Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 8
VISI R . Miðvikudagur 9. júní 19CT. vrm VISIR Ojgefandi: Blaðaútgáfan VISIF Ritstjóri- Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjðri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn O Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði í lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur Prentsmiðja VIsis - Edda h.f Samningarnir Kaupgjaldsmálin hafa löngum verið mönnum við- kvæm og auðvelt að stofna til æsinga út af þeim. Þetta hafa kommúnistar óspart notað sér um allan heim, því þeir þykjast sem kunnugt er vera forsvars- menn launþega og verkamanna, þótt harla lítið verið úr þeirri umhyggju þar sem þeir ná völdum. Vinnu- deilur hafa verið of tíðar hér á íslandi síðustu ára- tugina og ævinlega haft illt í för með sér fyrir alla þjóðina. Við erum t. d. enn að súpa seyðið af verk- föllunum miklu 1955, því til þeirra má að mörgu leyti rekja það sem aflaga fer í efnahagsmálum okkar nú. Júní-samkomulagið í fyrra var stórt spor í rétta átt og markaði þáttaskil í aðferðum við lausn þessara mála. Ríkisstjórnin hefur margsinnis lýst sig reiðu- búna til þess að vinna nú að lausn á sama grund- velli, en hún vill, samkvæmt yfirlýstri stefnu sinni í upphafi, að verkalýðsfélögin og atvinnurekendur komi sér sjálf saman, ef unnt er. Þegar tilraunir þeirra mistakast kemur til kasta stjórnarinnar. Það virðist hafa legið í loftinu undanfarnar vikur og. mánuði, að verkamenii ksei-'ðu sig'nekkivum að-rfana út í verMóíl, erida værí 'það égt^'þiejp'r 07' næg atvinna er á boðstólum og líkur til að samn- ingar náist án slíkra aðgerða. Líklega er það rétt sem sumir segja, að alltof mik- ið sé skrifað í dagblöð um kaupgjaldsmálin, þegar samningar eru í undirbúningi. Sum þau skrif eru sízt til þess fallin, að greiða fyrir sanikomulagi, ef mark er tekið á þeim. T. d. voru viðtölin, sem Þjóðviljinn var að birta fyrir hátíðina harla ólíkleg til góðra áhrifa á einn eða annan, sem um málin fjalla. Að sönnu voru þau svo ofstækisfull, að fæstir munu hafa tekið þau alvarlega, en þó eru til meðal verkamanna einstaklingar, sem hafa drukkið í sig æsingaskrif Þjóðviljans líkt og þessir menn, sem fengu að láta Ijós sitt skína í fyrrnefndum viðtölum. Slagorð kommúnista og ruddalegar hótanir ættu engan hljómgrunn að fá í siðuðu þjóðfélagi. En þeim er nokkur vorkunn, sem lesa aðeins Þjóðviljann og halda að þar sé allt satt og rétt, sem skrifáð er. En þeir sem hafa víðari sjóndeildarhring, vita að þess- ar baráttuaðferðir eru úreltar og eiga ekki við hjá siðuðu fólki. Langflestir verkamenn vilja leysa kaupgjalds- málin með friðsamlegum hætti, en hitt er líka kunn- ugt, að til eru nokkrir pólitískir ofstækismenn, sem ekki vilja samkomulag, af því að þeir halda að þeir geti veitt fáein atkvæði á því að stofna til verkfalla. Þeir fengu, sem betur fór, ekki vilja sínum fram- gengt í fyrra, og munu flestir nema þeir sjálfir vera á einu máli um, að það hafi verið gæfa fyrir þjóðina. Langvinn verkföll um hábjargræðistímann væri ein- hver mesta ógæfa, sem yfir efnahagslífið og atvinnu- vegina gæti dunið. KRISTJÁNSSON: Á MIÐVIKUDAGSKVOLDI 'U’inn af fremstu embættis- mönnum þjóðarinnar sagði, þegar hann hafði hlustað á „Friendship-ræðu“ Arnar O. Johnson, forstjóra Flugfélags ís- lands, þar sem hann vó að Loft- leiðum, að þetta væri bezta ræða, sem hann hefði heyrt síð- an 1908. Og einn ráðherranna sagði: Þessi ræða veldur þátta- skilum. Héðan í frá segja menn það, sem þeir meina. Sambærilegar yfirlýsingar væru viðeigandi um „Pelabarna- ræðu“ Kristjáns Guðlaugssonar, stjórnarformanns Loftleiða þeg ar hann svaraði ræðu Arnar. Hvers vegna deila þessir menn opinberlega um fyrirtæki sín? Hvers vegna urðu kassagerða- blaðaskrifin, Eimskips-Jökla striðið og deilurnar um Einar rika og almenningshlutafélagið hans? Undanfarna áratugi höfum við ekki átt slíkum yfirlýsingum að venjast. Þögnin hefur ríkt um fyrir- ætlanir stjórnarvalda og fyrir- tækja. Málefnin hafa ekki verið borin á torg. Tj’yrirtækin, sem hafa átt velgengni að fagna á síðustu áratugum, hafa yfirleitt verið fjölskyldufyrirtæki, svo ekki hefur verið við að bUast, að stjórnendur þeirra vildu upp- lýsa almenning neitt um áform sín né gerðir. Tilkoma samvinnufélaganna olli hér engri breytingu, þótt undarlegt megi virðast. Nú er svo komið, að eigendur sam- yinnyfélaganna, almenningur . í ‘ yggiSum landsins, veit. Utið um enfrig^mál óg staffsemi sam- vinnufélaganna, svo