Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 11. júní 1965. 91 Aðild að Fríverzlunarbandalag- inu og íslenzkt efnahagslíf Tekjuöflunarkerfi rikisins þarf að gera einfaldara — Það er höfuðmark- mið að tryggja sem hag- stæðasta sölu íslenzkra sjávarafurða á erlend- um mörkuðum. Og það er frumástæðan til þess að ríkistjórnin hefur það mál nú til rækilegr- ar athugunar hvort ekki sé ráðlegt að ísland ger- ist aðili að Fríverzlunar bandalagi Evrópu, sagði Magnús Jónsson fjár- málaráðherra á fundi Verzlunarráðs íslands í gær. Fjármálaráðherra rakti ítar- lega hvaða ástæður og hvaða rök mæltu með því að nú hefði verið gerð athugun á því hvort aðild íslands að Fríverzl- unarbandalaginu (EFTA) væri ráðleg. í þvi efni réðu sjávarútvegs- málin úrslitum fyrir íslendinga Sem dæmi um það hvemig við- horfin væru í þeim efnum mætti taka að árið 1964 hefð- um við orðið að greiða 16 millj krónur í tolla af fiskútflutningi okkar til Bretlands umfram það sem Fríverzlunarbandalagslönd- in hefðu þurft að gréiða af sama magni. Gagnvart þeim væri fisktollurinn þar aðeins 3% en 10% gagnvart okkur, sem utan bandalagsins stæðum 56% af fiskútflutn'ingi til Frí- verzlunarbandalagsins kæmi undir þessi tollamismuna- ákvæði bandalagsins. \ Stöndum á berangri. Samdóma álit allra þéirra sem með markaðsmálum álf- unnar hefðu fylgzt væri það, að eins og sakir stæðu værum við á berangri f viðskiptaefnum og æskilegt væri að við tækjum þátt í einhverju efnahags- bandalagi utanrikisviðskiptum okkar til framdráttar. Höfuð- nauðsyn væri okkur að geta selt útflutningsframle’iðsluna á sem hagstæðustu verði, en augljóst væri að þróunin í við- skiptamálum álfunnar væri sú að þeim þjóðum, sem utan bandalaganna stæðu væri þar gert mjög erfitt fyrir. Nú fyrir nokkrum dögum hefði Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna bent á þessa staðreynd í sam- þykkt og ítrekað að við mikla erfiðleika væri að etja f Bret- landi við sölu islenzks fisks þar og væri ástandið mjög al- varlegs eðlis. Eins og sakir stæðu hefðu lönd Fríverzlunarbandalagsins lækkað grunntolla sína um 70%. Og þann 1. janúar 1967 yrðu þeir með öllu afnumdir Hér væfi fyrst og fremst um verndartolla að ræða. FjáröflunartoIIar væru eftir sem áður leyfðir, ef innflutta varan væri ekki hærra tolluð, en vara framieidd i landinu sjálfu. Þrátt fyrir þetta væri þó heimild að finna í samningi Fríverzlunarbandalagsins um beitingu tolla í bili ef erfitt efnahagsástand krefðist þess. Væri dæmi um það innflutn- ingstollurinn sem brezka stjórn in setti á fyrir áramótin, en mjög harðlega var gagnrýndur þó innan bandalagsins. Innan efnahagsbandalaganna væri gert einnig ráð fyrir því að styrkir og niðurgreiðslur væru takmarkaðir. Þó væru niðurgreiðslur á landbúnaðaraf ráðlegt væri fyrir íslendinga að gerast aðila að bandalaginu. Það hefði þá ekki þótt ráðlegt enda verið óvíst um framtíð þess og Bretar haft hug á að- ild að Efnahagsbandalaginu. Þá hefði sú ákvörðun verið tekin að gerast aðili að GATT, hinu alþjóðlega