Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 7
7 /1S IR . Laugardagur 12. júní 1965. Fyrir þrem dögum var sláttur hafinn á Blika- stöðum og þrem öðrum nærliggjandi bæjum í Mosfellssveit (Skálatúni, Láguhlíð og Hamra felli). Blaðamaður frá Vísi skrapp upp að Blikastöðum í gærmorgun tii að sjá nútíma tækni í heyvinnu. Sigsteinn, bóndi á Blikastöðum (annar frá vinstri) með ungu kaupamönnunum. Lengst til vinstri: Halldór Sigurðsson úr Rvík, Tryggvi Tryggvason, Lárus Árnason frá Keflavík, Jón Sigurðsson frá Rvík. Myndirnar tók greinarhöf. ^ Ofan af þjóðveginum blikaði á grænt túnið — það var eins og flos mjúkt teppi, sem lá í renningum í allar áttir frá búgarðinum — þetta voru stórar spildur. Og nú var hamazt við að slá fyrsta sláttinn. Rauða Ferguson-dráttarvélin vann sér þetta létt — að fella safaríkt grasið. Piltunginn úr Reykja- vík Tryggvi Tryggva- son, aðeins sextán ára og kaupamaður þar á Blikastöðum, sat rogg- inn uppi á vélinni. Hann var að ljúka við hólma — við endamörk lyfti hann greiðunni og sveigði fergusoninn eins og bát í vindi. Nýslegið grasið lá þarna að baki honum, hann leit sem snöggvast yfir verkið. Svo lét hann greiðuna síga á ný, sem þegar byrjaði að klippa ótt og títt. Þegar komumaður öslaði yfir slægjuna, gerði piltungurinn hlé á um stund. Þetta var í gær- morgun — í sterku sólskini og lognmjúkum hljóðleik Mosfells- sveitar — hið eina sem rauf kyrrðina voru flutningabifreiðir að norðan og vestan, sem fóru með dyn um veginn undir fjall- inu. Sigsteinn bóndi hafði skropp- ið með bílinn sinn í skoðun upp að Hlégarði, að því er kaupamaðurinn taldi eða kann- ski hafði hann bara farið með hann á „verkstæðið“ — stein- snar frá. Svo mikið var víst, að húsbóndinn var ekki heima— heldur aðeins húskarlar hans, ungir að árum allir. Þeir komu fjórir í ljós. Það var engu lík- ara en þeir spryttu upp úr jörðinni eins og álfar. Einn, sá yngsti, Jón Sigurðsson — 13 ára sönur Sigúrðar M. Þorsteins sonar, lögregluvarðstjóra í Reykjavík var mannaíegur með hrífuna sfna. Annar, jafnaldri hans, Lárus Árnason frá Kefla- vík („hann séra" Björn fermdi mig“) hafði verið að stjórna fjölfætlunni, þ.e. heysnúnings- vélinni, sem traktor af eldri gerð var beitt fyrir. Það var brakandi þurrkur og horfur á því, að heyið þornaði með eðlilegum hætti; þyrfti ekki að fara í súg- þurrk. "CHztur þeirra fjórmenninga sagðist heita Halldór Sig- urðsson. Hann bar festahring á hendi og það hefði vel mátt segja manni, að hann væri hvorki meira né minna en ráðs- maðurinn af bænum. Halldór sagðist hafa hug á því að kaupa jörð og fara að búa. „Skyldi vera hægt að káupa land f SUrísé^'?"1'spiir^i‘hahn. ' ’011 ' „Hvernig er að slá með þess- Sláttur af fullum krafti á túninu að Blikastöðum. Á traktornum: Tryggvi Tryggvason ur Rvík, 16 ára kaupamaður. Aðstoðarmáður Jón Sigurðsson, 13 ára, vinnur með hrífu. kviláL. myiíair Kópnvogsbíó: Þrjór ástmeyjar