ekki sé tal- að um mál höfuðsins sjálfs SÍS. í rauninni er það rekið sem einka fyrirtæki forstjóranna og nokk- urra manna í Reykjavík ,og eig- endurnir úti um iand fá ekki að reka þar nefið niður I fjár- mál né annað. Þögnin hefur ríkt þar engu sfður en I einka- fyrirtækjunum. Og ríkið lagði heldur ekki í vana sinn að upplýsa almenn- ing um áætlanir. Gilt hefur for- ® múlan: „Það er því miður ekk- ert hægt að segja um þetta mál, því ákvörðunin hefur ekki verið tekin“. Almenningur hefur fyrst haft veður af málunum, þegar endanleg niðurstaða var fengin, og engu hægt að breyta. Þótt þetta sé í hróp- legu ósamræmi við lýðræðislega hugsun hefur þetta verið við- tekin venja hér. Almenningur hefur ekki verið kvaddur til að AÐ ÞEGJA EÐA SEGJA hugsa um málin með valdhöf- unum, fylgjast með þróun mála, meðan þau voru að ger- ast ■' í gamla daga hefði rikisstjóm in birt tilkynningu einn góðan veðurdag um, að sami.ð hefði verið um byggingu alúmínverk- smiðju við svissneskt fyrirtæki og ákveðið hefði verið að virkja Þjórsá við Búr- fell í því skyni. Og þessi yfir- lýsing hefði komið eins og þruma úr heiðsklru lofti. jVú varð þetta ekki raunin ^ Almenningi hefur verið gef- inn kostur á að fylgjast með alú mínmálinu frá byrjun, og hon- um hefur verið gefið tækifæri til að leggja orð i belg. Þannig hefur alúmínmálið fengið að þróast með víxlhrifum rikisvalds og almenningsálits. Þetta er eðli lega leiðin, en því miður heyrir alúmínmálið til undantekn- inga enn sem komið er. Það er ekki í málum hins opinbera heldur í einkafyrirtækj unum, sem mest hefur borið á nýja tímanum í þessum efnum. Kassagerð Reykjavikur og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna deildu um kassagerðaráform SH og margir létu þar ljós sitt skina. Eimskipafélag íslands og Jöklar h.f. deildu um taxta á flutningi frystivara og margir lögðu álit sitt á vogina. Einar Sigurðs- son deildi á opinberum vett- vangi við menn úti í bæ um nýstofnað aimenningshlutafélag um útgerð fiskiskipa. Og Flug- félag íslands og Loftleiðir deila um allt milli himins og jarðir. Og allt þetta hefur gerzt á einu ári. Ekki er ég dómbær á, hvað veldur þessari breytingu á af- stöðu valdamanna í fyrirtækj- um og í ríkisvaldinu til almenn- ingsálitsins. Ef til vill stafar hún af aukinni þátttöku fyrir- tækja, sem margir eigendur eru að, í atvinnulífinu. Stjórnir þess ara fyrirtækja vilja taka afdrifa ríkar ákvarðanir og reyna að ná á opinberum vettvangi til hinna dreifðu hluthafa tii að vinna fylgi þeirra við þessar á- kvarðanir. Síðan breiðist þessi aðferð út. Þetta var illa rökstudd til- gáta, en um hitt efast ég ekki, - að afleiðingarnar af þessum nýjú'venjum verða víðtækar ef haldið verður áfram á sömu braut. Þær verða til þess að drepa niður tortryggni og sögu sagnir. íslendingar hafa jafnan trúað ríkisvaldinu til hinna verstu glæpaverka, enda hafa þeir oft haft ástæðu til að ætla, að farið hafi verið á bak við þá. íslendingar hafa einnig lengi verið veikir fyrir sögusögnum um, að fyrirtæki hefðu ekki allt sem hreinast ' pokahorninu. Það mun áreiðanlega hreinsa andrúmsloftið, ef heilögu kýrn ar verða látnar hverfa og menn fara að segja það, sem þeir meina. Loftleiðir beita sér fyrir al- menningshlutafél. umhótel Segja að ekki veiti af öðru 200 herbergja hóteli Loftleiðir hafa ákveðið að beita sér fyrir því að stofna almenningshlutafélag um hót- elrekstur í Reykjavík. — Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var fyrir helgi var sam þykkt að fela stjóm félagsins að hafa forgöngu um það. Er greinlegt að Loftleiðir ætla að ráðast í þetta til viðbótar vlð það hótel sem þeir ero að reisa úti á Reykjavfkurflug- velli. Sem kunnugt er þá eru Loft leiðir nú að byggja 200 her- bergja hótel á Reykjavfkurflug- velli og er búizt við að það verði tilbúið næsta ár. En nú segja Loftleiðamenn: — Sýnilegt er, að stórauka þarf gistirúm í landinu og stefna ber að því að koma f byggingu hóteli með a. m. k. 200 herbergjum á næstu 2 ár um til viðbótar því hóteli, sem nú er í smíðum. Fundurinn ályktar, að vegna mikillar fjárfestingar félagsins í flugvélum og hóteli og með tilliti til þess. að ákjósanlegt er að gefa almenningi kost i að leggja fram fé í atvinnu- rekstur almennt, verði sú leið farin, að félagið hafj forgöngu um stofnun almenningshiiit' félags um nýtt 200 herbergja hótel i Reykjavfk, sem tekið yrði i notkun ekki sfðar en innan 3-4 ára. /■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.