð varla á gömium merg á Seyðisflrði og þar sem þeir hafa ekki reynslu liðinna kynslóða að byggja á hafa þeir fundið upp sína eigin gerð af kajak. Þeir taka eina bárujárnsplötu leggja hana saman eftir endilöngu og negla eina spýtu í skut og stefni. Ein tréplata er sett í botninn til bess að sitja á og ílöng tréstöng með tréplötum á báðum endum er árin. Þetta eru einfaldir, en hinir prýðilegustu kajakar. HreyfiS ekki slasaða Vespan lá beygluð undir flutningabílnum. í gær var slys innarlega á Lauga- veginum. Þar ók maður á bif- hjóli af Vesputegund aftan undir stóran flutningabfi Flutningabíllinn var á hægri ferð, en þurfti að nema staðar og hefur maðurinn, sem.var á bifhjólinu ekki gætt nógr ar varúðar. Svo vildi til, að slys þetta varð fyrir framan húsið Laugaveg 178 sem Vfsir hefur aðsetur f, og urðu Framh. á bls. 6 Ríkisábyrgð fyrir annarri Fokker Friendship-vél Um þessar mundir eru flugvéla- smiðir Fokker flugvélaverksmiðj anna á lokasprettinum með nýj- asta „FAXA“ Flugfélagsins skrúfuþotuna TF-FIJ, sem sam- kvæmt áætlun mun fara í fyrsta flug 6. maí n. k. Þetta er fyrsta flugvél, sem smíðuð er sérstak- lega fyrir Islendinga, en að auki hefur Flugfélag íslands samið um smíði og kaup á annarri sams konar, til afhendingar vor- ið 1966. Þá á Flugfélagið for- kaupsrétt að þriðju Friendship skrúfuþotunni. — TF-FIJ er væntanleg til íslands i byrjun maí og mun hefja áætlunarflug á flugleiðum félagsins innan lands nokkrum dögum eftir heimkomuna. Hinn slasaði var dreginn úr bílnum, þar sem honum hafði verið komið fyrir og Iagður í sjúkrakörfu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.