Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 11
V 1 S IR . Laugjirdagur 12. júní 1965. 77 Sundmeistoramótið byrjaði glæsilegn: Tvb ný met Hrafnhildar Mótiið heldur ófrum í Vesturbæjurlaug um helginu pað má með sanni segja að byrjun Sundmeistaramóts ís- lands hafi verið glæsilegt, því mótið hófst með tveim nýjum íslandsmetum, stúlknameti, sveinameti og telpnameti. Það var Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir, sem setti íslandsmetin í 500 og 803 metra skriðsundi. í dag og á morgun heldur mótið á- fram í Sundlaug Vesturbæjar og vonandi verður áframhald á metaregninu. í fyrrakvöld var keppt í 1500 metra skriðsundi karla og vann Davíð Valgarðsson, Keflavík, á 19:16.5 en hann er sjálfur met- hafi í þessari grein. Hinn korn- ungi Einar Einarsson, frá ísa- firði varð fjórði á eftir Trausta Júlíussyni og Gunnari Krist- jánssyni á 21:49.2 sem er sveinamet. Árni Þ. Kristjánsson frá Hafnarfirði vann 400 metra bringusund á 5:55.5, en félagi hans Gestur Jónsson fékk 5:58.0. Hrafnhildur hafði yfirburði í 800 metra skriðsundinu og synti 11:31.0. — Gamla metið átti Ágústa Þorsteinsdóttir úr Ár- manni og var það 12:09.2. Matt- hildur Guðmundsdóttir, Ár- manni, synti á betri tíma en gamla metið, 11:50.0 og er það stúlknamet og Hrafnhildur Krist jánsdóttir setti í sama sundi telpnamet á 12:16.8. í dag hefst mótið kl. 15 og verður keppt í 100 metra skrið- sundi kariáj 100 metra bringu- sundi karla, 100 metra bak- sundi kvenna, 200 metra bak- sundi karla, 200 metra bringu- sundi kvenna, 200 metar fjór- sundi karla, 3x50 metra þrí- sundi kvenna og 4x100 metra fjórsundi karla. •> Á morgun hefst keppnin kl. 14, og þá verður keppt 1 100 metra flugsundi karla, 100 metra bringusundi kvenna, 400 metra skriðsundi karla, 100 metra skriðsundi kvenna, 100 metra baksundi karla, 200 metra bringusundi karla, 200 metra fjórsundi kvenna, 4x200 metra skriðsundi karla og 4x100 metra skriðsundi kvenna. úrslitin. Leikurinn hefst kl. 16 á morgun. . Austurbæjarliðin. Valur og Fram, félögin í austur hverfum Reykjavíkur bítast um stigin á sunnudagskvöldið á Laug- ardalsvellinum, ,heimavelli‘ beggja liðanna. Valsmenn eru nú í for- ystusætinu í 1. deild og vilja án efa halda áfram að leiða. Liðið hef ur ekki tapað neinum leikja sinna enn þá og eru KR og Valur einu taplausu liðin í deildinni. Fram- arar hafa á að skipa ágætu liði í sumar, — framlínan er mjög vel leikandi en full lingerð. Valsmenn eru sigurstranglegri í þessum leik, enda þótt allt geti gerzt hér sem í öðrum leikjum. ísafjörður — Kópavogur Siglufjörður — Vest- mannaeyjar í 2. deild. Fjórir leikir fara fram í 2. deild í dag, — allir utan. Reykjavíkur. Sá leikur, sem e. t. v. er fróðleg- astur er leikur Þróttar og Sigl- firðinga fyrir norðan, því margir álíta að sá leikur sé úrslitaleikur í riðlinum og vilja margir halda að Þróttarar mun.i. komast í hann krappan nyrðra gegn hinum eitil- hörðu Siglfirðingum. Annar leikur, sem einnig hefur mikil áhrif er leikurinn í Vestmannaeyjum milli ÍBV og FH, en þau lið eru senni- lega sterkustu liðin í sínum riðli. í Kópavogi keppa tvö „útilið“, Haukar úr Hafnarfirði og Skarphéð inn, og má reikna með léttum sigri Haukanna. Víkingar ferðast til ísa- fjarðar í dag og keppa þar við heimamenn. Sá leikur ætti að geta orðið jafn og skemmtilegur, og Vík ingunum ætti að takast að sigra með hina ungu og léttu leikmenn sína. Allir leikirnir í 2. deild hefj- ast kl. 16 í dag. * SPYRNUNNIUM HELGINA Uin helgina verður mik- ið um að vera á knatt- spymusviðinu. Á íslands- motinu í 1. og 2. deild fara fram 6 leikir, 5 þeirra úti á flandi, einn í Reykjavík. KÍippt verðúr á Siglufirði, Ísíafirði, í Vestmannaeyj- um, Kópavogi og Njarð- vík. Alls staðar verður líf og fjör og þúsundir munu