Vísir - 18.05.1965, Síða 4

Vísir - 18.05.1965, Síða 4
V f S IR . Þriðjudagur 18. maí 1965 sœ*smga TVM'ikið er rætt um alumin- verksmiðju, eða alumin- bræðslu eins og ég sé í blöðum að það er oftast nefnt. f þeim umræðum er alltaf talað um þaÖ sem sjálfsagt að verksmiðj- an verði, ef til kemur, staðsett að Straumi sunnan Hafnar- fjarðar. Þar verði byggð höfn sem vitanlega kostar tugi millj. — hefi heyrt nefnt allt að 100 millj. króna. En hvers vegna það, bvers vegna að byggja nýja höfn ffcé grunni fyrir athafnir verksmiðjunnar? Væri ekki meira vit í því að leggja þessa upphæð og jafnvel meira til í áfram*»aldandi hafnarmannvirki t. d. í Þorlákshöfn, og staðsetja verksmiðjuna þar. Fæ ég ekki séð að neitt verulegt mæli því á móti, nema ef væri ósk þeirra sem verksmiðjunni eiga að stjórna að eiga sem skemmstan veg f kvikmyndahúsin og hana- stélsveizlurnar í Reykjavík. En þurfa ísl. samningsaðilar og stjórnarvöld að fara að slíku? Hafskipahöfn verður að koma í Þorlákshöfn, þótt þau mistök hafi verið gerð að miða það sem búið er að gera á þeim stað meira við bátahöfn en hafskipta höfn, og stórspilla með því eðli- legu fyrirkomulagi væntanlegrar hafskipahafnar á staðnum. Um í Þorlákshöfn eru miklar framkvæmdir í gangi við hafnargerðina. Hér er hluti af steypustöðinni. Því ekki Þorlákshöfn? hundrað milljóna framkvæmdir við hafnargerð í Þorlákshöfn til viðbótar því sem þar er búið að gera, og til leiðréttingar á hafr,- argerðinni þar, með þarfir aluminverksmiðjunnar fyrir aug um, myndi verða stórt spor og átak í áttina til þess sem verða þarf á þessum stað. Heyrt hefi ég að staðarvalið að Straumi sé meðal annars miðað við að umhverfis Straum sé gróðursnautt land, svo að þar sé engum gróðri að eyða þótt illan fnykur frá bræðsluofnum "lé'g'éí á land upp.' Sánfihst ságna ér nú ekki gröðrinum fyrir að fara umhverfis Þorláks^öfp — því er nú miður, en hitt er að- alatriðið að við þann vind- belging sem alla iafna og svo að segja alls staðar, er hér við ströndina er hættan á gróður skemmdum harla lítil í sam- bandi við aluminverksmiðju. Norðmenn velja hinni stærstu nýju aluminverksmiðju, sem bar er að rísa, stað á eyjunni Körmt úti við opið haf, einmitt vegna hafvindanna sem leika þar um láð. En gróðursælt er á Körmt ekki vantar það. T/'era má að það verði talið ’ fram Straumi til framdrátt- ar að þá þurfi ekki að byggja yfir verkamenn, þeir komi frá Njarðvíkum, Hafnarfirði, Kópa- vogi og Reykjavík. Skamm- dræg rök eru það. Þarf ekki að byggja yfir vaxandi fólksfjölda á þessum slóðum, og væri nokkur skaði skeður þótt í þess stað eða jafnframt væri byggt yfir eitt til tvö hundruð fjöl- ■skyldur austan fjalls? Fæ ég ekki séð að það væri misráðið. ' Og það má ve aka mönnum til vinnu í Þorlákshöfn — verk- smiðju þar — frá Hveragerði og Selfossi, jafnvel frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Slíkt er engin fjarstæða né frágangssök, fjarri því, það er aðeins í samræmi við þáð sem tíðkast við stór- iðju víða erlendis, að aka verkamönnum alllanga leið að og frá vinnu í stað þess að kúldra þeim saman í verk- smiðjuhverfi. Sjá leiðandi menn ekkert at- hugavert við að eyða 100 millj. króna í nýja höfn við Faxaflóa á meðan hafnarmannvirki í Þorlákshöfn og sömuleiðis í Njarðvík eru minna en hálfgerð, og fé skortir til að vinna þar að. Ef það er eitthvert sáluhjálpar- atriði að alúminverksmiðan þurfi endilega að vera við Faxaflóa, mætti þá ekki stað- setja hana í eða við Njarðvík og stórauka hafnarmannvirki þar? Fjarstæða er að halda því fram að alúminverksmiðjan þurfi og eigi að vera stórveldi fit af fyrir sig, rfki í ríkinu, með ■•sína eigin höfn o. s. frv. Ef slíku er haldið fram sem nauðsyn skal mig ekki undra þótt tvær grím- ur renni á margan íslending um réttmæti þess að hleypa erlend- um mönnum inn í landið með slíkan rekstur. Nei, sem betur fer eru það falsrök að verksmiðjan þurfi að vera sér um höfn, og sem eins konar herstöðvar innan íslenzka ríkisins. Ekki veit ég