Vísir - 03.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 03.06.1965, Blaðsíða 4
A •■rmff' y i i í V í S I R íslandsvinir — Fratnh. af bls. 9. ar heitír Hans Nick og á heima 1 Zörkát. Fyrir nokkrum árum fecflaflM hann um Noreg og fór þaðaa til Spitzbergen. Þá tók hana kvikmynd, sem hlaut gull- verClann f kvikmyndasamkeppni í Swss, en mér var sagt að ísfandskvikmynd hans væri þó mnn betri. Ég bittí Hans Nick af tilviljun á götn í Reykjavfk sumarið 1960. Hann var þá í mánaðar- íetð nm Island, ferðaðist f eigin bffireið og kvikmyndaði af kappi. Hann hafði f það skipti ljót orð nm farartækið sitt. Það var reyndar lúxus-bifreið, sex marma, af nýjustu gerð. En úr henni sá hann ekkert af því ís- landi, sem hann langaði mest að sjá — auðnimar, hið sanna ístend. Hann varð að þræða akvegina, og komst meira að segja iíla eftir þeim. Vorið 1963 var Hans Nick aftur kominn til íslands og þá með splunkunýjan Landrover (stærri gerðina) sem hann hafði keypt og látið útbúa sérstaklega til íslandsfararinnar. Þakinu á bflnum var lyft upp og í því voru rúm fyrir tvo til að sofa í á nætumar. 1 bílnum var inn- réttað eldh., með vaski, vatns- geymi og góðum matargeymsl- um. Einnig kæðaskápur. Þrátt fyrir þetta vom rúmgóð sæti fyrir þrjá menn, auk ökumanns f bifreiðinni. Með einu vetfangi var framsætunum snúið við og matborði komið fyrir milli sæt- anna. Þar var matazt þegar hungrið svarf að. Með þessu farartæki ferðaðist Hans Nick um ísland þvert og endilangt í átta eða tíu vikur samtals, og taldi sig þó hafa dvalið hér of stutt. Hann fór um mestu auðnir landsins, inn í Ódáðahraun, yfir þveran Sprengisand og Kjöl, um alla Austfirði og suður á Breiða- merkursand, um allt Suður- land austur, að Lómagnúp, Norðurland þvert og endilangt, Snæfellsnes og víðar. Hrifnastur var hann af Landmannalaugum. Hann sagði að það væri ein- stæður blettur á jörðinni og þar dvaldi hann í heila viku. Þegar ég skildi við Hans Nick f septemberbyrjun 1963 sagði hann að sig vantaði aðeins eldgos til að fullkomna íslands- mynd sína og bað mig að láta sig vita næst þegar slíkar nátt- úruhamfarir ættu sér stað. Þann 15. nóvember sama haust sendi ég honum stuttort skeyti: „Neðansjávargos við suður- ströndina. Komdu“. Klukkan að ' ganga 7 morguninn eftir var ég vakinn við mikinn djöflagang í sfmanum. Það var talsímasam- band við útlönd. Hans Nick frá Zilrich. Hann kvaðst myndi koma daginn eftir og bað mig að hafa flugvél og annað til reiðu. 1 þetta skipti dvaldi Hans Nick þó ekki nema 4 eða 5 daga, en hann var ánægður með árangurinn. Hann leigði sér flugvélar daglega út að Surtsey, stundum gisti hann í Vestmanna eyjum til að virða náttúruham- farimar fyrir sér þaðan, oftar þó f Reykjavfk. Þegar hann fór heim aftur sagðist hann vera fullkomlega hamingjusamur — hann þyrfti ekki að blygðast sfn fyrir Islandskvikmynd sfna úr þessu. Þessi kvikmynd er enn ekki fullgerð — en langt komin. Þeir sem hafa séð hajia, eða kafla úr henni, telja hana listaverk. Ég ætlaði að sjá hana þegar ég var á ferðinni f Sviss seint f apríl í vor, en þá var Hans Nick á skemmtiferð austur í Japan og enginn sem var þess umkominn að sýna mér listaverkið hans. En á heimili hans hitti ég fyrir móður hans og auk þess ferða- félaga hans héðan frá 1963. Þau sýndu mér líkan af háhýsi, 10—12 hæða, sem Hans Nick ætlar að byggja á landareign sinni í Zurich á næstunni. Það á að verða hótel. En einn sal- urinn í hótelinu verður helgður íslandi og kallaður ísland eða íslandssalur. Þar á að koma fyrir alls konar munum og minjagripum frá íslandi, hrauni og grjóti að heiman og íslenzk- ar myndir að skreyta veggina. Fritz Bachmann Einn góðan veðurdag þegar ég var á gangi eftir fjölfarinni götu í Ziirich rak ég auga í stóra auglýsingu þar sem stóð að Fritz BachmaniÍbkennari þar í borg myndi flytja þrjú