Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 16
r’ ISIF Þriðjudagur 4. mai 1965 AAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ IWikil aðsókn að hvalnum Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði sýnir þessa dagana hvítan hval, mjaldur, sem Guðmundur Halldórsson, frá Tjörnesi fékk í net og skaut síðan. Hvalnum hefur verið komið fyrir á palli í stórri skreiðarskemmu, sem er eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarð ar, en skemma bessi er nokkuð fyrir, ofan hús það sem skátam ir höfðu fiskasýninguná í. Framh á bls 6 DANAÞING AFGREIÐIR HAND- RITAMALID í ÞESSUM MÁNUÐI Það er nú ákveðið, að hand- ritanefnd danska þingsins kem- ur saman í dag til að ljúka nefndaráliti í málinu. Það þýðir að danska stjómin hefur ákveð ið að afgreiða málið á þessu þingi. Blaðið Politiken skýrir frá þessu sem aðalfrétt blaðsins og segir að þar með sé loku fyrir skotið, að andstæðingar hand- ritaafhendingar geti fengið mál inu frestað. Politiken segir: Afhending handritanna verður samþykkt af þjóðþinginu í maf. Gjöfin verður samþykkt, en danska þjóðþingið verður sundrað í þeirri ákvörðun. Tilraunir þær sem gerðar voru f handritanefnd þingsins til að komast að samkomulagi fóm út um þúfur. Það vom líka einkum andstæðingar handrita afhendingar sem beittu sér fyr- ir þeim tilraunum og lék gmn ur á að það væri fremur gert til þess að svæfa málið. Nú verð- ur málinu haldjð áfram og það afgreitt þrátt fyrir það, að vænta megi margra mótat- kvæða. Sum dönsku blöðin harma það að ekki skuli vera hægt að ná samkomulagi. Úr því að gjöfin verður afhent hefði það verið virðulegra og bróðurlegra að þingið gæti sam þykkt það einróma. Bollaleggingar blaðsins BT, sem skýrt var frá í Vfsi nýlega, að meirihluti þings myndi nú vera orðinn á móti handritaaf- hendingu hefur ekki haft við rök að styðjast. Ekki er vitað með vissu um afstöðu kommún- istans Aksels Larsens, en talið ólíklegt að hann greiði atkvæði gegn afhendingu. Og nú eftir hinar síðustu viðræður sem stóðu mjög lengi er Ijóst, að rúmur helmingur Vinstri flokks- ins og foringi hans Erik Eriksen munu greiða atkvæði með af- hendingu. Jón Gunnarsson og Guðlaugur Þórðarson virða skepnuna fyrir sér. Gunnar Thorodd- sen talar í kvöld 1 kvöld kl. 8,30 mun Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, halda ræðu á fundi, sem fulltrúaráð ið og Sjálfstæðisfélögin, Vörður, Hvöt, Óðinn og Heimdallur efna til sameiginlega í Sjálfstæðishúsinu. Er þess vænzt, að Sjálfstæðisfólk fjölmenni til fundarins og mæti stundvislega. VILJA SAUÐFJARRÆKTEN EKKI SKÓGRÆKTIHEIÐMÖRK Fjáreigendafélag Reykjavxkur hélt nýlega aðalfund og samþykkti þar mjög ákveðna og harðorða til- lögu, þar sem lagt er einfaldlega til að hætt verði allri skógrækt í ná- grenni Reykjavíkur og landið í þess stað tekið undir sauðfjárrækt. Þar virðist þó ekki beinlínis vera átt við trjárækt í görðum borgar- innar, heldur virðist félagið beina örvum sínum gegn skógræktinni í Heiðmörk og svo þeim hugmynd- um sem fram hafa komið um að banna sauðfjárrækt á Reykjanes- skaga og gera hann að skógræktar- svæði. Um þetta atriði segir svo I á- lyktun fundarins: Um áratugi hefur verið starfað að skógrækt í nágrenni Reykjavík- Minningarathöfn á Keflav.velli í dag í dag fara fram minningarathafn ir á Keflavíkurflugvelli um þá sem fórust í flugslysinu á Vatnsleysu- ströndinni. Síðan verða kistur þeirra fluttar flugleiðis heim til Bandaríkjanna. Nú hafa verið gefnar upplýsing- ar um fimmta manninn, sem fórst í flugslysinu. Hann hét Billy W. Reynolds og var vélamaður og aðstoðarílugmaður á þyrlunni. Hann var 27 ára gamall og ókvænt ur, en foreldra mun hann eiga á lífi. Hann var frá fylkinu Norður Carolina á austurströnd Bandaríkj anna. Hann mun hafa dvalizt skamma stund hér á landi. Við ábyrgðarstarfi því, sem Capt. Sparks gegndi hefur þegar tekið næsti undirmaður hans sem var, Commander R. C. James, og verður hann það sem kallað er Command er of the Naval Base Keflavik. Hann var alveg nýkominn til ís- lands fyrir um viku til að taka við aðstoðarmannsstarfi með Sparks. Fregnin af