Vísir


Vísir - 18.05.1965, Qupperneq 9

Vísir - 18.05.1965, Qupperneq 9
V í S IR . Þriðjudagur 18. maí 1965. 9 Á fundi sem útvegsmenn og fiskframleiðendur héldu í s.l. mánuði flutti Guðmundur Jör- undsson útgerðarmaður ræðu þar sem hann ræddi m. a. um stækkun fiskiskipaflotans og þá stækkun fiskiskipanna sem orð- ið hefur á síðustu árum, en um leið þá erfiðleika sem við er að etja í sambandi við rekstur báta- flotans, sem stafar m. a. af stór- auknum kostnaði f sambandi við aukinn tækja og veiðarfærakost bátanna, en rekstrarlán til að mæta þessum mikla kostnaðí eru alis ónóg. Verður hér nú rakið ýmislegt úr ræðu Guðmundar, þar sem það gefur einkar glögga hug- mynd um rekstursaðstöðu út- vegsins. » Jörundur III, eign Guðmundar Jörundssonar, er eitt hinna nýju, stóru fiskiskipa. Smíði stærri fiskiskipa hefur ein forðað því að drægi verulega úr aflabrögðum og útflutningsframleiðslu Þörfin fyrir stærri skip. Hann minntist þess i upp- hafi að á árinu 1954 hefði verið gerð fyrsta tilraun með síldar- leitartæki í íslenzku fiskiskipi fyrir Norðurlandi. Tilraunin bar nokkurn árangur og leiddi til þess að hin merkilega tilraun með leitartæki og kraftblökk var gerð á m.s. Guðmundi Þórð- arsyni, skipstjóri Haraldur Ág- ústsson. Með henni urðu þátta- skil í veiðitækni íslendinga. Hinar breyttu veiðiaðferðir kölluðu á stærri og öðru vfsi byggð skip. Þurfti nú að nota stærri nætur með meira hlýi. kraftmeiri dekkspil, bátapall fyrir nætur og allt kallaði þetts ,á meira burðarþol og kjölfestu, ekki sízt þar sem sækjá þurfti aflann lengra á haf út á árstíma, þegar allra veðra var von. Útgerðarmenn fóru þvf að láta smíða miklu stærri skip en áður og var mjög mikið um skipakaup. Fyrir það hafa þeir mátt sæta nokkru ámæli og hefur þvf m.a. verið haldið fram að þetta hefði í för með sér eyðileggingu smáskipaflotans, þar sem ógerlegt yrði að manna eldri skipin, o. s. frv. Guðmundur sagði, að rejmslan hefði nú skorið úr um þetta. Það væri nú ljóst, að ef ekki hefði komið til hin mikla aukning bátaflotans og stækkun skip- anna, þá hefði aflinn og heildar- útflutningur þjóðarinnar orðið stórum minni en raun ber nú vitni. Því miður yrði að segja það, að þeir tæknilegu ráða- menn er um þessi mál hefðu fjallað hefðu ekki gert sér nægilega fljótt og vel grein fyrir þeirri tækniþróun, er átti sér stað við síldveiðarnar hér og voru þeir fremur mótfallnir kröfum útgerðarmanna og sjó- manna um stækkun fiskiskip- anna. Sem betur fer fengu þó sjónarmið útgerðarmanna og sjómanna að ráða. Úr ræðu Guð- mundur lörunds- sonur um vundu- múl sjúvurút- vegsins Þá vék Guðmundur Jörunds- son að útgerð og rekstrarkostn- aði þessara nýju, stærri skipa, en því miður er við mikla erfið- leika að etja í útgerð þeirra. Öhagstæð og ósann- gjöm hlutaskipti. Þar er fyrst og fremst að nefna hin óhagstæðu hlutaskipti hinna nýju skipa, þar sem út- gerðin verður að láta af hendi En útgerð þeirru útgerðurkostnuður til áhafnarinnar um 52 af hundr- aði alls aflans. Hefur ekki verið tekið tillit til þess, hvað út- gerðarkostnaðurinn hefur aukizt vegna dýrari veiðarfæra og fiskileitartækja. Það er álit manna er veiðiskipum þessum eru kunnugir að naumast sé hægt að gera ráð fyrir, að útgerð skipanna hafi möguleika til þess að standa straum af vöxtum og afborgunum lána, nema lag- færing fáist á hlutaskiptunum. Ef engin breyting verður í þess- um efnum í framtíðinni, þá má telja fullvíst, að samdráttur muni verða f síldveiðunum og útvegsmenn muni ekki geta fylgt eðlilegri tækniþróun sök- um fjárskorts. Þá vék ræðumaður að rekstr- arfjárskortinum sem er eitt af stærstu vandamálum útgerðar- innar. Rekstrarlán þau sem við- skiptabankamir veita, eru venju lega 100—300 þús. kr. eftir stærð skipa. Hrekkur sú upp- hæð ekki nema fyrir brýnustu nauðsynjum, svo sem úttekt á olíu, kosti og smærri viðgerð- um. Engin lánastofnun telur sér skylt að lána fé til kaupa á veiðarfærum. Gaf hann síðan dæmi um það, hve lftill hluti þessi rekstr- arlán væru af heildarrekstrar- kostnaði báianna. Rekstrarfé 6% af aflaverðmæti. Tökum sem dæmi bát af stærðinni 60—150 smálestir og sjáurr hve míkil verðmæti bát- urinn þarf að eiga bundin i veiðarfæmm árið um kring. Veiðarfærin sem hann þarf að eiga em þessi: Sumarsfldamót. þorskanetabúnaður, línuveiðar- færi, humartroll eða annar hlið- stæður veiðarfærabúnaður. Verðmælti þessara veiðarfæra mun nema iy2 milljón