Vísir - 15.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 15.06.1965, Blaðsíða 4
V í S IR • Þriðjudagur 15. júní 1963. ■BHHBanmmnnBaRHanB 4 m—mma Dr. Alexander — Frji. af bls. 9: stefndum inn ísafjarðardjúp. Var þá allsnarpur vindur og hristist flugvélin allmikið og datt stundum nokkra metra í einu á leiðinni inn Djúpið. Við fundum ekki til óþæg- inda vegna þess, því að hug- urino b*r oss hálfa leið. Það var svo nýstárlegt að fara fyrstu ferðina í lofti fram með ströndum íslands og at- huga landslagið. Á örfárra mínútna fresti sáum við Vestfirðina opnast, einn eft- ir annan og skerast inn í landið; Patreksfjörð, Arnar- fjörð, Dýrafjörð Önundar- fjörð. Úti við sjó sáum við einstaka bæi á ströndinni, en vegna hins slæma skyggnis sáum við lítið annað en fjöll- in, er gnæfðu eins og risar •upp í loftið, hjúpaðir skugga- legum feldi. Við sáum ekki inn í botn á fjörðunum, held- ur aðeins vatnshvilft að fram anverðu og gátum ekki greint firðina í sundur eftir landslagi, heldur töldum við þá eftir sjóuppdrætti þeim, er við höfðum meðferðis og drógum ályktanir af honum, hvern fjörð við sæjum í það og það skipti. Við vorum í engum vafa, hvar við vorum er við flugum inn ísafjarðar- djúp vegna breiddarinnar. Hreyfillinn snerist með jöfn- um hraða, 13-1400 snúninga á mínútu, en hjarta mitt sló ört af fögnuði yfir ferðalag- inu. Mér fannst ég verða ann , ar maður og samband mitt við ísland breytast. Mér hafði áður staðið stuggur af hinum mörgu fjöllum á Vest- fjörðum og ólgandi sænum við strendur þeirra, og á skipsferðalagi hafði ég oft furidið til ofurmagns náttúr- unnar og vanmáttar míns og annarra. I meðvitund minni lá fullvissan um allt það erf- iði og tímatöf, er það tók að ganga upp á einn fjallgarð hvað þá marga. En nú breytt- ist þetta, er ég fór fram hjá fjöllunum eins og fuglinn fljúgandi, og ólgandi djúpið náði ekki til mín. ísland frjálst til yztu stranda - hljómaði í eyrum mér. Nú var ég sannfærður um það, að framtíðaríbúar íslands mundu drottna yfir landinu, yfir náttúrunni, yfir fjöllum og vötnum, yfir vetrardimmu og hríðarbyljum, yfir hafís og kulda; en hvernig þetta skyldi verða, var mér óljóst. Mig hafði raunar oft dreymt stóra drauma um risavaxnar rafmagnsstöðvar, er bræddi ísinn af jöklunum og breytti dölum í blómgaðar ekrur. Hinn sami máttur andans, er smíðaði flugvél, er flutti mig um himingeiminn, hlaut að geta brætt ísinn af jöklunum, feykt burtu storminum og valdið öðrum breytingum á mínu kalda og' hrjóstruga landi. Ég fann að mér hljóp kapp í kinn af öllum þessum skýjadraumum mínum, því nú var ég uppi í skýjunum, en hreyfillinn og hristingur flugvélarinnar vöktu mig aftur til lífsins, og nú sá ég ísafjörð fyrir fótum mér, húsaþyrping á mjóum tanga og svarta smádepla niðri, er færðust allir í sömu átt. Flugvélin flaug tvo eða þrjá hringi yfir bænum og lenti — og þarna vorum við komn ir eftir tæplega 2/2 tíma flug frá Reykjavík, en ísfirð- ingar lustu upp fagnaðaróp- um. í freyðandi kampavíni drukkum við skál hinnar ' fyr'stu flugferðar til ísafiarð- ; ar hjá Jóni Auðunni Jóns- íí syni, alþingismanni, en síðan bæjarfógeta. Ég birti þennan kafla hér vegna þess, að hann er svo táknrænn fyrir all líf þessa göfuga vinar míns. Hann lýsir hugsjónamann- inum, sem vill umfram allt