Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 16
FLUGFÉLAGIÐ STFFNIR AÐ ÞVf AÐ KAUPA ÞÚTUNÆSTA HAUST Með Friendshðp-flugvélunum er von um uð rekstur innunlundsflugsins Örn Johnson forstjóri Flug- félagsins skýrði frá því á aðal- fund'i félagsins, að nú væru í at hugun hjá félaginu kaup á full kominni þotu til millilandaflugs og kvaðst hann vænta þess að þær athuganir leiddu tii niður- stöðu séint á þessu ári. Hér væri um að ræða mestu fjárfest ingu í sögu félagsins því að þotur af þeirri gerð er hentuðu félaginu mundu kosta 150—250 millj. kr. ásamt varahlutum og þjálfun starfsmanna. Hann kvað kaup Fokker Friendship skrúfuþotunnar vera merkasta áfangann á liðnu ári og ræddi um það hversu mjög starfsmenn, bæði flugvirkjar og flugmenn hefðu lagt sig fram í sambandi við nýju flugvélina og hve góðum árangri þeir hefðu náð. Framh. á bls. 6 Myndin er tekin á aðalfundi Flugfélags íslands í gær. Öm Ó. Johnson forstjóri er í ræðustól. var587millj. sem er25% aukning En skuldir félugsins til Cnnndair nemn 822 millj. kr. Velta Loftleiða var á s. 1. ári um 587 milljónir króna og er það 25% aukning frá árinu þar áður. Rekstrarhagnaður ársins var 34,2 miilj. kr. Er það aðeins Itegri tala en árið áður. En af- skriftir hafa hækkað vemlega og voru 84,3 millj. kr. móti 50,2 árið áður. Félagið er nú hæsti skatt- greiðandi á landinu og er gert ráð fyrir að skattar vegna árs 'ins 1964 muni nema rúmum 15,3 milljónum króna. Þetta kom fram á aðalfundi Loftleiða sem haldinn var í gær, í ræðu sem Sigurður Heigason varaformaður félagsins flutti er hann las og skýrði reikninga þess. Hann sagði í þessu sambandi m.a.: Því hefur verið mjög haid ið á lofti undanfarið, að Loft- leiðir væru slíkt stórgróðafyrir- tæki, að jafnvei væri talið þjóð- hættulegt. En hver er svo allur gróðinn og hverjar eru skuld- bindingarnar sem félagið nú stendur í vegna flugvélakaupa Framh. á bls. 6. Aðalfundur Kuupmannu- Myndin er frá aðalfundi Loftleiða. Gunnar Helgason, tengifulltrúi Loftleiða er í ræðustól. samtukunnu ú þriðjudug Kaupmannasamtök Islands halda aðalfund sinn þriðjudaginn 8. júni ÍNGIN H0FUÐB0RG EINS VEL STADSETT FYRIR SILUNGSVEIÐI — Segir Albert Það hefur aldrei verið eins mikið framboð á laxveiðileyfum eins og nú sagði Albert f Veiði- manninum, þegar Vísir hafði samband við hann í gær. Þaí er altalað að Ieyfið í 2—3 .dýrustu ánum sé komið hátt f fjögur þúsund krónur á bezta tíma. Laxá í Ásum hefur verið til umræðu manna á meðal undan- farið. Hver er leigukostnaður í í Veiðimanninuin þeirri á og hvað komu margir Iaxar upp úr henni í fyrra? — Véiðileigan mun vera eitt- hvað um 700.000 kr., en í fyrra sumar veiddust um 1300 laxar í ánni. Meðalþyngd laxa var um 7 pund og kostuðu þeir um 540 kr. komnir á land. Annars er ekkj hægt að bera saman verð á ám án þess að taka tillit til annars kostaðar en þess, sem heitir véiðileiga. Sá kostnaður er stundum innifalinn í leigunni og stundum ekki. Þetta er kostnaður við vörzlu, klak, hús næð’i o. fl. Þeir sem eni leigu- takar dýrustu