tollabandalagi. Ýmsar vonir hefðu verið bundn ar við viðræður, sem farið hafa fram innan þess um allsherjar tollalækkanir, Kennedyviðræð- urnar svonefndu. Nú lægi hins Magnús Jónsson fjármálaráðherra flytur erindi sitt. urðum heimilaðar, enda tíðkuð ust þær í flestum löndum álf unnar. Árangurslitlar tollalækkunarvið- ræður GATT. Frá árinu 1948 hafði ísland verið að'ili að Efnahagssam- vinriustofnuninni í París (O.E. C.D.). Það hefði þó ekki verið fyrr en efti. 1960 að við hefð- um farið að taka þátt í störfum stofnunarinnar á eðlilegum grundvelli og síðan hefði frjáls ræði í viðskiptum aukizt veru- lega hér á tandi í samræmi við tilgang stofnunarinnar. Við stofnun Fríverzlunar- bandalagsins hefði verið látin fara fram athugun á því hvort vegar ljóst fyrir að árangri af þeim væri ekki að vænta mik'ils á næstunni. Þettá hefði leitt til þess að ríkisstjómin hefði nú aftur haf ið athugun á því hvort skyn- samlegt væri að sækja um að- ild að Fríverzlunarbandalaginu Áður hafði það gerzt að sótt hefði verið um tollaniðurfell- ingar á íslenzkum fiski I 3ret- landi, þótt við stæðum utan bandalags'ins, en því hefði ver ið synjað. Undanþága varð- andi austur viðskiptin. Ljóst væri að einn Þrándur I Götu aðildar að bandalaginu væru viðskipti okkar við Aust- ur-Evrópuríkin, þar sem þau færu ekki fram á frjálsum grundvelli. Þessi viðskipti væru hins vegar útveginum og þjóð- arbúinu mikilvæg. Að visu hefð'i mikilvægi þeirra farið minnkandi. Árið 1959 hefði 34% af heildarútflutningi okk- ar farið til Austur-Evrópuland- anna en í fyrra aðeins 14%. Hins vegar væri ljóst að ef við gerðumst aðilar að Fríverzl unarbandalaginu yrðum við að fá undanþágu hjá bandalaginu varðandi þessi viðskipt'i. Áhrifin á iðnaðinn. Þá gerði ráðherrann grein fyrir því hver áhrif aðild að Fríverzlunarbandalaginu myndi hafa í íslenzku efnahagslífi. Þau áhrif væru fyrst og fremst tviþætt: 1. Áhrifin á fjáröflun ríkis- sjóðs og 2. Áhrifin á íslenzkan iðnað. Sé fyrst litið á aðstöðu iðn- aðarins, væri Ijóst að hann nyti meiri tollvemdar en iðn- aður flestra annarra þjóða. Is- lenzki iðnaðurinn ætti við erfið andamáUað;gUma .og /wgrj -þat. sem hánn hetöi, tynr tram- leiðsluvörur' sínar. Talið væri að árið 1964 hefðu verið fluttar inn vörur fyrir 1 milljarð króna, sem keppa við íslenzka iðnaðar- framleiðslu. Ljóst væri því að ef 'iðnaðurinn ætti að geta keppt innan tollabandalags yrði að fella niður hráefnistolla en þeir hefðu numið 276 millj. kr. á sl. ári. Og einn'ig yrði að fella niður vélatolla iðnaðarins og væri sú tala ásamt hráefnis tollinum samtals 342 millj. kr. Myndi tekjutap ríkissjóðs þvl nema þéirri upphæð I þess- um tveim tollgreinum. Auk þess væri á það að lita að vör ur sem yrði að flytja inn frá Fríverzlunarbandalagslöndun- um veita rikissjóð'i I dag um 200 millj. kr. tolltekjur. Þær tekjur myndu einnig smám sam an hverfa. Af þessu væri ljóst að aðild að Fríverzlunarbandalaginu myndi hafa mikið tekjutap í tollum fýrir ríkissjóð í för með sér. Sæist það bezt ef á það væri litið