Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 9
VISI*. Si5iBS«£fi2Í5íttBni3 Laugardagur 5. nraa)Mraa<aa júní 1965. Myndlista- og handíðaskólinn gengst fyrir sýningu á barna- teikningum, sem er opin dag- lega frá kl. 2—10 í húsakynn- um skólans að Skipholti 1. Sýn- ingin verður opin til mánudags, annars í hvítasunnu. Stundum hættir mönnum til að kvarta um of undan því, að allt gott og gamalt sé að líða undir lok. Þannig harma menn, að íslenzk alþýðulist, sem blómgaðist fyrr á öldum, sé horfin. Hvergi grilli í spor þeirrar listfengi, sem áður fyrr mótaði hvern hlut hins daglega lífs og gaf honum persónulegan og listrænan svip. Á tímum vél- væðingar virðist ekki vera þörf fyrir hina skapandi hönd al- þýðumannsins. Sérfræðingar, listamenn hafa tekið við. En hér er sagan ekki öll. Við ein- biinum um of á það horfna. Á hinn bóginn láist okkur að gefa þeirri staðreynd gaum, að heimur okkar endumýjast að sama skapi og hið gamla deyr. Með börnunum kemur nýtt lif í tilveru okkar. Börn búa yfir sköpunarmætti, sem oft á tíð- um er ekki metinn að verðleik- um. Verk þeirra eru oftast met- in eftir kröfum úr heimi hinna hvert kerfið öðru andlausara og leiðinlegra. Börnin voru látin teikna vindlakassa og uppstopp- aða fugla árum saman, þangað til 'markmiðinu var náð: hug- myndaflug, frumleg listræn skynjun og barnsleg tjáningar- gleði var deytt með öllu. Til allrar hamingju hefur bylting í uppeldismálum söpað í burtu þessum hörmulega misskilningi og vanmati á tjáningarhæfileik- um barna. Um aldamótin ruddi sér til rúms nýr skilningur, sem var nokkuð öfgakenndur í fyrstu. Sem dæmi um þetta nýja viðhorf mætti nefna hina bjartsýnu bók Ellen Kay’s, „Öld barnsins”. En hvernig sem .því er varið, þá fékk barnið nýtt athafnafrelsi til að lifa sínu lífi og tjá sig á sinn frumlega, barnslega hátt. Sýning sú, sem Myndlista- og handíðaskólinn gengst fyrir, gefur mönnum kost á að sjá hversu dásamlegur og furðu- legur heimurinn er, séður með augum bamsins. Hún er eink- um ætluð foreldrum, börnum og barnakennurum. Áhorfendur verða þar ekki aðeins vitni að sköpunargleði * bamsins, sem birtist í glóandi litum, heldur verða þeir einnig margs vísari um sálræna þróun barna. Þeim skilst, hvernig börnin tileinka sér umheiminn og fyrirbæri til- vemnnar. Við skiljum meira að segja þróun barnsins betur í meira en „þarna er 'voff-voff“ eða „sko kisu“ getur þó lýst þessum vinum sínnm mun glögglegar í mynd. Einföld tákn yngstu barnanna þróast smám saman upp í myndræna frásagnarheild. Á 9—13iára ald- ursskeiði nær listræn. tjáning barnsins blómaskeiði dásam- legrar mynd- og litagöfgi. Það Vikingar. — Sæmundur, 10 ára. að myndirnar tali sínu máli og beri þess vitni, að börnin hafa lifað stundir óblandinnar gleði hjá báðum þessum kennurum. Árangur beggja er glæsilegur. Þó vil ég leggja áherzlu á það, að Arthur kennir við venjulegar aðstæður, sem hér eru í barna- skólum og eru fremur erfiðar. Arthur hefur þó yfirstigið allar börnin sökkva sér niður í yrkis- efni sín, hve nákvæm skynjun I þeirra og athugun er á mönnum, I hlutum og atburðum; mér liggur g við að segja, hve djúpt og hnit- | miðað þau hugsa, þó þau kunni ekki að klæða hugsun sína í | tilsvarandi orð. Kemur þetta einkar vel fram í sumum mynd- um þeirra — betur sá ég hvergi BÖRNIN TEIKNA OG MÁLA fullorðnu. Þannig hefur við- horfi manna til teikninga barna verið farið, til skamms tíma. Ekki alls fyrir löngu var litið svo á, að blessuð bömin gætu ekki málað og teiknað, fyrr en þau hefðu tileinkað sér mynd- ræna tækni hinna fullorðnu. Nú þykir slíkt vanmat á list- fengi bama undarlegt. Verst var þó, að skólarnir þröngvuðu alls konar kerfum upp á börnin til að kenna þeim hina „réttu“ dráttlist fullorðins fólks, og var gegnum teikningar þess en í gegnum allt annað i fari þess, því að listrænn hæfileiki barns- ins þroskast löngu fyrr en það nær hliðstæðu valdi á móður- málinu. Barnið getur lýst því, sem það reynir daglega í um- hverfi sínu, allítarlega í mynd- um og teikningum og oft á furðulega áhrifamikinn hátt, áð- ur en það er þess umkomið að greina frá