fylgjast með viðureign liðanna, sem á- mörgum vígstöðvum verður snörp. I Vinnur Akureyri i Keflavík? ! Keflavík, íslandsmeistararnir f i fyrra fá heimsókn á sunnudaginn ; til sín á Njarðvíkurvöllinn. Það ; eru Akureyringar sem þangað i koma og leika útileikinn gegn I Keflavík. Akureyringar hafa verið mjög frískir og skemmtilega leik andi í sumar, en verið heldur ó- heppnir. Keflvíkingar töpuðu gegn Val í fyrrakvöld og eru með sama stigafjölda og Akureyringar en ör- lítið lakara markahlutfall. Leikur- inn f Njarðvíkum verður án efa spennandi og skemmtilegur, en óneitanlega eru íslandsmeistarar á heimavelli lítt árennilegt lið, ekki sízt þegar meira en þúsund tryggir aðdáendur hafa hnappað sér utan j ;um völlinn og hvetja sína menn. i Það má búast við hvaða fréttum j sem er frá Njarðvíkurvelli á sunnu daginn, engu er hægt að spá um BOLTINN VALINN Pósípoki, sem inniheldur átta ósköp venjulega fótknetti, er fal- inn mjög vandlega einhvers staðar í mannvirkjum White City-vallarins í London. I þessum poka er senni- lega sá bolti, sem notaður verður við heimsmeistarakeppnina næsta sumar í Bretlandi. Sem stendur eru boltarnir ekki mikils virði þar sem þeir liggja í pokanum, en sá knöttur, sem verð- ur valinn fær 2500 punda verðlaun og fær að auki stórkostlega aug- lýsingu á heimsmarkaðinum. Nærri 350 boltar, sem kosta urtl það bil 1000 krónur hver bolti, verða pantaðir þegar Sir Stanley Rous og meðnefndarmenn hans hafa ákveðið hvaða tegund verði notuð. Alls voru það 9 firmu sem sendu inn knetti til að taka þátt í sam- keppninni. Sendu þessir aðilar 114 bolta alls, sem nú er verið að prófa. FIAT 850 ^ITmSældir Volkswagen hafa orð- ið til þess að fjölmargar bif- reiðaverksmiðjur hafa komið með bíla af svipaðri stærð og í svipuð um verðflokki á markaðinn. Seint á síðasta ári sendu Fíat- verksmiðjumar frá sér bfl, sém! þeir nefna „850“, en hann er ein- mitt meðalstærð á milli Fiat-600 og Fiat-1100. Snemma á þessu ári; komu þrír slíkir bílar hingað tili lands og virðast þeir ætla að reýni ast prýðilega. Fiat-850 er 4 sæta bifreið, eðai fjögurra fullorðna og eins barns — tvö að framan — þrjú að aft an. Hann verður þó öllu heldur að teljast 4 manna bíll, en þá rúm- góður 4 martna. 850 hefur það fram ýfir Volkswagen, hve falleg- ur hann er í útliti, hann hefur ein faldar en ákaflega þokkalegar lín- ur og bjuggust danskir bílasalar við mikílli sölu einmitt sökum hins snotra útlits. Bíllinn er fjögurra gíra áfram og eru þeir allir saih- stilltir. I þeirri útgáfu, sem hing að til lands er flutt, er 40 hest- afla vél, fjögurra strokka og má á góðum vegi ná allt upp í 120 km. j hraða. Þar sem við göngum út frá því að 850 sé fjögurra manna bíll, þá ! er hann mjög þægilegur fyrir j langar lappir og breiðar axlir og i farangursgeymslan að framan rúm-! ar þokkalega mikinn farangur. Auk geymslunnar að framan er einnig „ruslakista“ bak við aftur- sætið eins og í Fólksvagninum og fleirum. Fíatinn er léttur og þægilegur i stýri, næstum því of þægilegur, gírskipting er snögg og ákveðin og bremsurnar virka vel. Hann er sérlega lipur í bæjarakstri og eins úti á vegum, þótt íslenzkir þjóð- vegir virðast yfirleitt aðeins mið- aðir við flugvélar. Ég hef heyrt FIAT 850 er einkar skemmtilegur í útliti. um einn galla, sem nokkuð er á- berandi hjá Fiat, það er hve hon um hættir til ryðs. Úr því má hæg- lega bæta með þvl að sprauta ryð- varnarefni á hættulegustu staðina meðan bíllinn er nýr. Benzíneyðslan mun vera nálægt 6-6.5 lítrar á 80 km. jöfnum akstri en upp í 7.S-8.5 lítrar á hundraðið innánþæjar. Verðið á honum hér- lendis mun vera tæp 145 þúsund króriur, eða um 2 þús. kr. ódýrari en Fólksvagn. Umboð fyrir Fiat hefur Orka h.f. isa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.