Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Laugardagur 5. júní 1965. Síldin — Framh. at bls. 1 fraínhaldandi austanátt, svo allt út lit er til að ísinn muni loka hér höfninni í það minnsta næstu daga, kannski lengur. Við verðum tilbúnir að bræða eftir 5 daga og er því lítil hætta á löndunarstoppi hjá okkur. Fyrst og fremst eigum við 14000 mála þróar rými eftir og þar fyrir utan er ekki útlit fyrir að nein síld berist hingað næstu daga. Guðlaugur sagði að afköst verk- smiðjunnar yrðu um 5000 mál á sólarhring I sumar, en væru það ekki nú í byrjun vertíðar, þar sem mjög hefði staðið á efnisaðflutn- ingi. — Vopnafjörður hefur verið alveg einangraður meiri hluta vetr ar og þó svo eigi að heita að vega samband sé við Vopnafjörð, þá er aldrei hugsað neitt um að laga hann og hefur hann þvi verið svo til ó- fær í allt vor. Það brauzt að vísu bíll yfir til okkar í morgun við mestu harmkvæli með nokkur nauð synleg tæki, en ennþá eigum við eitthvað af tækjum í Reykjavík, sem eru nauðsynleg, t.d. skilvindu, en full afköst verksmiðjunnar verða ekki fyrr en við fáum hana. Flugvélin hefur bjargað Neskaupstað. Sagan um Vopnaf jörð er að ýmsu leyti einkennandi fyrir aila Aust firðina, þó hafísinn hafi óvíða kom ið eins hart niður. Hafísinn er ekki hægt að ráða við, hann er náttúru fyrirbæri, en vegina ætti að vera hægt að tjasla upp á. T.d. sagði Sigurður Jónsson vaktformaður á Neskaupstað. — Flugvélin hefur alveg bjargað okkur. Ef hennar hefði ekki notið við, veit ég ekki hvar við stæðum. Við erum búnir að taka vi,ð um 25.850 málum, en við höfum þróarrými fyrir 28.000 mál. Lðndunarstopp er því yfir- vofandi og getum við ekki farið að bræða fyrr en nú um eða eftir helgina. Flugvélin hefur nú undan- fama daga komið hverja ferðina á fætur annarri með tæki i verk- smiðjuna. Annars er hér ekkert að vanbúnaði að taka á móti síldinni Sfldarplönin fimm eru tilbúin til að hefja starfsemina um leið og söltun verður leyfð. Seyðisfjörð vantar fólk. Á Seyðisfirði fékk blaðið þær upplýsingar hjá verkstjóra S.R. Ár- I sæli Ásgeirssyni, að bræðsla gæti ekki hafizt fyrr en eftir hvítasunn una. Miklar breytingar hafa verið gerðar á verksmiðjunni, bæði í sam I bandi við stækkun og nýjar hráefn- isgeymslur og hafi verið útilokað að fá nóg fólk til þess að vinna við þessar breytingar nógu mikið. Þeir hefðu þróarrými fyrir 26.000 mál, en hefðu ekki getað tekið við - neinu enn þá þar sem færibönd væm ekki komin í lag. Unnið var ’ að því að auka afkastagetu verk- smiðjunnar í vetur upp í 5000 mál á sólarhring, en þessi aukning kæm ist ekki f gagnið fyrr en einhvem tíma fyrri part sumars. Um nýju síldarverksmiðjuna, Hafsíld, sagði Ársæll, að hún yrði tilbúin einhvem tíma fljótlega, en að hann vissi ekki gerla um verk smiðjuna, þar sem hann hefði ekki haft tíma til þess að líta upp úr verki seinustu vikurnar. Sfldarplön in verða öll tilbúin þegar söltun j verður leyfð. Raufarhöfn vantar síld. Eiríkur Ágústsson verksmiðjustjóri Síldarverksmiðju ríkisins á Raufar höfn sagði að allt væri tilbúið til að taka á móti sfld til bræðslu þegar eftir hvítasunnu. Þessa dag- ana væri mest unnið við að undir búa síldarplönin, en þau yrðu mikið vélvædd nú í sumar. Á öllum sölt- unarplönunum 10 væri verið að setja upp færibönd og flokkunar- vélar og væri nokkuð um að- komumenn í sambandi við það. Á Reyðarfirði er bræðsla hafin. Á Reyðarfirði er bræðsla hafin, en verksmiðjan þar getur brætt 2500—3000 mál á sölarhring. Verk smiðjan hefur tekið á móti um 12000 málum og hefur því verk- efni í nokkra daga frá því. Síldin, sem hefur komið þangað er full af rauðátu, en meðalfitumagn síldar- innar er ekki