erindi um ísland með skuggamyndum næstu daga á eftir. Ég efast um að nokkur Sviss- lendingur hafi fyrr eða síðar unnið jafn mikið að þvi að kynna ísland í ræðu og riti sem Fritz Bachmann. Hann sagði mér að hann hafi til þessa flutt rúmlega 50 erindi, flest eða öll með skuggamyndum, um ísland á undanförnum áratugi. Hann sagðist vera áð undirbúa er- indaflokk, samtals 10—12 er- indi, sem hann bjóst við að halda næsta vetur- f Zúrich, auk þess væri ákveðið að hann flytti erindi um ísland í útvarp- ið fyrir skólaæksu og e.t.v. ann- að útvarpserindi fyrir fullorðna. í vörzlum mínum á ég allma'rg- ar blaðaúrklippur eða tímarita- hefti með ritsmíðum Bachmanns um ísland. En þær efu' samt ekki það eina sem hann hefur skrifað um land okkar og þjóð. I fyrra keyptj eitt stærsta út- gáfufyrirtæki Sv'isslands, Rasch er & Co. í Zurizh þýðingar- og útgáfurétt á þýzku á hinni miklu og ágætu bók Samivells „L’or de L’Islande". Jafnframt fékk það Fritz Bachmann til að þýða hana úr frönsku og auka stórlega með löngum og ítarleg- um ritgerðum um nútíma ís- land, þróun þess og viðhorfum. Bókin kom á markaðinn um jólaleytið í fyrra og hlaut frá- bærar viðtökur bæði í Þýzka- landi og Sviss. Þótti hinn ágæt- ast’i bókarauki að köflum Bach- manns, en það viðfangsefni var ekki tekið til meðferðar í frönsku útgáfunni. Fritz Bachma.m .-agði mér. þegar ég hitti hann í Zurich á dögunum, að hann væri að vinna að doktorsritgerð um jarðfræðilega uppgötvu.n, sem hann hefur gert í Sviss. Þegar því verkefn; væri lokið kvaðst hann ætla að koma til Islands að nýju og þá að öllu forfalla- lausu skrifa sjálfstæða bók um ísland. • Gisela Landolt 1 fámennu þorpi mitt á milli Zurichborgar og þýzku landa- mæranna, sem Neerach heitir, situr gjafvaxta og fönguleg kona, Gisela Landolt að nafni. Landoltsnafnið er frægt um endilanga Sviss og langt út fyr- ir endamörk þess. vegna þess að Landoit, faðir Giselu er persónuleiki í svissneskri póli- tík og borgarstjóri í Zúrich, stærstu borg Svisslands. Þeirri stöðu hefur hann gegnt í heil- an áratug eða lengur og við frábærar vinsældir. Enda þótt Glsela væri borg- arstjóradóttir í stórborg réðist hún samt sem vinnukona til ís- lands og dvaldi hér í heilt ár. Hún lærði íslenzku þokkalega og bæð'i les hana og talar. Hún kynntist mörgu fóiki á meðan hún var hér og tók m.a. virkan þátt 1 skátahreyfingunni i Reykiavík. Hún tók ástfóstri við ísland og kom hingað á sl. sumri til að endúrnýja kynp'i sín við hina fórnu kunningja, svo og til að sjá meira af land- inu heldur en að hún hafði áð- ur gert. Heim'ili hennar í Neer- ach er að hálfu leyti íslenzkt, íslenzkar bækur í hillum, mynd ir að heiman á veggjum, gömul íslandskort og ýmiskonar minja gripir sem hún hefur ýmist keypt eða verið sendir að gjöf frá íslenzkum vinum og kunn- ingjúm. * éiðiom iuío Gisela Lá'nffolt ' hefðt i'hkTíaið ■erindi um ísland í heirri»látíidi sínu ■ og sýnt skuggamyndir í litum. En í fyrrahaust fól Kenn arasamband’ið svissneska henni að skipuleggja og undirbúa fyrstu hópferð svissneskra kenn ara til íslands dagana 16. júlí til 3ja ágúst í sumar. Sömuleið- is fól sambandið henni að skrifa upplýsingagrein um ísland og íslendinga í kynningarrit, sem það gefur út um ferðir sfnar. Þessi starfsemi Giselu Landolt hefur borið þann ágæta árang- ur að í apríllok var nærri full- sk'ipað í þessa ferð, sem kostar þó um 20 þús. ísl. krónur fyrir hvern þátttakenda. En slíkur skildingur þykir flestum Sviss- Iendingum hæsta mikill fyrir aðeins þr'iggja vikna sumarfri. 4 því haffc SvissJem’- inaar <*’•’<» efp.