Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 1
VISIR 55. árg. - MiSvikudagur 9. júnf 196S. - 128. tbl. Mesta síldveiði ver- tíðarinnar var í nótt Ágætt veður var á sildarmið- unum sl. sólarhring, og voru skip- 'in einkum að veiðum 130-135 mfl ur AaN frá Langanesi. Samtals til kynntu 48 skip um afla alls 57.400 mál og er þetta mesti veiðidagur sumarsins. Einir SU, 600 mál, Þráinn NK, 700, Mímir IS, 600, Barði NS, 1000, Víðir II. GK, 1000, Jón Kjartansson SU, 1800, Dagfari ÞH, 1700 Arnar- nes GK 700, Auðunn GK, 1350, Bergur VE, 1500, Bergvfk KE, 600, :Þorsnes SH, 900, Elliði GK, 1200 Einar Hálfdáns ÍS, 700, Þórður Jón- asson EA, 1800, Ólafur Friðberts- sofl-ÍS, 1100, Loftur Baldvinsson EA, 1200, Lómur KE, 1800, Jörund- ur HI. RE, 2000, Bjarmi EA, 700, Héðmn ÞH, 1100, Helgi Flóvents- son ÞH, 1200, Guðbjartur Kristján ÍS, 1200, Sigurður Bjarnason EA 600, Sæþór ÓF, 1100, Krossanes SU 1300, Sigurður Jónsson, SU, 1100, Ársæll Sigurðsson GK, 800, Gull- berg NS, 1200, Heimir SU 1600, Ingiber Ólafsson GK, 1600, Helga Guðmundsdóttir BA, 1700, Jbrund- ur n. RE, 1800, Glófaxi NK, 650, Steinunn SH, 750, Guðbjörg ÍS, 1000, Gullfaxi NK, 1300, Gunnar SU 1100, Höfrungur III. AK, 1950, Sól- rún IS, 1300, Margrét SI, 1600, Sig- urvon RE, 1200, Keflvíkingur KE, 1300, Guðrún Uónsdóttir ÍS, 950, Hugrún ÍS, 1400, Jón Þórðarson BA 600, Áskell ÞH, 750 og Reykjaborg RE 2300 mál. Sigurður Magnússon, formaður kaupmannásamtakanna, flytur ræðu sína á aðlfundinum KAUPMENN VILJA AFNÁM SÍÐ- USTULEIFA VERÐLAGSÁKVÆÐA Frá fundi Kaupmannasanttakanna sem hófst í gærmorgun Aðalfundur Kaupmannasamtak- anna hófst f gærmorgun að Hótel Sögu. FormaBur samtakanna, Sig- urður Magaússon, setti fundinn og flutti ræðu. "Þá flutti Knútur Bruun framkvæmdastióri samtakanna skýrslu um starfsemi samtakanna, Ásgrfmur P. Lúðvíksson gjaldkeri Iagði fram reikninga og Jón Bjarna- son flutti greinargerð um útgáfu blaðsins Verzlunartíðindi. Sigurður Magnússon ræddi ýmis vandamál og viðfangsefni kaup- mannasamtakanna. Hann fagnaði því aukna verzlunarfrelsi sem nú er komið á, en benti á það, að víð- tæku verzlunarfrelsi fylgdu óhjá- kvæmilega ýmis vandamál sem snúa að innlendri framleiðslu. ÞaU vandamál sagði hann, að ekki mætti vanmeta, því að þau eru stór á okk ar mælikvarða og snerta afkomu- möguleika þúsunda manna og heim ila. Hann sagði, að einn þáttur við- skiptalífsins hefði orðið verulega aftur úr í þróuninni til algers verzl- unarfrelsis, en það væru gildandi verðlagsákvæði & sumum vöruteg- undum. Smásöludreifingunni væri enn gert ,að dreifa ýmsum vörum fyrir þóknun, sem er miklu lægri en meðal dreifingarkostnaði næmi. GEKK A LANB I SYRTLINGI Vísir talar við Pál Helgason frá Vestmonnaeyium í gærkvöldi kl. 8.30 vann Vest mannaeyingur það afrek að ganga á land á nýju eynni. Svo til stöðugt gos var f Syrtlingi og rigndi glóandi vikri yflr eyj una og allt að 100 metra frá sjálfri eyjunni. Vfsir hringdi í Vestmannaeyinginn, Pál Helga- son og óskaði honum til ham- ingju með afrekið. — Við vorum f jórir um borð í bátnum mínum, Jóni krók, þeir Gísli og Bragi Steingrímssynir, Ragnar Jóhannesson og ég, sagði -Páll. — Við töldum hvað leið langt á milli gosa, sem mörg voru mjög öflug og huldu alla eyjuna. Gosið var mjög ó- reglulegt, hléin voru allt frá 20 sek. og upp í 3 mfn., en við tók um eftir því að hléin voru lengst eftir öflugustu gosin. Því vorum við tilbúnir eftir einhverja stóra sprengingu, ég í gúmmíbát, en hinir f trillunni og var taug á milli. Um leið og sprengingin var liðin, reri ég eins hratt og ég komst að eyj- unni, hljóp upp með flaggið og stakk þvf niður. Bakkinn, sem ég stakk flagginu niður í var mjög laus í sér og fannst mér því sem óralangur tími liði áður en mér tókst að láta það standa. Tíminn er lengur að líða við þess ar aðstæður, en heima á stofu- gólfi. Eyjan