Vísir - 19.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1965, Blaðsíða 2
SíÐAN GINA LOLLOBRIGIDA neitaði í fyrradag harðlega fyrir rétti I Rómaborg að hún hefði lát'ið kviktnynda sig nakta. „Ég not- aði föt sem féllu þétt að mér og voru í sama lit og hörundið" var svar hennar við ákærunum Vandræðin upphófust skömmu eftir frumsýninguna á mynd- 'inni „Brúðumar." (The Dolls). í myndinni leikur Gina hlut verk hótelhaldara, sem flekar frænda biskups nokkurs. Þegar La Lollo birtist við byggingu réttarins biðu hennar meira en 50 blaðaljósmyndarar sem börðust blóðugri baráttu við að komast I færi við hana. Fyrir réttinum hlustaði hún á spum'ingaflóð dómarans í meira en 20 mínútur. Síðan var henni leyft að fara og mun dóm arinn nú ákveða hvort, málið fer lengra. Ef hann telur það, get ur farið svo, að hún hljóti 3 mánaða til 3 ára fangelsi. Darajane Barholomae — stúlkan með milljónabrosið er lika falleg. Ríkasta fegurðar- drottning í heimi Sarajane Bartholomae, heitir nýjasta fegurðardrottningin, — og sú lang álitlegasta. Sarajane hefur fallegt ljóst hár, sérlega fallega vaxin og fyrir þetta ber hún nú titilinn „Miss Newport Beach, Cahfornia, 1965“. EaiygfcBr ekki bar^þftta.sem^ Sarajarle hefur. Hún á' sinn' eig- in bát, „smábát“, sem hún kallar hann, sem kostar þó ekki minna en 6 milljónir króna, enda er þetta 90 feta snekkja búin öllum þægindum og siglir Sarajane um öll heimsins höf á snekkjunni. Þá á Sarajané 15 herbergja villu, sem indverskur furstí átti —— Gina Lollobrigida gengur í réttarsalinn ÚTBOÐ Tilboð óskast í hitaveitu-lagnir utanhúss í eftirtaldar götur í Smáíbúðahverfi: Alfurgerði, Grundargerði, Breiðagerði, Háa- gerði, Hlíðargerði, Melgerði, Mosgerði, Steinagerði, Hæðargarð og Hólmgarð, svo og hluta af Sogavegi, Grensásvegi, Réttar- holtsvegi og Bústaðavegi. IJtboðslýsinga og uppdrátta má vitja í skrif stofu vora Vonarstræti 8, gegn 3000, króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar TIL SÖLU 3-4 herb. fokheldar íbúðir í fjórbýlishúsi við Sæviðarsund nýtt og skemmtilegt hverfi. Hitaveitusvæði. 2 svalir. Bílskúr fylgir stærri íbúðunum. Fasteigna- og lögfræðistofan Laugavegi 28B - Sími 19455 Heimasími 18832. Jón Grétar Sigurðsson, hdl. Gísii Theódórsson á undan henni. Þá er það þriðja heimili henn- ar, höll úr rauðum múrsteini, sem stendur við Kyrrahafið á mjög dýrum stað svo ekki sé meira sagt. Hin 19 ára gamla fegurðar- drottning getur sannarlega not- ið lífsins, þvf hún er einka- erfingi að miklum áuði, meira en 120 millj. kr. Hún er án efa ríkasta fegurðardrottning í heimi. Auð sinn erfði hún eftir föður sinn William Bartholomae, sem lézt af slysförum í fyrra, þegar hnífur stakkst í hann. í framtíðinni hyggst Sarajane nema innanhússskreytingar í Kaliforníuhá'skóla. Hún er auð- vitað umvafin af efnilegum, ungum mönnum og segir sjálf að hún eigi þrjá góða kunn- ingja. „Sá sem mér líkar bezt við er baseball-leikari", segir hún. Kári skrifar: Það eru ekki nema fáir dagar síðan að Reykvíkingur nokkur fór í ökuferð með fjögurra ára gömlum syn'i sínum. Maðurinn þurfti að skreppa út, en skyldi son sinn eftir í bflnum í nokk- urri brekku. Þegar maðurinn kom út aftur var bifreiðin kom in stjórnlaus á fleyg'iferð niður brekkuna og bamið í. Þarna vildi það til láns í öllu óláninu að önnur bifreið stóð I veginum og tók á móti högg- inu og stöðvaði bílinn. Það er ekkj alveg víst að eigandi þess- arar bifreiðar hafi verið jafn lánsamur og faðir barnsins sem átti h'ina bifreiðina. En svo mik ið er þó víst að drengurinp slapp ómeiddur og það var vissulega fyrir mestu. Hitf skipti minna máli þótt báðir bílarnir skemmdust og viðgerð in á þeim kostaði nokkur þús- und, ef ekki tugþúsundir króna En nú er á þetta minnzt hér í dálkunum að áþekk atvik hafa komið fyrir áður og hér er eng an veginn um neitt einsdæmi að ræða. Og það sem Kári hefur til málanna að leggja er þetta: Ef bifre'iðaeigendur og ökumenn eru sér þess meðvit- andi að fjögurra ára börn eru óvitar, þá á ekki að skilja þau ein eftir í bflum öðruvísi en ganga svo tryggilega frá far- artækjunum að þe'im verði ekki haggað úr stað þótt krakkar fari að fikta við hemla, gíra eða stjórntæki. Til þess eru vítin að menn vari sig á þeim. Einn af góðkunnipgjum mfn um hringdi tii mín og sagði að það væri undarlega margt skrýt ið í kýrhausnum þessa dagana. Ég spurði hann hvað hann ætti við, Hann spurð'i hkvort ég læsi ekki blöðin. Jú, ég las sumt í þeim, en hafði ekkert séð í þeim um kýrhaus. Þá sagði hann mér eitthvað um kýr- haus í Hafnarfirði sem væri al veg með einsdæmum. Ekki að- eins það að slökkviliðsstjórinn þ.e. aðal- og varaslökkviliðs- stjóri lenda í hár saman, taka hvorn annan fastan og kæra hvorn annan fyrir brot á alls konar reglum og fyrirmælum. Það lyktaði að sjálfsögðu með þeirri einu sjálfsögðu ráðstöfun að báðir voru reknir. En hitt sagði kunn'ingi minn að væri hálfu verra þegar lögreglan þar f borg þekkir ekki starfsbræð ur sfna frá kanínum og skýtur á þá í þeirri meiningu að þelr séu að skjóta kapínur. Það er líka til undarlegur kýr haus í sjálfri Reykjavík, sagð'i vinur minn. Hann sagðist hafa verið að lesa bíóauglýsingar i einu dagblaðanna, og sá þá svo- látandi auglýsingu á bíósíðunni frá kunnum fjármálamann'i f höfuðborg íslands: „Eitt getur létt lífsstríð og það er að biðja föðurinn um fyr irgefningu, og þiggja fyrirgefn inguna af umboðsmönnum guðs.“ Undir þessari auglýs'ingu stóð fullt nafn og heimiligfang fjár- málamannsins. Maðurinn, sem hringdi í mig, kvaðst gjarnan vilja vita hjá hverjum hann ætti að þiggja fyrirgefningu guðs. Hann kvaðst þurfa mjög á henni að halda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.