Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 15
VlSIR . Föstudagur 11. júní 1965. 15 RACHEL LINDSAY: ástir Á RIYERIUNNI Plage gistihúsi. Hún hafði séð þá, flesta, margir kinkað kolli til hennar eða yrt á hana. Þe'ir voru svo til á öllum aldri. Enginn virt ist hafa hug á neinu nema að skemmta sér. Margir eyddu vafa- laust meira fé en hún vann sér inn á heilu árl — Ósköp stynur þú þungan_ var allt í einu sagt hláturmildri röddu. — Alan, hvað er þú að gera hér? Rose sneri sér við og horfði á ljós hærða piltinn, sem hafði hlammað sér niður við hliðina á henni. — Sama og þú, laumaðist burt frá leiðum lýð . . . Hann gretti sig og strauk hand- legg hennar. — En ég get ekki náð sama árangri og þú með því að sóla mig hér á ströndinni. Þú verður öll gullinbrún, ég eins og soðinn hum ar. — Ertu leiður yfir því, að geta ekki litið út eins og þessi bronze- stytta sem er húsbóndi þinn. — Þér „geðjast ekki að Lance — heyrist mér? — Hefi ekki hugmynd um það — enda hvorki heyrt hann eða séð. En eftir myndunum að dæma í blöð unum lltur hann út sem grískur guð. — Fyrirlíturðu mig vegna þess, að ég starfa fyrir svona mann? — Alls ekki, svaraði Rose og brosti. Ef enginn Lance Hammond væri til hefði ég aldrei kynnzt þér. — Þetta er nú það vinsamleg- asta sem ég nokkum tíma hefi heyrt koma yfir þínar varir, svar- aði Alan. Veiztu hvað ég er þakk- látur forsjóninni fyrir að láta fund um okkar bera saman? — Ég er nú víst ekki eina stúlk an, sem þú hefir kynnzt vegna þess, að þú ert starfsmaður Lance ■"Hammonds. — Lance Hammond er vinnuveit andi minn, ekki leikbróðir eða félagi. Hann sneri sér undan og andvarp aði. — Ég gæti annars ekki kosið mér betra starf. Mér geðjast að Lance. Þú veizt nú hvemig fólk talar. Það er ekki allt satt, sem sagt er um Lance. — Þú húsbóndahollur — ég met þig fyrir það. — Vertu nú ekki að þessu bulli, sagði Alan. Þú hefir sjálf viður- kennt að þú þekkir hann ekki og getur þar af leiðandi ekki gert þér grein fyrir hvort þér geðjast að homim eða ekki. — Það sagði ég líka áðan, en það. kemur alltaf upp í mér ein- hver efi varðandi sanngildi, þegar ég horfi á glansmyndir. Þar að auki, — ekki einu sinni þú veizt um nema minnst af því sem um þennan mann er sagt og allar vin- konur hans. Það er varla hægt að opna blað án þess að sjá mynd af honum og einhverri fegurðardís, — ef ekki hefðu nú verið nema ein eða tvær, en hann er að minnsta kosti með heila tylft á hæl um sér. Maður skyldi halda að hann skipti um vinkonu eins oft og hann skiptir um slipsi. — Mjá, mjá, sagði Alan, ekki datt mér í hug að svona vinaleg kisa hefði svona skarpar klær. — Alan, ég veit miklu betur en aðrir um vinkonufjöldann. — Lfður ekki vart svo dagur, að þú komir ekki og felir mér að sjá um að senda blóm tii einhverrar. — Mér finnst þetta einkar vin- samlegt af honum, sýna, að maður inn er kurteis og tillitssamur. Ég mundi áreiðanlega gera hið sama í hans sporum — ef ég hefði eins mikil fjárráð á ég við. Hann reis upp til hálfs og studd ist á annan olnbogann og horfði út á sjóinn: — Hið fyrsta sem ég myndi gera væri að kaupa eins bát og þennan þarna. - _ — Vertu nú ekki leiður, Alan, sagði Rose og klappaði á öxl hans — ég get bara ekki verið hrifinn af svona manngerð. Lance þessi er „tralli", veit ekki aura sinna tal, — vinnur ekki ærlegt handtak, og allt snýst um að skemmta sér. Þessu geturðu ekki neitað. Alan