Vísir - 03.06.1965, Page 3

Vísir - 03.06.1965, Page 3
V1 S IR . Fimmtudagur 3. júní 1965, 3 — Hvað eru margir komnir á hjá ykkur? „íslendingur“ lónar út úr þokunni á miðunum út af Garð' skaga og stangaveiðimenn skiptast á fréttum um aflabrögðin. Alþjóðlega sjóstangaveiði- mótið haldið um helgina — I veiðiför með Jóni Bjarnasyni T Im næstu helgi, hvítasunn- una, fer fram alþjóðlegt stangaveiðiniót og verður það að þessu sinni háð frá Keflavík. Er þetta fjölmennasta sjóstanga veiðimótið sem hér hefur verið haldið og verða keppendur alls um 80 talsins, frá 5 þjóðum, m. a. koma keppendur frá Frakklandi og Bretlandi. Formaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, Birgir Jóhannsson tannlæknir skýrði Vísi svo frá í gær að frá Reykjavík myndu 11 sveitir taka þátt í keppninnf, þar af ein kvennasveit. AkuiÍ eyringar sendu nú í fyrsta skipti sveit til keppninnar, 3 talsins, sem gera sér góðar sig- urvonir. Þá keppa tvær sveitir úr Keflavík. Mótið verður sett með viðhöfn í Chief’s Club á Keflavíkurvelli á föstudags- kvöldið, en þar dveljast þátttak Halldór Bjarnason skipstjóri lyftir vænum steinbít ti! lofts á gogg- skafti. Steinbíturinn hefur læst tönnunum um skaftið og hyggst hvergi láta undan. endur meðan á mótinu stendur. Síðan verður haldið á miðin á langa'rdagsínórgun kl. 10 f. h. og'ii'stendur mótið laugardag, sunnudag og jafnan lagt upp kl. 10 f. h. Farið verður á 12 bátum til keppninnar, en þeir eru 15—40 tonn að stærð. Mót- inu lýkur síðan með fagnaði í Chief’s Club á mánudagskvöld- ið. Þar verða afhent verðlaun fyrir beztu frammistöðuna á mótinu. Jafnan hafa verið sett heimsmet í sjóstangaveiðum á þessum mótum, þar sem hér við land er meiri fiskur en víðast hvar annars staðar þar sem sjó- stangaveiðikeppnir fara fram, en sjóstangaveiði er iðkuð í flestum löndum Evrópu m. a. mjög á Norðurlöndum. Má bú- ast við harðri og skemmtilegri keppni I þessari tiltölulega nýju en vinsælu íþrótt hér á landi. Jpréttamenn Vísis brugðu sér í róður á uppstigningardag með nokkrum félagsmönnum úr Sjóstangaveiðifélagi Reykjavík- ur, sem farinn var til undirbún- ings keppninni. Lagt var af stað í bítið með Jóni Bjama- syni, 40 tonna bát héðan úr Reykjavík. Skipstjórinn var Halldór Bjamason, eigandi báts ins, sem margar ferðir hefur farið með sjóstangaveiðimenn á undanförnum árum, og bregzt ekki, að Halldór veit hvar fisk- inn er að finna. Með i förinni voru ýmsir kunnustu sjóstanga- veiðimenn landsins, m. a. Guð- mundur Olafsson, Gylfi Hinriks- son og Halldór Snorrason. Þoka var ýfir, þegar lagt var upp og stefna tekin í vestur út á flóann en bezta veður og blakti ekki hár á höfði. Siglt var I rúma tvo tíma og fengu sjóstangaveiðimenn og blaða- menn sér morgunkaffið á með- an á siglingunni stóð niðri í lúkar, skeggræddu menn um veiðihorfur og sögðu stanga- Hér standa veiðimennirnir hlið við hlið við borðstokkinn á Jóni Bjarna- syni og draga fiskinn hver í kapp við annan. Jafnan var fiskur á hjá einhverjum þeirra. Framh. á bls. 4 veiðimenn sögur af fyrri ferð- um á þessar slóðir. Svo var allt í einu vélin stöðvuð og kallað úr brúnni að lóðað hefði verið á fisk. Varð þá heldur en ekki handagangur í öskjunni, steng- ur voru þrifnar, síld beitt á þá þrjá öngla, sem leyfilegt er að hafa 1 sjó, og línunni rennt í sjó. Við vorum staddir á um 20 faðma dýpi og rennt var niður undir botn, þar sem þorsk urinn og ufsinn halda sig. Ekki leið nema andartak þar til veið- in hófst og nokkrir vænir þorsk Guðmundur Ólafsson forstjóri, einn fengsælasti sjóstangaveiðimaður- inn innbyrðir einn gulan.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.