Vísir - 18.05.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 18.05.1965, Blaðsíða 5
V 1 S IR . Þriðjudagur 18. maí 1965. 5 útlönd í morgun útlönd í inorgmn útlönd í morgún y útlönd í rnorgmi ÞýzkalandsheimsóknBretadrottning■ ar hafín—Stendur 11 daga Elisabet Bretadrottning leggur i af stað í dag í heimsókn sína til Vestur-Þýzkalands, en um þessa heimsókn, sem á að standa 11 daga, risu miklar deilur og m.a. kom fram kvíði í Bretland’i varðandi öryggi drottningar, einkanlega er hún kemur til Vestur-Berlínar, en úr kvíða manna virðist hafa dregið upp á síðkastið, enda berast fréttir frá Þýzkalandi um miklar öryggis- ráðstafanir, og um feikna viðbúnað annan til þess að gera he'imsókn drottningar ánægjulega og eftir- minnilega, en þetta er fyrsta heim- sókn brezks þjóðhöfðingja til Þýzkalands í hálfa öld, að því er sagt var í brezka útvarpinu. Til marks um hve mikla áherzlu Bonnstjómin leggur á, að viðtök- urnar verði í alla staði sem veg- legastar, er að sjálfur ríkisforset- inn, herra Liibke hefir persónulega kynnt sér undirbúninginn £ mörg- um bæjum, þar sem drottningin kemur, með því að fara sjálfur á vettvang. Hvarvetna þar sem drottningin kemur verður allt fánum og blóm- um prýtt Yfir 1000 fréttamenn frá útvarpi og blöðum em komnir til Vestur- Þýzkalands. Sprenging í námu í gær varð mikil sprenging i námu í jörðu niðri i Rondadalnum i Wales, að líkindum vegna gas- myndunar. 31 námumaður fórst, en 13 vom fluttir £ sjúkrahús vegna meiðsla. Alls voru 80 menn niðri í nám- unni, er sprengingin varð. Þegar fréttin var send var enginn eftir í henni. Námumálaráðherrann er farinn til Wales til þess að kynna sér ör- yggið í námunni og til þess að votta aðstandendum samúð. Elisabet Bretadrottning Enn barizt í Santo Domingo Fyrir skömmu varð mesta manntjón af völdum snjóflóðs sem sögur fara af í Þýzkalandi, en það hrundi úr Zugspitze-fjalli f Bayern, lenti á gistihúsi og vögnum strenglestar, sem flutti skíðafólk. Myndin er frá björgunarstarfinu. Undangengna 3 daga hefir verið barizt i Santo Domingo og jafnvel fallbyssur og skriðdrekar verið í notkun. _ v, j lið Lveggja ríkisstjórna, /tog „veitir ýmsum fyrradag var sagt, að lið Caamano ofursta væri búið að umkringja lið Wessins, aðalmanns hinnar stjómarinnar, en svo var sagt frá framsókn hins síðarnefnda. Úrslit em ekki fengin og hvorug 1. Þotur Pan American eru fullkomnustu farartæki, sem völ er á milli íslands og annarra landa. 2. Þotur Pan American fljúga til 114 borga í 86 löndum heims. 3. Hinar vinsælu 21 dags ferðir Pan American til New York kosta aðeins 8044,00 krónur báðar leiðir. — Farið er frá Keflávík kl. 7 að kvöldi og komið til New Yórk k!. 8:40 , sama kvöld. 4. Með þotum Pan American getið þér valið milli fyrsta far- rýmis og „tourista" farrýmis. Við bjóðum yður vandaða ferðaþjónustu. Látið okkur skipuleggja ferðir yðar — hvert sem farið er. WORLD WAYS AÐALUMBOÐ: G. HELGASON & MELSTEÐ H.F. Hafnarstræti 19 . Símar 10275, 11644 ríkisstjórnanna hefir fengið viður- kenningu annarra landa eða Sam- einuðu þjóðanna. Lið, hermenn og Iögregla frá Honduras og Costa Rica, er komið til Santo Domingo, á vegum Vest- urálfusamtakanna, og hefir nú Bandaríkjastjóm boðizt til þess að láta sitt lið verða hluta liðs þeirra og undir þess stjórn. Kaupfélög Borðbúnaður í gjafakössum, þrjár gerðir. Kökugafflar og teskeiðar í gjafakössum. Sósuskeið, ávaxtaskeið og pönnuköku- gaffall í gjafakassa. Búsáhöld og gjafavörur í úrvali. Björn G. Bjömsson, heildverzlun Skólavörðustíg 3 A III. hæð. Sími 21765. AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á SÖLUSKATTI Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í um- dæminu, sem enn skulda söluskatt I. árs- fjórðungs 1965, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnar- hvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 17. maí 1965. Sigurjón Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.