Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 11. júní 1965. A ustur í Vietna n l'eldur styrj- olcjin áfram og verður nú svæsnari en áður. Það sverfur nú til stáls eftir að skæruliða- her kommúnista hefur haft hægt um sig í nokkra mánuði. Hafa nú upp á síðkastið staðið þat blóðugri bardagar en nokkru sinni fyrr og útlitiö er enn all- ískyggilegt. I Fyrst eftir að Bandaríkjamenn fóru að auka aðstoð sína við Suður-Vietnam og taka meiri þátt í hernaðaraðgerðum var eins og kommúnistarnir lömuð- ust og hersveitir þeirra drægju sig í hlé. /41'ar aðgerðir Bandaríkja- manna hafa stefnt að því að gera kommúnistum örðugra fyr- ir með her og birgðaflutninga frá Norður-Vietnam suður á bóg inn. Þeim hefur áunnizt mikið í þessu. Það dregur vissulega mik ið úr flutningagetunni, þegar flestar þýðingarmeiri brýr á flutningaleiðinni suður á bóg- inn hafa verið sprengdar og dag- legum árásum haldið uppi á flutningalestirnar sem flytja uppreisnarmönnum vopn og vistir. Einnig er það mjög mikil vægt að vopnasmygl kommún- ista meðfram ströndinni hefur verið mjög takmarkað með auknu eftirliti á sjó. En þó er fjarri því, að hægt sé að taka alveg fyrir lekann. Þó flutningarnir verði kommún- istum erfiðari, geta þeir haldið þeim áfram með bréyttum að- ferðum, gert bráðabirgðabrýr yf ir fljótin, dreift flutningalestun- um og framkvæmt flutninga að næturlagi. Þeir geta gripið til Liðsauki kemur með þyrilvængjunni til bardagasvæðisins í Binh Dnong í siðustu viku. Þyrlan lenti þrátt fyrir þoku. Fremst á mynd- inni bandarískur ráðunautur og innfæddur liðsforingi. sjálfkrafa við völdum. Landið er þannig ekki lengur á barmi glötunarinnar. Ríkisstjómin er einnig styrkari og sést það af því að stjómarbyltingunum sem áður vora svo tíðar, að segja mátti að skipt væri um stjórn vikulega hefur nú linnt. Þannig er óhætt að segja, að tímamót hafi orðið í styrjöld- inni. En þar með er þó ekki sagt að friður sé á næsta leiti. Áður gátu kommúnistar valsað um flest héruð landsins og haldið vendi hefnda og skelfingar yfir flutninga kommúnista suður á bóginn, en þó er talið að það sé stjórnarherjunum meira til baga. Á regntímanum verður auðveldara að heyja skæruliða- hemað, þar sem örðugra er að koma við skjótum liðsflutning- um til þeirra staða, sem skæru- liðarnir ráðast á hverju sinni. Þá hefur það einnig mjög mikla þýðingu að beiting flughers og þyrilvængja í bardögum verður miklu örðugri þegar regn byrgir útsýn. - ískrar ríkisstjómar Suður-Viet- nam. Dardagar á þessum slóðum voru afar harðir í síðustu viku og rekur menn ekki minni til jafnmikilla blóðsúthellinga síðan styrjöld Frakka þarna austur frá stóð sem hæst. Kommúnistum tókst samkvæmt áætlun sinni að koma litlum fallbyssum og sprengjuvörpum í grenncl við virkin og áhlaupin framkvæmdu þeir í myrkri næt- urinnar. Verjendur virkjanna gátu lítið annað gert en að vera En það má einnig til sanns veg- ar færa, að seigla verjendanna í virkjunum hafi ráðið úrslitum. Þar kom einnig nýr þáttur inn í styrjöldina. Ástandið er alvarlegt í styrj- öldinni við upphaf regntímans og sést það bezt hverjum augum bandarískir forráðamenn líta á það, að í síðustu viku gaf John- son