Vísir - 15.06.1965, Page 1

Vísir - 15.06.1965, Page 1
VISIR 55. árg. — Þriðjudagur 15. júní 1965. 133. tbl. Ohófleg ölvun á almannafærí Reykvikingar hafa verið ferlega drukknir hvem dag og hverja nótt að undanfömu, svo til stórra vand- ræða horfir fyrir lögregluna og fangageymslur hennar yfirfullar dag og nótt. í gærdag t. d. — sem þó var mánudagur, og samkvæmt venju átti að vera rólegur dagur, — voru 11 manns teknir úr umferð sökum ölvunar og fluttir f fangageymslur. Og f nótt voru 26 teknir fyrir sömu sakir. Hvert rúm f fangageymslum lögreglunnar var fullskipað. Enn alvarlegra var ástandið í drykkjumálum þó um helgina. Frá því um hádegi á laugardag til jafn lengdar á sunnudag vom milli 40 og 50 manns teknir úr umferð sökum ölvunar og fluttir í geymslu. Þannig liggja leifar trillubátaaldarinnar sem hér var fyrir 5 árum^ nú úti f Örfirisey. Haugar af bnotnandi trillubátum. DRAGNÓTA VEIÐAR í FLÓAN- UM HÓFUST í NÓTT Á miðnætti í nótt hófst drag nótaveiðin hér f Flóanum eða „snurrivoðin“ eins og hún er kölluð meðal manna. Dragnóta veiðamar fara fram á ákveðn- um svæðum einnig fyrir Norð urlandi og m.a. talsvert stund- aðar frá Skagaströnd og Sauð árkróki og fleiri stöðum. Hér við Flóann em þær lang mest stundaðar frá Rvík og em um 20 bátar héðan á dragnóta veiðum. Þetta er sá fiskur sem Reyk- víkingar hafa yfir sumarmán uðina og væri heldur ófisklegt um að litast í fiskbúðum hér í bænum ef þessar veiðar væru ekki. Þær em stundaðar af l'itlum bátum, þeir minnstu eru stórar trillur og upp í 30-40 tonna bátar. Miklar breytingar hafa orðið á þessari smáútgerð við Flóann á síðustu árum. Fyrir svo sem fimm árum var hér mikil trillu bátaöld og hér í Reykjavík voru þá margir tugir af trillum, sem voru á færaveiðum. En eftir að dragnótaveiðarnar hóf ust hafa trillubátaveiðarnar mikið til lagzt af. Að vísu eru dragnótaveiðar lítið eitt stund- aðar af stórum trillum, en Framh. á bls. 6. sambaed víð Raufarhöfn kl 21 / kvöld í kvöld kl. 21 kemst Raufar- höfn f sjálfvirkt samband við þau svæði sem þegar era fyrir, þ.e. Dalvík, Húsavík, Akureyri, Akranes Reykjavfk, Suðurnes og Vestmannaeyjar. Hefur vinna við tengingar á sjálfvirku stöðinni gengið mjög vel og fylli lega eftir áætlun að sögn Sig- urðar Þorkelssonar, yfirverk- fræðings Landssímans i morg- un. Aðalumsjón með verkinu hef- ur Þorvarður Jónss., verkfræð- ingur haft. Sagði hann að nokk ur vandræði yrðu að ná beinu sambandi fyrst í stað vegna þess að nýja símaskráin er ekki komin, en f henni eru númerin á Raufarhöfn og hinum nýju stöðvum á Dalvík sem opnaði 20. marz og Húsavík sem opn- aði 10. april sl. Sagði Þor- varður að sfmi 03 mundi gefa allar upplýsingar um númerin úti á landi. Til að byrja með verða opnað ar 9 sjálfvirkar línur frá svæðis- stöðinni á Akureyri til hnút- stöðvanna á Húsavík og á Rauf arhöfn. í næsta mánuði koma 4 línur til viðbótar og létta því mjög undir. Stöðvarnar hafa hins vegar eftir sem áður hand virkar línur til að létta undir. Þegar hringt er til Raufar- hafnar er hringt fyrst í númer Akureyrarsvæðisins 96, en síð- an strax á eftir 51 og númer símnotanda. Stöðin á Raufar- höfn hefur 200 númer. Tveir úr hópi sfðustu gesta í Kárasafni áður en afhendingin fer fram. Biskupinn, Sigurbjörn Einarsson, sýnir einum af mestu velunnurum Skálholts, norska prestinum Harald Hope Flateyj- arbók. BLAÐID 1 D-" C Laugunum. 