Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 4
4 V1SIR . Föstudagur 11. júní 1965. Nú er laxveiði óðum að hefjast í ám um Iand allt. Sí- aukinn áhugi hefur skapast á laxveiðum og rnunu nú fleiri en nokkru sinni bíða eftir því með eftirvæntingu að komast í ána daginn sem var ákveðinn í vetur, þegar sumarið var enn aðeins óljós minning. Fréttamaður Vísis heimsótti því Veiðimálastofnunina og ræddi við Þór Guðjónsson, veiði- málastjóra, um veiðihorfur í sumar, aukna veiði vegna fiskiræktar og annað. Tlvernig laxveiðin verður núna er ómögulegt að segja, sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri. í fyrra var ágæt veiði þó útlitið væri áþekkt og nú. Veðurfarið leit ekki vel út. Það var þurrt vor, lítill snjór í fjöllum, en það vildi svo vel til að það rigndi einmitt þegar laxagöngur hófust að ráði (upp úr 20. júní). Annars gengur oft illa að ná í allar tölur yfir laxveiði og yfir- leitt eru þær ekki tilbúnar fyrr en eftir 2-3 ár. — Ef tölur koma ekki fyrr en eftir 2-3 ár, hvernig getið þér þá vitað að laxveiði hafi verið á- gæt í fyrra? Við tökum stikkprufur úr nokkrum ám og höfum við athug að hversu rétta mynd slíkar gott smálaxaár (4-6 punda lax), þá má gera ráð fyrir að næsta ár á eftir verði mikið um miðl- ungslax (8-12 punda lax). Þessi smálax og miðlungslax eru af sama árganginum, smálaxinn hefur verið eitt ár í sjó, en miðl ungslaxinn hefur verið tvö ár í sjó. Það hafa borizt frásagnir að mikill smálax hafi verið í sum- um ám í fyrrasumar, en aft- ur á móti heyrist frá öðrum ám að lítið hafi verið um smá- lax. Það er því ekki gott að segja hverju helzt á að trúa. . Eini raunhæfi grundv. undir þá spá að nú í sumar verði gott laxveiðiár, er sennilega sá, að undanfarin ár hefur laxveiðin sí- fellt batnað. Síðan 1959 hafa Hoplaxinn er merktur með fiskmerkjum áður en honum er sleppt að vorinu. stikkþrufu gefa. Það hefur sýnt komið mörg^aóð laxveiðiár í röð sig að útkpman .hefur minnAi.en i-nenw,19fi2i.ag|í4á þKfeb^ast við 5% skekkju. Þó grundvöllinn miðlungsári" éð'a betra. Sam- undir spárnar vanti að mestu kvæmt skýrslum veiðist í með- leyti þá er sumt sem við getum alári um 25000 laxar og nemur séð fyrir eins og t.d. að komi aflinn 60-100 tonnum. Hin raun- Laxaseiðum er sleppt í eldiskassa í Laxaeidisstöðinni i Kollaflrði. (Ljósm. Þór Guðjónsson). '! vérulega veiði er þó án efa tölu \ vfert meiri þar sem allt kemur ekki fram á skýrslum. — Hvernig haldið þér að standi á því að veiðin hefur auk- izt undanfarin ár? — Það er ýmislegt sem kemur til, en ég hef sterk- an grun um að ræktun hér á landi hafi áhrif á árnar, geri þær frjósamari og auki þannig á uppeldisskilyrði þeirra. Það er einsýnt hvernig stendur á því. Vatnið sem kemur í þessar ár rennur í gegnum jarðveg, spm borið hefur verið á og flytur þvf vatnið áburð sem sér í árnar — Leigan á laxveiðiám hefur hækkað mikið undanfarin ár og hefur það mikið verið til um- borið hefur verið á og flytur því vatnið áburð með sér í árn- ar. — Leigan fer auðvitað eftir lögmálinu framboð og eftirspurn en leigan hefur þó hækkað meira en búast hefði mátt við. Þegar Laxá í Leirársveit var leigð fyrir 550.000 