svaraði engu, hagræddi sér betur og lokaði augunum. Rose horfði á hann og hugsaði um, að þegar maður sæi hann í sundskýl unni einni kæmi f Ijós að hann væri enn grennri en maður skyldi hafa ætlað, er maður sá hann klæddan. Hvað skyldi hann annars vera gamall? hugsaði hún. Lfklega á svipuðum aldri og Hammond? Er hún hugleiddi þetta varð henni það sérstaklega athugunarefni, að Al- an hafði aldrei sagt henni neitt að ráði frá sjálfum sér. Hún vissi þó, að Lance og Allan höfðu kynnzt f Oxford — Alan hafði fengið náms- styrk og því getað byrjað nám. Svo kom styrjöldin og leiðir skildu. Of eftir styrjöldina varð Alan að leita sér atvinnu. Og hann fær atvinnu og það kemur upp úr kafl inu, að hann hefír fengið Lance Hammond fyrir húsbónda — hann var sem sé forstöðumaður fyrir- tækisins. Og brátt gerði Lance hann að einkaritara sfnum. „Mér finnst ég frekar vera barnfóstra en aðalritari“, sagði hann einu sinni, „en ég þarf engu að kvíða, einhvern tíma fer Lance að vinna, og þá fæ ég líka nóg að gera — meðan við lifum báðir?“ . . . „Þeg- ar Lance fer að vinna“, endurtók Rose f huganum. Það myndi víst líða ár og dagar áður en hann færi að starfa? Hann þyrfti þess heldur ekki. Peningarnir streyma inn, án þess hann þyrfti fyrir nokkru að hafa. — Hæ, hvað er um að vera?, sagði Alan og reis upp til hálfs og studdist á annan olnbogann. Rose var komin í kjólinn. — Hefurðu gleymt að ég er starfandi stúlka, sagði Rose. Hún tók handtöskuna sína. — Við hittumst vafalaust bráð- um. — Ef ég man rétt á ég að panta blómvönd fyrir Lance, sagði hann ertnislega og hló. Rose var að binda á sig skýlu- klútinn, þegar Jaqueline kom móð og másandi. — Æ, þessi Fhilippe, sagði hún. Við erum bara trúlofuð og hapn ei| vitlaus af afbrýðisemi. Hvemig skyldi hann verða, þegar við erum gift? Rose hló, henni geðjaðist vel að þessari dökkhærðu, kátu samstarfs stúlku sinni. — Ég fæ ekki einu sinni að fara niður f borðsalinn án þess að hann sé á hælum mér. Sjálfur hefir hann aldrei tfma til að borða — að því er virðist. — Hann er að hugsa um fram- tfðina, hann hefir metnað til að bera sagði Rose. — Vinna, vinna, hann hugsar ekki um annað, og þegar að dagur er að kvöldi kominn er hann svo örmagna, að hann getur ekki dans að — vantar allan kraft til þess — og til þess að elska. Rose hló. Hún vissi hvernig næsti þáttur yrði. 1 hvert skipti sem Jacqueline og Philippe höfðu deilt fór svo, að þegar Philippe kom næst f blómabúðina, vafði hann hana örmum, og svo féll allt í ljúfa löð — þar til næsti þáttur byrjaði. — Þú hlustar ekki á mig, sagði Jacqueline móðguð. — Víst hlusta ég á þig, sagði Rose rólega en vertu nú væn og byrjaðu að taka til blómin, sem á að senda í herbergi nr. 11. — Handa hverjum? Rose leit sem snöggvast á list- ann fyrir framan sig. — De Santos markgreifafrú, — það munar ekki um það. Hún á að fá tvær körfur, aðra f stofuna, hina í svefnherbergið. Veldu rós- rauð, bleik og blá blóm, ekki of mikið grænt. Markgreifinn sjálfur kemur og sækir blómin. — Ég kannast við hann, sagði Jacqueline. Þetta er þriðja konan, — sem er hérna með honum. Þær þögnuðu og einbeittu hug- anum að því sem þær voru að starfa að, en eftir nokkra stund sagði Jacqueline: — Ég hefi ekki séð piltinn þinn í dag. Hún rétti úr sér. — Alan er ekki pilturinn minn, sagði Rose í léttum tón. Hann er enskur eins og ég, og við erum góð ir kunningjar, og þar með