að 1964 hefðu tolla- tekjur rikissjóðs numið 1480 m'illj. krórta og verið um helm- ingur heildartekna ríkisins. Framleiðslan höfuðatriðið. En það væri hins vegar aug- ljóst að ekki þýddi að spyrna við þróuninni i tollamálum Evr ópu. Snurr't'><?in væri hér fyrst og fremst hvað væri hagstæð- asta leiðin fyrir fslendingá, þeg ar á heildarmvndina væri litið. Höfuðnauðsynin væri að geta selt framleiðslu þjóðarbúsins á hnqstæðu verði. Ef til aðildar kæmi yrði ís- e- iðnaður að fá nægan aðlö" •"'•tíma. Taka vrði upp nýjar iðngreinar með betri sam keppnisaðstöðu en tfðkast I da® í heild yrði að skapa iðnaðin- um þá möguleika aö keppt við erlenda vörn ðn wro legrar tollvemdar. Það mætti aldrei gleymast sagði ráðherrann, afl tn&v staða lífskjarabótanna vsri framleiðslan og gengi hennar. Það þyrftu menn að hafa efst í huga þegar þeir veltu fýrir sér spurningunni um aðild okk ar að Fríverzlunarbandalaginu. Einfaldara tekjuöflunarkerfi. Þá vék fjármálaráðherra 1 ræðu sinnj að viðhorftmum I skattamálum. Kvað hann tekju öflunarkerfi rikissjóðs nú statt á tímamótum. Endurskoða yrði skattinnheimtukerfið og gera það allt einfaldara í sniðum. Finna yrði það form á skatt- heimtu að ekki þurfi að gera breytingar á því ár frá ári, þótt verðbólgan væri I því efni vissu Iega þröskuldur á veginum. Margt hefði áunnizt í þess um efnum á undanförnum ár- um og hefði t.d. stofnun Gjald heimtunnar verið t'il mikilla bóta. Þá væri og sjálfsagt að kpma á staðgreiðslu skatta, en • það fyrirkomulag hefði verið undirbúið á síðustu árum. Þá varpaði fjármálaráðherra fram þe'irri spumingu hvort skattar hér á landi væm óhóf- lega háir miðað við önnur lönd. Það kvað hann ekki vera. Hinir beinu skattar ríkisins væm ekki miklir hér. Og veru lega hefði áunnizt á því sviði að létta skatta fyrirtækja og atvinnurekstursins sem áður hefði verið óbærilegur. Þróun- in hér á landi sem erlendis hefði á síðustu ámm beinzt mjög inn á þá braut að lækka beinu skattana, en afla fremur fjár með óbeinum sköttum. Ár- ið 1959 hefðu beinir skattar hér á landi numið 15% af he'ild artekjunum en árið 1964 aðeins 10%. Þá hefðu einnig á síðustu ár- um verið gerðar ráðstafanir til bóta í málefnum sveitarfélag- anna, sem miðuðu að því að þau þjrrftu ekki að fá tekjur sfnar með beinum sköttum f sama mæli sem áður var. Til þeirra rynni nú 150 millj. kr. af söluskattinum og verðtolli. Auk þess væri þéim ætlaðar tekjur f vegalögum sem næmu á næstu 4 ámm 130 millj. kr., sem teknar væru með óbeinum sköttum. Virðing fyrir lögunum. I niðurlagi máls síns sagði fjár- málaráðherra að nauðsyn bæri til þess að ríkið ræki sann- gjama og réttláta stefnu í fjár málum í hverjum tfma. Þar á móti yrðu borgararnir að virða lögin bannig að hollt andrúms- loft skapaðist í þjóðfélaginu. Skattheimta ríkisins væri undir staðan undir eflingu og við- haldi bess menningarþjóðfélags sem við viljum hafa í okkar landi. þvf velferðarþjóðfélagi, sem við höfum byggt á undan- förnum árum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.