Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 1
55. áíg. - Miovikudagur 23. júní 1965. — 139. tbl Fermingarundirbúningurinn ræddurá prestastefnunni Synodus hófst nteð guðsþjónustu í morgun í morgun hofst f Reykjavik prestastefna fslands eða Syn- odus meö guSsþjónustu f Dóm- kirkjunni, þar sem sr. Páll Þor- leifsson prófastur á Skinnastað prédikaði, en síSan átti að setja prestastefnuna í kapellu Háskól- ans, en þar flytur biskup ávarp og yfirlit um störf þjóðkirkj- unnar. Aðalefni prestastefnunnar að þessu sinni verður „Undirbún- ingur og tilhögun fermingarinn ar". Á síðustu prestastefnu var nefnd skipuð til að íhuga það mál. Formaður nefndarinnar hef ur verið Óskar J. Þorlákssön dómkirkjuprestur og mun hann gera grein fyrir störfum nefnd- arinnar og leggja fram nefnd- arálit. Á fimmtudaginn verður álit nefndarinnar siðan tekið til meðferðar í umræðuhópum og á föstudaginn verða lokaumræð- ur um málið og það síðan tekið til afgreiðslu. Sem fyrr segir kom þetta mál til umræðu á síðustu presta- stefnu og heyrðust þar raddir um að nauðsynlegt væri að samræma fermingarundirbúning inn og koma honum í fastara form. Sumir telja nauðsynlegt að byrja spurningar fyrr að haustinu, um sama leyti og skól arnir fara að starfa og hafa síð- an samvinnu við skölana. Við upphaf prestastefnu i morgun. Á myndinni eru frá vinstri: Sr. Þórir Stefensen, Sauðárkróki, Einar Einarsson, djákni f Gríms- ey, sr. Pétur Slgurgeirsson, Akureyri, og sr. Öskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur. AÐEINS HÆGTAÐ LANDA ÚREINUM TOG- ARAIEINUI REYKJÁVlKURHÓFN 1 dag er Ingólfur Arnarson að koma af veiðum, en ástand ið hjá Togaraafgreiðslunni er svo slæmt, að ekki er hægt að landa úr togaranum hér í Reykjavík og vcrður hann að fara til . Hafnarfjarðar. Tveir togarar, Fylkir og Júpiter, komu af veiðum sl. mánudag og get- ur Togaraafgreiðslan aðeins unnið við annan þeirra. Greip eigandi Júpiters þá til þess ráðs að senda fólk úr frysti- húsinu hjá sér til þess að vinna við Iöndunina, þar sem fiskur- inn liggur undir skemmdum vegna hita. Ástandið hjá okkur hefur ekkert lagazt og skiljanlega hef ur eftirvinnubannið haft sin áhrif, sagði talsmaður Togaraaf greiðslunnar í morgun. I Reykjavíkurhöfn liggja nú togararnir Júpiter og Fylkir, sem nýkomnir eru af veiðum og einnig Hallveig Fróðadóttir, sem var að koma úr slipp. Þá á Eimskip 3 skip f höfninni Skógafoss, Mánafoss og Detti- foss. Jöklar eru hér með hol- lenzkt leiguskip, og Kronprins Bátar ai austan komnir á Eyjamií Mikill síldarafli við Evjar Síldarafli hefur glæðzt við Eyjar og dæmi þess, að bátar hafa tví- hlaðið sama sólarhringinn. Síld hefur veiðzt að staðaldri í grennd við Vestmannaeyjar á und- angengnum vikum, þegar gefið hef- ur á sjó, og tíðast aflast þá dável, nokkur þúsund tunnur á sólar- hring, en í fyrradag aflaðist sér- lega vel, — þá fengu 12 bátar rúm- lega 11.000 tunnur, og fór aflinn í bræðslu svo sem verið hefur, en LAÐIÐ I DAG BIs. 3 fslandssýning f Köln. — 7 Úr dagbók blaða- manns. — 8 „Byltingin er mín eina námsgrein". — 9 Nýjar leiðir í kjara- máluni. — 10 Talað við Geir H. Zoéga. 