Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 12. júní 1965. Fónverk efftir Þorkel Sigurbjörnsson frumflutt á sunnud. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld mun stjórna hljómleikum hjá Musica Nova á sunnudaginn í Lindarbæ. Meðal verka á tónleik- unum er nýtt tónverk eftir Þorkel sjálfan, sem hann kallar „Víxl“. Ber það nafn af því að þetta er víxlmúsik milli nútíðar og þátíðat Framh. á bls. 6. Rabbað v/ð Þolraun stúdentsefnanna 116, sem nú útskrifast frá Mennta- skólanum í Reykjavík er senn lokið. Síðustu prófin eru í dag og hátíðahöldin hefjast strax í kvöld með fagnaði á Hótel Borg. Fréttamaður Vísis kom við í Menntaskólanum í gær og hitti að máli tvö þeirra, sem nú spreyttu sig við stúdentsprófið, Jónínu Margréti Guðnadóttur í 6. bekk A og Þráin Bertelsson í 6. bekk C. sfúdenfsefni Jónína var í einni kennslu- stofunni ásamt nokkrum bekkj- arsystrum sínum, sem enn áttu eftir að köma upp og kúrðu yfir frönskum sögnum og spurn- arfornöfnum en Jónína var svo heppin að vera búin með frönskuprófið, sem var það síð- asta i röðinni. Hún er að vonum mjög ánægð yfir því að vera búin og segir að sér hafi gengið ágætlega. Þegar hún er spurð að því hvort hún sé góð í Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri í lokahúsinu, sem byggt er við austurenda vatnsgeym- islns.. (Ljósm. Vísis I.M.) Smíii nýja vatnsgeymis- frönsku grípa hinar framí: — Það er bezt að við svörum þessu, hún er góð í frönsku eins og í öllu öðru. Þær segja að þetta sé síðasti prófdagur stúlknanna í 6. bekk því að þær þurfa að fara í lagn- ingu og gera sig fínar fyrir ball- ið, sem á að vera annað kvöld, strákarnir í blönduðu bekkjun- um njóta góðs af og fá að ljúka prófunum sama dag. Upplestrarfríið hófst um páskana og eins og flestir las Jónína með tveimur bekkjar- systrum sínum, þær byrjuðu venjulega um hálfníu eða níu á morgnana og lásu frameftir degi, misjafnlega lengi. Hvort hún væri ekki orðin þreytt á þessu öllu? Upplestrarfríið hefði verið þreytandi en þegar f prófin væri komið væri maður orðin ónæmur fyrir þessu öllu. Og eftirlætisnámsgreinarnar — enska og franska. En það leiðinlega? — Það er ekkert leiðinlegt í 6. bekk, það leið- inlega er allt búið. Og hvað tekur við í framtíðinni? spyr tíðindamaður og rekur um leið augun í það að Jónína er með einbaug á hendi. — Ætli mað- ur fari ekki að gifta sig, en svo á líka að stunda nám í ensku og frönsku við Háskól- ann. Og að lokum, hvernig er það að kveðja skólann? — Það er blandað, bæði gam- an og leiðinlegt, segir Jónína. Nú er maður ekki lengur bund- inn við að þurfa að leáa allar námsgreinar. — Hvernig líður þér, ertu nokkuð taugaóstyrkur? Það er Þráinn Bertelsson, sem er spurður, meðan hann bíður eftir að koma fram fyrir æru- verðuga prófendur í náttúru- fræði. — Alveg prýðilega, ég er Framh. á bls. 6. Þráinn Bertelsson. ins á Oskjuhlíð lokii Gizkað á að bver ibúi Reykjavikur noti 650 I. af vatni á sólarhring Hinn nýi vatnsgeymir Reykjavíkurborgar á Öskjuhlíð hefur nú verið tekinn í notk- un. Geymirinn, sem tekur um 10.800 tonn er 6 metrar á hæð og er vatnshæðin mest 60 m. yfir sjávarmáli, en minnst 54 m. Tilkoma þessa nýja geymis bætir mjög þrýsting t.d. á Skólavörðuhæð og nokkrum fleiri stöðum I borginni, þar sem vatnsþrýstingur þótti ekki nógur. Blaðamenn Vísis skoðuðu