Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 8
I 8 V í S I R . Laugardagur 5. júní 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe! Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr á mánuði í lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis - Edda h.f Fáfræði Tímans Tíminn sló því upp sem stórfrétt s.l. fimmtudag, að Vísir hefði sagt í forustugrein daginn áður, að yfir- borganir mundu halda áfram, þótt samið yrði um kauphækkanir. Segir Tíminn, að Vísir hafi þetta eftir atvinnurekendum og að „væntanlega eigi atvinnu- rekendur eftir að láta meira og gleggra frá sér heyra um þetta atriði“. Ekki stóð það í fyrrnefndri forustugrein Vísis, að þetta væru orð neins atvinnurekanda, heldur að þeir hlytu að sjá fram á að svona færi. Hér þarf heldur ekki umsögn eins eða annars ,allir, sem eitt- hvað fylgjast með atvinnulífinu í landinu, hljóta að sjá þetta og vita. Blaðamenn Tímans og húsbændur þeirra eru sennilega þeir einu, sem eru svo utangátta og fáfróðir um athafnalífið í landinu, að það kemur þeim alveg á óvart, hvernig ástatt er á vinnumark- aðinum. Það er ekki ofsagt, að Framsókn sé utan- gátta og óþörf í íslenzkum þjóðmálum, enda . þéraanr skrif Tímans því daglega vitni, aSvþa®a«ru að- verki nátttrdll, sem löngu hefur dagað uppi. Þegar júní- samkomulagið var gert í fyrra komu Framsóknar- menn þar hvergi nærri; og allir sem hlut áttu að samkomulaginu, voru sammála um, að bezt væri að hafa Framsókn þar ekki með, því að hún mundi að- eins tefja og spilla fyrir að samkomulag næðist. Sama skoðun er eflaust ríkjandi nú, enda hafa Fram- sóknarmenn gert ótal margt síðan til þess að stað- festa hana. Vísir sagði ekki, að öll vinna væri yfirborguð að staðaldri, heldur ættu yfirborganir sér stað í viss- um tilfellum sem neyðarúrræði atvinnurekenda, þeg- ar ekki væri með öðrum hætti hægt að fá unnin verk, sem ekki þyldu bið. Og blaðið sagði, að þetta mundi ekki hverfa úr sögunni, þótt kaup yrði hækk- að. En sjá ekki allir heilvita menn hvílík fjarstæða það er hjá Tímanum og Þjóðviljanum, að við þetta eigi að miða og „færa samninga til samræmis við það kaup, sem greitt er, þ. e. taka yfirborganirnar til staðfestingar í samningum“ — en þetta sagði Tím- inn orðrétt, og Þjóðviljinn hefur margsagt hið sama. Hvað skyldu atvinnurekendur í flokkum þessara blaða segja um kenningu þeirra? Það er nokkurn veg- inn víst, að þeir munu ekki fylgja henni við samn- ingaborðið, enda er þetta svo ábyrgðarlaust fleipur, að enginn tekur það alvarlega, hvorki atvinnurek- endur né verkamenn, sem eitthvað hugsa. Allir þjóðhollir menn hljóta að óska þess af heil- um hug, að ekki komi til verkfalla nú um hábjarg- ræðistímann, að samningamenn beggja aðila beri gæfu til að finna lausn, sem allir mega við una. En eftir fyrri reynslu að dæma eru meiri líkur til að sú lausn finnist og að fljótt verði samið, ef Framsókn verður þar hvergi höfð með í ráðum. Vefnaður og saumar í hásæti Lifið inn á sýningu Húsmæðraskólans Um síðustu helgi var sýning í Húsmæðraskóla Reykjavíkur á handavinnu námsmeyja. Var stöðugur straumur af fólki að skoða sýninguna og þótt búast mætti við því að eingöngu kvenfólk væri á sýningarstaðn- um, mátti sjá stöku karlmann innan um, hvort sem eiginkonan hefur dregið hann þangað nauð- ugan viljugan eða hann hafi farið þangað af sjálfdáðum til þess að líta á hvað sín heittelsk- aða hafi verið iðin yfir veturinn eða til þess að fylgjast með því hvort handavinna dótturinnar bæri ekki af öllu öðru. ☆ Hvað um það, árangurinn virtist vera góður og víst er að námsmeyjar hafa setið iðnar við sauma, vefnað og prjónaskap yfir veturinn. Or öllum áttum heyrðust að- dáunarorð eldri kvenna, sem e. t. v. einu sinni nutu glaðra daga í húsmæðraskóla, í borginni eða upp til sveita, og lærðu hvernig þær mættu sem bezt haga hús- haldi. Þær komu með Iitlu dótturina og litla soninn til þess að skoða sýninguna. Kristín Andersen og Hrafnhildur Björnsdóttir, sem er fyrrverandi nemandi við skólann. Þær voru hrifnar af skímar- kjólunum, sem vora hver öðrum fallegri. Mikla athygli vöktu dúkarnir útsaumaðir og ofnir, og e. t. v. gerir einhver stúlkan slíkan dúk aðeins einu sinni á ævinni, sem síðar verður í heiðri hafður og aðeins settur á kaffi- eða mat- arborðið, við hátíðlegustu tæki- færi. ☆ En fleira var unnið en dúkar. Sessur og dreglar, röggvar- feldir, sem eru í hátízku núna, jafnvel voru þarna bönd spjald- ofin eins og tíðkaðist að vefa sokkáböndin í gamla daga. En nútíminn notar þau á annan hátt, því að í þetta skipti hengu í þeim smelltir skartgripir, sem námsmeyjar unnu sjálfar. ☆ Ungar stúlkur nú á dögum spinna ekki lengur á rokka, eins og ömmurnar gerðu í gamla daga, en rokkarnir eru fallegir gripir sem sóma sér vel hvar sem er og ekki spillir fyrir röggvarfeldurinn á gólfinu. Unnið er sem bezt að því að búa námsmeyjar undir hin margvísiegu störf húsmóðurinn- ar og þar undir fellur ekki sizt sú list að kunna að sauma og prjóna á sig og börnin. Til sýnis voru föt á börnin, allt frá þau eru í vöggu þar til þau geta farið að leika sér úti með jafn- öldrunum í sandkassanum á leikvellinum. Mikia natni og al- úð hefur þurft við saumana á skírnarkjólunum, sem voru hver öðrum fallegri, fingerður út- saumur á ennþá fíngerðara efni, með bláum slaufum fyrir dreng- inn en bleikum fyrir litlu dótt- urina. Enda er ekki saumað beint í efnið heldur er fyrst saumað í léreft sem síðan er klippt frá, undurvarlega. ☆ Þessir hlutir eiga eftir að veita stúlkunum mikla ánægju síðar meir á ævinni ekki síður en nú, og þegar þær taka þessa hluti upp úr kommóðuskúffunni bregður kannski fyrir svolitlum rómantískum bjarma á andiit- unum, þegar þær minnast glaðra æskuára. Kannski þær Unnur Þóra og Svanlaug verði síðar meir náms- meyjar við skólann, núna seldu þær kort fyrir skólasjóðinn. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.