kr. þá hélt ’ maður eiginlega að þetta væri toppurinn. Laxinn kostar þar að jafnaði 1000 kr. kominn á land, ef miðað er við veiði I þeirri á undanfarin 1Ó ár. Síðan þá hafa árnar enn haldið áfram að hækka t.d. hækkuðu leigurn- ar í Laxá í Dölum, Laxá í Ás- um og Víðidalsá um 300-400% frá fyrri leigum, sem voru orðn- ar 3-5 ára gamlar. — Vitið þér hve mikið er borgað í samanlagða leigu fyr- ir allar laxveiðiár á Iandinu? — Nei, það veit ég ekki. Það er geysierfitt að ná því öllu sam an, en ef við tökum fyrir laxa- árnar í Húnavatnssýslu, þá er leigan á þeim um 6 milljónir á ári. Þetta eru um 8 ár, en á landinu öllu eru taldar 50-60 laxaár. Erfitt er að nota hlut- fallareikning til þess að gizka á hvað leigan er á þeim öllum, vegna þess að árnar í Húnavatns sýslu hafa leigzt vel. — Er ekki von til þess að leigan lækki almennt, þegar fiskirækt verður aukin með til- komu laxaeldisstöðva? — Það má búast við því með óbreyttri eftirspurn. Framleiðsla laxaseiða er nú í höndum 8 að- ila, t.d. erum við með íaxaeldis stöð í KoIIafirði og Rafmagns- veita Reykjavíkur er með slíka stöð inn við Elliðaár, en innan skamms býst ég við að þrír aðil- ar í viðbót komi sér upp slíkum stöðvum. Þegar allar þessar eldisstöðv ar eru byrjaðar af fullum krafti munu þær framleiða nokkur hundruð þúsunda niðurgöngu- seiða árlega, en nú er reiknað með að eitt seiði af hverjum tíu skili sér aftur upp í árnar. Þar sem engin reynsla er á slíkum eldisstöðvum hér á landi er ómögulegt að segja um hve niðurgönguseiðið muni koma til með að kosta í framleiðslu. í Svíþjóð kostar niðurgönguseiðið 3 kr. sænskar eða um 25 kr. ís- lenzkar. Það er engan veginn víst að niðurgönguseicjið verði eins dýrt hér í framleiðslu, en O í. ‘ I ! ' ' ) þó svo verði þá mun laxinn ekki kosta meira en 250 kr. kominn í árnar, sem er einungis (4 hluti af því, sem þeir borga í dýrari ánum. Vel kæmi til greina að sleppa svona niðurgönguseiðum í ár, sem*’ annars hafa léleg uppeldisskilyrði eða jafnvel eng- in. Seiðin fara þá út £ sjó sama sumar og þeim er hleypt f árn ar, eru ýmist eitt eða tvö ár í sjónum ojf'!tOma"trftnr"sem smá- lax eða miðlungslax. í þeim ám sem hafa engin uppeldisskilyrði kæmi vel til greina að breyta reglugerðum um veiðar, þannig að unnt væri að ná í allan þann lax sem kemur til baka. Við ætt um að geta tvöfaldað iaxveiðina hér á landi með fiskirækt byggða á laxeldisstöðvum. Þó er eitt, sem ekki má gleyma og gæti gripið hér inn í, en það eru sjóveiðarnar á laxi við Grænland, sem hafa aukizt gíf- urlega seinustu árin. Þar hefur verið veiddur lax af N.-Atlants- hafsstofni og er mjög trúlegt að íslenzkur lax hafi verið þar með. i \ - — Að lokum. Haldið þér að hafísinn muni hafa nokkur á- hrif á laxagöngur í sumar? — Almennt má segja að von er á því að hafísinn, þar sem hann liggur mjög nálægt landi geti haft áhrif á laxagöngur. Haf ísinn mun þó að líkindum ein- ungis seinka göngu laxins upp í árnar, en ekki hindra þær. Fisk urinn er með innbyggðan „thermostat" og bíður því eftir því að sjávarhitinn hækki. veiðimála- VÍSI — Segir Þór Guðjónsson stjóri i viðfali við

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.