Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 8
8 ..'-'TSr.. — V í S 1 R . Þriðit*' gur VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjárisson Þorsteinn Ó. Thorarensen . Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Vandi á höndum ]\Jargar ræður voru fluttar þann 1. maí og mörg á- vörp rituð. Athyglisverð voru orð sem formaður Sjó- mannasambandsins, Jón Sigurðsson lét falla við það tækifæri. Hann ræddi kjaramálin af einurð, drap á ályktun ráðstefnu A.S.Í. um kaupgjaldsmálin og sagði: „Um það var algjör samstaða að full þörf væri á kjarabótum vegna aukinnar dýrtíðar að auka þyrfti rauntekjur á tímaeiningu . . . Enda þótt ekki væri nokkur ágreiningur um að kjarabætur væru bráð- nauðsynlegar, þá er ekkert því til fyrirstöðu að því er séð verður að verkafólk muni fallast á að þær verði að einhverju í formi lækkaðra skatta eða ann- ars sem hækkar tekjur þó ekki sé um að ræða beina kauphækkun. Öllum er hvort eð er ljóst að mikil bein kauphækkun veldur dýrtíð. Hækkandi vöruverð mundi fylgja í kjölfarið“. Hér minnist Jón Sigurðsson á það atriði sem eining varð um í síðasta júnísam- komulagi: að höfuðatriði er að kjarabæturnar séu raunhæfar, en ekki það hve beina kauphækkunin í krónum talin er mikil. Fjölmörg mál koma þar til greina fyrir utan lagfæringar á skattalöggjöfinni.-. Húsnæðismálin eru þar mikið atriði. Rætt hefur verið um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Það er ekki síður mikilvæg kjarabót fyrir þá mörgu launþega sem ekki eiga aðild að slíkum sjóðum. Stytting vinnutímans ér enn eitt atriðið, sem ríkisstjórnin hefur reyndar þegar lýst yfir að hún vilji beita sér fyrir. Þannig má margar kjarabætur upp telja í samræmi við til- vitnuð orð Jóns Sigurðssonár. Vel færi að samkomu- lag tækist um sem flestar þeirra. Því neitar eng- inn að kaup hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu er ekki mannsæmandi fyrir 8 stunda vinnudag og þar þarf að gera verulegar umbætur á. En bein kaup- hækkunarskriða allra stétta hleypir aðeins nýjum vandkvæðum úr vör. Dagur Evrópu Á morgun er dagur Evrópuráðsins. Um alllangt ára- bil höfum við íslendingar verið þar þátttakendur. Innan Evrópuráðsins fer fram hin margvíslegasta starfsemi, ekki sízt í félagslegum og menningarlegum efnum, þar sem miðað er að því að treysta samband Evrópuríkja, skapa vináttu og bræðralag þeirra á meðal og eyða fornri misklíð. Evrópuráðið starfar að mestu í kyrrþey. Því eru ekki alla jafnan sagðar jafn miklar fréttir af því eins og t. d. starfsemi varnar- bandalaga álfunnar. En þrátt fyrir það er starfsemi þess hin merkasta. Þar vakna margar hugmyndir og nýjungar í félagslegum efnum sem á þingum þess eru ræddar og í framkvæmd komið af stjórnarvöldum að ildarríkjanna. Mjög merkt er starf samtakanna að mannréttindum og tryggingu þeirra, bæði í mannrétt- indanefndinni og dómstólnum, sem við íslendingar eigum aðild að. .................... ... „^I Sé hús hærra en 4 hæðir skulu vera í því lyftur . . . ☆ Ný byggingarsamþykkt mark ar timamót fyrir það, að hún sýnir okkur þá þróun sem verð- ur í byggðasögu okkar. Á þeim tuttugu árum, sem liðin eru frá þvi eidri samþykkt gekk í gildi hafa orðið geysimiklar breyting ar í byggingarmálum. Það er fyrst og fremst á þessum árum sem Rvik. hefur breytzt úr bæ í borg. Þetta kemur fram m.a. í því, að nú má sjá í nýju byggingarsamþykktinni sérstak ar reglur varðandi háhýsi og ýmisleg ákvæði um annað er ekki þurfti áður að fjalla um. Aukin borgarbyggð Það fylgir líka borgarbyggð- inni, að enn frekari nauðsyn verður á en áður að undirbúa byggingar sem bezt og i þeim tilgangi er mjög hert á ýmsum reglum sem eiga að stuðla að sem ýtarlegustum undirbún- ingi, hert á reglum um það, að allar teikningar -í sam- bandi Við hvert hús séu tilbún- ar fyrirfram. Skyld þessu eru ný