króna. Aflaverðmætið sem þessi bátur skilar að landi, ef útgerð hans er f góðu lagi nemur um 5 milljónum króna. En rekstrar- lánin sem báturinn fær á árinu er aðeins tvisvar sinnum 150 þús. kr. eða 300 þús. kr. sam- tals. Það em um 6% af afla- : óaa ■Bnm, yiaar. ■ er hætta buin ðs fií Tí'i'. , jjshtórr og úhogstæðra verðmætinu sem báturinn fær f rekstrarfé. Dæmi um stærri báta er hlið- stætt, af bát sem er 150—300 smálestir. Veiðarfæri hans eru: Sumar- herpinót, vetramót, þorskanót og jafnvel loðnunót. Verðmæti þessara veiðarfæra er 3—31/2 milljón króna. Aflaverðmæti bátsins, ef allt gengur vel er um 10 milljónir króna á ári. Hann fær að rekstrarláni tvisvar sinn- um 300 þús. kr. eða 600 þús. kr. samtals á ári. Verður því hlutfallið þar hið sama, rekstrar lánið er um 6% af aflaverð- mætinu. Úr þessu verður að bæta hið bráðasta og hækka rekstrarlán- in til samræmis við þær verð- hækkanir, sem átt hafa sér stað f útgerð skipanna. Auknar byrðar. Ræðumaður rakti síðan ýms- ar fleiri byrðar og útgjaldaaukn- ingu sem kæmi mjög hart niður á útgerðinni. Hann nefndi m. a. júní-samkomulagið f fyrra, sem hefði orðið fiskframleiðendum þyngra f skauti en öðmm vinnu veitendum, sem aðstöðu höfðu til þess að velta byrðunum yfir á herðar annarra. Þá nefndi hann breytingu sem gerð var á sjómannalögunum veturinn 1963 sem var á þá léið, að sjúkratfmi sjómanna á fullum launum var lengdur í 1—3 mán- uði. Lagabreyting þessi hefur komið mjög harkalega niður á útgerð þeirra skipa, sem greiða öll launin í hundraðshluta ai aflanum til áhafnarinnar. Hefur þetta hlaupið á tugum og jafn- vel hundruðum þúsunda króna í útgiöldum fyrir sum útgerðar- félög. Svo stórvægilegar geta þessar greiðslur orðið að ef t. d. skipstjóri og 1. vélstjóri veiktust í byrjun vertíðar á góðu síldveiðiskipi og yrðu frá verkum alla vertíðina, svo ráða þyrfti aðra menn í þeirra stað, þá gæti útgerð skipsins þurft að greiða í launum til þessara tveggja manna uppundir 1 mill- jón króna. Taldi hann að þetta hefði ekki verið tilgangur lag- anna, útgerðarmenn hefðu í >HSí hlutaskipta upphafi álitið að þetta skyldi greitt af fastakaupi eða kaup- tryggingu en ekki af hlutaskipt- Guðmundur Jörundsson 1% launaskatt er gekk f gildi s.l. sumar, er virtist í fljótu bragði ekki hafa veruleg út- gjöld f för með sér fyrir út- gerðarmenn fremur en aðra kaupgreiðendur. En við nánari athugun kom í ljós að skattur þessi skyldi reiknast af fullum aflahlut, en ekki af mánáðar- kauptryggingu eins og útvegs- menn höfðu álitið og miðað greiðslur sínar við. Það ber að vinna að því að þessu fáist breytt svo að ekki verði greitt af aflaprósentu heldur af kaup- tryggingu. Kostnaðarsöm bankaábyrgð. Meðal annarra atriða seni Guðmundur minntist á var sú kostnaðarsama bankaábyrgð sem útgerðarmenn verða að greiða vegna lántöku í sambandi við nýsmíði skipa. Útgerðar- menn verða að útvega erlent lán til skipakaupanna og kaupa bankaábyrgð af viðskiptabanka sínum sem kostar 1% á ári af allri skuldinni. Hér er um mjög háan útgjaldalið að ræða. Tök- um t. d. bát sem fengið hefur 9 milljón króna lán. Hann kem- ur til með að greiða í banka- ábyrgð hvorki meira né minna -en 360 þúsund krónur í þessa 1 ^ bankaábyrgð á þeim 7 ár- um, sem lánið er að greiðast upp. Þörf áfram fyrir togarana. Að lokum minntist hann nokkrum orðum á þrengingar togaraútgerðarinnar, þar sem talað sé um það f almennu rabbi manna á meðal að réttast væri að leggja togaraútgerðina niður. Mörgum togaramönnum og útgerðarmönnum sem alið hafa nær allan aldur sinn við þá tegund útgerðar finnst mér mis- boðið við slík ummæli, því að þeir vita að þessi stórvirku at- vinnutæki voru meginstoðimar undir þeirri efnahagslegu vel- ferð, sem hófst hér fyrir 25 ár- um. Hann benti á það, að ná- grannaþjóðir okkar sem slfka útgerð hafa með höndum legðu nú kapp á að bæta hag togara- útgerðarinnar með hvers konar fyrirgreiðslu svo sem beinum fjárframlögum er nema um fjórðungi af kostnaðarverði nýrra skipa auk fastra dag- peninga á hvern úthaldsdag þeirra. Við íslendingar sem aðrar fiskveiðiþjóðir hljótum að skilja þýðingu jafn afkastamikilla at- vinnutækja fyrir land okkar og að ekki komi til greina að leggja niður þann útveg, þótt um tímabundna erfiðleika sé að ræða, þvf að f framtíðinni þurf- um við á togurum að halda, ekki sízt í sambandi við sókn á fjar- liggjandi mið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.