búið. — Er það, sagði Jacqueline glettnislega, og hann kemur hing- að upp á hvern einasta dag. — Það er vegna starfs hans, sem hann kemur að kalla daglega — ekk'i mín vegna. — Það eru nú fleiri blómaverzl- anir í bænum en þessi, sagði Jacq- ueline, en það lítur nú annars út fyrir, að Lance Hammond lfti á þetta gistihús, sem éins konar einka-veiðisvæði. Annars hlýtur það nú að vera spennandi fyrir stúlku ef Lance reynir að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Rose svaraði engu. — Hugleiddu bara, hélt Jacq- ueline áfram, gimsteinar frá Cart ier, kjólar frá Dior og blóm frá okkur kvölds og morgna og um m'iðjan daginn.. — Já það gseti verið gaman — að fá blómin en ég held að ef þú lentir í slíku myndirðu vakna við vondan draum einn góðan veður- dag,— þau eru ekki vön að eiga Sér Iángan áldiir ástaraevintýrin hans Lance Hammonds ... — Þú hefur greinilega ekki heyrt um Enid Walters, sagð'i Jacqueline. Rose svaraði ekki, — hún hug leiddi nafnið. Henni fannst, að hún kannaðist við það, hafð'i sjálfsagt heyrt það fyrr • • • hún hélt áfram að hlusta á masið í Jacqueline með öðru eyranu. — Það er sagt, að hvert sem hún leggi leið sína komi hann á eftir. — Ekki höfum við orðið þess varar seinustu vikumar, sagði Rose þurrlega. — Lestu ekki blöðin, sagði Jacq- ueline, hann er brjálaður í henni segja þau. En Við fáum nú tæki- færi til að fylgjast með öllu, því að hún kemur hingað f dag, — veiztu það ekki? Þau ætla víst að fara að opinbera... — Kannski það verði hlutverk okkar að ganga frá brúðarvendin- um, sagði Rose hlæjand'i og greip báðar blómakörfurnar, sem voru tilbúnar. — Ég skrepp upp með þær.... T A R Z A N Miti höfð'ingi Ururuætthvísl- arinnar, sem hefur tekið að sér að vernda Köngulóarættbálkinn kemur skyndilega til nýlendu þessara einkennilegu vera með Rose var á leið niður, þegar henni skildist, að eitthvað var um að vera, sérstakt. Eitthvert stór- menni hlaut að vera að koma, því að verið var að bera upp koffort og handtöskur og virtist þetta eng an enda ætla að taka. En það var konan, sem vor 1 fararbroddi í lestinni, sem mesta athyglina vakt'i. Rose starði á hana af aðdáun, sem hún gerði VESTMANNA- EYJAR Afgreiðslu VÍSIS í Vest mannaeyjum annast Bragi Ólafsson, sími 2009. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. SUÐURNES Útsölustaðir VÍSIS á Suðurnesjum eru: Vogar: Klöpp, Pétur Jónsson. x!, , Grindavík: Verzl. Aldan Sandgerði: Bókabúð Axels. Gerðar: Verzlun Bjöms Finn- bogasonar. Keflavík og Njarð- víkur: Georg Ormsson. Keflavíkurflugvöllur: Sölu- og veitingavagn inn. Aðalstöðin. slæmar fréttir. Tarzan, verzlunar maðurinn, sem ég seldi gull Köngulóarættbálksins hafði njósnara í þorpinu okkar. Hann veit um staðinn sem gullið er frá og hann er hérna. Verzlunar maðurinn og menn með byss- ur koma hingað ef til vill á morgun til þess að drepa Köngu lóarættbálkinn og stela gullinu þeirra. Það sem þú varst að segja Tarzan Miti vinur segðu mér á okkar tungumáli. ARNESSYSLA Útsölur VÍSIS í Árnes- sýslu eru: Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss Selfoss: Kaupfélagið Höfn. Arinbjöm Sigurgeirs- son. Eyrarbakki: Lilian Óskarsdóttir. Þorlákshöfn: Hörður Björgvinsson. VISIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Askri,tar' siminn er Kvartana- 11661 virka daga ki. 9-20, oenia laugardaga kl. 9—13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.