1 síldin er ákaflega misjöfn. Hinn 17/6 var aflinn 6500 tn, 18/6 2000, 19/6 4000 og 21/6 5200. Dagar hafa alltaf fallið úr vegna brælu og svo var í gær. Það er vitanlega ekki einvörð- ungu vegna þess að sfldaraflinn hefur glæðzt að meiri al'li berst á land, heldur stafar það einnig af því, að bátunum, sem þessar veiðar stunda, fer daglega fjölg- andi, og þangað eru nú farnlr aS tfnast Eyjabátar og Suðurnesjabát- ar, sem komnir voru á Austf jarða- mið, svo og stöku Austfjarðabát- ar. Þykir sumum álitlegra að geta átt von á að. fá að fylla sig viS Eyjar og jafnvel tvihlaða meSan elta þarf síldina eystra langt út á haf, en dæmi eru 'þess, að bátar hafa tvíhlaðið við Eyjar eins og Kristbjörg. sem fékk 2200 tn. i tveimur róðrum. Aflast mest sí'ð- degis, en annars hafa bátar fengið afla á öllum tfmum sólarhrings. Frá 10 á mánudagskvöldi til 10 að morgni á þriðjudag fengu eftir- taldir bátar 15.800 tn.: Engey 1500 — Reynir 1200 - Sigurður 1200 - Huginn II 1100 Ófeigur II 1100 - Meta 950 - Kópur 900 - Hrafn Svein. II 1000 Kristbjörg 1300 (annar róðurinn) Friðrik Sig. 900 - Gísli lóðs 9001 Skagaröst 900 - Ófeigur III 850 ísleifur IV 1000 - Gullborg 1000.1 Olav kom frá Kaupmannafaöfn í morgun. „Segja má að uppskipun gangi sæmilega hjá okkur um þessar mundir, en þó vantar alltaf menn og einnig hefur eft irvinnubannið sitt að segja, sagði blaðafulltrúi Eimskips og bætti síðan við: Áður unnum við alltaf til 7 og 8 á kvöldin og stutt er síðan hætt var að vinna um helgar. Ef eftirvinnu bannið verður áfram þá held ég að ástandið versni mikið". Þegar Fylkir og Júpiter komu af veiðum sl. mánudag lá togari í Reykjavíkurhöfn og gat því Togaraafgreiðslan ekki byrjað að landa úr þeim. Tog- araafgreiðslan hefur oft á tíð- um efcki nema um tuttugu menn og er ekki hægt að landa nema úr einum togara. Seinni- partinn á mánudag var byrjað á Fylki og verður reynt að Ijúka lönduninni eftir hádegi í dag og ef til vill byrja á Júpi- ter, ef tími vinnst til. Þegar sjáanlegt var að ekki var hægt að byrja á Júpiter, sendi eig- andi togarans nokkra af starfs mönnum stnum Ur frystihúsi til þess að vinna við löndun og voru nokkrir menn að vinna í togaranum í gær og dag. MEÐALTEKJUR V0RU180ÞUS.A MÁNUÐII GRÁSLEPPU.EIÐINNI Frá Flatey á Skjálfanda gerðu í vor út 16 menn á hrogn kelsaveiðar, vertíðin st j i rétt rúman mánuíi og voru irieðál- tekjur á mann þetta tímabil um 180 þúsund krónur. Verð á. -grásléppu hefur hækkað aílmikið að undan- förnu, og í Flatey söltuðu sjó- menn grásleppuna sjálfir. — Fengu þeir með þvl móti um 5000 krónur fyrir tunnuna. Atvinnuástandið á Húsavík og víðar á Norðurlandi hefur verið fremur slæmt frá áramót um, þótt ekki sé hægt að tala um að atvinnuleysi hafi ríkt. Nokkrir Húsvíkingar gerðu út á hrognkelsaveiðar frá Kópaskeri og hafa þessar veiðar verið mikil uppbót á atvinnurýrnun undanfarinna mánaða. I Flatey voru t. d. 16 manns, sem reru, og höfðu þeir samtals um þrjár milljóhir króha, eða um 180 þúsund kr. hver að jafnaði. Söltunarsíld er farin að ber- ast til Húsavíkur. Náttfari kom þangað í fyrradag með 1400 tunnur og Pétur Jónsson í gær með 300 tunnur. Þegar hafa um 18 þusund mál bræðslusíldar borizt, -em ýmist var brætt eða fryst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.