slysinu snart varnar- liðsmenn á Keflavíkurflugvelli mjög. Strax og fréttist af því voru allar samkomur og skemmtanir felldar niður og sorgarblær yfir byggðinni. Við minningarathafnir 1 dag sem fara fram í kapellunni verða viðstaddir m. a. sendiherra Bandaríkjanna, Weymouth yfirmað ur varnarliðsins, hin íslenzka varn armálanefnd o. fl. ur, án nokkurs viðhlítandi árang- urs. Það sýnist þvf fullsannað, að skógrækt hér um slóðir er von- laus og ber engan eða lítinn ár- angur, því fé og þeim vinnukrafti, sem notaður er til áframhaldandi skógræktar á Reykjanesskaganum er sjáanlega kastað á glæ og því eðlilegt að beina starfsemi skóg- ræktarinnar heldur þangað á land- inu, sem skógrækt hefur borið ein- hvern árangur. Beitiland Reykjavíkur er allgott sauðland. Það má bæta með litlum tilkostnaði, með því að sá í landið og bera á það áburð. Fundurinn Drukknaði við Vestfirði i Fyrir nokkrum dögum varð slys á | brezkum togara við íslandsstrend- 1 ur. Ungur maður 27 ára gamall i Thomas Lynskey að nafni féll út- ! byrðis af tcgaranum Lord Essenden frá Fleetwood og drukknaði. Þetta gerðist út af Vestfjörðum. Maður inn var írskur að ætt. álítur að borgarstjóm og Fjáreig- endafélagið eigi að hafa samvinnu um slfkar framkvæmdir. Hingað til hefur borgarstjóm ekki sinnt til- mælum um fjárframlög til þess að bera á beitilönd borgarinnar á vor- in f samvinnu við Búnaðarsam- bandið, ríkissjóð og Fjáreigendafé- lagið, sem hafa lagt fram nokkurt fé úr litlum sjóðum sfnum til á- burðarframkvæmda. Hins vegar hefur borgarsjóður varið nokkru fé í áburðarframkvæmdir í Heiðmörk, sem er alfriðað land eins og kunn- ugt er og því torskilið hvaða til- gangi grasrækt þar þjónar. Fundurinn skorar þvf á borgar- stjóm, að leggja fram á komandi vori allvemlega fjárhæð tfl áburð arframkvæma í beitilöndum borg- arinnar. Aðalfundur Fjáreigendafélags Reykjavíkur harmar það, að fram skuli hafa komið f blöðum og út- varpsþætti jafn fáránlegar tillög- ur og að leggja niður elzta þátt landbúnaðar hérlendis, þ. e. sauð- fjárrækt f heilum byggðarlögum, þar sem iafnvel eigi er unnt að koma við annars konar búrekstri. Fundurinn álftur tillögumenn lýsa fullkominni fákunnáttu um búnaðarhætti og fslenzkt þjóðlíf, en telur jafnframt skaðlegt, ef slíkar firrur mættu verða til þess að slá ryki f augu annarra, er svipaða þekkingu hafa á búskap. Gunnar Thoroddsen Lóðað á síld a austurmiðuoi Vélbáturinn Gnðrún Þorkels- dóttir lóðaði í gær á sfld suð- austur af Seley. Lóðaðl hún á nokkrar torfur á 25 föðmum og upp í fimm. Báturinn var á leið til Noregs, er þetta gerðist. Tilkynnti hann þetta um talstöð sína. Eigandi bátsins Aðalsteinn Jónsson útgm. á Eskifirði, sem Víslr leitaði frétta hjá í morg- un um þetta, tjáði blaðinu, að 2—3 bátar biðu reiðubúnir til þess að kanna þetta frekar, en eins og stæði væri bræla á mið- unum. SAS reynir nú að kúga Finnair Aftonblaðið, málgagn sænska sósialdemokrataflokksins réðist fyr ir nokkru heiftarlega á SAS flug- félagið vegna þess að SAS hefur fengið því framgengt, að finnska flugfél. Finnalr hefur orðiðaðhætta áætlunarflugi milli Gautaborgar og London. Rita norsk blöð einnig mjög um málið. Það er þannig vaxið að Finnair byrjaði flug miili Gautaborgar og I.ondon eftir að SAS hafði hætt við áætlunarflug á þeirri leið og ékki talið það borga sig. En brátt fékk Finnair ekki leyfi til þéss að fljúga nema á þeim dögum sem fæstir voru farþegarnir og svo kom að þvi að félaginu var bannað að taka farþega í Gautaborg. Segja Norðurlandablöðin að þessar að- farir minni mjög á aðferðir SAS gegn Loftleiðum. Það átti að banna Loftleiðum að lenda í Svíþjóð, en niðurstaðan á því varð önnur en SAS ætlaði. SAS heldur áfram, segir Afton- blaðið, að standa vörð um frelsi loftsins, en það er frelsi frá óþægi legri samkeppni í þess augum. En SAS fær líka að kenna á svipuðum aðferðum og minnir blaðið á að spönsk yfirvöld hafa útilokað félag ið frá leiguflugi til Spánar. Þyki mönnum þær aðgerðir óréttlátar þá er það ekki vegna neinnar sam úðar með SAS segir blaðið /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.