Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 11
VlSIR . Þríðjudagur 4. máí 1965. Keflvíkingar skora eitt af mörkum sfnum. „Litla bikarkeppnin/# hófst á laugardaginn: FRAMKVÆMD KEPPN- INNAR Bt STÓRGÖLLUÐ Islandsmeistararnir unnu Breiðabiik með 7:1 ,4-itla bikarkeppnin“ hófst á laugardaginn 5neð íiírt • • • leik Keflavíkur og Breiða- bliks í Kópavogi, en Kópa- vogsliðið tekur nú í fyrsta sinn þátt í þessari keppni, sem verið hefur á milli Akraness, Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Þessi fyrsti leikur keppninnar fór fram á malarvelli Keflvíkinga, sem er frekar laus og ^rýttur enn sem komið er. Honum lauk með sigri heimamanna, sem skoruðu 7 mörk gegn 1. Mörk Keflvíkinga skoruðu Jón Jóhannsson (6) og Grétar Magnússon (1). Mark Breiða bliks skoraði Jón Ingi Ragnarsson. Lið Keflvíkinga var betra liðið og vel að sigri komið, enda þótt tölurnar spegli miklu fremur framkvæmd leiksins en yfirburði þeirra. Béztir voru Jón Jóhanns- son, Karl Hermannssbn- 'og I Sigur- vin Einarsson. — I-diðið ’ vantkði Högna Gunnlaugsson, sem mun vafalaust styrkja það. Af Breiðabliksmönnum voru beztir Guðmundur Þórðarson, Jón Ingi Ragnarsson og Sveinn Skúla- son markvörður, sem varði oft með prýði, þó við ofurefli væri að FRÁ HAFNARFIRÐI: etja. Liðið er sem heild nokkuð götótt en hefur þó batnað frá því í fyrra. Það sem áberandi skildi liðin var jafnbetra, ákveðnara og úthalds- meira lið Keflvíkinga. FRAMKVÆMD KEPPNINNAR. Þessi fyrsti leikur „Litlu bikar- keppninnar“ gefur verulegt tilefni til athugasemda varðandi fram- kvæmd hennar, sem aðstandendur hennar þurfa svo sannarlega að koma í annað og betra horf. Keppnin mun vera ætluð sem verkefni fyrir viðkomandi lið fyrir Islandsmótið og á meðan Reykja- víkurmótið stendur yfir. Er hún þannig vel hugsuð og á að geta orðið liðunum að góðu gagni. Framkvæmd hennar mun hins vegar vera yfirleitt á svipaða leið og raun bar vitni í Keflavík s.l. laugardag. I fyrsta lagi var engin gæzla við knattspyrnuvöllinn og á- horfendur, einkum börn, fengu á- tölulítið að vappa I kringum mörk- in og við hliðarlínur jafnvel með hunda í eftirdragi á meðan leik- urinn fór fram. I öðru lagi var dómarinn í leiknum, Sigurður Sig- tryggsson alls ekki starfi sínu vaxinn og að auki réttindalaus, sem hlýtur þó að vera lágmarks- krafa að dómarinn hafi réttindi og þar með þekkingu á starfinu þó um nokkurs konar einkabæja- keppni sé að ræða. Þá er það einnig fjarri venjum á kappmótum, sem þessum, að dómarinn sé nán- ast úr öðru liðinu, eins og raui er á í þessu tilfelli. Dómar I leiknum voru á þani veg, að tvö af mörkum KefMk inga voru skoruð eftir greinileg rangstöðu, sem línuverðir höfð ítrekað gefið merki um, en dómai ekki sinnt. Enn eitt markið va skorað upp úr innkasti, sem Kefl víkingar framkvæmdu en Kópa- vogsmenn áttu að framkvæma og höfðu búið sig undir með alls vömina framar en ella. Innkösl voru I fjölmörgum tilfellum fram- kvæmd af þeim, sem fyrstir náðu boltanum án tillits til hver hafði sett knöttinn út af. Dómar sem hér hefur verið lýst og aðrir álíka eyðilögðu alla á- nægju bæði leikmánna og áhorf- enda af leiknum og Kópavogs- menn, sem taka nú I fyrsta sinn þátt f þessari keppni, hreinlega gáfust upp af þessum sökum. Sá sem þetta skrifar heyrði þá skýringu á þessu fyrirbæri í Keflavfk, að Kópavogsmenn skyldu bara bíða þangað til þeir kæmu til Akraness, þar sem þjálfari Ak- urnesinga dæmdi. Þeir