Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 2
bókaverzlun í Kaupmannahöfn og skoðaði þar bækur um flug- vélar. Án þess að fletta þeirn vandlega keypti hann bunka af flugvélabókum og greiddi 16 krónur danskar fyrir. Þegar heim kom tók hann að lesa bækurnar, en þær voru yfirleitt um gamlar flugvélar úr stríð- inu. Og í einni bókinni fann bóndinn, Gert Loberg, nokkrar teikningar og uppdrætti af þýzkri orrustuflugvél. I.oberg hefur frá æskualdfi hafl mikinn áhuga á öllu, sem viðkemur flugi, enda átti hann áður heima við Kastrup. Þegar hann fann teikningamar sá sem yfirsmiður Focke-Wulf- verksmiðjanna á styrjaldartím- unum, KURT TANK, hafði teiknað og nýlega fékk bónd- inn tilboð í teikn’ingarnar, sem hljóðaði upp á 38 þús. kr. (ísl.). Nú álíta menn að Kurt Tank standi sjálfur á bak við þetta tilboð, en hann kvað vera bú- settur í Argentínu og teikning- arnar hafa að öllum lík’indum borizt til Danmerkur er hann kom þangað i heimsókn í stríðs lok. Haldið er einmitt að Kurt Tank haldi sjálfur hinum hlu^a téikninganna, en svo virði.st sem hvorugur aðilinn ætli að komast yfir ailar teikningar Keypti fyrir 100 kr. hafnar kr. 3 8.000 21 árs gamall bóndi í Dan- hann straks hvers kyns þær flugvélarinnar, því Loberg hef- niörku var staddur inni í forn- voru, en það voru teikningar ur afþakkað gott tilboð. ÞEIR SETJA„DAUÐA- SLYS' Á SVIÐ Tilgangurinn er að hamla gegn umferðarslysum Bílarnir þutu áfram á meira en 75 km á klukkustund. Rétt á eftir voru þeir ekki annað en stór rjúkandi ruslahrúga eftir að þeir keyrðu beint á hvorn annan og farþegarnir 'höfðu kastazt til eins og fiðurpokar. En þetta slys var ekkj óvilj- andi. Það var sett á svið af á- settu ráði af sérfræðingum á flugvelli á Long Island í New Yorkrtki. Er þessum rannsókn- um stjórnað af vísindamönnum og verkfræðingum frá háskól- anum 1 Kaliforníu. Aðalmark- mið þessara miklu rannsókna er að reyna að koma í veg fyrir hin ógnvekjandi umferðarslys, en hverg'i eru umferðarslysin meiri en einmitt í Bandaríkjun- um. „Farþegar" í bílnum eru dúkkur í fullrj stærð, sem eru settar saman af furðulegri ná- kvæmni og tæki sem í þeim eru gefa til kynna hvert éin- asta högg og hnykk sem þær fá við ,,slysið.“ Læknar geta' eftir árekstur- inn rannsakað hver áhrifin hefðu orðið á mannslíkama eft ir þeim upplýs’ingúm, sem brúð urnar gefa. — Við getum sagt til um hvort farþeginn mundi hafa látizt af völdum slyssins, eða hvort hann hefði hlotið ein hvers konar meiðsl og þá jafn- framt hvers konar meiðsl, sagði Derwyn Severy, rannsóknqr- fræðingur háskólans. Við tilraunirnar eru notað’ir . bæði gamlir bílar og nýjir. Þe’im er stjórnað með fjarstýri tækjum og látnir rekast hvor á annan á ýmsan hátt eða út af vegum, á tré eða aðrahluti sem staðsettir eru við akbraut- ir. Tilraunir þessar hafa farið fram á Terminal-eyju v’ið Los Angeles í nokkur ár og gagn- semi þeirra er mjög mikil Fram leiðendur í Bandaríkjunum fara t.d. í flestu að ráðum vísinda- mannanna þar um gerð ýmissa öryggistækja til að vinna þann ig að því að hefta útbreiðslu slysanna á vegunum. Öryggis belti eru t.d. orðin skylda í Bandaríkjunum í nýjum bílum og er það til komið vegna rann sóknanna á Term’inal Island. Vísindamennirir hafa líka ráð- lagt bólstruð eða mjúk mæla- borð, öryggisgler, hærri sæti þannig að höfuðið hvfli betur, sérstakar sætafestingar og nýj an stýrisútbúnað. sem kemur í veg fyrir að stýrið skaði öku- mann ef slys ber að höndum. Kári skrifar: