Vísir - 03.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 03.06.1965, Blaðsíða 8
V í S I R iini LðSSf. VISIR Dtgefandi: BlaSaútgáfan VISIK Ritstjðri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Tharsteinson Fréttastjóran .Tónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjðrnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr. á mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Aukinn kaupmáttur launa gamningafundir standa nú yfir á hverjum degi og öll þjóðin bíður eftir tíðindum af þeim fundum. Flest- ir vonast til þess að samningar náist án þess að til verkfalla komi. Of mikið er í húfi. Nú stendur aðal bjargræðistíminn yfir og síldin veður þegar á miðun- um fyrir austan. Það væri meiri háttar ógæfa, ef verkföll lömuðu atvinnuvegina og starfið í landinu á þessum tíma. Er það von þjóðarinnar að góðvilji og samningahugur verði hér yfirsterkari. I umræðunum um kjaramálin hefur gætt þess rang- hermis í blöðum stjórnarandstöðunnar, að kaupmátt- ur launa verkafólks hafi farið minnkandi á undan- förnum árum. Efnahagsstofnunin hefur gert rann- sóknir nýlega á þessu atriði og komizt að þeirri nið- urstöðu, að kaupmátturinn hafi farið vaxandi þrátt fyrir verðbólguna. Sé miðað við árið 1959, og kaup- máttur launa þá miðaður við 100, var kaupmáttur launa Dagsbrúnarmanna í marz s.l. 104.3. Og sé tek- inn yíðtækari samanburður á kaupmættilaunabæði verkafólks og iðnáðarfólks 1959.og 1965 er talan nú 110.6. Af þessum upplýsingum sést, að þróunin hef- ur verið í rétta átt, kaupmáttur launanna hefur vax- ið. Er nauðsynlegt að það fari ekki milli mála í þeim samningum, sem nú standa yfir. Islenzk ópera {Jndanfarin tvö kvöld hefur Magnús Jónsson söngv- ari sungið hér í Reykjavík við mikla hylli áheyrenda. í viðtali vlð Vísi gat hann þess, að sig langaði til þess að koma heim þegar íslenzkri óperu hefði verið komið á stofn. Orð Magnúsar gefa vissulega tilefni til þess að spurt sé: Er ekki tímabært að efna til fastrar íslenzkrar óperu hér við Þjóðleikhúsið? Það er skoðun Vísis að svo sé. Á undanförnum áratug hefur Þjóðleikhúsið sýnt óperur með íslenzkum söngvurum og hljóðfæraleikurum og er ekki ofmælt, að þær sýningar hafi tekizt vel. Við eigum þegar marga ágæta söngvara 'íslenzka, sem hafa sýnt, að þeir eru til þess vel hæfir að syngja í óperuhlut- verkum. Og hljómsveit Þjóðleikhússins er þess einn- ig fullfær að flytja slík verk tónbókmenntanna. Við Þjóðleikhúsið starfa nú tugir ríkisráðinna leikara. Til þess að koma á stofn íslenzkri óperu þyrfti ekki að fastráða nema 6—8 beztu söngvara okkar. Fjár- hagslegar ástæður virðast ekki hamla slíkri ráðagerð. Vitanlega væri æskilegt að njóta styrk erlendra söngvara að einhverju leyti við íslenzka óperu. En það breytir ekki þejrri staðreynd, að allar aðstæður gera okkur kleift að stofna hana þegár í dag. „Komdu aftur Vibtal v/ð Keith Grant (.<. Við áttum góða samveru- ¦ stund á heimili niínu, en höfð- um áður hitzt i forsal gistihúss, og ræðst lítils háttar við — og talið þegar borizt að listum, Iandslagi, litum. Auðvitað! — Sv<o Hfandi var áhugi Keiths Grants, mannsins, sem ég hitti þar eftir að hann hafði ferðast um landið nokkurn tíma. Heim til mín kom hann með stærðar skræðu undir hand- leggnum — mun stærri en inn- bundinn Vísisárgangur mundi vera (miðað við núverandi stærð) — en þarna var „margt grasa", óvenjulegra og litfag- urra, sum, fegurð annara áber- andi vegna einfaldleika síns. Ég hafði beðið Keith um mynd með stuttu viðtali, mynd af einni af myndum hans, og nú sagði hann: — Ég kom með „syrpuna", hér eru blaðaúrklippur, svart- lita- og vatnslitamyndir og nú geturðu valið. Ég fór að fletta bókinni miklu og sá brátt myndir, sem leiddu mann inn í furðulönd náttúru eða hugmyndaflugs eins og sum ar myndir Kjarvals, en ég valdi þá mynd, sem viðtalinu fylgir. Hún þarf ekki annarra skýringa við en að hún er frá Lófót. En nú er rétt að kynna mann inn svo lítið nánar — enska listmálarann Keith Grant, fyrir- lesara við Hornsey College of Art (Hornsey listastofnunina) í London. Ég bið hann að segja sýningu á myndum mínum í Milano á hausti komanda og verð að undirbúa hana og vera þar um skeið. Geri ég mér vonir um, að kona mín