forseti út fyrirmæli um það, að héðan í frá myndu banda- rískir hermenn taka þátt í bar- dögum með stjórnarliðinu, hve- nær sem ástæða þætti til. Það hafa þeir ekki gert fram að Styriöldin í VIETNAM harðnar þess ráðs að auka notkun burð ardýra og jafnvel lið burðar- manna. Það auðveldar þeim að- gerðirnar, að þeim er enn opin leið gegnum hið „hlutlausa" ríki Laos. Tjó mikið hafi þannig áunnizt er það ljóst, að Bandaríkja- menn eiga enn eftir að bíta úr nálinni með þátttöku sína í Vietnam-styrjöldinni. Ekkert lát er enn sýnilegt á árásarvilja kommúnista og bandarískir for- ráðamenn sýna mikla viljafestu í því að skiljast aldrei svo við Vietnamstyrjöldina að sjálfstæði Suður-Vietnam sé ekki tryggt. Eftir að Bandaríkjamenn hófu hinar víðtæku aðgerðir sínar dró sem fyrr segir mjög úr aðgerð- um kommúnista. Allt stuðlaði þetta að þv£ að yfirvinna þann uppgjafaranda, sem ríkt hafði svo lengi í liði stjórnarhersins. Bjartsýni og sóknarvilji kom í staðinn. Víðtækar aðgerðir hóf- ust til að friða heil héruð. Stjórnarherinn sótti m. a. fram á landssvæðum, sem kommún- istar höfðu verið allsráðandi um langt árabil, svo sem um mýra- löndin miklu í óshólmum Me- kong-fljótsins og varð vel á- gengt. Vegna þessa nýja mót- spýrnuvilja urðu kommúnistar þess nú ekki megnugir, að halda uppi þeirri herferð sprengjutil- ræða sem hafði farið f vöxt jafnvel inni í sjálfri höfuðborg- inni Saigon. það er víst að ástandið í jand- inu er orðið gerbreytt frá því t.d. síðastliðið haust, þegar menn óttuðust að allt ríkisvald í Suður-Vietnam myndi hrynja saman og kommúnistarnir taka Iandslýðnum. Og það verður fyrst þá, þegar almenningur fer að trúa því fastlega, að ógninni verði endanlega bægt frá dyr- um, sem hann þorir að rlsa upp í samstilltu átaki gegn ofbeldis- mönnunum. jgnn er auðvitað langt frá að því marki sé náð. Þótt kommúnistarnir hafi haft hæg- ara um sig um skeið, má á eng- an hátt túlka það svo, að þeir séu enn aðframkomnir. Er miklu fremur litið svo á, að þetta hafi aðeins verið logn á undan storminum. Hin nýju við- horf í styrjöldinni neyði þá til að taka upp aðrar aðferðir og að safna kröftum. Og það sem menn hafa fyrst og frcmst fest augun við er, að nú er hinn mikli regntfmi að hefjast í frumskógum Indó-Kína í þrjá mánuði samfleytt mun Tjví hefur verið talið, að kommúnistar hafi nú miðað hernaðaráætlanir sínar við að hefja gagnsóknir gegn stjórnar- liðinu með regntímabilinu. Þeir telji sig eiga leik á borði þegar andstæðingarnir njóti ekki leng- ur verndar úr lofti og geti ekki fært lið sitt til eftir þörfum með þyrilvængjum. Þetta kom strax fram í byrj- un síðustu viku með fyrstu riningunum. Þá hófu komm- únistar stórsókn í nyrztu héruð- um Vietnam og var sýnilegt að þeir væntu sér skjóts árangurs. Þetta er það svæði sem liggur næst markalínunni svo að auð- veldast er að senda þangað herlið og birgðir frá Norður- Vietnam og er nú ekki að efa það lengur, að hér voru bein- línis að verki hersveitir komm- únista sem sendar höfðu verið frá Norður-Vietnam. á verði og mæta fótgönguliðs- áhlaupunum þegar þau skullu yfir hvert á fætur öðrum. Þegar morgnaði fór eins og kommún- istar höfðu gert ráð fyrir, dimm