ákvæði um að hægt sé að afturkalla byggingarleyfi ef smíði húss dregst mjög á lang- inn, enda forsendur oft orðnar breyttar, þegar byrja á að nýju. Ýmsar nýjar reglur stafa af félagslegri þróun sem verður eða vegna vaxandi krafna al- mennings um útbúnað íbúa. Hér má til nefna, að nú eru í fyrsta skipti settar ákveðnar reglur i byggingarsamþykktina um lág- marksstærð eldhúsa og auknar eru kröfur um lágmarksstærð giugga miðað við gólfflöt, ennfremur eru nú sett skilyrði um svalir. Þá eru' nú í fyrsta skipti settar ákveðnar reglur, sem banna að íbúðir megi gera með gólfi undir jarðvegshæð í nýjum húsum. Enn má nefna, að vissar regl ur eru settar f byggingarsam- þykktina sem ættu að geta forð að óþægindum og ýmsum deil- um milli sambýlisfólks. Dæmi um þetta eru t.d. reglur um hljóðeinangrun í húsum, sem nú eru teknar upp. Ennfremur sú regla að skipuleggja skuli fyr- irfram að teikna inn á grunn- teikningu bilastæði við lóðir og leiksvæði, en oft hefur það vald ið deilum eftir á, þegar átti að fara að standsetja slíkt á lóðtm- um. Fjöldi nýmæla í nýrrí Lóðareigandi verður að sjá fyrir bílastæðum Þróun beint í vissa átt Margar af reglunum f bygg- ingarsamþykktinni eru ekki bein línis nýjar, þar sem margt af þeim eru reglur og venjur sem taka hefur orðið upp til að mæta ýmsum breyttum aðstæðum. En með því að taka þær upp f bygg ingarsamþykkt fá þessar reglur þar með fastara form og stuðla um það, að ef byggingarfram- ákveðinn farveg. Dæmi um þetta má nefna, þau skilyrði sem smám saman hafa verið að koma upp um bílastæði. Nú eru þau fastsett í hinni nýju bygg- ingarsamþykkt. Hér verða rakin nokkru nán Meiri framkvæmdir í sumar í gatna gerð en nokkru sinni f sumar eru fyrirhugaðar meiri framkvæmdir í gatnagerð í Reykjavík en nokkru sinni. 1 áætlun um gatna- og I.olræsa- gerð er fyrirhugað að veita 147.7 milljón krónur árið 1965. Fyrirhugað er að nialbika 160 þús. fermetra, sem miðað við 7.5 metra breiðar götur, gerir um 21.5 km. langan veg. Alls verða malbikaðar 46 götur eða hluti úr götum, en gangstéttar verða lagðar við 60 götur og er fyrirhugað að flatarmál þeirra verði um 63.000 fermetrar, sem samsvarar 30 km. Gangstéttirn- ar verða ýmist malbikaðar, steyptar eða hellulagðar, en göt umar verða afur á móti einung- is malbikaðar, engar steyptar. Samanlagt flatarmál varan- legra gatna í Reykjavík var um seinustu áramót 267,700 fermetr ar eða 24% meira en áætlunin segir til um. Um seinustu ára- mót átti að vera búið að malbika 216.100 fermetra, eða 51.600 fer metrum minna, en þá hafði ver ið gert. Þetta sem er umfram áætlunina mun allt stafa frá seinasta sumri, en þá hóf Mal- bikunarstöðin starfsemi sína. Um seinustu áramót átti að vera búið að fullgera 119.300 fermetra af gangstéttum, en gerðar liöfðu verið 65.500 fer- metrar eða um 45% minna en áætlað hafði verið. Þetta mun stafa að sumu leyti vegna erfið leika við að fá menn til að leggja hellur í gangstéttir og verður því meira farið i þá átt að steypa eða malbika gang- stéttirnar. Standist áætluri um iagningu gangstétta verður heildarlagning gagngstétta um 129.400 fermetrar fyrir næstu áramót eða 24% minna en áætl un segir fyrir um. Nú hefur víða verið vikið frá heildaráætlun þannig að mal- bikað hefur verið út að lóða- mörkum í stað hellulagningar. Réttari samanburður fæst þvf með því að leggja saman full frágengið yfirborð gatna, malbik + gangstétt. Ef það yrði gert og gengið út frá sömu forsendu yrði útkoman þannig: Akbraut + gangstéttir, sam- kvæmt áætlun 486.400 fermetr- ar. Raunverulega gerðir 549.900 fermetrar, eða um 13% meira en áætlun segir til um. Til holræsagerða verður var- ið 54.8 millj. kr. Stærsta hol- ræsaverkefnið er Fossvogsræsi, en því á að ljúka á þessu ári. I það fara um 18,5 millj. kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.