Vísir - 03.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 03.06.1965, Blaðsíða 11
VlSIR . Fimmtudagur 3. júní 1965. 11 HEIMSMETHAFINN Kastar kringlunni yfir 61 metrn — „Kúlan er það eina sem ég hef áhuga á", segir Randy Matson, sem gæti verið í heimsflokki í mörgum öðrum greinum Hin nýja stjarna á amerískum íþróttahimni heitir Randy Matson. Hann heldur áfram að setja heimsmetin í kúluvarpi, rétt eins og það væri það einfaldasta og sjálfsagðasta í heiminum. Og með hinu nýja háskólameti sínu í kringlukasti, sem er 61.41 metri, er hann ekki svo langt frá Tékkanum Danek, sem á heimsmetið 64.55, sem sérfræðingar telja að Matson geti sleg- ið það met, ef hann einbeitir sér að kringlukastinu. En það er ekkert útlit fyrir að hann geri það, þvi hann hefur lítinn áhuga á kringlukasti, en því meirí á kúluvarpi. Þegar Randy Matson setti há- skólametið sitt sveif kringla yfir höfuð undrandi starfsmannanna, yfir á hlaupabraut og munaði minnstu að hún lenti á langstökkv- ara, sem þar var í keppni. Lang- stökkvararnir horfðu undrandi í áttina til Matsons og síðan á stað- inn þar sem kringlan hafði lenti. Matson dregur að sér fjölmarga áhorfendur í hvert sinn, sem hann kemur fram. Allir vilja koma og sjá þennan undrajaka. Oft koma 4000 fleiri en venjulegt er þegar hann keppir, jafnvel á smámótum. Áður var það vaninn að áhorfend- ur skryppu frá til að fá sér pylsu og kók, þegar kúluvarpið fór fram. Randy Matson í keppni. Nú hefur það breytzt, — pylsu- salan gengur ekki vel meðan Mat- son kastar. Það horfir á þennan fjölhæfa íþróttamann kasta, en hann er talinn mjög góður base- ball-leikmaður, gæti verið einn af beztu körfuknattleiksmönnum Ameriku, ef hann sinnti þeirra grein og bezti kringlukastari heims, — en það er aðeins kúlu- varpið sem kemst að. íþróttahæfileikarnir hafa gert það að verkum að Matson gat valið um 100 styrki til náms i háskólum Bandaríkjanna. Hann valdi Texas A&M skólann. Það munaði samt minnstu að hann yfirgæfi skólann eftir atvik á æfingavellinum. Hann hafði náð ágætu kasti i kringlunni og kringlan sveif nálægt fótbolta- leikara nokkrum, sem reiddist mjög. Fótboltamaðurinn bað hann að „taka þessa undarlegu plötu sína og hverfa svo langt burtu, að ef hann þyrfti að hafa samband við sig væri hann neyddur til að gera það í pósti". Matson fór upp á herbergi sitt og byrjaði að pakka niður í töskur sínar. Vinir hans komu að honum og fengu hann ofan af þessu, — sem betur fer. Því í skólanum hefur hann fengið þá þjálfun, sem þurfti til að kasta kúlunni 21.51, en það er núgildandi heimsmet í kúluvarpi. Það er lyftingaþjálfar- inn Mámaliga sem Matson þakkar mest, en hann er talinn bezti þjálf- ari Bandaríkjanna í þessari grein, sem allir beztu kastararnir viður- kenna nauðsyn fyrir árangri í köstunum. Háskólarnir f Kaliforníu hafa sótzt mjög eftir að fá Matson til sín og gert honum ýmis gylliboð. En hann er ekkert hrifinn af þessu öllu saman og hristi höfuðið og sagði: „Þeir fóru með mig á veitingastað í Kaliforníu þar sem bollinn af kaffi kostaði 50 cent. Með þessu verðlagi væri ég búinn að vera þar. Að visu borða ég ekkert mjög mikið en samt þarf ég að þyngja mig nokkuð og þarf að verða um 115 kfló, því ég er ekki eins sterkur og O'Brian og Dallas Long. Hins