Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 9. júní 1965. utlönd í mor^un utlönd 1 rnorí útlönd í morgun utlönd í morgLin Bandarikjahermenn í S. V. berjast fram vegis með stjórnarhernum Johnson Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt, að hér eftir taki banda- rískir hermenn sér stöðu við hlið suður-vietnamskra hermanna og ber'ist með þeim ef þörf krefji, og s''k-"r hernaðarlegrar aðstoðar sé af stjórn Suður-Vietnam. Til þ ’ efur hlutverk Bandaríkjaliðs ins c;-'ð einskorðað við að verja banj.arískar her- og flugstöðvar og við að vemda líf og eignir banda- rískra manna í landinu. Stjómmálafréttaritarar segja, að tilkynning utanríkisráðuneytisins beri greinilega með sér, að Bandaríkin hafi nú tekið sér víðtækara hlutverk f S.V. og Wayne Morse, demokrat, öld- ungadeildarþingmaður fyrir Ore gon, sem mótfallinn er stefnu stjómarinnar varðandi Vietnam, sagði á fundi með fréttamönnum í New York í fyrrakvöld: Hin nýja stefna staðfestir, að það er bandarfsk styrjöld, sem háð er í Vietnam. Wajme spáði því að innan miss- eris myndu Bandaríkin hafa 300.000 manna her í Vietnam. Það mun hafa verið ákveðið nú að hefjast handa um breytinguna, vegna þess að búizt er við mjög auknum aðgerðum Vietcong á mon súntímanum, sem nú er að hefjast. Þau hafa nú 51.000 manna lið, þar af 20.000 menn úr landgöngu liði flotans og úr fallhlífadeildum landhersins, en 4000 til viðbótar munu koma til S.V. í þessum mán- ,uði og taka við vömum tveggja I herstöðva, Qui Nhon og Nha Trang j á ströndinni við Suður-Kína-sjó. j Bandarísk sprengjuþota var skot ! in niður um 65 km. inni yfir Norð- i ur-Vietnam í gær, en flugmaðurinn j sveif til jarðar í fallhlíf og var j hann sóttur í þyrlu, en hinar j bandarísku flugvélarnar hættu á- rásum á meðan og vernduðu þyrl- una meðan á björgunaraðgerðinni stóð. Youlou dæmdur til líflúts • Youlou ábóti, fyrrv. forseti f Kongó-lýðveldinu (fyrr Franska Kongó) hefur verið dæmdur til lífláts. Dómurinn var kveðinn upp að honum fjarverandi. Það var sérlegur dómstóll í Brazzaville sem kvað upp lífláts- dóminn og fyrirskipaði, að gang- skör yrði gerð að því, að hægt yrði að fullnægja honum (þ.e. að ná Youlou, en honum tókst að flýja úr stofufangelsi i Brazzaville fyrir nokkru, og er talið að hann hafi komizt yfir fljótið til Leopoldville). Myndin er af rússneskri risaþyriu, tekin á Kastrupflugvelii, er þyrlan var á leið til Parísar í fyrradag á alþjóða flugvélasýningu, sem þar er haldin. Þyrlur af þessari gerð nefnast MI-6, MI-8 og MI-10. MI-16 getur flutt 70-80 farþega. Mesta athygli vakti þó MI-6, sem 1961 setti tvö alþjóðamet með því að fljúga með farm, sem vó 15.103 kg, í 2.326 m. hæð. Sú gerðin, sem myndin er af, er stundum kölluð fljúgandi kraninn. ^ 125 lík hafa fundizt í Kak- amj-námunni í Júgóslavíu. Þar ríkir þjóðarsorg vegna þessa ægilega námuslyss. ► Rússar hafa skotið á loft'! tunglfiaug, Lunar VI. Sennii. ber hún til tunglsins vísinda-og kvikmyndatökuvélar og áformað að lendingin verði svo hæg, að hún skili vélunum þangað ó- skemmdum. Sams konar tilraun mistókst fyrir mánuði. ÁÐVÖRUN frá Bæjarsíma Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs. Að undanförnu hafa orðið miklar skemmd- ir á jarðsímakerfi Bæjarsímans af völdum stórvirkra vinnuvéla, sem notaðar eru við gröft, m. a. við hitaveituframkvæmdir, gatna gerðir, girðingu lóða o. fl. Það mun flestum ljóst að fyrir utan beint fjárhagslegt tjón, sem af þessu hlýzt, eru óþægindi og í sumum tilfellum óbætanlegt tjón, sem símanotandinn verður fyrir. Því er alvarlega beint til verktaka, verk- stjóra og ekki sízt til stjórnenda vinnuvéla að leita upplýsinga hjá línudeild Bæjarsímans sími 11000, áður en byrjað er á framkvæmd- um og fá upplýsingar um hvort jarðsími er í jörðú þar sem grafa á. Að slíta eða skemma jarðsíma eða annan símabúnað vísvitandi varðar við lög, sbr. 14. grein laga nr. 30 frá 1941. Reykjavík, 8. júní 1965. Vindlar og pípur eins hættulegar og sigarettur Sænskir vísindamenn hafa kom- izt að þeirri niðurstöðu, að engu minhi krabbameinshætta stafar af pípu- og vindlareykingum en sígar- ettunum. Blaðið POLITIKEN skýrir frá því, að nú sé slegið föstu, að greini leg tengsl séu milli reykinga og krabbameins. Með bandarísku grein argerðinni í fyrra, sem blaðið kall ar „chokrapport,“ hafi verið sann- að að krabbameinshættan ykist vegna sígarettureykinga, en þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu að pípu- og vindlareykingar séu al- veg eins hættulegar. Gerð er grein fyrir krabbameini í vör af völdum pfpureykinga og auk þess sanna hinir sænsku hag fræðingar með tilvitnunum f skýrsl ur, að menn hafa fengið krabba- mein í kok af völdum pípu- og vindlareykinga. Sérfræðingarnir voru valdir til þess að annast rannsóknirnar af sænsku heilbrigðismálastjórninni og eru þeir þessir: Stig Björkmann, Qunnar Boalt og Lars Friberg, allir háskólakennarar, íþróttalæknirinn Niels Ringertz, Per-Olof Astrand docent og Jan Jung fil. lic. hagfræð ingur. í greinargerðinni er haldið fram I krabbamein í barkakýlinu stafi að að „visst samhengi“ sé milli reyk- líkindum af sígarettureykingum og inga og krabbameins í vélindanu, sömuleiðis að krabbamein í blöðr- einkanlega ef neytt sé áfengis um unni kunni að stafa af þeim en það leið og reykt er. Ennfremur að ' sé þó ekki fullsannað. S U R T S E Y 1. dags umslög fyrir Surtseyjarfrímerkin komin, teiknuð af Halldóri Péturssyni listmálara. FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN, Týsgötul,sími 21170. Þriggja herbergja íbúð Höfum til sölu 6 ára gamla 3 herbergja íbúð í steinhúsi við Miðbæinn. Tvennar svalir. íbúðin er í góðu standi. Tilvalið fyrir þá, sem vilja búa miðsvæðis. HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA Laugavegi 11 . Sími 21515 . Kvöldsími 33687

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.