gætu nefni- lega huggað sig við það, að venju- lega ynnu heimamenn í hverjum leik!!! Ef það reynist rétt, að fram- kvæmd þessarar annars heppflegu keppni sé yfirleitt eins og hún var f Keflavík s.l. laugardag, þá þurfa forráðamenn hennar að gera þar á gagngerða breytingu, því eins og þessi leikur fór fram, er hún fþrótt inni til lftils sóma. iniij öertjsin uóggs-l .ernq jl go rns GOTT ÍÞRÓTTAFÓLK - EN ENGIN ADSTAÐA 20. ársþing I.B.H. var háð dagana 30. marz og 9. apríl 1965. Þingið samþykkti einróma eftirfarandi til- lögur: 20. ársþing l.B.H. telur byggingu íþróttahússins brýnasta verkefnið í íþróttamálum bæjarins og beinir þeirri eindregnu áskorun til bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, að hún leggi höfuðáherzlu á að hraða fram- kvæmdum við byggingu hússins. Þingið minnir á ályktun bæjar- stjómar frá 5. apríl 1964 varðandi byggingu fþróttahússins og harm- ar, að ekki skuli hafa verið staðið við þá áætlun, sem þá var sam- þykkt. Það er lágmarkskrafa Í.B.H., að lokið verði við 1. og 2. áfanga samkvæmt áætluninni eigi síðar en svo, að íþróttasalurinn verði til- búinn til notkunar fyrir haustið 1966. Þingið vekur athygli á því, að ekki er unnt að halda uppi lög- bundinni íþróttakepnslu I skólum Hafnarfjarðar vegna húsnæðis- skorts og telur óverjandi að brjóta þannig fræðslulög á kostnað skóla- æsku bæjarins. 20. ársþing Í.B.H. mælist til þess við háttvirta bæjarstjóm, að fjölg- að verði svæðum í bænum þar sem börn og unglingar geti komið sam an til knattleika. Þingið telur einn- ig nauðsynlegt að gert sé ráð fyrir slikum svæðum þegar ný hverfi eru skipuiögð.Einnig vill þingið mælast til að þau svæði á gildandi skipu- lagi kaupstaðarins, sem ætluð eru undir íþróttamannvirki séu eigi skert eða felld niður og tekin und- ir annað, nema annað jafngott komi I staðinn. 20. ársþing I.B.H. beinir þeim til mælum til bæjarstjórnar, að nauð synlegt sé, fyrir vöxt og viðgang íþróttahreyfingarinnar í bænum, að bæjarsjóður leggi fram sérstak- an styrk til íþróttafélaganna I sam bandi við byggingarframkvæmdir þeirra á svipaðan hátt og tíðkast f Reykjavík,, þó én þess að fjárfram- lög til íþróttahússins séu skert. Um leið og 20. ársþing I.B.H. þakkar háttvirtri bæjarstjórn fyrir veitt fjárframlög, mælist þingið til þess.að reynt verði að hraða meir en gert hefur verið greiðslum á þeim framlögum, sem hún veitir íþróttahreyfingunni hverju sinni. 20. ársþing I.B.H. telur, a8 ekki sé hægt að skipta þeirri aðstöðu sem nú er til íþróttaiðkana f Hafnarfirði milli fleiri aðila en þegar er, og að ný félög innan I.B.H. geti ekki vænzt aðstöðu til æfinga að óbreyttum aðstæðum. 20. ársþing Í.B.H. þakkar Í.S.Í. fyrir framkvæmd sína á Iandshappdrættinu. Þingið skorar á I’.S.f. að Iáta eigi staðar numið með hina ákjósanlegu fjáröflunarleið. Jafnframt beinir þingið þvf til framkvæmdastjórnar happdrættis- ins, hvort eigi sé annar árstími heppilegri til framkvæmda, t.d. 15. nóv. til þess að miðar geti orðið til sölu í ágúst. 20. ársþing I.B.H. skorar á að- ildarfélög sfn, að ná betri árangri í sölu á happdrættismiðum l.S.I. Stjórn Í.B.H. 1965—1966 er þannig skipuð: Yngvi Rafn Baldvinsson, for- maður, Jón Egilsson, ritari, Ög- mundur Haukur Guðmundsson, gjaldkeri, ' Guðm. Geir Jónsson, varaformaður, Anna Kristfn Þórð- ardóttir, meðstjórnandi. er ætíð hressandi ferskt og ilmandi gott

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.