7 Handritaafhend- ingin kærð. 8 Surtur talar sfnu máli. 9 Dr. Alexanders Jóhannessonar minnzt. 10 Talað við Ragnar Steingrímsson. KARASAFN FLUTTISKALH0L T Annað kvöld mun afhending hefjast á bókasafni Kára Helgason- ar Borgfjörð til Skálholtsstaðar, en Helgi Tryggvason bókbindari einn bókfróðasti Islendingur sem nú er uppi, veitir safninu viðtöku fyrir hönd kaupenda. Vísir átti stutt viðtal við Helga Tryggvason í tilefni af bókaafhend- ingunni og spurði m. a. hvenær hún færi fram. — Afhendingin hefst annað kvöld að Hverfisgötu 43, en þar er nokkur hluti bókasafnsins geymdur, því bækurnar rúmuðust ekki allar á Njálsgötu 49, þar sem meginhluti safnsins er annars geymdur. — Hvað er geymt af bókunum á Hverfisgötunni? — Það em útfararminningar, ævisögur og minningarrit. Það er mjög verðmætur og stór flokkur. Hann verður fyrst afhentur og far- ið með hann a.istur f Skálholt. Þar verður bókunum raðað upp áður en afhending næsta flokks fer fram. — Hvaða bókaflokkur er það? — Ljóðabækur. Einn allra full- komnasti flokkurinn f þessu mikla bókasafni. Það var heldur ekki rúm fyrir hann á Njálsgötunni og hann var því eins og æviminning- arnar geymdur annars staðar. Við ljóðabókunum er ákveðið að ég taki á laugardaginn kemur. — Er ekki seinlegt og erfitt verk að raða öllum bókunum upp að nýju? — Jú, það væri það vissulega, ef bókunum væri hrært saman f graut. En Kári hefur séð fyrir því að svo verður ekki. Og það má segja að hann hafi ekki gert enda- sleppt við safnið, þvf hann hefir látið smíða trékassa fyrir bækur úr hverri einstakri hillu stálskáp- anna. Þannig að ég þarf ekki annað að gera en raða úr hverjum kassa upp f sína ákveðnu hillu. Þetta léttir mér afskaplega starfið og flýtir fyrir. Það er líka annað sem Kári hefur gert og það er að gefa Skál- holti 4 stálskápa til viðbótar þeim sem til voru í hans eigin safni. Hann hefur og annazt allan kostn- að við flutning og uppsetningu þeirra í' Skálholti og þar bíða þeir bókanna. — Hvernig er geymslan í Skál- holti? — Bækurnar verða geymdar hvort heldur í einu eða tveim turnherbergjum Skálholtskirkju. Það er hin prýðilegasta geymsla í hvívetna. — Upphituð? — Það er hægt að hita upp ef þess verður talin þörf. En reynsla mín er sú að bækur þurfa ekki upphitun ef geymslan er að öðru leyti góð og rakalaus. Ég hef geymt bækur árum og áratugum saman í kaldri geymslu og ekki komið að sök. — Hefur Kári látið binda mikið inn af bókum safnsins? — Mjög mikið. Þegar Kári keypti safn Þorsteins sýslumanns var þar mikið af óbundnum bók- um eða sambundnum. Kári hefur Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.