Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 4
a JSC • 'winnnv.crwqBwr zneses* V í S I R . Miðvikudagur 23. júní 1965 ☆ Um þessar mundir stendur yfir í samkomusal Iðnskólans í Reykjavík sýning á málverkum þýzks málara að nafni Oskar Just. Eru það myndir sem hann gerði á ferðum sínum til Is- lands eftir 1957. Var ætlun hans að koma hingað sjálfur og efna til sýningarinnar, en hann andaðist á s.l. ári og hefur nú kona hans í þess stað komið með málverkin og er þetta jafn framt minningarsýning um hinn látna málara. Oskar Just var fæddur 1895 Tvö málverkanna eftir hinn þýzka málara Oskar Just. Önnur myndin er frá Þórsmörk hin af Helga P. Briem fyrrv. sendiherra. Málverkasýning þýzks ferðamanns á Islandi í bænum Cablons í Súdetahér- uðunum sem nú tilheyra Tékkó slóvakíu og var hann að ætt Súdeta-Þjóðverji. Hann lærði húsagerðarlist við Vínar-aka- demíuna, en eftir að hann flutt ist 1933 til Berlínar hætti hann við húsagerðarlistina og sneri sér að málaralist. Hann hafði mikinn áhuga á kynnum við Norðurlandaþjóðir og árið 1957 kom hann í fyrsta skipti til íslands. Hann ferðað ist síðan víða um landið m. a. í ferðamannahópum með Guð- riiundi Jónassyni og.'Jóhi Ara- syni. Á sýningu hans eru 73 mál- verk og myndir. Það eru bæði mannamyndir, blómamyndir og landslagsmyndir. Af manna- myndum má nefna mynd af Ás geir Ásgeirssyni forseta, Krist manni Guðmundssyni, Emil Jónssyni, Erlendi Einarssyni, Helga Briem, Ingólfi Jónssyni og Sigfúsi Bjarnasyni. Lands- lagsmyndirnar eru víða að, frá Mývatni, Námaskarði, Dettif., Þingvöllum, Eirfksjökli, Kerl- ingarfjöllum, Gullfossi, Þjórsár dal, Þórsmörk, Vík í Mýrdal, Ör æfajökli, Hornafirði og Seyðis- fik'fcifh-w ttátaá ,ivd ibnfiisivl Sýningin stendur fram til mán aðarloka og er opin daglega kl. 3—10, gengið inn frá Vita stíg í Iðnskólann. SumarSeyfisferðir Ferðafélagsins að hefjast Eyrstu sumarleyfisferðir Ferðafélags íslands eru í þann veginn að hefjast og standa þrjár skemmtilegar ferðir fyrir dyrum á næstunni. Fyrsta sumarleyfisferðin hefst 24. þ. m. (fimmtudag) og verður norður til Grímseyjar. Þessi ferð er áætluð í 5 daga og verður fyrst ekið í bifreið- um sem leið liggur til Skaga- fjarðar og þaðan á Siglufjörð. Þaðan verður farið með flóa- bátnum Drang til Grímseyjar og eyjan skoðuð. Grímsey er töfraheimur og alveg sérstak- lega um þetta leyti árs þegar sólin sígur ekki £ sæ og fugla- lífið er í algleymingi. Þangað leggja annars fáir lejð sína vegna erfiðra samgangna og þess vegna má segja að þetta sé tilvalið tækifæri til að kynnast þessari fögru og sér- kennilegu eyju. Frá '"Grímsey verður farið meði bátnum til Dalvíkur og þaðan ekið á bifreiðum um nokkrar fegurstu byggðir Eyja- fjarðar og þaðan til Reykjavík- ur. Á heimleið verður farið um Kaldadal. Næsta ferð á eftir verður 9 daga ferð til Herðubreiðarlinda og Öskju. Ekin verður þjóð- lfeiðin úm Norðurland og kom- ið við á flestum fegurstu stöð- um, þ. á m. Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Hljóðaklettum og Hólmstungum. Gengið verður á Herðubreið ef veður leyfir, en þaðan er ótrúlega víðsýnt í góðu skyggni. Þá verður og ekið í Öskju og eldstöðvarnar skoðaðar. /.ð þessu sinni mun ferð þangað þykja sérstaklega forvitnileg vegna frétta sem borizt hafa um breytingar á jarðhitasvæðum og möguleika fyrir því að þar sé gos að hefj- ast. Þriðja Sumarleyfisferðin hefst 29. júní vestur um Snæ- fellsnes, Dali og Barðastrandar sýslu m. ö. o. um byggðirnar umhverfis Breiðafj. Þetta er töfrafögur leið og fjölbreytileg. Ekið beggja vegna Snæfells- ness, fyrir Jökul og frá Stykk- ishólmi um Skógarströnd og inn til Dalasýslu. Farið verður fyrir Klofning og síðan inn fyrir Gilsfjörð vestur í Reyk- hólasveit. Þaðan verður haldið norður yfir Tröllatunguheiði og allt norður í Bjarnarfjörð 1 Strandasýslu. í bakaleið er ætlunin að fara um Kollafjörð, Bitru og suður um Holtavörðu- heiði og Borgarfjörð. Þetta verður 6 daga ferð. Skoda 1000 MB Nýja bifreibin frá Skoda komin til Islands Það hafa margir beðið með eftirvæntingu og forvitni eftir nýja Skodanum, eða Skoda 1000 MB eins og hann nefnist. Vörumerkið ,,Skoda“ hefur stöðugt verið að vinna sér álit hér á landi allt frá því innflutn ingur Skoda-bifreiða hófst, þótt eins og ýmsir vita, ýmsar ár- gerðir hafi verið misjafnar. En samt sem áður hefur það komið í ljós að Skoda-bifreiðir fara árbatnandi. Tékkneska bifreiðaumboðið sem flytur þessar bifreiðir inn fékk á síðasta ári um 200 bíla og í ár hefur talan hækkað um 50%, eða upp í 300. Af þeim sem hingað koma eru um það bil 100 af hinni nýju tegund 1000MB og 52 bílar þegar komnir Afgangurinn mun að mestu eða jafnvel öllu leyti seldur fyrirfram. Af því má sjá að eftirspurnin er geysimikil. Samkvæmt upplýsingum tæknirita er Skoda 1000MB fimm sæta bifreið með 45 hest afla vatnskældum hreyfli, stað settum að aftan. Sum blöð vilja aftur á móti halda því fram að þetta sé einungis fjögurra farþega bifreið og þá er far- þegarými lagt til jafnaðar við Volkswagen, en óhætt mun í báðum tilfellum að reikna með fimm farþegum. Benzíneyðsla á 70 km. meðalhraða er talin 7 lítrar á 100 km. Á sama hraða er hemlunarvega lengd að meðaltali um 25 m. en átta m. á 40 km. hraða. Bíll inn er fjórgíraður með gólfskipt ingu og framsæti má leggja nið ur til að fá svefnrými inni í bílnum. Hámarkshraði er 130 km. á klst. Skoda 1000MB er að mörgu leýti skemmtilegri útlits en Octavian, t.d. eru gluggar stfrri og nýtízkulegra útlit. Upphaflega voru 50 bílar fram leiddir til reynsluaksturs hverri bifreið ekið um það bil 90.000 km. í hitastigi allt frá 45 gráðu hita niður í 30 gráðu frost. Verð á Skoda 1000MB frá um boðinu hér er 149.500 kr. W. V •II i5 liíllii IIÉ ' --.ií ii 16 | = 1 En sú heppni að við skyldum hafa þennan vara-benzíndunk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.