betur en að ein kunnasta alúmínverk- smiðja Noregs sé í jaðri gamals og huggulegs þorps, Heyangurs í Sogni, sem hluti byggingarinn ar. Hitt er annáð mál að gróð- hefir verksmiðjan skemmt róð- ur, upp um fjöllin, enda er þorpið Heyangur inni í þröng um firði sem luktur er háum fjöllum, og þar eru svo mikil staðviðri að nær aldrei blaktir , hár á höfði. t'g hygg að flest mæli með því að staðsetja alúmfnverk smiðjuna, ef til kemur, í Þor- lákshöfn og lofa auðhringnum svissneska að spíta duglega f hafpargerðina þar til þess að hafa greiðan aðgang að eigin bryggju. í Þorlákshöfn mun and varinn leika nógu vel um reyk- háfana svo ekki verði á betra kosið. Austmaður. Hreinn og þurr að utan en fúinn innanfrá Bent á hættu við slöngubáta Fyrir nokkru var skýrt frá því í tilkynningu frá Skipa- skoðun ríkisins, að vissir slöngubátar sem fólk notar til skemmtiferða séu ekki eins ör- uggir og álitið hafi verið, þar sem komið hafi í ljós að fúi hafi getað myndazt í þeim. ,Var skýrt frá í tilkynningunni um leið ,og fólk var varað við þessu, að sá atburður hefði gerzt nýlega að maður nokkur var að fara út á stöðuvatn með fjölskyldu sinni, én þegar hann var að dæla upp slöngubát sinn hafi hann allt í einu sprungið. þegar komið var út á vatnið. Blaðið hefur nú leitað uppi mann þann sem þetta kom fyrir. Hann heitir Bjarni Kristjánsson og er vélaverkfræðingur. Hann sagði að þetta hefði komið fyr- ir, þegar hann var að fara í avv.i-v- ... fyrsta skipti með tveimur börn- um sínum rétt undir fermingar- aldri út á bátnum og ætluðu þau að sigla á Kleifarvatni. — Bát þennan er ég búinn að nota í þrjú sumur til að leika mér með fjölskyldu minni á honum. Þeir eru skemmtilegir til síns brúks, fer afar lítið fyrir þeim svo auðvelt er að koma þeim fyrir í farangurs- geymslu bíla. Þennan bát hafði ég geymt vel og vandlega á þurrum stað í stofuhita og leit hann ágætlega út að utanverðu. Svo komum við þarna að Kleifarvatni og ég dældi bátinn út. Fórum við síðan einn hring á honum út á vatnið. Mér fannst hann samt vera eitthvað linur svo að ég sneri aftur að landi til að bæta við hann. En þá hafði ég ekki dælt nema eitt- hvað tvisvar í hann, þá sprakk hann pg bæði hólfin í honum fóru í einu, slönguhringurinn og botninn við það að milligerðin á milli þeirra fór. Þannig varð ekkert úr skemmtuninni þennan dag, en það sem verra var, það var um- hugsunin um það, hvérnig farið liefði ef báturinn hefði sprung- ið þegar við vorum úti á vatn- inu og þar þrátt fyrir það að við höfðum öll björgunarvesti. því að vatnið í Kleifarvatni er ákaflega kalt. Og hugsunin um það ennfremur að ef ég hefði pumpað e.t.v. einu sinni oftar í bátinn í fyrstunni, að þá hefði þetta einmitt gerzt úti á vatn- inu, því að svo mjóu virtist hafa munað með þetta. Svo ég fór til Skipaskoðunar- innar og benti henni á þessa hættu, ég áleit það skyldu mína, maður myndi ekki sofa rólega, ef það gerðist s vo um næstu helgi, einhver annar bátur springi og þá e.t.v. úti á vatni eða sjó, En allmargir munu nú eiga þsssa báta, þvf að þeir hafa þótt skemmtilegir og eftirsókn- arverðir. líg hef m. a. séð stráka á svona bát á Skerjafirðinum úti undir skerjum. Nú þegar við skoðuðum bát- inn kom í ljós að efnið var fún- að að innanverðu. Þessi tegund af bát sem ég átti kallast Tuff og mun vera eini eða annar af tveimur rauðum slöngubátum sem hér hafa fengizt. Ég þykist geta gert mér grein fyrir, hvernig þetta atvikast að þessi fúi kemur í slíka slöngu- báta. Maður dælir lofti f bátinn, það kólnar á vatninu svo raki myndast í þvf. Síðan sezt rak- inn í ógúmmíborinn dúk sem er innan í bátnum og situr þarna innan í þangað til rotnunin og fúinn fer af stað. Að utanverðu er báturinn alveg eins og nýr, hreinn og þurr og maður á sízt af öllu von á því að hann geti sprungið. 1 þvf liggur einmitt hættan og þess vegna hef ég talið mér skylt að benda fólki á þetta. BLOMABUÐIN DÖGG Álfhcimum6, Rcykjavík Sími 33978.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.