Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 8
0 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIK Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson #>orsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 7 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis - Edda h.f ■mammmtmmmmmmmmmmaammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmL Leit nýrra leiða I ræðu sinni á fundi Verzlunarráðs íslands í gær rakti fjármálaráðherra Magnús Jónsson í glöggu máli hverjar ástæður eru helztar til þess að ríkisstjórnin hefur nú til athugunar aðild íslands að Fríverzlunar- bandalagi Evrópu. Flest lönd álfunnar tilheyra nú efnahagsbandalögunum tveimur. Meðal þeirra eru beztu viðskiptalönd okkar íslendinga og til landa Frí- verzlunarbandalagsins fer næstum helmingur útflutn ings okkar. Tollalækkun innan þess bandalags hefur á síðustu misserum haft það í för með sér að við- skiptakjörin fyrir þær þjóðir sem utan bandalagsins standa hafa mjög versnað. Verðum við að greiða 10% toll á þær sjávarafurðir sem við flytjum út til Bretlands meðan keppinautar okkar innan banda- lagsins greiða aðeins 3% toll þar og brátt engan. Svipaða sögu er að segja frá öðrum bandalagslönd- unum. Þetta hefur í för með sér að smám saman einöngrumst við frá beztu yjþskipt^þjóðpm, okkar, er „m þessi þróun heldur áfram. Það ÓPS&aéíð&ítir þéss -rnfiti inryr löfdrt nnéíí mí»8 að rannsókn fer nú fram á hugsanlegri aðild að Frí- verzlunarbandalaginu. Útflutningsframleiðslan er undirstaða þjóðarbúsins og á hagstæðri sölu hennar byggist farsæl þróun í efnahagsmálum og bætt lífs- kjör þjóðarinnar. Vitanlega myndi aðild að bandalaginu einnig skapa okkur ýmis tímabundin vandkvæði. Tollalækkanir munu hafa það í för með sér að samkeppnisaðstaða íslenzks iðnaðar yrði erfið, þ.e.a.s. þess hluta hans sem notið hefur hárra verndartolla fram að þessu. Til liðs við iðnaðinn yrði því að koma með niðurfell- ingu tolla á hráefni og vélum og einnig með því að veita honum langan aðlögunartíma til þess að mæta nýjum aðstæðum. En hér er líka á það að líta að stefnan í viðskiptamálum veraldar er í átt almennra tollalækkana svo slík þróun hlýtur að berja hér að dyrum fyrr eða síðar. Því er fráleitt að leggjast gegn því að athugað sé í dag hvernig við fáum viðskipta- hagsmunum okkar bezt borgið. Slíkri athugun fylgir engin efnahagsleg eða pólitísk hætta. Hún er bein- línis skylda þeirra stjórnvalda, sem hafa það hlut- verk að sjá viðskiptahagsmunum okkar borgið í veröldinni. Ákvörðun verður ekki tekin fyrr en að málin hafa verið könnuð til hlítar. Og sú ákvörðun hlýtur að byggjast á því einu hvað er þjóðinni fyrfr beztu í þessu efni. Réttlætismálið gleymt Ekki eru nema tæp 10 ár síðan Þjóðviljinn taldi það hið mesta réttlætismál að verkafólk um land allt nyti sama kaups og kjara. Nú er blaðinu snúið gjör- samlega við og því haldið fram að sjálfsagt sé að gera allt aðra samninga fyrir sunnan en norðan og austan. Nú er ekki lengur talin nauðsyn á samstöðu og samræmingu kaups verkafólks í landinu VÍSIR . Föstudagur 11. júní 1965. VIÐTÖL ÚR STRANDAFERÐ ------------------------i Hafa aldrei stöðvazt vegna ísmyndana — segir Þórarinn Reykdal, rafveitu- stjóri á Hólmavik Árið 1952 varð mikil breyting til bóta fyrir íbúa Strandasýslu, er rafmagnsvirkjunin við Þver- á í Steingrímsfirði tók til starfa. Áður höfðu bæir og þorp notazt við litlar disel-rafstöðvar. Raf- veitustjórinn í Þverárvirkjun er Þórarinn Reykdal, búsettur á Hólmavík, en