sömu fyrirbærum í orðum. Þriggja eða fjögurra ára barn, sem getur sagt litlu Umferðarslys. — Karl, 11 ára gggsipö Gunnar verst fjandmönnum sínum. — Jón, 10 ára. eru einmitt myndir frái þessu þróunarskeiði, sem getursað líta á þessari sýningu. Flestar myndirnar eru frá Mýrarhúsaskóla, þar seml börn- in hafa unnið undir handleiðslu Arthurs Ólafssonar, semtreynd- ist frábær kennari með nasmum skilningi á listrænni getu ibarna og hafði lag á því að leysa: hana úr læðingi. Nokkrar myndir og teikningar, sem sýndar eru, voru gerðar í æfingabekicjum Myndlista- og handíðaskiólans undir handleiðslu Benedikts Gunnarssonar, sem hefur oft áður sannað, hve vel hann tkann að vinna með börnum. Ég íheid, hipdráhir'ðg véfUi,* hVa8’ hægt að gera éi-ftssswe^vfði, ( okkar skólum. Sérstaklega athyglisvert er, hve börnin vinna frjálslega, þegar þeim er leyft að vinna á stórum blöðum. Þá fyrst virðast skapandi hæfi- leikar þeirra fá að njóta sín til fulls. Síðan Valgerður Briem hætti teiknikennslu í skólum, hafa slíkar teikningar barna verið sjaldséðar. Valgerður varð fyrst til þess hér á landi að opna augu kennara fyrir þeim auðæfum, sem felast í sköpun- argáfum barna. Séu verk bama rétt athuguð, kemur í ljós, með hve mikilli alvöru og kostgæfni lýst, hvernig Gunnar rekur •Hallgerði kinnhest og hvernig hann verst fjandmönnum sínum og glottir við tönn. Umfram allt eru það þó töfr- ar hins „naiva“ einfaldleika og listrænnar formfestu, sem hrífa okkur. En hvoru tveggja ein- kenndi forðum list alþýðunnar. Þannig rennur það allt í einu upp fyrir manni, að auðæfi alþýðulistar eru engan veginn glötuð, — börnin varðveita þau. Gott er að vita til þess, að lífið endurnýjast í sífellu og nærist af tærum uppsprettulind- um. Kurt Zier. Nýstárlea fatahreinsun Fljóthreinsun h.f. Gnoðarvogi 44 hefur hafið starfsemi sína. Bljót- hreinsun er nýtt fyrirtæki, sem notar mjög nýstárlegar vélar við fatahreinsun, sem gerir það: að verkum að hægt er að bíða oftir því að þvotturinn er þveginnj og þurrkaður, sem tekur 50 mínútur. I fatahreinsuninni eru sjálfvinkar vélar af Norge gerð sem eru rrrjög svipaðar útlits og nýtízku þvo4:ta- vélar, en þær eru t.d. frábrugðfeiar þeim vegna þess að þær nota ekkert vatn við hreinsunina, held- ur er notuð efnablanda sem hefur sérstaka hreinsunareiginleika. Efna blandan er notuð aftur og aftur -og er hún hreinsuð í sérstöku tækiatil1 bess gerðu. j Vatn er því ekki notað við hreöis ; unina, nema áður en þvotturinn «er settur í vélarnar, þá er úðað vatpi •5 bletti, en samkvæmt því sam ' '■geir H. Magnússon tjáði frétta ínnum, er vatn bezta blettaefln j ið. Allan þvott er hægt að fara mdð til Fljóthreinsunar h.f., jafnt við1 hafnarföt, sem rúmábreiður og komi fólk með föt í hreinsun er því ráðlagt að vöðla þeim ekki saman, þar sem brot haldast í fötunum eftir hreinsunina, en krumpist föt- in á leið í fatahreinsunina kemur það einnig fram eftir þvottinn. Verði á hreinsun er stillt mjög í hóf. Að þurrhreinsa 4 kíló kostar 114 kr. Norge þurrhreinsunarvélar eru orðnar mjög viðurkenndar og hafa hundruð fatahreinsana risið upp, sem nota þessar vélar I Evrópu og Bandaríkjunum. í Kaupmannahöfn einni eru t. d. um 20 slíkir staðir. Tveir bráðkvaddir Tveir rnenn urðu bráðkvaddir í Reykjavík í fyrrinótt. Annar þessara manna er flest- um Reykvíkingum gamalkunnur, Magnús Þorláksson fyrrum vakt- maður hjá Landssímanum, vinsæll og vel Iátinn í hvívetna. Áður fyrr leitaði fjöldi Reykvíkinga til hans á hverri einustu nóttu með beiðni um að vekja sig einhvern tima næturinnar eða árla morguns og aldrei brást Magnús heitinn trausti þessara manna. Magnús varð bráð kvaddur kl. 1 í fyrrinótt. Hinn maðurinn var vörubílstjóri norðan úr landi, sem staddur var í Reykjavík á bíl þeim er hann ók. Klukkan 8 í gærmorgun var hann að losa vörur af bíl sínum hjá Vöru flutningamiðstöðinni í Borgartúni, en áður en varði hné hann niður og var þegar örendur. Þarna var um rúmlega fertugan mann að ræða, og hafði hann þjáðst af kransæðastíflu áður. Um nafn hans veit blaðið ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.