Vísir - 03.06.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 03.06.1965, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 3. júní 1965. m \ "¦:'.;A™C" — Hvað eru margir komnir á hjá ykkur? „íslendingur" lónar út úr þokunni á miðunum út af Garð- ikaga og stangaveiðimenn skiptast á fréttum um aflabrögðin. AiþjóBlega sjóstangaveiBi- mótiB haldiB um helgina — I veiðiför með Jóni Biarnasyni TJm næstu helgi, hvítasunn- una, fer fram alþjóðlegt stangaveiðimót og verður það að þessu sinni háð frá Kcflavik. Er þetta f jölmennasta sjóstanga veiðimótið sem hér hefur verið haldið og verða keppendur alls um 80 talsins, frá 5 þjóðum, m. a. koma keppendur frá Frakklandi og Bretlandi. Formaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, Birgir Jóhannsson tannlæknir skýrði Vfsi svo frá í gær að frá Reykjavfk,myndu 11 sveitir taka' þátt íkeppninní þar af éin kvenhasveit. : Akui| eyringar sendu nú í 'fyrstá skipti sveit til keppninnar, 3 talsins, sem gera sér góðar sig- urvonir. Þá keppa tvær sveitir úr Keflavík. Mótið verður sett með viðhöfn i Chief's Club á Keflavíkurvelli á föstudags- kvöldið, en þar dveljast þátttak Halldór Bjarnason skipstjóri lyftir vænum steinbít ti! lofts á gogg- skafti. Steinbíturinn hefur læst tönnunum um skaftið og hyggst hvergi láta undan. endur meðan á mótinu stendur. Síðan verður haldið á miðin á láagardágsmórgun kl. 10 f.h. i<jg«í''ístehdur • mótið laugardag, sunnudag og jafnan lagt upp kl. 10 f.h. Farið verður á 12 bátum til keppninnar, en þeir eru 15—40 tonn að stærð. Mót- inu lýkur siðan með fagnaði f Chief's Club á mánudagskvöld- ið. Þar verða afhent verðlaun fyrir beztu frammistöðuna á mótinu. Jafnan , hafa verið sett heimsmet í sjóstangaveiðum á þessum mótum, þar sem hér við land er meiri fiskur en víðast hvar annars staðar þar sem sjó- stangaveiðikeppnir fara fram, en sjóstangaveiði er iðkuð í flestum löndum Evrópu m. a. mjög á Norðurlöndum. Má bú- ast við harðri og skemmtilegri keppni f þessari tiltölulega nýju en yinsælu íþrótt hér á landi. T^réttamenn Vísis brugðu sér i róður á uppstigningardag með nokkrum félagsmönnum úr Sjóstangaveiðifélagi Reykjavfk- ur, sem farinn var til undirbún- ings keppninni. Lagt var af stað í bítið með Jðni Bjarna- syni, 40 tönna bát héðan úr Reykjavfk. Skipstjórinn var Halldór Bjarnason, eigandi báts ins, sem margar ferðir hefur farið með sjóstangaveiðimenn á undanförnum árum, og bregzt ekki, að Halldór veit hvar fisk- inn er að finna. Með í förinni voru ýmsir kunnustu sjóstanga- veiðimenn landsins, m. a. Guð- mundur Ólafsson, Gylfi Hinriks- son og Halldór Snorrason. Þoka var ýfir, þegar lagt var upp og stefna tekin í vestur út á flóann en bezta veður og blakti ekki hár á höfði. Siglt var í rúma tvo tíma og fengu sjóstangaveiðimenn og blaða- menn sér morgunkaffið á með- . an á siglingunni stóð niðri í lukar, skeggræddu menn um veiðihorfur og sögðu stanga- ¦¦¦¦¦¦¦BHaMBm Hér standa veiðimennirnir hlið við hlið við borðstokkinn á Jóni Bjarna- syni og draga fiskinn hver í kapp við annan. Jafnán var fiskur á hjá einhverjum þeirra. veiðimenn sögur af fyrri ferð- um á þessar slóðir. Svo var allt í einu vélin stöðvuð og kallað úr brúnni að lóðað hefði verið á fisk. Varð þá heldur en ekki handagangur í öskjunni, steng- ur voru þrifnar, síld beitt á þá þrjá öngla, sem leyfilegt er að hafa í sjó, og lfnunni rennt í sjó. Við vorum staddir á um 20 faðma dýpi og rennt var niður undir botn, þar sem þorsk urinn og ufsinn halda sig. Ekki leið nema andartak þar til veið- in hófst og nokkrir vænir þorsk Framh. á bls, 4 Guðmundur Ólafsson forstjóri, einn fengsælasti sjóstangaveiðimaður- inn innbyrðir einn gulan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.