Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 2
í Þarna sólar Ann sig á Bondi Beach, hinni frægu baðrtrönd í Ástraiíu og auðvitað er hún í hvítum alullarsundhol, sem vir'íist ‘ fara henni í alla staði mjög vel. Fegursta stúlka heims ferð- w ast og auglýsir ull Það eru engin takmörk fyrir þvi hvað falleg stúlka getur upplifað. hellt lið af baðstrandarvðrðum í kringum sig. Ungfrú Ann Sidney, 21 árs gömul ensk stúlka vann alheims fegurðarkeppnina f fyrra og var kjörin Miss World. Titilinn veitti henni þegar ágæta at- vinnu: Hún ferðast um heiminn I ull og seiur ull! Fallegasta stúlka heimsins var nefnilega keypt af aiþjóða- hring sem verzlar með ullarvör ur og á vegum þessa fyrirtækis hefur hún ferðast um allan heim. Ann var hárgreiðslukona i litl um enskum bæ á suðurströnd- inni, þegar hún ákvað að freista gæfunnar og reyna að komast að sem fyrirsæta. „Ég kom til London i fyrra- sumar og varð ein þeirra 500 stúlkna, sem eyddi tímanum I biðherbergjum ljósmyndara og Sekúndubrot íþróttamenn hafa hingað til getið sér mesta frægð fyrir bar áttuna um sekúndubrotin sem ó yggjandi mælikvarða á heil- brigða sál f hraustum líkama, aukna starfsgetu, lengra lif I fullu fjöri, fyrir utan dreng- skapinn og allt annað sem alltaf hefur verið megintilgang urinn með íþróttaþjálfunininni, að m'innsta kosti í ræðum fram ámanna þeirra og áróðrj fyrir bættum aðbúnaði. En nú eru þeir ekki orðnir einir um þá baráttu. Hún færist stöðugt yf ir á nýja vfgvelli. Nægir til dæm is að benda á flugfélögin í því sambandi — þau hika ekki við að verja tugmilljörðum króna til þess að verða sér úti um farkosti, sem stytt geta ferð- ina milli héimsálfa um sekúndu- brot, sem ekki þarf svo nema rautt ljós á gatnamótum á leið inni frá flugvellinum inn í við- komandi borg til þess að gera margfaldlega að engu. Og nú eru strtrveldin tekin að berjast um sekúndubrotin — nú veltur öll heimspólitíkin á því, hvort rússneskur geimfari eða banda rískur getur haldið sig sekúndu broti lengur fyrir utan geim- skip sitt og getur sekúndubrot þetta jafnvel skorið úr um það i hugum manna hvor stjórn- málastefnan sé heppilegri, sú rússneska eða bandaríska ... Hjá okkur er þessi barátta að verða stöðugt víðtækari og mik ilvægari... okkur liggur þessi lifandis skelfing á að við hik- um ekki við að stofna lífi og Iimum i hættu fyir sekúndubrot í umferðinni — og það sem lakara er, limum og lífi ann- arra. Til hvers við yerjum þessu dýrmæta sekúndubroti, ef það vinnst, er annáð mál... en sagt er að engum liggi á, þegar hann er setztur við barinn .. Annars er ekki fyrir það að synja, að vel værj ef stórveld in gætu einskorðað alla sína baráttu við þessi sekúndubrot úti í seim’uim. og látið sigur eða ósigur bar skera úr öllum sínum deilumálum . .. það yrði að minnsta kosti öllu skárra fyrir okkur á jörðu niðri. En þess er varla að vænta. og hvað sem því líður, þá er víst um það að þess- ari hörðu baráttu um sekúndu- brotin heldur áfram, og ef til vill verður þess ekki langt að bíða, að géimferðafélögin hefji harðvítuga áróðursbaráttu um sekúndumun á geimferðum, sem taka að auki tvö til þrjú hundruð ár ... Þetta breyttist auðvitað þegar hún var kjörin fegursta stúlka í heimi. Þá komu tilboðin auðvit að í hrönnum, — allir vildu fá hana til að sitja fyrir, en hún sjálf vandlát á tilboðin. Hún tók bezta tilboðinu, sem kom frá ullarvörufirmanu og síðan hefur lífið verið eitt ferðalag og ævintýri. Starfið er skemmtilegt segir Ann, alltaf nýr kjóll og ný hár- greiðsla, einmitt það sem á bezt við ungar stúlkur. Ekki sizt hef ur Ann gaman af að fá hársnyrt inguna, því sjálf var hún góð hárgreiðslukona og vann fimm verðlaun á því sviði! Kári skrifar: p^yrir skemmstu sá ég í Stjörnubíói þýzka auka mynd um dýralækningar. í þessari stuttu kvikmynd var lýst á allýtarlegan hátt hversu mikla umönnun lúsugir kettir, tannskemmdir kjölturakkar og hryggskakkir hundar fá á þar til gerðum sjúkrahúsum, en sér fróðir dýralæknar ásamt þjálf- uðu liði hjúkrunarkvenna sáu fyrir því, að veslings litlu dýr- unum liði sem allra bezt. Undarleg manngæzka. Þessi siður, eða ósiður, að halda hvers kyns húsdýr hefur breiðzt mjög ört út í ýmsum ríkjum, en er sem betur fer ekki ýkja algengur hérlendis. Það er hvergi til sparað í mat- arkaupum til handa skepnum og sýnilega eru sjúkrahúsin þeirra næstum eins fullkomin og venjulegra manna. Auk þess hafa myndazt stéttir í kring um þau, svo sem hundahreinsarar, dýrasalar og fleira. En það er fróðlegt að bera saman kjör ýmissa meðbræðra okkar á þessari öld húsdýranna. Víða um heim, einkum í vanþróuðum löndum er geigvænlegur skort ur á sjúkrahúsum, jafnvel til bráðnauðsynlegustu aðgerða á sjúku fólki. Það ætti að vera óþarfi að minnast á hungurs- neyðina, sem ætíð vofir yfir víða um heim, til dæmis er verið að safna um þessar mund ir fé til matar og lyfjakaupa handa heimilislausu fólki í Pak istan. Okkur hér á landi er jafn vel kunnugt, hvemig skortur á sjúkrahúsnæði og menntuðu og biálfuðu starfsliði er átakanleg ur. Þótt við séum flest dýravin ir og viljum skepnum allt gott til, þá hliótum viö að viður- kenna að slíkt sé öfugþróun. Það er í það minnsta furðulegt mat á manngæzku að verja fjármunum og dýrmætu vinnu- afli hiúkrunarfólks í kjöltudýr, meðan milljónir meðbræðra okkar víða um heim Iíða skort matvæla og hjúkrunar. Sóðaskapur á veitinga- stöðum. Piparsveinn ritar: Mér finnst skrýtið hvað sum ir veitingahúsagestir geta haft lélega kímnigáfu. Ég snæði kvöldmat að staðaldri á ákveð innl veitlngastofu austur f bæ og það hefur komlð fyrir hvað eftlr annað, að þegar ég atla að láta sykur í kaffið sem ég fæ mér eftir matinn, að „syk urbyssan" hefur verið opnuð og salt látið út í. Ég kvartaði I fyrstu við eigandann, en hann sagði mér að þetta væri al- gen<n os erfitt að hafa hendur í hár sökudólganna. Ég vil hvetja alla veitingahúsagesti til að hika ekki við að tilkynna, verði þeir varir við slíka „vá- gesti" svo éigendur veitinga- húsa geti fylgzt með þeim eða tilkynnt lögreglunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.