ánna, erú oft menn, sem hafa verið lengi með þessar ár og eru jafnvel bornir og barnfæddir við árnar og vilja því ekki láta þær frá sér svo lengi sem þéim er stætt á því. Menn hafa snúið sér að silungsveiði, eftir að laxveiði- kostnaður hefur hækkað svo gíf urlega? — Já, enda má segja, að í engri höfuðborg í víðri ver öld sé jafngott tækifæri til þess að stunda silungsveiði eins og hér umhverfis Reykjavík. Má í því sambandi minnast á Þing- vallavatn, en veiðin í því er 400—500 þúsund fiskar á ári, ef murtan er talin með. Einnig eru fleiri vötn í nágrenni Reykjavíkur, sem eru mjög góð sílungsvötn, éins og t.d. Meðal- fellsvatn, Hlíðarvatn (við Krýsu víkurveg), Kléifarvatn, Olfljóts- vatn, Ölfusá og ef lengra er haldið eru óendanlega mörg sil- ungsvötn, þar sem hægt er að fá veiðileyfi fyrir mjög sann- gjarnt verð. n.k. að Hótel Sögu og hefst hann kl. 10 árdegis. Formaður samtak- anna, Sigurður Magnússon, setur fundinn og flytur ávarp. Knútur Bruun, framkvæmdastjóri samtak- anna, flytur skýrslu um starfsem- ina á s. 1. ári. Eftir hádegisverðar- hlé mun Gyifi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherra halda ræðu. Þá fara fram kosningar og lögð verða fram, rædd og borin undir atkvæði nefndaálit. Að fundi lokn um heldur viðskiptamálaráðherra fundarmönnum boð i Ráðherra- bústaðnum. SYRTLINGUR KOMINN UPP ÚR Gífuriegur kraftur er nú í Syrtlingi, að því er Vísir hermdi í gærkvöldi eftir flugstjóra á DC-3, sem fiaug yfir gosstaðinn kl. 8.30 í gærkvöldi. Kvað hann toppinn á hinn; nýju eyju rétt aðeins kominn upp úr sjóniun og nú væri talsvert öldurót — það bryti á skerinu, sem væri að myndast. Veður á gosstöðvum var gott í gær, Iágskýjað og gott skyggni. Heildarvelta Loftleiða á s.l. ári STÖÐUGIR FUNDIR Fyrsti sameiginlegi fundur sátta semjara með vinnuveitendum og sameiginlegri samninganefnd norð- an-, austan- og sunnanmanna var haldinn kl. 5 í gær og lauk kl. 7,30 um kvöldið. Skömmu síðar hófst fundur með norðan- og austan- mönnum og vinnuveitendum, en fundur sunnanmanna átti að hefj ast kl. 2 í dag. Hafa viðræðurnar þannig verið aðskildar á nýjan leik. Á fundinum í gær var rætt um vinnutímann. Síðdegis í gær kl. 2 hófst fundur þerna, matreiðslu- og framreiðslu- manna á farþegaskipunum með vinnuveitendum, og varð niður- staða fundarins sú, að deilunni var vísað til sáttasemjara. Þá var í gær morgun haldinn stuttur fundur vinnuveitenda og fulltrúa Sjó- mannafélags Reykjavíkur, og var það fyrsti fundur þessara aðila. Verkamannasamband íslands hélt fund í gær, þar sem fulitrúar að sunnan, norðan og austan skipt- ust á skoðunum ,en ekki var mörk- uð nein endanleg sameiginleg stefna á þeim fundi. Þjónar samþykktu síðdegis í gær með eins atkvæðis meirihluta sam- komulag það, sem náðst hafði við veitingamenn í „sjússadeilunni“. Samkomulagið fólst í því, að meg- inatriðum málsins var vísað til Fé- lagsdóms. Voru veitingahús því op- in í gærkvöldi og ekkl kom til verk fallsins, sem boðað hafði verið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.