meir en 8% og verð ur því nokkur bið að söltun hefj- ist. Síld til Húsavíkur 29. maí. Til Húsavíkur kom fyrsta síldin 29. maí og er verksmiðjan þar tek- in til starfa. Brædd hafa verið 4000 mál, en 1400 tunnur hafa farið í frystingu. Siglufjörður bíður eftir síld. Á Siglufirði bíða menn með nokkurri eftirvæntingu þess hvort síld fáist á vestursvæðinu, en Æg- ir mun leita á því svæði næstu daga bæði djúpt og grunnt. Allar síldarbræðslurnar fjórar eru tilbúnar til þess að bræða og einn- ig eru öll plön komin í stand fyrir vertíðina. Eskifjörður og Fáskrúðsfjörður bræða 4300 mál. Síldarþrær Eskifjarðar eru fullar, en afköst verksmiðjunnar eru um 2500 mál á sólarhring. Sama er að 'ségja úm Fáskrúðfef jl, éirti sflci arþrær fullar og eru afköst verk- smiðjunnar um 1800 mál ,á: sólar’-f hring. Með þetta í huga sést að ekki verður björgulegt ástandið á Aust fjarðahöfnunum, þegar fleiri bát- ar koma austur, haldist sama veiði. Form. Loftleiða — Fi .mhald af bL. í izt að vekja óvenjulegan flug- málaáhuga hjá þjóðinni, og það í svo ríkum mæli, að stofnuð hafa verið flugfélög í öllum stærri bæjarfélögum landsins og sumpart fyrir beinan til- styrk þeirra, til þess að halda uppi ferðum til höfuðstaðarins og annarra byggðalaga í land- inu. Flugfélög eru þessi: Reykjavík: Flugsýn, Þytur, Björn Pálsson. Vestrnannaeyjar: Eyjaflug. Neskaupstaður: Flugsýn, með bæjarábyrgð vegna flugvéla- kaupa og einkaleyfi á flugíeið. Akureyri: Flugþjónusta Tryggva Helgasonar. ' 4 lsafjörður: Vesturflug. Akranes: Nýtt félag. Á öllum aðalleiðum F.l. hafa flugfélög verið stofnuð. — Á smærri stöðum hafa önnur flug- félög veitt sína þjónustu. Heyrzt hefur að F.í. sé nú að kaupa hlut í einhverjum hinna smærri flugfélaga, en bola öðrum út af aðalleiðum i skjóli einkaréttar eða einokun- ar öðru nafni. HVERS VEGNA HÆTTU LOFT- LEIÐIR INNANLANDSFLUGI Kristján Guðlaugsson sagði, að auðséð væri hvert skeytinu væri beint þegar Örn Johnson talaði um aðila, sem fómað hafi innanlands- fluginu til jiess að gefa sig að þeim hluta starfseminnar, sem arð- vænlegri er, millilandafluginu. — En hver voru tildrög þess að Loftleiðir létu af innanlandsflugi? sagði Kristján. Þar hafði félagið þó verið brautryðjandi um árabil og tekið fyrst upp fast áætlunar- flug til Vestfjarða, Siglufjarðar og Vestmannaéyja. Kristján minnti á að Loftleiðir áttu góðan flugflota til innan- landsflugs 1950 og hafi farþega- tala á því ári hækkað um 24%. Ástæðan til þess að Loftleiðir hættu þá innanlandsflugi sagði hann að hefði verið, að vegna skiptingar flugleið.. innanlands, sem öll var Flugfélagi Islands í vil, var Loftleiðum bolað út úr innan- landsfluginu og olli það miklum deilum og blaðaskrifum á sinni tíð og mun almenningi minnisstætt, en sannarlega hættu Loftleiðir ekki innalandsflugi af fúsum vilja. ÞEGAR FLUGFÉLAGIÐ BAR FRAM TILLÖGU UM FAR- GJALDAHÆKKUN Á IATA- RÁÐSTEFNUNNI 1956. Kristján Guðlaugsson rakti það næst í ræðu sinni, að framkvæmda stjóri Flugfélagsins hefði á 'ráð- stefnu IATA í Miami 16. marz 1956 borið fram tillögu um hækk- un fargjalda á Norður-Atlantshafs- leiðunum. Hann sagði, að Loftleið- ir hefðu harmað það að Örn John- son hefði gert þetta án þess að hafa borið það undir eða rætt um það við Loftleiðir, flugmálastjóra eða flugmálaráðherra. Braut þetta í bág við stefnu Loft leiða, sem byggðist á því, að far- gjöld væru tiltölulega lág svo að flugþjónustan yrði í þágu almenn- ings. Lýstu Loftleiðir því þá yfir, að þær samþykktu aldrei að á- stæðulausu hækkun á fargjöldum, hvort sem væri á Atlantshafsleið- inni allri eða flugleiðinni frá Is- landi til Evrópu, enda hefðu Loft- leiðir þá ekki talið