Vísir - 03.06.1965, Síða 1

Vísir - 03.06.1965, Síða 1
í gærkveldi, um hálfellefuleytið, urðu lögreglumenn varir við bifreið, sem ekið var suður Thor- valdsenstræti, í bága við umferðar- reglur og á fnóti umferðinni. Lög- reglan stöðvaði bifreiðina og fór með ökumanninn, sem virtist ung- ur að árum, svo og með fullorðinn mann, er sat við hlið hans f bíln- um, í lögreglustöðina. Við eftirgrennslan kom í Ijós, að pilturinn, sem ók, var aðeins 13 ára að aldri. En farþegi hans f bílnum var eigandi og umráða- maður bifreiðarinnar. Af eðlileg- um ástæðum taldi lögreglan líklegt að bíieigandinn væri drukkinn og hefði beðið drenginn af e’im sökum að aka bílnum fyrir sig. Var því farið með hann upp f heiisuvernd- arstöð og tekið af honum blóðsýn- ishorn, en sýnishornið gaf tij kynna að maðurinn hafði verið allsgáður og ekki bragðað dropa af áfengi. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni gaf bíleigandinn þá skýringu, að hann hefði áður um kvöldið verið á listsýningu<!) og orðið svo þreyttur að hann treystist ekki sjálfur til að aka bílnum. Fróðlegt væri að vita, hvaða list sýning þetta hafi verið. En hver svo sem listsýningin hefur verið, og hversu þreyttur og örmagna sýningargesturinn hefur verið telur lögreglan, að hann hefði átt að leita einhverra ann- arra ráða til að komast he'imtil sín en að fela 13 ára dreng stjórn farartækisins. «o- ssí hjá Færeyíngm um viðgerð íslenzkra fiskiskipa Eins og kemur fram í annarri frétt í blaðinu í dag var útgerð skipsins Steingrfms trölla að gera ítrekaðar tilraunir til að koma varastykki f skipið sem var í viðgerð úti í Færeyjum. Eigandi og útgerðarmaður skips ins er Aðalsteinn Jónsson út- gerðarmaður á Eskifirði, en blaðið átti f gær tal við fulltrúa hans Magnús Bjamason, og sýnir frásögn hans sem hér fer á eftir, hvílíkum erfiðleikum út- vegsmenn eiga í i sambandi við viðhald og viðgerðir á stærri bátunum hér. Er nú orðið slíkt ófremdarástand í þessu, að það er orðið mjög aðkallandi að gera einhverjar ráðstafanir til úrbóta. Magnús skýrði frá því, að þeir hefðu tekið það ráð að senda skipið til viðgerðar úti í Færeyjum, vegna þess hve örð- ugt væri að fá pláss fyrir skipið til viðgerðar hér á landi og lang ur biðtími. Það væri á tiltölu- Framh. á bls. 6 3. júní 1965. - 124. tbl. ERFIÐLEIKAR AÐ SKAPAST AF SAMGÖNGULEYSI VIÐ AUSTFIRDI Mjög miklir erfiðleikar hafa skapazt í samgöngum til Aust- fjarðahafna, þar sem atvinnulíf allt er að leysast úr vetrardróma og þegar er þar kviknað mikið lff f sambandi við síldarverksmiðjurn- ar og iðnað í kringum sfldina. Er þetta mjög bagalegt eins og gefur að skilja, því ýmis flutningur til verksmiðjanna verður að bíða og í sumum tilfellum stendur á hiutum til framkvæmda í verk- smiðjunum og þarf ekki að geta þess hve miklu fjárhagstjóni siíkt getur valdið. Næsta skipsferð austur er ekki fyrr en 19. júnf, eftir hálfa þriðju viku og margt getur komið fyrir á styttri tíma. Eins og stendur er sjóieiðin eina leiðin til að koma vörum til hafna á Austfjörðum. Bílvegurinn er enn ófær vegna aurbleytu og hefur vegamálastjórnin orðið að tak- marka umferð og banna öðrum en jeppabílum umferð yfir Möðrudals- öræfi, en takmarkað öxulþungann við 4 tonn í Vatnsskarði, Fjarðar- heiði og á Vopnafjarðarvegi. Ástand vega þarna er annars mjög svipað og vant er á þessum árs- tima, en ef vel viðrar eystra næstu daga er ekki langt að bíða þess að vegir opnist þyngri bílum og mundi það jafnframt sfórbæta.sam- göngurnar við Austfirði. Flugsam- göngur eru nokkrar við Austfirði, frá Flugfélaginu til Egilsstaða og frá Flugsýn til Neskaupstaðar, en gallinn er sá að flugvélarnar geta ekki tekið nema takmarkað af vör- um á þessa staði og ekki mjög þung eða stór stykki. Guðjón Teitsson sagði Vísi í viðtali í gær að Ríkisskip hefði þó farið þrjár ferðir á Austfjarðahafn- ir með vörur síðustu dagana, en álagið væri mikið á skipunum. Sagði hann að þar kæmi þrennt til. Fyrst hinar mikiu framkvæmd- ir á Austfjörðum, þá hræðsla kaupmanna við verkfall og væru þeir nú að birgja sig upp af vörum og loks truflanir vegna íssins í vetur, a.m.k. við sumar hafnirnar. Hins vegar hefðu aðrar hafnir not- Framh. á bis. 6 KOMIH Hægviðri og sumar um alSt land í morgun Það hefur mátt sjá grasið spreAa undanfarna daga hér á Suovesturlandinu, gróðrarilm ur fyilir loftið og regnskúrir hafa gengið yfir. Blaðið hafði samband við Pái Bergþórsson, veðurfræðing f morgun, sem sagði að hægviðri væri um allt land, skúrir á vestanverðu landinu en víða iéttskýjað fyrir austan. Mestur hiti á landinu kl. 9 í morgun var á Egilsstöð um þar var hitinn 13 stig og í lágsveitum austanvert á land- inu komst hitamælirinn hverg’i niður fyrir 7 stiga hita. 1 Jökul heimum var sem vænta mátti kaldast en þar var 5 st'iga hiti. Fer nú heldur betur að vænk ast um gróðurinn fyrir norðan, en spretta hefur verið sein vegna ísanna, á Akureyri í gær komst hitinn upp í 17 stig, þeg Framh. á bls. 6. Efri myndin er af skipherra og skipshöfn Þórs við vörpuna og neðri myndin af höggnum togvírunum. SUÐUR Varðskipið Þór kom með botnvörpuna af Aldershot til Reykjavikur kl. 8 í morgun. Skipið liggur nú við bryggju iandhelgisgæzlunnar hjá Ingóifs garði með sönnunargagnið inn anborðs. Trollið lá á fremra þilfari bakborðsmegin. Skip- verjar komu til Vísismanna, þegar þeir stigu um borð. Skip | herrann, Jón Jónsson, stóð l uppi í iyftingu — hann haf’ði / verið forfallaður í eltingaleikn > urn fræga við Aldershot, en 1 Guðmundur T' æmested verið t fenginn til að leysa hann af í / þeirri ferð. Höskuidur Skarp- S héðinsson, I. stýrimaður, j Framh. á bls. 6 í BLAÐIÐ I DAG BIs. 3 Myndsjá frá sjóstangaveiði. — 7- Gunnar Gunnars- son skrifar um •handritin. — 8 Viðtal við Keith Grant. — 9 íslandsvinir i Sviss. — 10 Talað við Urs Wagner.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.