leita að þörf þjóðar sinnar, manninum, sem spyr fyrst og fremst: Hvað get ég gert fyrir þjóð mína. Engar hættur eru of miklar engin fórn of stór, ef hann aðeins gat gert „mitt kalda og hrjóstruga land“ byggi- legra. Hann vill sigrast á vetrardimmunni, hríðarbylj- unum, hafísnum og kuldan- um. Þetta man hann allt svo vel sjálfur, því að hann er fæddur og uppalinn í Skaga- firði og aðeins 12 vetra alda- mótaárið. Hann vill rjúfa umsátur ill færra heiða, sem tepptu all- ar samgöngur á landinu mánuðum saman og hafíssins sem bannaði allar siglingar heil misseri, ísland skyldi frjálst til yztu stranda. Með fyrstu raunverulegu flugferðinni á íslandi er einn hinria stóru drauma dr. Alex anders og sennilega sá stærsti að rætast. Hann gerði sér vel ljóst, að hann ritaði hér sjálfur kafla í sögu þessa lands og hailn er aðsópsmikill og ætíð höfðinglegur, þar sem hann birtist á hinum ýmsu stöðum landsins, fyrstur manna á þennan glæsilega hátt. Eftir 4 ára vaska baráttu var kippt stoðunum undan áframhaldandi rekstri flug- félagsins með því að fella niður síldarleitargjald, sem lagt hafði verið á hvert mál og tunnu síldar, er veiddist fyrir Norðurlandi, fyrir síldar leitarþjónustu félagsins. Með starfi sfnu hafði dr. Alexander tekizt að koma á og hefja síðan millilandaflug. Því var það, að dr. Alexand- en beitti sér fyrir því af al- efli, að Flugfélag fslands II. tæki að sér björgun brezka heimskautafrömuðarins Courtould, sem menn óttuð- ust mjög um vorið 1931. Aðstandendur Courtould voru mjög auðugir og gátu því greitt ríflega allan kostn að, en það var hugmynd dr. Alexanders að rétta við fjár hag félagsins með þessum leiðangri. Með venjulegu harðfylgi tókst honum að koma leið- angrinum til Grænlands og vitanlega fór hann þangað sjálfur, en flugvélin var flutt með gamla Óðni að ísrönd- inni. Vegna tæknigalla flaug flugvél Flugfélags íslands II. aðeins eitt flug í Grænlandi og varð því að hætta við leið- angurinn. Var þetta hin sár- asta reynsla fyrir dr. Alex- ander og.olli honum miklum vonbrigðum. Sama sumar hættir starfsemi Flugfélags íslands II sökum fjárskorts enda var nú kreppan mikla skollin á eins og fimbulvet- ur. En það var dr. Alexander mikil huggun, að sú gifta fylgdi störfum félags hans, að engin slys á mönnum hentu starfsemina og var þó oft teflt á tæpasta vaðið og flugtækni öll á frumstigi mið að við tækni nútímans. Fyrir allt þetta mikla og fórnfúsa brautryðjendastarf uppskar dr. Alexander Jó- hannesson lítið þakklæti eins og oft vill verða um hug- sjónamenn, sem ern áratug- um á undan sinni samtíð. Hann varð jafnvel fyrir ill skeyttum árásum í dagblöð- unum og níðvísur voru um hann ortar svona til bragð- bætis. En hann lét þetta ekld á sig fá og tók til að semja skemmtilega og fjörlega rit- aða bók um flugmál, sem hann nefndi „I lofti.