hinn nýja vatnsgeymi við Öskjuhlíð i gær ásamt Þór oddi Th. Sigurðssyni, vatns- veitustjóra. Vatnsgeyminum er skipt í tvö hólf, en rennsli er á milli þeirra þegar geymirinn er fullur. Fyrst rann vatn í geyminn í janúar og þá aðeins í annað hólfið, en segja má að vatn hafi fyrst fyllt hann í marzmánuði. Þessa dagana er verið að ganga frá lokahúsi, sem er viðbygging við austur- enda geymisins. Sagði vatnsveitustjóri að gólf vatnsgeymisins hefði verið lakk að og einnig veggir upp í 3 m. hæð, en eftir það hafi verið kalkað. Þrátt fyrir það að nýi geym irinn sé tekinn í notkun verður gamli vatnsgeymirinn við Sjó- mannaskólann áfram í notkún. Gizkað hefur verið á, að á svæði því, sem Vatns- veita Reykjavíkur nái til séu notaðir 650 lítrar á hvern íbúa á sólarhring. Enn er ekki vitað hvað þessi nýi geymir muni kosta, en verkið er komið yfir 11 millj. kr. Þing ungra Sjálfstæðis manna á Norðurlandi í dag hefst aðalfundur Fjórð- síðari daginn fara fram umræð- ungssambands ungra Sjálfstæð ur um stjórnmál og stefnu ismanna á Norðurlandi. Verður ungra Sjálfstæðismanna. Erindi fundurinn að þessu sinni hald- á fundinum flytja Gunnar G. inn á Sauðárkróki, í Bifröst, og Schram ritstjóri, Stefán Stefáns hefst kl. 4 e.h. son bæjarverkfræðingur á Akur Fundurinn stendur í tvo daga. eyri og Stefán Jónsson frá Verða fyrri daginn flutt erindi Kagaðarhóli. Á fundinum mætir um ýmis efni og umræður fara og sr. Gunnar Gíslason alþingis fram um sveitarstjómarmái en maður. Vestm.eyingar drekka Gvendarbrunnavatn Skipaútgerð ríkisins og bæjar stjórn Vestmannaeyja hafa á- kveðið að taka upp vatnsflutn- inga frá Reykjavík til Vest- mannaeyja, og verður vatnið flutt með Herjólfi. Mikill skortur er ætíð á neyzluvatni í Eyjum og munu þau 120 tonn sem Herjólfur flyt ur hverýu sinni bæta það ástand að nokkru. Vatnið er keypt af Vatnsveitu Reykjavíkur fyrir 20 — 30 krónur, tonnið, en ósamið er um flutningsgjöld Skipaút- gerðarinnar. Vatnið er notað sem kjölfesta og á bakaleið er settur klóraður 'sjór 1 tankaná. Þegar hafa verið farnar þrjár ferðir og gefizt vel. FRIENDSHIP- vélin reynist frábærlega íinnanlandsflugi Hin nýja Fokker Friendship flug vél Flugfélagsins hefur þennan tíma síðan hún kom reynzt frábær- lega vel og eru starfsmenn félags- ins á einu ' máli um það, að j slíkt tæki gerbreyti allri starfsemi og rekstri, m. a. þannig að ferðaáætl anir standast miklu betur en áður. Nú um þessar mundir er lokið þjálfun allra áhafna flugvélarinnar og hefur hinn hollenzki þjálfunar- flugmaður sem kom með flugvél- inni nú kvatt að loknu starfi. — Áhafnir flugvélarinnar eru fimm. fslenzkur þjálfunarflugmaður er Jón Ragnar Steindórsson og flug- stjórarnir fimm eru þessir: Henn- ing Bjarnason, Sigurcjur Haukdal, Ingimundur Þorsteinsson, Ólafur Indriðason og Karl Schiöth. Friendship flugvélin .fer fimm áætlunarferðir á hverjum virkum Haoí fííArar á siinrmHö'cmm Stað irnir sem flogið er til á hverjum degi eru Akureyri, Isafjörður, Egilsstaðir Vestmannaeyjar og síð ari ferð tií Akureyrar. Vestmanna- eyjaferðirnar eru þó ekki hafnar enn vegna umbóta sem standa yfir á flugveílinum þar. Friendshipvél- in flýgur að meðaltali um 8 klst. á dag. Það er samdóma álit farþeganna, að þægilegri flugvél hafi þeir ekk: ferðazt með.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.