vegar er ég hærri en þeir og hef meiri hand- leggi. Ég nota úlnliðinn meira og Framh. á bls. 13 Kveðja Vetur konung Þessar tvær myndir voru teknar á síðasta Skarðsmóti og sýna< reykvíska þátttakendur á mótinu og keppendur í kvennafIpkki. j Skarðsmótið fer fram í byrjun sumars á hverju ári í Sigluf jarðar- < skarði og er nokkurs konar kveðja skíðamanna til veturs konungs. J Þarna mæta ævinlega skíðamenn frá öllum landshornum og i< þetta sinn koma fjórir kappar frá Noregi og komu þeir tilj Reykjavíkur í gærkveldi. Keppendur í Skarðsmótinu i ár eru um< 60 talsins og er mótið því ekki minna en Skíðalandsmótið sjálft. < .IfTJliivbnBV §o úijis-'"''-- i tbflsd . I 2. deild: Þróttur og Breiðablik unnu í gær Þróttur vann Hauka úr Hafnar- firði í gærkvöldi í 2. deild Islands- mótsins í knattspyrnu með 4:1. 1 hálfleik var staðan 1:1. Fór leik- urinn fram á heimavelli Hafnfirð- inga á Hvaleyrarholti. Annar leikur fór frám á Mela- vellinum, leikur Víkings og Breiða- bliks I Kópavogi. Vann Breiðablik með 3:1, en í hálfleik var staðan 1:0 fyrir Víking. 1 seinni hálfleik komu öll þrjú mörkin á 5 mínútum og voru hvert öðru fallegra. Boltinn var ekki inni" — segir Hannes Hannes Þ. Sigurðsson, knatt- spyrnudómari, hefur beðið síð- una að geta þess í sambandi við leik KR og Keflavíkur, að eng- inn vafi hafi nokkru sinni verið á því hvoru megin Hnu boltinn var, sem hrökk af þverslánni í jörðu. „Boltinn fór örlítið ská- hallt út", segir Hannes og kveðst hann hafa staðið mjög vel að vígi . til að dæma um þennan bolta. mFÞATTUR-W v Hægri handleggurinn c ^^^/s&tfMs í upphafi baksveiflu á hægri I handleggurinn að vera beinn, en í : samanburði við þann vinstri á hann að'vera meira afslappaður. í þriðja þætti stendur að draga jeigi kylfuna ca. 15 cm. beint aftur - frá kúlunni í dræfi. Þar á að standa f-^r.45 cm. en eftir því sem númer "íipSSöt kylfunnar hækkar, þá fækkar senti ............:, metrunum niður í 15. Það er áríðandi að beygja ekki handlegginn of fljótt í baksveifl- unni og helzt ekki fyrr en kylfu- hausinn er kominn 45 cm. aftur frá kúlunni í dræfi. Ef handleggurinn er beygður of fljótt, þá veldur það slæs og mjög oft toppun. Toppun er það, þegar kylfingur slær ofan á kúluna og kúlan fer stutta vega- lengd eða jafnvel hreyfist ekki. Gæta ber þess, þegar hand- leggurinn fer að bogna, að olbog- innvisi niður á við. Ef olboginn vísar út í loftið, þá getur það vald- ið slæs og jafnvel toppun. Þegar framsveiflan byrjar, þá á handleggurinn að vera sem næst síðunni og olboginn á að vera kominn fram fyrir mjöðmina, áð- ur en höggið ríður af. I framsveiflunni eftir höggið á að halda handleggnum beinum vel fram úr högginu og beygja hann helzt ekki, en þó hefur það ekki I UMSJÁ ÓLAFS BJARKA RAGNARSS0NAR áhrif á höggið, þótt handleggurinn sé beygður eftir að hendurnar eru komnar aftur fyrir vinstri öxl. Þeim, sem hafa haldið saman golfþáttum þessum, skal á það bent, að rétt væri á þessu stigi að lesa yfir þriðja, fimmta og níunda þátt, en þeir fjalla allir að nokkru um sveifluna. Skýringamynd númer 1 sýnir stöðuna, þar sem hægri handlegg- urinn fer að bogna í aftursveifl- unni, en mynd númer 2, þar sem hann má bogna í framsveiflunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.