geti komið þangað með mér — og svo til íslands — að ári. — Konan starfandi? — Já, í franska sendiráðinu í London, er frönsk eða réttara sagt frönsk — alsírsk. — Þú kvaðst hafa haf t hug á að kynnast íslenzkum lista- mönnum og listalffi? Fékkstu tækifæri til þess? — Já, ágæt miðað við stutt an dvalartíma hér. Ég skoðaði m. a. listasafn ríkisins og fannst til um val mynda þar — ekki sízt valið á nútímamyndum. Ég fékk kynni af því starfi, sem forstöðumaður stofnunar- innar, frú Selma Jónsdóttir list fræðingur vinnur þar. Og ég þóttist sjá, að hún starfaði með framtíðina í huga. — Ég sé, að þú hefir hérna fleiri myndir frá Lófót? — Já, kannski hefir hið sama eða svipað dregið mig til Nor- egs sem nú til íslands. — Vafstu lengi í Noregi? — Eitt ár — á listamanns- styrk. — Og þú hefir greinilega haft meiri mætur á Lófót en borgum og bæjum. — Ég hefi mætur á Noregi, landi og þjóð, bæjum sem sveit um, þar er fegurð á hverhi leiti, en Lófót heillaði mig mest. Frá Löfót. lítið eitt frá tildrögum ferðar- innar hingað. — Við erum tveir félagar á þessu ferðalagi, hinn heitir Buck ingham og er opinber starfsmað ur áhugamaður um tónlist. Hann er tónskáld og skrifar fyrir músik-tímarit í London. Komum á Gullfossi með dálítinn sportbíl og höfum farið á hon- um allt til Mývatns. Tilgangur inn að kynnast landinu náttúru þess, fðlkinu, listum og lista- lífi. Og eftir hálfan mánuð finnst mér, að hér vildi ég eiga heima. Og ég kem aftur. — Kannske innan tíðar? — Varla á þessu ári. Ég hefi Ein myndin frá Lófót verður tilefni fyrirspurnar. Hún er af bát og gömlum fiskimanni. — Já, það er dálitil saga tengd þessari mynd. Ég keypti nefnilega þennan bát af gamla manninum, — hann var um sjötugt þá. — Til hvers? Þú hefir kannski ætlað að fara að gera út? — Nei, segir Keith og er skemmt, ég keypti hann til heimfararinnar. Við sigldum honum til London ég og gamli maðurinn. — Við vorum 3*4 dag á leiðinni yfir Norðursjó — það var slarksamt og illt í sjó- inn, — en allt gekk vel. Við Keith Grant. vorum 10 daga á leiðinni. Og gamli maðurinn, sem aldrei hafði farið frá Lófót var viku í London og skemmti sér kon- unglega, en ég hafði ekki ráð á að eiga bátinn og seldi hann. FÖGUR ER HLÍÐIN. — Þið hafið kahnski farið við ar um á sportbílnum en norð- ur? — Já, um Suðurlandsundir- lendi til dæmis. Mér fannst ég verða að skomast að Hlfðar- enda og á staðinn þar sem Gunnar leit um öxl til Hlfðar- innar. — Lesið fleiri Islendingasögur en Njálu? ' — Já, margar, við eigum margar þeirra f þýðingum, eins og kunnugt er. Við göngum að skápnum og ég sýni honum eina af þessum ensku þýðingum á Islendinga- sögunum. Það er Laxdæla — mjög falleg Utgáfa. Það er eins og bregði birtu á göfugmann- legt andlit hins unga, skeggjaða listamanns, er hann handleikur kverið sem væri það kjörgrip ur — sem það og er. Og svo barst talið að Lax- dælu og Dölunum og írsku land námi þar, en nú verð ég víst að gæta mín og láta hér staðar numið, því að ekki átti þetta að yerða neitt „tíu álna viðtal". Áður en Keith fór tók hann litla vatnslitamynd úr syrpunni, skrifaði á hana nokkur orð, og gaf mér. Þeir Keith Grant og Bucking ham fóru utan á Gullfossi. Mér þótti notalegt á ferðalögum á Bretlandi og írlandi að heyra sagt á kveðjustund: — Komdu aftur! Það sagði ég við Keith. Og þess vegna skrifaði hann á myndina: „ . . með Ioforði um að koma aftur til íslands". A.Th. Akureyrarútgerðin tapaði 8,5 millj. í siðustu viku var haldinn að alfundur Útgerðarfélags Akur- eyringa h. f. Kom þar fram að tap var á árinu 8,5 millj. króna en 4,2 millj. kr. er afskrifaðar höfðu verið dregnar frá. Skuldir eru bókfærðar 107 millj. króna en eignlr 52 millj. króna. Aflaverðmætið nam á árinu 37 millj. krónum en heildar- afli togaranna var um 7000 tonn. í vinnulaun gréiddi félag ið 30 millj. króna. Aðeins 3 togarar félagsins voru að veið um meiri hluta ársins, þar sem Hrímbak var lagt 14. maí og Kaldbakur var í flokkunarvið- serð meginhluta ársins. Meðal- afli togaranna á veiðidag var 9,1 tonn. Á fundinum var samþykkt tillaga frá bæjarráði Akureyr- ar þar sem stjórn félagsins er falið að gera tillögur um fram- tíðarrekstur félagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.