óveðursský huldu alla útsýn. Og þannig liðu þrír dag- ar, þá loksins létti lítið eitt upp og við það batnaði strax að- staða stjórnarherjanna. Var þá þegar hægt að koma við þyr- ilvængjum og flugvélum til fiðs- flutninga og árása. Leið þá ekki á löngu áður en leikurinn snerist og stjórnarhermenn irnir gátu hafið gagnsókn og stökkt kommúnistunum á flótta. Var augljóst eftir það að þessi atlaga kommúnista hafði mis- tekizt og þeir beðið alvarlegan hnekki. Jgn regntíminn er enn langur fyrir höndum og búast má við mörgum álíka skæðum bar- monsún-vindurinn þrýsta röku sjávarloftinu að fjöllunum og skógunum og sveipa landið þokum og dumbungsskýjum með úrhellisrigningum og ský- föllum. Regnið og rakinn á þessu tímabili er ótrúlegur austur f Indó-Kína, allt er gegnsósa f bleytu og hvers konar hernaðar- aðgerðir munu torveldast. Regn- ið mun vissulega hafa þau áhrif að takmarka enn nokkuð birgða Kommúnistar væntu þess að vinna þarna með skjótum hætti sigur, sem myndi hnekkja bar- áttuhug sunnanmanna. Áhlaup þeirra sem um 10 þúsund manns tóku þátt í vora vand- lega skipulögð til þess að ná traustataki á nokkrum virkjum og einni fylkishöfuðborg. Leik- ur grunur á því, að ef þeir hefðu náð þeirri fylkishöfuðborg hefði það verið fyrirætlun þeirra að lýsa yfir myndun kommún- dögum á næstu vikum og mán- uðum. Það er að vísu uppörv- andi, að hermenn stjórnarinnar sem vörðust f einöngruðum virkjum sínum sýndu sérstakt þrek, þeir sýndu í rauninni bar- áttuhug, sem ekki hefði verið hægt að búast við af þeim fyrir einu misseri eða svo. I fréttum af þessum bardögum var sagt, að það sem ráðið hefði úrslitum í þessum bardögum hafi verið afskipti hinsbandarískalofthers. þessu, en sýnilegt er, að nú þykir mikið liggja við. Þrátt fyrir það er ekki líklegt, að bandaríska liðið gerist að sinni almennt þátttakandi f bardög- unum. Styrjöldin er sem fyrr fyrst og fremst styrjöld milli innfæddra Norður- og Suður- Vietnam manna og má ekki ætla að hlutur stjórnarliðsins í átök- unum sé Iftill. Að lokum vildi ég minnast á ^ þá spurningu sem margir velta fýrir sér, hvers vegna Kínverjar hafi enn ekki aukið afskipti sín í styrjöldinni í Indó-Kína, hvers vegna þeir hafi aðeins verið stóryrtir en engar hernaðarframkvæmdir gert á borð við innrás þeirra í Kóreu á árunum. Bent hefur verið á mörg atriði til skýringar þessu. Nýlega hefur t. d. verið bent á það, að Kínverjar geti alls ekki tæknilega framkvæmt sama leikinn í Indó-Kína og þeir gerðu í Kóreu. Munurinn er sá, að eftir stjórnartíma Japana f Mansjúríu og Kóreu hafi sam- göngukerfi þar verið orðið full- komið, svo að Kínverjar áttu auðvelt með að senda milljóna- her sinn fram þar. 1 Suöur-Kína og Vietnam er staðan allt önn- ur. Samgöngukerfið þar nægir að vísu til þeirra herflutninga sem nauðsynlegir hafa verið til að kynda undir báli skæruliða-- hernaðar. Hins vegar er það ekki framkvæmanlegt tæknilega fyrir Kínverja að senda milljóna her með öllum þeim birgðum sem honum fylgja inn f Indó- Kína. Má vera, að þetta sé nokkur skýring á þvf, hve hægt þeir hafa farið sér 1 styrjöldinni f Indó-Kína. Þorsteinn Thorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.