“ Inngangsorð bókarinnar eru þessi: Æskulýð íslands helga ég þessa bók. Æskulýður íslands svaraði baráttukalli dr. Alexanders og hóf fimm árum síðar upp hið fallna merki flugsins. Sigrar íslenzkra flugmála á undanförnum áratugum hafa síðan yljað dr. Alexander um hjartaræturnar og fann hann með réttu að sáning hans bar ríkulegan ávöxt þótt það yrði síðar en hann hefði kosið og áformað. íslenzk flugmálasaga mun æ geyma endurminningarnar um hið ævintýralega afrek dr. Alexanders Jóhannesson ar og þakka honum hans stóra framlag til íslenzkra flugmála. Hans trygga lífsförunaut frú Hebu flyt ég innilegustu samúðarkveðjur. Agnar Koefoed Hansen farþega- og póstflugi til ým- issa staða á íslandi með sjó- flugvélum, Hann hafði-einnig hafið sjúkraflug, síldarleitar- ffiig', og íandhelgís'Fíug;' Islendingar höfðu verið sendir utan til flugnáms og flugvirkjanáms og í stuttu máli, að ætla mætti, lagður góður grundvöllur að íslenzk um flugsamgöngum. Þetta var samt ekki nægi- legt, hugur dr. Alexanders stefndi hærra. Vitanlega áttu íslendingar að annast flug fyrir heimskautaleiðangra er- lendra þjóða á norðurslóðum Rætt um Ytri- Mongólíu Síðdegis á þriðjudag efna sam- tök um vestræna samvinnu til fund ar fyrir meðlimi sína og félaga Varðbergs. Hefst fundurinn kl. hálf sex og stendur til 9. Tveir banda rískir gestir sem eru virkir þátt- takendur I starfi Atlantshafsfélaga mæta á fundinum. Þeir feru Theo- dore C. Achilles sendiherra og frú Mary Lord sem um langt skeið var fulltrúi;Bandaríkjanna hjá S.Þ. Frúin mun segja frá för sem hún fór á þessu ári til Ytri Mongólíu, deilu landsins milli Kínverja og Rússa og sendiherrann mun tala um Atlantshafsmál. gá hópur stækkar sífellt sem les Vísi. Á hverjum degi bæt- ast margir nýir áskrifendur í hóp lesenda blaðsins. Vísir er ódýrasta dagblaðið í áskrift en áskriftargjaldið er aðeins 80 krónur mánaðarlega. Áskriftarsíminn er 1-16-60. Y erðlaunagetraun V ísií hefst eftir rúma viku Á döfinni er nýstárleg verðlaunagetraun hér í blaðinu, sem mun hefjast eftir rúma viku. Aðilar að getrauninni verða nokkur bílaumboð og tízkufataverzlanir og munu birtast 7 myndasíður í jafn mörgum blöðum frá þessum aðilum. Verður því hag- að þannig, að I hvert sinn sýnir ungt fólk tízkufatnað frá einni viðurkenndri tízku- fataverzlun í Reykjavík og nýjan bíl frá einum bílainnflytjendanna. Getraunin verður sniðin við allra hæfi og 7 glæsileg verðlaun verða veitt að lokinni birtingu allrar getraunarinnar, en þau eru tízkufatnaður frá viðkomandi tízkufataverzlun fyrir 5 þúsund krónur eftir eigin vali i hverju tilfelli. Þessi verðlaunagetraun er aðeins fyrir áskrifendur að blaðinu og verða nöfn þeirra, sem senda úrlausnir, borin saman við spjaldskrá yfir áskrifendur blaðsins. Með þessu móti mun getraunin einnig ná til þeirra, sem gerast áskrifendur áður en birtingu getraunarinnar Iýkur, sem verðureftir 2 — 3 vikur. í þessu sambandi er rétt að taka fram, að áskrift að VÍSI kostar aðeins 80 kr. á mánuði og er þannig ódýrasta áskrift að íslenzku dagblaði. Nýjar áskriftir að blað- inu taka gildi við mánaðamót eða 15. hverseiga kost á að fá sent blaðið ókeypis i allt eiga kost á að fá blaðið sent ókeypis í tllt að hálfan mánuð. Kappkostað er að koma blaðinu til fastra kaupenda sem fyrst eftir útkomu þess. I þéttbýlinu við Faxaflóa t. d. annast dreifinguna 4 bílar á vegum blaðsins, margir áætlunarbílar, skip og á 2. hundrað blaðburðarböm, auk þess sem blaðið er selt í lausasölu af yfir hundrað sölubörnum daglega og enn í á 2. hundrað verzlana, söluturna og veitingastaða. Aðsetur afgreiðslu VÍSIS er í Ingólfsstræti 3 í Reykjavík, sími 11661, og er opið virka daga kl. 9-20, nema laugardaga kl. 9 — 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.