nötraði öll, það var áþekkt að standa á henni eins og standa ofan á risastórri vél. Varðskipið Þór var við nýju eyjuna með forsætisráðherra og utanríkisráðherra ásamt fleiri gestum, en Sigurður Þórarjns- son við þriðja mann var í gúmmíbát á leið f land f Surtsey. (Sigurður var að koma daginn áður ofan af Vatnajökli þar sem hann var f 8 daga.) AHir þessir menn sáu land- göngu Páls og urðu fyrstu við- brögð sumra þeirra að hrópa, — eru nú bannsettir Frakkarnir komnir aftur. Þessi hróp breytt- ust í sigurhróp þegar ljóst var að það var Vestmannaeyingur, sem var þarna á ferð, en ekki Frakki. Páll fór um borð í Þór á eftir og óskuðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra honum til ham ingju með afrekið. Sagði hann, að ýmsar stjórnmála- ásjæður myndu vera þess valdandi, að þessar leifar verðlagsákvæða hefðu ekki enn verið afnumdar. Þessu myndi og valda tortryggni milli stétta og ímynduð gagnsemi verðlagsákvæða samfara áratuga Framh. á bls. 6. Verkfalli fresfnð Samningafundur með full- trúum félags starfsfólks í veit- ingahusum og veitingamanna stóð fram yfir miðnætti í nótt. Félagið hafði boðað verkfall frá og með miðnætti föstudags ins. A fundinum í gær náðist samkbmulag um að verkfallinu yrði frestað til 1. júlí, og samn ingar reyndir fram að þeim tíma, með tilliti t'il hinna nýju viðhorfa í kjaramálum sem kaupsamningar nórðanlands og austan hafa skapað. Lausa samninga hafa tvö önnur verkalýðsfélög á sviði véitingamála. Eru það félag hljómlistarmanna og félag mat reiðslumanna. Samningar þess ara félaga við veitingahúsaeig endur runnu út 5. júní, en ekkert verkfall hefur verið boð að af hálfu þessara félaga. Vinnutminn styttur ag 4% kauphækkun — 9 Þriggja mánaða ís öld á Strönduni —j 10 Talaö yiB Jens Guðbjörnsson \ 28 verkalýðsfélög stantia að samningum Samkomulagið í kjaradeilu vinnu- veitenda og verkrýðsfélaganna fyr- ir norðan og austan, sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær, var stað- fest á stjórnari'undi Vinnuveit- andasambandsins í gær. Einnig var það samþykkt einróma á fundi Verkamannafélags Akureyrar, Ein- ingarinnar^ í gærkvöldi. Verður það borið undir 27 önnur verklýðsfé- lög á Norður- og Austurlandi í dag og á morgun. Þykir fullvfst að samkomulagið verðl samþykkt i öll- um félögununi. Hér fer á eftir efni samkomu- lagsins og yfirlýsing sú, sem rfkis- stjó/nin gaf út í tilefni þess: ir Vinnuvikan styttist um 3 klst., úr 48 stundum í 45' stundir. Heildarlaun i'yrir dagvlnnu verða óbreytt þrátt fyrir þessa styttingu. Jafngildir þetta 6.6% kauphækkun. Vr Almennt grunnkaup hækkar um 4%. ir Ríkisstjórnin beitir sér fyrir sérstökum aðgerðum til bóta á atvinnuástandinu norðanlands. Stytting vinnuvikunnar um 3 stundir jafngildir sem fyrr ségir 6.6% kauphækkun. Nær hún til alls ! timakaups, nema nætur og helgi- ! dagavinnu. I Þ£ er það nýmæli, að verkafólk sem unnið hefur samfleytt einn mánuð hjá sama vinnuveitanda skal fá greiddan einn virkan dag f veikindaforföllum. Eftir tveggja mánaða samfleytt starf hjá sama vinnuveitenda skal það fá greidda tvo virka daga o. s. frv. Áður voru veikindadagar ekki greiddir nema verkafólk hefði unnið fjóra mán- uði samfleytt hjá sama vinnuveit- anda. Þá hækkar nokkuð trygging sfldarstúlkna. Yfirlýsing | ríkisstjómarinnar Hér fer á eftir yfirlýsing sú, sem ríkisstjðrnin gaf um aðgjSrðir f atvinnumálum Norðlendinga: Ríkisstjórnin og, verkalýðssam- tökin á Norðurlandi eru sammála um nauðsyn þess að bæta nú þeg- ar úr alvarlegu atvinnuástandi á Norðurlandi sökum langvarandi aflabrests og hefja kerfisbundna at hugun og áætlanagerð um framtíð- aratvinnuöryggi í þessum lands- hluta. Er samkomulag um eftir- greindar ráðstafanir til úrbota: 1. Gert verði út á yfirstandandi sfldarvertíð að minnsta kosti Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.