Vísir


Vísir - 03.06.1965, Qupperneq 13

Vísir - 03.06.1965, Qupperneq 13
VlSIR . Flmmtudagur 3. júní 1965. '3 ÝMISLEGT ÝMISLEGT JARÐEIGENDUR — GIRÐINGAR Gerum við og setjum upp girðingar I ákvæðisvinnu eða timavinnu. Vanir menn. Simi 22952. BÍLRÚÐUR — ÍSETNING — SLÍPUN Bifreiðaeigendur — Isetning á bognum fram- og afturrúðum í ílestar tegundir bifreiða. Rúðumar tryggðar meðan á ísetningu stendur. — Þétti einnig lekar fram- og afturrúður Pantið i sima 41728 nilli kl. 12—1, á daginn og eftir kl. 6 á kvöldin. Geymið auglýsinguna. DÆLULEIGAN AUGLÝSIR Vanti yður mótorvatnsdælu til að dæla upp úr húsgrunni eða öðrum stöðum þar sem vatn tefur framkvæmdir leigir Dæluleigan yður dæluna. Simi 16884 Mjóuhlíð 12. BIFREIÐAEIGENDUR Við framkvæmum allar hugsanlegar ryðbætingar á bílum með trefja- piasti. Klæðum gólf og þök á jeppum. Sækjum heim og sendum. Sími 41493. HANDRIÐ Tek að mér smíði á handriðum, hliðgrindum og annarri járnvinnu. Fljót og góð þjónusta. Uppl. 1 sima 37915 eða 23765. BREYTTUR VIÐTALSTÍMI Fyrst um sinn verður simaviðtalstími minn frá kl. 1- 11228. Þorgeir Jónsson læknir. ■2 í síma HÚSAVIÐGERÐIR Við framkvæmum allar hugsanlegar viðgerðir á húsum yðar .T. d. gerum við og klæðum þök, lögum eða brjótum niður steinrennur, þéttum sprungur, setjum í einfalt og tvöfalt gler. Fljót og góð afgreiðsla. Vönduð vinna. Simi 41493. TRAKTORSGRAFA TIL LEIGU Leigjum út skurðgröfur til lengri eða skemmri tima. Uppl. I sima 40236. TEPP AHR AÐHREIN SUN Hreinsum teppi og húsgögn i heimahúsum. Fullkomnar vélar. Teppa- hraðhreinsunin, simi 38072. Hjorta bifreiðarinnar ér Eireyfilli&in ANDLITIÐ — ER STÝRISHJÓLIÐ Bæði þurfa að vera ( góðu ástandi, en stýr- ishjólið þarf ekki að- eins að vera f góðu ástandi, það þarf einn ig að Iíta vei út. Það er margt hægt að gera til að fegra stýris- hjólið yðar, en betur en við gerum það, er ekki hægt að gera. Og er það hagkvæmt? — Já, hagkvæmt, ódýrt og endingargott og . . . . Viljið þér vita meira um þessa nýjung? — Spyrjið einfaldlega viðskiptavini okkar, hvort sem þeir aka einkabifreið, Ieigubifreið, vöru- bifreið, eða jafnvel áætlunarbifreið. — Eða hringið strax í síma 21874, við gefum yður gjaman nánari upplýsingar. LAXVEIÐI Óráðstafað er nokkrum veiðileyfurti fyrir sumarið 1965 í Korpu (Úlfarsá) í Mosfells- sveit. Veiðileyfin verða til sölu hjá Albert Erlings- syni, Verzlunin Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 22, sem veita mun allar nánari upplýsingar. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. hvertsem þerfarið/hvenær sem þérfarið hvemiB sem þér ferðist ALMENNAR TRYGGINGARU ^ \ POSTH 'SIM11770 Iþróttir — Framh. af bls. 11. fingurnar en þeir gera“. Matson segist aldrei vita fyrir- fram hvort hann sé upplagður eða ekki. Þegar hann er búinn að kasta kúlunni frá sér segist hann jafn- vel ekki vita hvort kastið sé gott eða slæmt. „Stundum finnst mér að kastið hafi heppnazt aldeilis prýðilega, en þá mælist það kann- ski stutt og svo öfugt. Þegar ég setti fyrst heimsmet var ég orð- inn þreyttur á þessum eilífu mót- um og trúði ekki á árangur, — en hann kom þrátt fyrir það“. Þegar hann setti metið varð hann fyrst að aka 280 km. í bil út á flugvöllinn í Dallas. Vélinni frá Dallas til Des Moines seink- aði um 2 y2 tíma og loksins þegar hún var tilbúin var loftkælingar- kerfið bilað. Matson sat kófsveittur i sæti sínu og missti 3 kiló á ferðalaginu. En það hindraði hann ekki i að hnekkja heimsmetinu í kúluvarpi. Herbergið hans Matsons er fullt af olympíufánum frá Tokyo, en þar fékk hann silfurverðlaun, en Long gullverðlaun. Á einn vegginn hefur verið málað tígrisdýr á svart flauel. 