þaðan að virkjun- inni er aðeins nokkurra mín- útna akstur. Þórarinn er fjarska rólyndur maður og geðfelldur, — það má sjá að honum er annt um „stöð- ina sína“. hann reynir að halda öllu sem snyrtilegustu innan- húss þar og utan, þrátt fyrir byggingaframkvæmdir, sem átt hafa sér stað þar við og við. I hlíðinni fyrir ofan rafstöðina hefur hann komið sér upp smá- vegis trjárækt auk þess sem hann hefur unnið við í frístund um að rækta upp naktar og gróðurvana hlíðar umhverfis stöðina. — Hvenær hófst þú starf við þessa rafstöð? — Virkjunin tók til starfa ár- ið 1952 og ég hef verið hér frá .upphafi. í byrjun var afl stöðv- arinnar 500 kw. en í fyrrahaust var sett upp ný samstæða 1200 kílówatta, svo afl hennar er mest 1700 kw. — Er sú orka fuilnýtt hér í nágrenninu? — Nei, þegar orkunotkunin er mest, er hún um það bil 600 kw. svo nægileg orka er aflögu til dæmis handa iðnaði eða skyldum atvinnugreinum? Raf- Iína frá þessari stöð nær langt (íorður í Drangsnes, en einnig liggja línur suður á bóginn, t. d. ein lína yfir Tröllatunguheiði og yfir í Reykhólasveit. — Hvað eru margir starfs- menn hér? — Við erum tveir og skiptum vöktum með okkur þvl annar þarf alltaf að vera til taks ef eitthvað ber út af. — Stöðvast stöðin stundum á veturna vegna ísmyndana. — Það hefur aldrei komið fyr ir, að stöðin hér hafi stöðvazt af þeim orsökum. Þórarinn Reykdal n.Us nýjungum Stutt rabb v/ð Guð- brand i Broddanesi ) v/ð Kollafj'órð Á Broddanesi við Kollafjörð er þríbýli — á einu þeirra býr Guðbrandur Benediktsson, sem að mestu leyti hefur þó lagt nið ur búskap en býr hjá dóttur sinni og tengdasyni. Guðbrand- ur er orðinn 78 ára gamall, en er hinn hressilegasti í viðmóti og ungur i anda. Á borði Guðbrandar liggur eintak af „Frey“, svo ég grip tækifærið tii að rabba við hann um landbúnað. — Ekki hefur þú, Guðbrand- ur, frekar en aðrir bændur, kom izt hjá að fylgjast með umræð um um breytingar á landbúnað arháttum — hvemig lízt þér á að ýmsar þær breytingar séu framkvæmanlegar hér á landi? — l>að er alltaf gaman að fylgjast með nýjungum, ekki sizt á þessu sviði. Nú, helztu breytingar sem ég hef heyrt um undanfarið eru þær, sem Gunn- ar Bjamason hefur verið að leggja til. Mér finnst mjög margt til í þeim. Að vísu geri ég ekki ráð fyrir að þessi stóru býli, sem hann talar um, henti hvar sem er, en víða gera þau það, einkanlega þar sem stór undirlendissvæði eru, svo sem / á Suðurlandsundirlendinu, i Eyjafirði og viðar. — En hvað hefur þú að segja Guðbrandur Benediktsson með dótturson sinn. um breytingar á búskaparhátt um t. d. að leggja minni á- herzlu á sauðfjárrækt, en taka upp í stærra mæli kjúklinga- rækt og fleira slikt? — Jú, ég tel það alveg sjálf- sagt að gera það þar sem slíkt hentar. Allar stórframkvæmdir eru að vísu nokkuð erfiðar á svona smábýlum með strönd- um fram, en það væri svo sem ekkert á móti því að gera þar til raunir með einhvers kyns til- breytni, t. d. kjúklingarækt. Við þurfum bara að finna út hvers konar búskaparform hentar hin um ýmsu staðháttum fyrir sig. — Mundir þú telja nauðsyn- legt að koma á fót einhvers kon ar iðnaði á smærri stöðum úti á landi? — Já, tökum til dæmis Hólma vík, — þar vantar alveg ein- hverja atvinnugrein sem er jöfn allt árið, þótt í smáum stíl sé, og bætir upp dauða tíma. Ég held að það sé alveg nauðsyn- legt að koma þer upp smáiðnað^ í einhverri mynd. Annars má segja að hér á Inn . ströndum búi menn við fremur Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.