Ég var á bókauppboði hjá Sigurði Benediktsyni s. 1. mið- vikudagskvöld og varð þar margs áskynja. í fyrsta lagi varð mér ljóst að meginþorri gamalla bóka hefur hækkað stórkostlega í verði, ekki aðeins m’iðað við gamla daga og árin fyrir stríð, heldur aðeins miðað við árin í fyrra og hitteðfyrra — jafnvel méira að segja miðað við s. 1. haust og vetur. Þó eru einstöku bækur sem ekkert virðast hækka í verði gegnum árin þótt merkar séu og fremur fágætar. Þar í flokki má nefna jarðeldarit Magnús- ar Loftssonar. frumútgáfuna frá 1880. Hún var slegin á upp boðinu fyrir 350 krónur, en það er ekkj mikið hærra verða held ur en hún er seld fyrr á stríðs- árunum. Þá - var hún talin í röð fágætra bóka um íslenzka náttúrufræði og mjög eftirsótt meðal safnara. Nú er éins og enginn sækist eftir henni leng- ur og hún lenti á uppboðinu í röð þeirra ' bóka sem fóru á hvað lægstu verði. Annað sem vakti athygli mína á uppboðinu er nægju- semi kaupenda með óheilar bækur og rit. Þetta virðist allt vera í stakasta lagi ef menn þurfa á bókunum að halda í lestrar- eða fræðiskyni. Þá geta menn oft haft full not af einstökum bókarhlutum og þarf ekki að skipta máli þótt í þær vanti. En öðru máli gegnir þegar um hreina safngripi ær að ræða, þá vill maður hafa þá fullkomna og heila, a. m. k. þeg ar verð þeirra skiptir orðið þúsundum króna. Við skulum taka dæmi ein- mitt frá uppboðinu á miðviku- daginn, því það er nærtækast. Þar var selt mjög fágætt, eftir sótt en merkilegt tímarit, sem heitir Hirðir og kom út í þrem ur árgöngum. Það fjallar að meginefnj um fjárkláða og eng um dauðlegum manni kemur til hugar að lesa heila setningu i því öðruvís'i en með ferlegum geyspum. Nú var eintak af þessu riti slegið á hálft 6. þús. kr. á uppboðinu, var þó upp- hafslaust, endislaust og vant- aði auk þess blað inn í það. Mér er spurn — hafa menn ánægju af slíkum ritum í bóka skáp sínum? En þarna var fleira af áþekktu tagi, t. d. voru ferðabækur Ólavíusar, Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar að því leyti óheilar, að í þær báðar vantaði íslandskortin, einmitt það sem oftast vantar inn í þessar bækur og erfiðast er að fá. Nú eru þessar bsekur báðar h’inar gagnmerkustu rit og hafa enn í dag ákveðið menningarlegt gildi og fræði- menn vitna stöðugf í bæði þessi rit. Samt sem áður eru báðar þessar bækur orðnar að safngripum, þar sem handhæg ar og góðar þýðingar eru nú komnar út á íslenzku, að vísu aðeins fyrri hlutinn af ferða- bók Ólavíusar, en síðari hlutinn er væntanlegur á markaðinn í haust). Fleira má telja í þessu efni en skal þó staðar num'ið. En það sem vakti mesta furðu mína á uppboðinu er löngun manns eða þörf til að safna tímaritaritgerðum (úrtöl um) um ísland. I þessu efni skulu nefnd þrjú dæmi frá upp boðinu á miðvikudagskvöldið. Það er ritgerð eftir Karl Sapp er frá 1907 ritgerð eftir Al- fred Newton frá 1862 og ritgerð eftir Niels Horrebow frá 1753, allt úrtök eða sér- prent úr tiltölulega algengum og enganveginn fágætum tíma- ritum. Þessar riterð'ir voru slegnar á 1100 kr. 1500 kr. og 3300 kr. eða nærri 6 þús. kr. samtals. Dýr myndi Hafliði all ur, ef þess er gætt að úrtök og sérprentanir sem ísland varða í erlendum tímaritum skipta vafalaust tugum þúsunda. En allt eru þetta viðhorf sem skapazt hafa með aukinni velgengni meðal þjóðarinnar ok ekki nema gott eitt til þess að vita að menn skuli hafa efni á að veita sér þennan munað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.