í, Einum Svisslendingi kvnntist ég sem dáðist að íslendingum fyrir það. að hafa fleygt sér út úr Klúbbnum í fyrrasumar. Fað ir þessa p'ilts er margfaldur milljóneri sem ekki veit aura sinna tal. Hann kostaði son sinn og tilvonandj tengdadóttur t’il íslandsferðar en láðist að byrgja þau upp með samkvæm- isfötum og hálsbindum. Siðasta kvöldið sem þau skötuhjúin voru í Reykiavík langaði þau að fara út að borða og fá sér snúning á eftir. Þeim var bent á ; Klúbbinn, En þar var piltinum fleygt út af því að hann hafði ekkert hálsbindið. „Islendingar hafa efni á að veita sér þennan munað“, sagðj pilturinn hlæj- andi við pabba sinn ,,en það höf um við Svisslendingar því mið- ur ekki“. Þorsteinn Jósepsson. Myndsjá — Ols t ar og ufsar þutu um sjóinn og höfnuðu á þilfarinu. Þannig gekk það koll af kolli, fiskur var kominn á krók nær sam- stundis og öngull var bleyttur og kapp var komið I fiskimenn hver flesta myndi draga, áður en aftur yrði haldið af stað á ný mið. í talstöðinni heyrðist í íslend- ingi, hinum bátnum, sem í för- inni var þennan morgun og lá nokkuð dýpra. Þar voru sagðar þær fréttir, að nóg ‘væri af ufs- anum, en heldur væri hann smár. I þokunni heyrðust vél- arskellir í handfærabátum Kefl- vikinga og. Reykvíkinga, sem þarna voru margir á þessum slóðum. Kvöldið áður hafði ver- ið þarna vitlaus fiskur og bát- arnir voru aftur komnir á mið- in. Tveir Keflvíkingar renndu sér upp að síðu Jóns Bjarna- sonar og spurðu um áttirnar. „Hvar er Garðskagi“ spurðu þeir og skimuðu út í þokuna. Áttavitinn hafði gleymzt heima. Halldór leysti greiðlega úr vand kvæðum handfærasjómanna og þeir tóku stefnu heim á leið undan vindi. Er á daginn leið fylltust körf- urnar spriklandi ufsa, feitum þorski og gljáandi ýsum og hér og hvar mátti sjá steinbít og löngu í kösinni. Synir Halldórs þrfr voru með í förinni, uppvax- andi. kátir sjómenn, sem ekki, , 3, júní 19?5. höfðu min.-'i áhuga \ veiðunum en heir, -era mrð stengurrar stóðu í höndum. Undir kvöldið var haldið heim á leið og rennt unp að brvggjunni við Hafnar- búðir er leið að miðnætti. — Ágætri för á þúsund ára gömul fiskimið var lokið — og von- andi reynast þeir félagar, sem þátt tðku í þessari veiðiför, fengsælir nú um helgina, þegar til alvörunnar kemur á mótinu í Keflavík. F' il ón i ust fyrir sumartímanum. Aðrir þingmenn lögðu hins vegar á- herzlu á það, að það væri skað! og skömm að vera að rokka til með klukkuna og ylli ýmiskonar le’iðindum og truflun. Eftir að Norðmenn hafa tekið rögg á sig í þessu er röðin kom in að íslendingum að kryfja það til mergjar, hvort þær á- stæður um sumartíma séu ekki svo veigalitlar, að við ættum líka að afnema sumartíma. ÞyrByr — Framh. af bls 2, norður til Disko. Var fulltrúi dönsku flugmálastjórnarinnar með í ferðinni til að kanna lend ingarstaði. Leiðin var 3600 km og var flugtími samtals 18 klst. Lent var á 19 stöðum. Menn halda, að flug þyril- vængjanna í Grænlandi muni valda feikilegri byltingu í sam- göngumálum landsins. Þess er getið sem dæmis, að nú séu menn marga daga að komast frá bænum Quidtliqssat í norð- urhluta landsins til höfuðstað-' arins Godthaab. Nú á ferðin ekki að taka nema 2 klst. í fyrra voru ferðamenn marga daga að komast frá Nanortalik til Julianehaab en báðir stað- irnir eru í Suður Greenlandi. Ferðin tók svo Iangan tíma vegna þess að firðir voru lagð- ir af ís. Með þyrilvængjunum tekur sama leið nú 10 mínútur. Blöð og tímarit Heima er bezt. Maíhefti þ. á. er komið út. Efni m. a.: Isavor eftir St. Std., þættir úr byggðasögu eftir Jón Sigurðsson, Landnámsþættir eft- ir S. B. Olsen, Þorgrímur Þórðar- son héraðslæknir eftir Hjalta Jónsson, Fjárskaðaveður eftir Benjamín Sigvaldason, Kári Sörli eftir Stefán Jónsson, ennfremur dægurlagaþáttur, framhaldssaga, ritfregnir, myndasaga o. fl. HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VERÐ KR. 100 Kaupið miða í happdrætti Sjálfstæðisflokksins úr hinum glæsilegu vinningsbílum í Austur- stræti. Þeir sem hafa fengið senda miða gerið skil í dag. r r DREGIÐ 16. JUNI ■Miá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.