Vísir - 15.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 15.06.1965, Blaðsíða 11
II V IS IR . Þriðjudagur 15. júní 1965. „Gamli maðurínn" skoraði þrjú — og Akranes vann KR ntjög óvænt í baróttuleik 3:2 RÍKHARÐUR JÓNSSON — „gamli maðurinn“ í knattspyrnunni okkar í dag, þrátt fyrir lágan aldur, 34 ár, sá um það í gærkvöldi að lyfta liði sínu upp af botn- inum í 1. deild með þrem góðum mörkum. Ríkharður var sívinnandi og ötull á leikvelli og það var honum og Eyleifi Hafsteinssyni að þakka að Akranes vann leikinn í gærkvöldi gegn KR. Ef markatækifæri hefðu verið lögð til grundvallar, hefði KR sigrað örugglega í þessum leik. Að vísu áttu bæði liðin mörg tæki- færi, — en Skagamenn voru einkar natnir við að hirða boltann á marklínunni. En hvað um það, — Akurnesingar skutu þarna bæði Fram og Keflavík aftur fyrir sig með þessum sigri. ★ KR—AKRANES 2:3 (1:1). Ríkharður Jónsson skoraði á 4., 61. og 88. mínútu. — Gunnar Felixson skoraði mörk KR á 38. og 76. mín. Staðan i mótinu er nú þessi: VALUR 4 3 1 0 7 10:5 AKUREYRI 4 2 1 1 5 7:7 KR 4 1 2 1 4 7:7 AKRANES 4 1 1 2 3 8:9 KEFLAVÍK 4 1 1 2 3 3:5 FRAM 4 1 0 3 2 6:8 Hvað mundu lesendur annars halda eftir lestur þessarar knatt- spyrnusögu: • 15. mín. Bogi Sig. bjargar á línu. • 20. mín. Helgi Hannesson bjargar á línu. • 43. mín. Helgi Hannesson bjargar á línu. © 60. mín. Helgi Hannesson bjargar á línu. 0 71. mín. Ríkharður bjargar á línu í horn. • 71. mín. Ríkharður bjargar aftur í hom. Sex sinnum bjarga Skagamenn á marklínu, — sex sinnum var heppnin svo sannarlega klaedd í gula búninginn þeirra. Það fer minna fyrir KR-heppninni, sem svo oft hefur verið vitnað í. Fjölmörg tækifæri önnur áttu KR-ingar í leiknum, en allt fór á eina leið, — öllu bjargað, nema tveim tækifærum Gunnars Felix- sonar, sem raunar voru ekkert mjög góð tækifæri, en markinu illa lokað hjá Helga Daníelssyni. Mörkin byrjuðu að koma á 4. mínútu leiksins. Ríkharður gaf ná- kvæman bolta inn miðjuna til Skúla Hákonarsonar, en honum tókst ekki að brjótast alla leið að markinu, tókst samt að gefa aftur út og á Ríkharð, sem hafði fylgt sókninni vel eftir. Ríkharður var ekkert að tvínóna og skaut af víta- teig óverjandi skoti í vinstra horn marksins með jörðunni. Leiðinlegt atvik átti sér stað á 35. mín. þegar Heimir fékk spark Framh. bls. 13 Rlkharður skorar sigurmarkið (sést ekki sjálfur á myndinni). HRAFNHILDUR fímmfaldur Islandsmeistari : ; . ■ .• > \ Hrafnhildur Hrafnhíldur, Gujjmundur og Davíð unnu 12 af 17 meisfarasfigum Sundmeistaramót íslands fór fram í höfuðborginni um helgina. Mótið er oft háð úti á landi og þyrpast menn þá til keppninnar og er jafnan mikil stemning og góð á Iaugarbörmun- um. í glaðasólskini á laug- ardag og ágætu veðri á sunnudag mættu þó vart fleiri en 50 manns til að horfa á. Þetta eyðilagði alla stemningu á annars ágætu móti, sem bauð upp á margt óvænt og skemmti legt, og afrek voru ágæt og meðal þeirra var afrek DavíðsValgarðssonar í 100 flugsundi karla, metra * nýtt íslandsmet hans 1.02.7, sem er bezta afrek íslendings í sundi, Eitt var sammerkt þessu sund- móti og öðrum. Mjög fáir einstakl ingar fóru heim með hin gullnu heiðurslaun. Og heiðursskjöl (lé- legt að hafa ekki heiðurspening á íslandsmóti!) fengu margir í bunk- um. Ein stúlkan, Matthildur Guð- mundsdóttir fékk ekki minna en 5 slík skjöl og Hrafnhildur Krist- jánsdóttir 4. í kvennasundunum var keppt í 5 einstaklingsgreinum. Sigurvegari í öllum greinum var Hrafnhildur Guðmundsdóttir úr ÍR, — óæfð með öllu, ef undan eru skilin mót- in, sem hún hefur tekið þátt í í vet ur, því hún hefur í vetur unnið í Þorlákshöfn þar sem engin sund- laug fyrirfinnst. Næstur, Hrafn- hildi í verðlaunasöfnun komst Davíð Valgarðsson, Keflavík. Hann fékk 4 fyrstu verðlaun og varð að auki annar maður á eftir Guð- mundi Gíslasyni í þeim þrem sund um sem hann vann. Þessi þrjú unnu þvl 12 af 17 greinum sem keppt var í um islandsmeistara- titil. Það sem kom mest á óvart var sigur Fylkis Ágústssonar I 100 metra bringusundinu á afbragðs- tíma 1:13,8 en Hörður B. Finnsson, sem á Islands -og Norðurlandamet í greininni 1:11,1 varð annar á 1.14,9. Einnig kom á óvart sigur Sundfélags Hafnarfjarðar í boð- sundunum, fyrst I 4x100 metra fjór sundi karla og eins í 4x200 metra skriðsundi. ÍR-sveitinni tókst ekki að hóa saman til að keppa á þessu stærsta sundmóti sem fram fer, er hún hefði örugglega sigrað, og í seinna sundinu varð Ármannssveit- in fyrir alvarlegu skakkafalli. Einn skriðsundsmannanna missti niður um sig skýluna á sundinu og tafð- ist af þeim sökum um nokkrar sekúndur. Skýlumissirinn kostaði Ármann því íslandsmeistarastig. Ámi Þ. Kristjánsson vann 200 metra bringusundið á ágætum tíma 2.42. mín, en Fylkir Ágústsson fylgdi honum vel eftir og fékk einnig prýðis tíma 2:44,4. Var sund þeirra eitt það skemmtilegasta sem mótið bauð upp á enda hníf- jöfn keppni frá byrjun til enda. ÍR hlaut flest meistarastig, eða 8 t > ,, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, x-.'-wX'ví- v •• '' ''' * Guðmundsd óttir og Matthildur Guðmundsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.