Kópavogsbíó hefur hafið sýn- ingar á franskri kvikmynd (Am ours célebrés), hér kölluð „Þrjár ástmeyjar." Hér er í rauninni um þrjár myndir að ræða um þrjár fagrar ástmeyj ar fyrri tíma. í henni léika kunnir franskir leikarar. Ást- meyjarnar leika Dany Robin, Simone Signoret og Brigitte Bardot en mótleikarar Jean- Paul Belmono, Pierre Vaneck og Alain Delon. Er með öll þessi hlutverk vel farið og sum ágætlega, ekki sízt skilar Sim- one Signoret frábærlega sínu hlutverki. Léttast er yfir fyrsta þættinum. Lauzun, en hinir um Jenny de Lacour og Agnes Bemauer örlagaþrungnari og efnismeiri. Fyrsta flokks mynd sem ánægja er að mæla með. Birgitte Bardot Gamla bíó: ÁSTAR- HREIÐRIÐ I<im Novak og James Gardn er fara með aðalhlutverk í þess ari bandarísku gamanmynd, sem heitir á frummálinu „Boys Night Out.“ Myndir sem þessar hafa þann tilgang að gera mönn um létt í skapi og þeim til- gangi er vissulega náð ogisinn mikla þátt í því á h'in vinsæla og fagra KIM NOVAK. ari tækni?“ „Það er nú aldeilis gaman með góðum traktor á góðri slægju“, sagði Halldór, sem virtist verkstjórinn. „Er þetta ekki óvanalega snemmt sem farið er að slá?“ (Þeir höfðu byrjað fyrir tveim dögum). „Því fyrr þeim mun betra“, sagði hann búmannlega, „ef grasið ofvex, fúnar það í rót- ina og það er ekki vel gott“. Svo bætti hann við: „I fyrra var ofsprottið, þeg- ar byrjað var að slá“. „Hvernig gras er þetta?“ „Það er blandað úr ýmsum tegundum — einum 5—6 held ég“. Piltarnir fræddu á því, að heyjáð væri fyrir 60 mjólk- urkýr á Blikastöðum. „Það eru líka hestar og svo nokkrar rollur upp á gaman“. J^androver-jeppi sniglaðist nið- ^ ur afleggjarann. „Þarria er hann — þú mátt ekki missa af honum“, sagði einn þeirra. Sigsteinn Pálsson bóndi á Blikastöðum sté út úr bílnum með Battersbyhatt á höfði, klæddur ljósum sumarfötum gljápússuðum skóm eins og óðalseiganda er sæmandi á góðviðrisdögum sem þessum. „Skipti mín við blaðamenn hafa verið góð fremur en hitt“, sagði hann. „Hvernig stendur á því, að þér settuzt hér að?“ „Forlögin réðu því — ég eignaðist hér beztu konu á íslandi". Sigsteinn fór að búa á Blikg- stöðum árið ’42. Annars er hann frá Fáskrúðsfirði og í móðurætt kynjaður norðan úr Húnavatns- sýslu (Bólstaðarhlíðarætt). Hann er nú settur hreppstjóri („síðan Ólafur á Varmalandi flutti í sæluna í Reykjavík") eins og hann sagði). Sigsteinn sagði, að Blika- staðir væru ekki stór jörð í gömlum skilningi (þ.e. ekki víðáttumikil, en hins vegar mikið ræktuð: 70 hektara lands. Nú hafa þegar verið slegnir 10 hektarar á tveim dögum (II. júní) og horfur á því að fyrri slætti verði lokið um miðjan júlí (í góðri tíð). „Hvernig leggst sumarið í yður“ yður?“ „Vel„ - ég er ánægður á með an sólin skín, en ég bið hana ekki um það, þegar hún þykist of góð til þess“, eins og Krist- ín Sigfúsdóttir lætur Svein segja í leikritinu „Tengda- manna““ — stgr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.