1 einu hominu er sími. Þarna situr hann langtímum saman og „stúderar" rekstrarhagfræði og fær góðan vitnisburð á hverju prófi. . „Það er bara síminn, sem mér er illa við. Ég ætla að gera alvöru úr því að láta fjarlægja hann“. segir þessi stillti og prúði íþrótta- maður, sem mundi fremur berjast berhentur við gorillu en að fara upp í „pontu“ á skólafélagsfundi til að halda ræðu. En kringlukastið vill hann ekki stunda. „Ég get haldið áfram í 10 ár ennþá í kúluvarpinu", segir hann. SKIPAFRÉTTIR SKIPAUIGCRB KIKISINS Ms. Herðubreið fer austur um land í hring- ferð 5. þ. m. Vörumóttaka á m'ið- vikudag til Djúpavogs, Breiðdals- vfkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Kópa skers. Farseðlar seldir á föstudag. y ferðaslysatrygging Ms. Esjo fer vestur um land í hringferð 9. þ. m. Vörumóttaka á föstudag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suður- eyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Ak- ureyrar, Húsavíkur og Raufarhafn- ar. Farseðlar seldir á þriðjudag. í STUTTU MÁLI • Einn af forsprökkum ung- kommúnistasamtakanna í Aust- ur-Þýzkalandi flýði til Vestur- Berlínar í fyrradag. • Líflátshegningar hafa verið afnumdar í New York ríki. Nel- son Rockefeller hefir undirritað Iögin og koma þau strax til framkvæmda. í þeim er gert ráð fyrir undanþágum, t.d. verða þeir teknir af lífi sem fá dóm fyrir morð framið i fangelsi eða morð á lögreglumönnum. •EHiot Roosevelt s«nur Frankl- ins heitins Roosevelts forseta, hefir verið kjörinn borgarstjóri í Miami, Florida. Hann er 54 árá. BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA, REYKJAVÍK TIL SÖLU þriggja herbergja íbúð í V. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaups- réttar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu fé- lagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 10. júní n.k. S t j ó r n i n Nám í flugvirkjun Flugfélag íslands h.f. hefir í hyggju að taka nema í flugvirkjun á hausti komanda, og fer námið að nær öllu leyti fram hérlendis. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu fullra 18 ára, hafi gagnfræðapróf, landspróf, eða hliðstæða menntun. Umsóknir skulu hafa borizt starfsmannahaldi félagsins fyrir 20. júní n.k. og fást umsóknar- eyðublöð á skrifstofum félagsins og hjá um- boðsmönnum þess úti á landi. Afrit af próf- skírteinum skal fylgja umsóknum. S t jó r n i n Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f. h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fó- getaúrskurði, uppkveðnum 1. þ. m. verða lög- tök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirfram- greiðslum opinberra gjalda, samkvæmt gjald- heimtuseðli 1964, sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1965. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbóka- gjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda skv. 43. gr. alm. tryggingalaga, lífeyristryggingagjald at- vinnurekenda skv. 29. gr. sömu laga, at- vinnuleysistryggingagjald, alm. trygginga- sjóðsgjald, tekjuútsvar, eignarútsvar, að- stöðugjald, sjúkrasamlagsgjald og iðnlána- sjóðsgjald. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framangreindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði til- skyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. & t Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 1. júní 1965. Kr. Kristjánsson. AÐALFUNDUR BÓKSALAFÉLAG jSLANDS verður í Mjó- stræti 6 föstudaginn 11. júní kl. 8 e.h.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.