þörf fyrir far- gjaldahækkun. TILBOÐ UM KAUP Á . íHLUÍ'ABSÉFuM r1956,fl*®3'’ | . Kristján GuðÍáugSsón minntí nú á það, á8 áfið Í956 "hefði vérið flutt tillaga um það á Alþingi að tilmælum flugmálaráðherra að rík- issjóður keypti hlutabréf í Flug- félagi íslands að upphæð 500 þús. kr. Þá hafði stjórn Loftleiða sent Flugfélaginu símskeyti, þar sem sagt var að æskilegt væri að ís- lenzku flugfélögin störfuðu sjálf- stætt og án opinberra styrkja, en einnig að þau hefðu með sér sam- starf. Bauðst stjórn Loftleiða þá þegar til að kaupa ofangreind hluta bréf í Flugfélaginu, 500 þús. kr., og inna greiðsluna af hendi tafar- laust. Sagði Kristján 1 þessu sambandi, að Loftleiðir hefðu ávailt verið reiðubúna að taka að sér innan- landsflugið eða taka þátt i því og væri sú aístaða enn óbreytt. FLUGFÉLAGIÐ BEITTI SÉR GEGN LÆKKUÐU FARGJALDI Kristján Guðlaugsson ræddi næst um það að Loftleiðir hefðu ávallt barizt fyrir lækkuðum far- gjðldum þar sem því verður við komið á Evrópumarkaði, vegna IATA-samþykktar. Minnti hann á það að árið 1961 óskuðu Loftleiðir eftir lækkun fargjalda á Luxem- borgarleiðinni. Sagði hann, að Flug félagið hefði beitt sér gegn því og náði það ekki samþykki hér heima, en var hins vegar sam- þykkt af flugmálastjórninni í Lux- emborg. DEILT UM LEIGUFLUG Þá sagði formaður, að Flugfélag- ið hefði á síðasta vetri barizt gegn þvl að frjálsræði ríkti um leigu- flug og hefði það viljað knýja fram strangari reglur en í gildi eru á Norðurlöndunum og víðast um heim. Gegn þeirri stefnu hefðu Loftleiðir beitt sér. Hefðu Loft- leiðir talið að vegna réttinda ís- lenzkra flugfélaga erlendis væri ekki stætt á því að takmarka réttindi erlendra flugfélaga sem hingað vilja fljúga, enda ekki um meiri réttindi til handa þessum félögum að ræða en íslenzk flug- félög njóta erlendis. 3AMVINNA FÉLAGANNA Kristján Guðlaugsson sagði að er lendir menn undruðust að unnt væri að reka tvö flugfélög á ís- landi, bæði með viðunandi afkomu. Islenzk stjórnarvöld hefðu heldur ekki haft trú á þessu og sýnt þrá faldlega áhuga á að sameina stærstu flugfélögin. Ræðumaður sagði, að Flugfélagið hefði á sinni tíð viljað gleypa Loft leiðir og þá' haft við orð að nota eina flugvél þess í varahluti fyrir sinn flota. I samningum stóðu Loft leiðamenn höllum fæti lengi framan af, en nú er það liðin tíð, sagði Kristján. Nú hafa Loftleiðir opinberlega og í einkaviðræðum boðið Flugfélag- inu samstarf því að það væri eðli- legra, að íslenzku félögin ynnu sam an, en hallazt væri að erlendum félögum. Flugfélagið hefði hafnað þeirri samvinnu, en auglýsti flug- ferðir sínar með SAS, um hverja helgi nú í vor. Taldi ræðumaður, að þrákelkni eða metnaður stæði í vegi fyrir „samvinnu" félaganna. Hins vegar sagði hann að engum heilvita manni kæmi til hugar að „sameina“ þau án stórtjóns fyrir íslenzka flug- starfsemi. TILBOÐ UM HLUTABRÉFAKAUP Kristján sagði, að þegar allar aðrar leiðir hefðu verið reyndar án árangurs til að koma á samstarfi væri sú ein leið eftir að lokum að félögin, annað eða bæði ættu hlut í hinu og það stóra hluti að þau gætu beitt áhrifum sínum. Þess Œvaiv þaþ sem Loftleiðir gáfu Ip trlboð í hlutafjáreign þess á 15 föídu verði. j Hánn sagði, að enginn hefði haft neitt við það athuga, það að stór- gróðafyrirtækið Eimskip tók sinn stóra hlut í Flugfél. Enginn hefði heldur haft neitt að athuga við framlag ríkisins né Kveldúlfs til Flugfélagsins á sinni tíð, en þegar kaupa ætti hluti til þess að koma íslenzkri flugstarfsemi á heilbrigð an grundvöll væri æpt um yfirgang og einokun stórgróðamanna. Loftleiðir borga háa skatta til þjóðarbúsins, sagði Kristján, og létta þannig álögur á almenningi, Ríkisframlög I hvaða mynd sem er, eru tekin úr vasa skattborgaranna. Og að lokum mælti hann: For- stjóri Flugfélagsins virðist telja félag sitt eitt af óskabörnum þjóð arinnar, en hað rísa ekki allir und- ir því nafni, og hve lengi geta óska börnin verið pelabörn. Heíldarvelta — ■■i- *1 ili sinna? Skuldir og skuldbindingar félagsins gagnvart Canadair og bönkum þess félagsVnema nú rétt um 822 milljónum kr. auk yaxta. En samkvæmt skatta- framtalinu er hrein eign félags- ins um 53 millj. kr. og er því hlutfallið milli eigna og skulda 1 á móti 15. Á öðrum 'Stað I blaðinu er skýrt frá svarj Kristjáns Guð- laugssonar formanns Loftleiða við ummælum forstjóra Flug- félagsins. Hér verður rakið ým- islegt um starfræksluna. Gert er ráð fyrir að hótel- byggingunni á Reykjavíkurflug veíli verði lokið innan árs og er kostnaður áætlaður um 100 milljónir króna. Miklu fé var varið til kynn- ingarstarfsemi erlendis og upp- lýst að sl. 5 ár hefði kostnaður vegna hennar verið um 100 milljónir króna. Árið 1964 voru fluttir 106.842 farþegar. Er það 27.5% aukn- ing, miðað við 1963. Heildar- sætanýting var mjög góð, 78,6% og er það nokkru betra en árið 1963. Félagið á nú 5 flugvélar af Cloudmastergerð og fjórar af gerðinni Rolls Royce 400, en þrjár þeirra eru nú I förum. Um síðustu áramót voru fast ir starfsmenn félagsins 615. Þar af voru 424 hér á landi. Kaupuppbót þeirra nam rúmum 2 milljónum króna. Stjórnin var endurkjörin og skipa hana: Kristján Guðlaugs- son, Alfreð Elíasson, Sigurður Helgason, Kristinn Olsen og Ein ar Árnason og I varastjóm Dag finnur Stefánsson og Sveinn Benediktsson. Flugffélagið — Framh. af bls 16. Enn ræddi hann um samn- inga sem staðið hefðu milli Flugfélagsins og Björns Pálsson ar um stofnun sameiginlegs flug félags til sjúkraflugs, leiguflugs og áætlunarflugs til smærri staða, en þeim samningum væri ekki lokið. Forstjórinn ræddi um afkomu Flugfélagsins á liðnu ári. Þrátt fyrir aukna flutninga og auknar tekjur hefði vaxandi dýrtíð valdið því að hagnaður af rekstrinum hcfði orðið minni en vonir stóðu til. Eins og á liðnum árum varð hagnaður á millilandaflugi, sem nú nam 5 millj. kr. en tap á innanlandsflugi, sem nam 3.9 millj. kr. Rekstrarhagnaður varð því 1.1 milljón krónur og ,höfðu eign'ir þá verið afskrif aðar-um 11,5 millj. kr. Tapið á innanlandsfluginu nú var þó minna en það hefur ver ið um árabil. Með tilkomu Friendship vél- anna, en önnur vél af þeirri teg und kemur í gagnið næsta vor, — kvað hann það skoðun sfna að rekstrarafkoma innanlands flugsins myndi batna og skila hagnaði áður en langt um liði. Nokkrar tölur um reksturinn á s.I. ári. Samanlagður farþega fjöldi 106.7 þúsund móti 90.9 þús. árið áður — aukning 17.4%. I áætlunarferðum milli landa 36.9 þús. — aukning 27.7%. Innanlands 69.8 þús — aukning 12.5%. í leiguferðum voru þessu til viðbótar 5.5 þús. farþegar. Vöruflutningar milli landa 412 tonn — aukning 23.9%. Innanlands 1049 tonn, — aukn- ing 7.7%. Flugvélar samtals á lofti 10.104 klst. og samanlögð flug lengd á fjórðu irfilljón km. Heildarvelta 18.3 millj. kr. Starfsmannafjöldi 312. A aðalfundinum I gær baðst Richard Thors, sem setið hefur í stjórn Flugfélagsins í 20 ár undan endurkosningu. I stjóm voru kosnir: Guðmundur Vil- hjálmsson, Bergur G. Gíslason, Birgir Kjaran, Jakob Frímanns- son og Björn Ólafsson og I vara stjóru Sigtryggur Klemenzson og F'’'0'fnr Konráð Jónsson. KR-Valur 2:2 KR og Valur gerðu jafntefli 2—2 á Laugardalsvellinum í gærkveldi I 1. deild íslandsmóts ins. Leikurinn var mjög jafn og spennandi. Mikil rigning var og mikil ölvun meðal áhorfenda. ES3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.